Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Blaðsíða 59
16.6. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Leppur, en hvað hann er vel af hendi leystur á sinn hátt. (12) 5. Veiði gef til örrar. (7) 8. Verka tinnuna af yndinu. (7) 9. Gerir grín að hlutum húss? (5) 11. Ísstykki knattspyrnufélags lenda í bát. (7) 12. Arflausan aga einhvern veginn í frásögn. (12) 15. Sagt er að lóðin valdi leiðindum hjá klaufanum. (8) 16. Sá síðasti margfaldar ull á möndli. (5) 17. Vond eftir rykið frá hópnum. (1,6) 18. Samhangandi verður lyktandi. (7) 21. Skaffa D-kló í einhvers konar byl. (10) 25. Tinna fór úr barnaleikritunum út af húsgögnum. (11) 27. Öndvegissykrað hjá stórfjölskyldu. (8) 28. Æðibunu gat lokið við og borðar nú vesalingur. (9) 30. Búningurinn sem þú skalt laga. (6) 32. Ha, gala með bið út af dýrinu. (10) 33. Var ekki etin aftur enda drykkur. (6) 35. Þjóðflokkur, óvinveittur Gyðingum, sem var á beit í móum. (8) 36. Úr vökva kemur ráðning. (7) 37. Stoppið hjartarkollu við handrið. (7) LÓÐRÉTT 1. Ekki alveg brúnir heldur með galla. (9) 2. Ein saumi handa fáráðum. (9) 3. Pen hjá Inga er laus við fjármuni. (11) 4. Er yðvar innilega verndaður. (9) 5. Kjammi á krá reynist vera ólíki líkamshlutinn. (7) 6. Boltar hóps eru í líkama okkar. (8) 7. Grískur stafur fer að velta í þvottatæki. (8) 10. Grannur með Öddu flækist með stuð frá skrækastri. (12) 13. Fíli og tel aftur í hóglífi. (7) 14. Stútar skrúfu í friðsemd (7) 19. Eftirherma á hegðun fugla í her. (10) 20. Sjúkdómur úr kolefni leggst á sjávarlífveru. (9) 21. Jörgen fær eina krónu til að búa til valfag. (9) 22. Tóm hylur undirgefnar. (10) 23. Drapst hópur við aðgerðaleysið. (5) 24. Ganga með ost. (4) 26. Blaut að tegund í vinnuaðferð tölvu. (9) 29. Ekki öruggur samlandi er samt styrkjandi. (7) 31. Bandarísk drusla er fljótfær. (6) 34. Dýratemjari að stynja. (4) Hannes Hlífar Stefánsson erÍslandsmeistari 2013 eftirdramatíska lokaumferð Ís- landsmótsins í Turninum við Borg- artún. Hannes var með vinnings- forskot fyrir lokaumferðina en tapaði fyrir Héðni Steingrímssyni og á svipuðum tíma vann Björn Þorfinnsson Braga bróður sinn og komst upp að hliðinni á Hannesi. Aukakeppni, tvær at-skákir, fór fram samdægurs og Hannes vann 1½ : ½ . Að útkljá baráttuna um titilinn með tveim at-skákum verð- ur að telja snubbóttan endi á Ís- landsmóti sem að þessu sinni bauð ekki uppá nægilegar góðar að- stæður fyrir keppendur. Mótshald- arinn, SÍ, fékk húsnæðið til umráða rétt tilbúið undir tréverk og leysti mörg erfið tæknileg viðfangsefni prýðilega. Ljósu punktarnir voru þeir að margir ungir skákmenn náðu afbragðs árangri og fyrsti stórmeistaraáfangi hins vinsæla skákmanns Björns Þorfinnssonar gladdi menn. 70 skákmenn hófu keppni og í efstu sætum urðu: 1. – 2. Hannes Hlífar Stefánsson