Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Qupperneq 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Qupperneq 56
BÓK VIKUNNAR Gleðjið börnin, eins og alltaf er gott að gera, og gefið þeim færeyska tónlistarævintýrið Veiða vind, þar sem texti, myndir og tónlist mynda heillandi heild. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Þrjátíu ár eru síðan Andrés önd komfyrst út á íslensku. Þá var ég orðinfullorðin og þóttist ekki lengur lesa Andrésblöð þótt ég stælist einstaka sinnum í þau sæi ég þau á biðstofum. Ég man vel eftir dönsku Andrésblöð- unum því ég ólst upp við þau. Lengi vel kom það í hlut foreldranna að lesa upp úr þeim eða þýða einstaka orð, en svo kom að því að maður fór að stauta sig áfram og kunni setningar eins og: „Min skat,“ sem voru gæluorð Andrésar til Andrés- ínu. Já, við vorum fjölmörg sem lærðum dönskuna af Andrésblöðunum. Verra tók svo við í gagnfræðaskóla og menntaskóla þar sem danskan varð að kvöl enda les- efnið ekki í anda fjörsins í Andabæ. Dönskulesturinn var sérlega þjáning- arfullur í mennta- skóla. Þetta var á þeim tímum þegar talið var að skáld- skapur ætti að vera í anda þjóðfélags- raunsæis – með til- heyrandi leið- indum. Lestrarbókin í dönsku var öll í þessum stíl. Þar voru smásögur eft- ir danska höfunda og spegluðu þær von- leysi, örvæntingu og firringu samfélags- ins. Ekki beint upplífgandi fyrir ungmenni. Ein saga fjallaði um fjöl- skyldu sem fór í bíltúr og lenti í bílslysi. Þar dóu náttúrlega allir. Heil fjölskylda afmáð. Önnur saga fjallaði um dreng sem varð fyrir einelti í skóla. Hann fyrirfór sér. Ég man ekki eftir því að hafa fyllst sér- stakri samúð með ógæfusömu persónun- um í dönskubókunum. Mér þóttu þessar sögur nánast óbærilega leiðinlegar. Ekki get ég sagt að dönskulesefnið í mennta- skóla hafi gert mig að meðvituðum þjóð- félagsþegni. Leiðinlegur skáldskapur gerir ekkert gagn – þótt sumir séu svo einkennilega innréttaðir að þeir telji leið- indi merkileg. Ég man hins vegar vel að hinn danski Andrés önd framkallaði ósk um að lesa meira. Þessi mislynda og fljótfæra önd vakti ævinlega forvitni og mér finnst enn þó nokkuð til hennar koma. Andrés önd er svo skemmtilega ófullkominn. Þegar hann er upp á sitt versta er hann hégóm- legur og skapstyggur en öðrum stundum geðgóður, velviljaður og indæll. Orðanna hljóðan ÖNDIN DÁSAM- LEGA Íslensk æska hefur löngum sökkt sér ofan í ævintýrarík Andrésblöðin. Hinn eini sanni Andrés Önd B jörn G. Björnsson leikmynda- hönnuður er höfundur fjögurra ljósmyndabóka um íslenskan menningararf: Stóru torfbæirnir, Torfkirkjur á Íslandi, Átta stein- hús 18. aldar og Hús skáldanna. Björn hóf starfsferil sinn á Sjónvarpinu þegar það var stofnað árið 1966 en síðustu tuttugu árin hef- ur hann nær eingöngu unnið við að hanna söfn og sýningar, þar á meðal Sögusetrið á Hvolsvelli og Saltfisksetrið í Grindavík, alls um 100 verk. Hann segir það starf vera óskaplega skemmtilegt enda sé hann mikill áhugamaður um sögu. Hvenær fórstu að taka ljósmyndir? „Ég hef tekið myndir alla tíð og unnið mikið með myndir. Ég hef gert nokkuð af því að setja upp tónleika, þar á meðal jóla- tónleika Björgvins Halldórssonar í Laug- ardalshöll, og þá segi ég við strákana: Þið vinnið með eyrunum, ég vinn með augunum. Það er þetta auga sem ég er að þjálfa upp og nota. Ég er ekki lærður í ljósmyndun en hef alltaf átt þokkalegar myndavélar og hef tekið mjög mikið af myndum.“ Þetta eru fjórar bækur, þematengdar. Af hverju valdirðu einmitt þessi efni? „Mér hefur alltaf fundist að menningar- arfur okkar sé útundan í landkynningu og fyrir vikið verður landkynningin mjög ein- hliða. 80 prósent erlendra ferðamanna koma hingað vegna landsins og náttúrunnar sem er hið besta mál. En svo rekur þetta sama fólk í rogastans þegar það hittir fyrir heila þjóð sem enginn var búinn að segja því frá. Fyrir mörgum árum var ég á ráðstefnu og verið var að tala um markaðssetningu á Íslandi. Ágætur maður sagði: „Það sést aldrei nokkur maður í landkynningarbæklingum.