Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Qupperneq 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013 Viðtal S vavar er giftur einni þekktustu sjónvarpskonu landsins og að- spurður hvernig hann hafi kynnst henni segir hann að það hafi verið í gegnum starfið. „Við Þóra unnum samtímis á RÚV, hún á Fréttastofu sjónvarps og á Rás 2 en ég á Fréttastofu útvarpsins. Við auðvitað vissum hvort af öðru en kynntumst fyrst þegar við unnum að sömu frétt hvor fyrir sinn mið- ilinn. Þetta var eitthvert lögreglumál og þræðirnir lágu til Svíþjóðar. Það þurfti að taka útvarpsviðtal við sænska löggu í gegn- um síma og þá fékk ég hana til aðstoðar. Þá svona fórum við í fyrsta skipti að spjalla eitthvað fyrir alvöru og svo leiddi eitt af öðru. Ég bauð nokkrum kollegum heim eitt kvöldið og Þóra var í þeim hópi. Gott ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var þar ekki líka. Það rennur upp fyrir mér núna, ætli það megi ekki segja að hann sé nokkurs konar guð- faðir sambands okkar Þóru,“ segir Svavar og hlær. Svavar lýsir heimilinu sem nokkurs kon- ar umferðarmiðstöð. „Einu sinni taldi ég þrettán börn í húsinu þegar ég fór á fætur á laugardagsmorgni,“ segir Svavar sem er samt sáttur við stöðu sína. Hann segir þetta allt vera frábæra krakka sem komi og fari inn og út af heimilinu. Aðspurður hvort hann ætli ekki að snúa aftur í blaðamennskuna segir hann að í raun sé hann ekki farinn úr henni, þótt hann hafi sagt upp á RÚV. „Ég er búinn að vera rúman áratug í blaðamannabrans- anum og er ekkert hættur. Ég er sjálf- stætt starfandi matarblaðamaður í dag. Ég kem efninu frá mér í formi bóka eða blaðagreina og á vefnum. Svo er ég líka að framleiða sjónvarpsþætti um mat. Þeir verða sýndir á RÚV þarnæsta vetur og við erum búnir að vera í tökum í vor og verð- um áfram í sumar. Hugmyndin að þátt- unum er sú að fylgja matnum eftir frá upphafi til enda. Sýna hvaðan hann er upprunninn, hvernig hann verður að mat. Hvernig þetta lifir í sátt og samlyndi, mat- ur sem verður til með flóknum aðferðum og sá sem verður til með einföldum aðferð- um. Hvort sem þetta er svartfuglsegg sem þú borðar hrátt í bjarginu eða laktósalaus mjólk sem fer í gegnum flókið vinnsluferli. Uppruninn er alltaf sá sami: íslensk nátt- úra. Niðurstaðan er líka alltaf sú sama. ís- lenskur matur. Í þessum þáttum förum við út um allt land, í sveitir og á sjó, inn í vinnslur og reynum að sýna heildstæða mynd af því hvernig matur verður til á Íslandi. Þetta er hluti af því að gera bara það sem mér finnst skemmtilegt. Í raun taka það skemmtilegasta úr fréttamennskunni og gera bara það. Fara út á land og hitta fólk og skoða áhugaverða hluti. Vera í stígvélunum og verða svolítið skít- ugur, það er skemmtilegast. Það er líka svo margt magnað sem er í gangi út um allt land. Fólk er að gera alveg frábæra hluti sem fer oft ekki mikið fyrir.“ Barðist fyrir eiginkonuna Svavar Halldórsson tók sér frí í fyrra frá RÚV til að hjálpa eiginkonu sinni, Þóru Arnórsdóttur, í forsetaframboði hennar. Að- spurður hvort það hafi ekki verið erfitt að koma til baka á fréttastofuna eftir að hafa verið hinumegin við borðið í nokkurn tíma; verandi aðalfréttamaturinn. „Jú, það var pínulítið skrítið að koma til baka eftir for- setakosningarnar. En við höguðum okkur þannig í baráttunni að það var ekki neitt sem við þurftum að sjá eftir eða skammast okkar fyrir. Við létum skítkast og neð- anbeltisbaráttu alveg eiga sig. Það þýðir að við stöndum eftir keik og stolt af því sem við og stuðningsmenn Þóru gerðu. Kosn- ingabaráttan var fyrst og fremst merkileg og skemmtileg reynsla. Við kynntumst svo mörgu frábæru fólki og ótrúlegt að sjá hverju er hægt að áorka ef fólk hefur sameiginlegt markmið. “ Aðspurður hvort hann hafi ekkert verið ósáttur við umfjöllun félaga sinna á RÚV í kosningabaráttunni vill hann ekki meina það. Það hafi samt augljóslega frekar hall- að á Þóru en hitt, en það sé skiljanlegt. „Það voru allir á RÚV að passa sig á því að vera hlutlausir sem var erfitt í um- fjöllun um okkur sem erum félagar þeirra og persónulegir vinir margra í Efstaleitinu. Þegar maður einbeitir sér að því að passa sig að draga ekki taum þeirra sem maður þekkir verður maður stundum hlutdrægur í hina áttina. Við höfðum fullan skilning á því. Mér finnst til dæmis gagnrýnin sem kom fram um að RÚV væri með umfjöllun Þóru í hag hafa verið algjörlega út í hött. Ef einhver myndi greina þessa umfjöllun alla saman að þá held ég að fólk sjái að það hafi frekar hallað á Þóru heldur en hitt þegar RÚV átti í hlut. En það var ekkert mál. Það hefur ekk- ert með uppsögn mína á RÚV að gera. Fyrir kosningarnar var ég farinn að verða þreyttur í starfinu. Neistinn svolítið farinn að hverfa. Það sem heldur fólki í svona starfi er vissan um að maður er að vinna fyrir almenning í landinu, varpa ljósi á kuskið í hornunum og fletta hulunni af því sem gerist fjarri sjónum almennings. Það er auðvitað ofboðslega skemmtilegt að vera fréttamaður hjá RÚV. Það var hins vegar búin að vera mikil keyrsla alveg frá hruni, uppsagnir, aukið álag, sameining fréttastof- anna og árásir úr öllum áttum. Þetta er spurning um það hversu lengi maður er tilbúinn að vinna undir svona álagi, oft um helgar og lengi fram eftir. Því auðvitað er þetta lýjandi. Ekki eru launin heldur neitt til að hrópa húrra fyrir. Ég vil helst ekki vera í vinnu þar sem ég sprett ekki upp á Matur er málið, það er ekkert skemmtilegra EFTIR HARÐA KOSNINGABARÁTTU UM FORSETAEMBÆTTIÐ SEM HINN ÞEKKTI FRÉTTAMAÐUR, SVAVAR HALLDÓRSSON, TÓK ÞÁTT Í MEÐ EIG- INKONU SINNI, ÞÓRU ARNÓRSDÓTTUR, KOM HANN AFTUR UPPÁ FRÉTTASTOFU RÚV Í HAUST. HANN SEGIR AÐ ÞAÐ HAFI VERIÐ SKRÍTIÐ FYRIR FRÉTTAMANN AÐ HAFA UM TÍMA VERIÐ AÐALFRÉTTAMATURINN. HANN STOPPAÐI SAMT STUTT VIÐ Í ÞETTA SINN, SAGÐI UPP Á ÁRAMÓT- UM OG HEFUR ALFARIÐ SNÚIÐ SÉR AÐ MATARPÓLITÍK. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Svavar elskar að borða og ætlar að einbeita sér að matarblaðamennsku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.