og Björn Þorfinnsson 8 v. (af 10) 3. – 4. Héðinn Steingrímsson og Hjörvar Steinn Grétarsson 7½ v. Teflt var um Íslandsmeistaratitil kvenna og varð Lenka Ptacnikova Íslandsmeistari, hlaut 6½ vinning úr 10 skákum. Fyrir lokaumferðina var hún jöfn Jóhönnu Björgu Jó- hannsdóttur að vinningum, fékk heldur viðráðanlegri andstæðing að kljást við en Jóhanna, sem tapaði. Sigur Lenku kom ekki á óvart, hún ber höfuð og herðar yfir skákkonur okkar. Hvað varðar taflmennsku Ís- landsmeistarans, Hannesar Hlífars, er varla hægt að segja að þar hafi margt komið á óvart. Sigrar hans voru flestir öruggir og áreynslu- lausir, hann fékk hvítt í sex skák- um af tíu, samdi stutt jafntefli þeg- ar hann tefldi við Hjörvar Stein og Henrik Danielssen og bauð Héðni Steingrímssyni jafntefli snemma tafls í lokaumferðinni, Héðinn hafn- aði og afleik Hannesar í lokin má skrifa á reikning taugaspennu sem er eðlilegur fylgifiskur loka- umferðar. Í áttundu umferð vann hann mikilvæga skák gegn Stefáni Kristjánssyni: Stefán Kristjánsson – Hannes Hlífar Stefánsson Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 O-O 6. Bb3 d5 7. De2 Stefán teflir ítalska leikinn gjarnan með þessum hætti. Kannski leggur hann það á sig að læra nýja byrjun næst þegar hann sest að tafli. 7. … h6 8. h3 Be6 9. g4!? Þessa leikaðferð með framrás g- peðsins sá ég fyrst í blindskák Kasparovs við Helga Áss Grét- arsson árið 1995. 9. … dxe4 10. dxe4 Rh7 11. Rbd2 He8 12. Rf1 Dd7 13. Re3 Bxe3 14. Bxe3 Bxb3 15. axb3 Had8 16. b4 a6 17. Rd2 De6 18. h4 Dg6 19. O-O-O Rf8 20. Df3 Re6 21. g5?! Hví ekki 21. Df5 eða 21. h5 Dh7 22. Df5. 21. …h5 22. Rf1? Annar slakur leikur, betra var 22. Rb3, 222. Rc4 eða 22. Kc2. Nú hrifsar svartur til sín frumkvæðið. 22. … Hxd1 23. Kxd1 Rf4! 24. Rg3 De6 25. Bxf4 Db3+ 26. Ke1 exf4 27. Dxf4 Dxb2 28. Dd2 Db3 29. Kf1 Hd8 30. De3 Re5 31. Kg2 Rg4 32. Df4 g6! – SJÁ STÖÐUMYND – Það lá ekki alveg fyrir hvernig best væri að halda á stöðu svarts en Hannes fann bestu leiðina. 33. Dxc7 Hvítur á sér ekki viðreisnar von eftir þennan leik. „Houdini“ telur að eina vonin sé fólgin í stórfurðu- legum leik, 33. Hh3. 33. … Hd2 34. Hf1 Re3 35. Kg1 Rxf1 36. Rxf1 Dd1 37. Db8 Kg7 38. De5 Kh7 39. Kg2 g4 40. Rg3 Hd3 – Stefán taldi vonlaust að halda baráttunni áfram og gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Hannes Hlífar Íslandsmeistari í tólfta sinn Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðil í umslagi merktu: Krossgáta Morgun- blaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frest- ur til að skila úrlausn krossgátu 15. júní renn- ur út á hádegi 21. júní. Vinningshafi krossgát- unnar 9. júní er Magnús Pétursson, Lækjargötu 32 (220) Hafnarfirði. Hann hlýtur bókina Hin- ir réttlátu eftir Sólveigu Pálsdóttur. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.