“ Það er ekki mikið verið að gefa upp í ferðabækl- ingum að hér búi þjóð. Við höfum einfaldlega ekki sagt mikið frá því sem við höfum verið að bardúsa í 1100 ár. Ég er stoltur af menn- ingararfi okkar og það má segja að sú hugs- un liggi að baki þessum bókum. Ég átti orðið myndasafn víða að af landinu og kynnti hugmyndir mínar fyrir Hildi Her- móðsdóttur hjá Sölku fyrir tæpu ári og var þá með efni í um það bil tíu bækur um alls kyns efnisflokka. Við ákváðum að byrja á því að gera fjórar bækur. Við vildum umfram allt byrja á torfkirkjunum því þær eru með því yndislegasta sem við Íslendingar eigum, eru nokkrar eftir á landinu og það efni smell- passaði í eina litla bók. Stóru torfbæirnir eru ekki síður merkilegir, þeir stærstu eru mjög glæsilegir, eru svo til allir byggðasöfn og all- ir í notkun. Skáldahúsin eru mjög sjarm- erandi þema og allt flottir staðir: Gljúfra- steinn, Snorrastofa, Hraun í Öxnadal, Skriðuklaustur, Þórbergssetur. Eru engin skáldahús um konur? spurði Hildur útgefandi minn. Í því sambandi fékk ég mjög skemmti- leg viðbrögð frá bóndanum á Möðruvöllum í Hörgárdal sem sagði að hús Ólafar á Hlöð- um stæði óuppgert og upplagt væri að gera það að skáldahúsi. Fjórða bókin fjallar svo um átta steinhús sem danska stjórnin byggði hér í framfarakasti: Bessastaðahúsin, Viðeyj- arhúsin og Hóladómkirkju, Landakirkju, Nesstofu og Stjórnarráðið. Þau hús eru núna öll í óskaplega fínu standi og í notkun. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við bók- unum, sem eru nettar og handhægar, ég hannaði þær sjálfur og skrifa í þær stuttan texta. Ég á efni í fleiri bækur og vona að framhald verði á útgáfunni.“ TORFKIRKJURNAR MEÐ ÞVÍ YNDISLEGASTA SEM ÞJÓÐIN Á Stoltur af menningararfinum Það er ekki mikið verið að gefa upp í ferðabæklingum að hér búi þjóð. Við höfum einfaldllega ekki sagt mikið frá því sem við höfum verið að bardúsa í 1100 ár, segir Björn G. Björnsson. Morgunblaðið/Eggert FJÓRAR LJÓSMYNDABÆKUR UM ÍS- LENSKAN MENNINGARARF ERU KOMNAR ÚT. HÖFUNDUR ER BJÖRN G. BJÖRNSSON Uppáhaldsbókin mín er Patrick og Rut eftir K.M. Peyton, unglinga- bók sem kom út hjá Máli og menningu fyrir mörgum árum og fylgdi mér öll unglingsárin. Ég minnist þess að í ferðalögum um landið með mömmu og pabba tók ég hana með og las í bíln- um, lauk við bókina og byrjaði strax á byrjuninni aftur. Sagan er annað bindi í þríleik um Patrick, fátækan unglingsstrák með rautt sítt hár. Hann kenndi sjálfum sér píanó og dreymir um að geta lifað á listinni í stað þess að vinna verkamanna- vinnu eins og hann neyðist til að gera. Patrick og Rut mun alltaf vera uppáhaldsbókin mín. Fimm bækurnar eftir Enid Blyton las ég allar á sínum tíma mér til ánægju og safna þeim núna fyrir dætur mínar svo þær eigi þær allar. Það sem mér finnst minnisstæðast við þessar bækur er að maður varð glorsoltinn við að lesa þær. Ég man að ég vissi ekkert hvað flesk var en mig langaði óskaplega mikið til að smakka það. Ég las Oliver Twist eftir Charles Dickens þegar ég var krakki og reyndar las ég hana langt fram á unglingsár. Ég hef ekki lesið hana lengi og þarf að bæta úr því. Ég hef gaman af góðum barnabókum eins og þessi upptalning sýnir, þær hafa lifað lengst í minni mínu og mótað lestr- aráhuga minn mest. Sem barn kaus ég frekar að sitja heima og lesa en að fara út að leika með jafnöldrum mínum því ekkert jafnaðist á við æv- intýraheim bókmenntanna. Eftirlætispersónur mínar úr bókmenntum eru Lína langsokkur eftir Astrid Lindgren og Ronja ræn- ingjadóttir. Það er fátt eins heillandi og óþekkar sögupersónur. Í seinni tíð er ég mjög hrifin af kvenrithöfundunum okkar og ein eft- irminnilegasta bók sem ég hef lesið undanfarin ár er Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur en hún er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Í UPPÁHALDI SIF JÓHANNSDÓTTIR VERKEFNASTJÓRI Fátt er eins heillandi og óþekkar sögupersónur, segir Sif en Lína lang- sokkur er uppáhaldssögupersónan hennar ásamt Ronju ræningjadóttur. Morgunblaðið/Rósa Braga Lína langsokkur 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.6. 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.