Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Side 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.06.2013, Side 64
SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2013 Vegfarendur í gamla Vesturbænum í Reykjavík hafa margir rekið upp stór augu undanfarið við að sjá stór augu máluð á húsgafl á mótum Vesturgötu og Selja- vegar. Það er atvinnulistamaðurinn Guido van Helten frá Ástralíu sem nú vinnur að því að koma andliti á vegginn. Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði var van Helten hátt uppi og graffaði af lífs- og sálarkröftum. Orri Freyr Finnbogason hefur hjálpað van Helten hér á landi og segir að þeir félagar hafi bankað upp á, beðið um að fá að skreyta vegginn og það hafi eigand- inn leyft. Van Helten sérhæfir sig í andlitum og þegar leyfið var komið í hús dró eigandinn upp mynd af afa sínum sem byggði húsið og var listamaðurinn mjög hrifinn. Svo hrifinn að eftir skamma stund mun andlit afa húseiganda prýða gaflinn. Van Helten hefur líka lífgað upp á hús víða um heim með verkum sínum, allt frá Lundúnaborg til Skaga- strandar. Að sögn Orra er van Helten hér á eigin veg- um. „Hann er atvinnumaður í þessu fagi en hér á landi borgar hann allt sjálfur. Þetta getur gert mikið fyrir borgina okkar að fá svona stór nöfn til að lífga upp á svæðið,“ segir Orri. Önnur verk van Heltens er hægt að skoða á vef hans, guidovanhelten.com. Verk van Helten frá Ástralíu vekur eftirtekt og flestir hægja ferðina þegar keyrt er framhjá. Morgunblaðið/Eggert ATVINNUGRAFFARINN GUIDO VAN HELTEN Graffar afann á húsgafl „Ég á tíkina Trínu. Hún er rúm- lega tíu ára gömul, tíu og hálfs ef maður á að vera nákvæmur. Trína er það sem var kallað hundur í gamla daga. Það er að segja, blanda af íslenskum hundi og Border Collie,“ segir Þórarinn Eldjárn rithöfundur. Þórarinn segir að ekkert sé vit- að um ættir Trínu. „Þetta er hins- vegar afskaplega góður hundur og hún hefur staðið sig með sóma. Hefur mikinn áhuga á bók- menntum, það hefur oft komið í ljós.“ Þórarinn var í stuttu fríi fyrir norðan þegar Sunnudagsblað Morgunblaðsins sló á þráðinn og var Trína að sjálfsögðu með í för. „Það er svo góð stemning í kring- um svona dýr. Þau eru svo afslöpp- uð. Það nægir að horfa á hana til að slaka á.“ Þórarinn er einn af okkar fremstu rithöfundum og á að baki langan höfundarferil en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1974. Bækur hans hafa jafnan not- ið mikilla vinsælda og iðulega verið á metsölulistum. Enda segir hann Trínu vera góðan félaga þegar kemur að skrifum. „Hún gefur góð ráð,“ segir hann að lokum. GÆLUDÝRIÐ MITT Bók- mennta- hundur Þórarinn og Trína. Uppi á Oki síðasta sumar. 200o 300o 400o 1000 m 500 m Heitasti staðurinn í sumar! Gestastofur Landsvirkjunar eru opnar frá kl. 10-17 alla daga í sumar: Kröflustöð: Jarðvarmasýning í gestastofu Búrfellsstöð: Gagnvirk orkusýning og vindmyllur á Hafinu Fljótsdalsstöð: Gestastofa í Végarði og leiðsögn um Kárahnjúka Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is/heimsoknir Á ferð um Norðurland er upplagt að koma við á háhita- svæðinu við Kröflu og kynnast brautryðjendaverkefni í vinnslu jarðvarma. Gestastofan er opin alla daga og það er alltaf heitt á könnunni. 2000 m 1500 m 500o ÞRÍFARAR VIKUNNAR Hárlitur Óttars Proppé þingmanns Bjartrar framtíðar vekur ekki síður athygli en mælska hans. Engu er líkara en íkorninn sem dansar á efstu trjátoppum hafi látið aflita á sér skottið. Rihanna tónlistarkona skartar stundum ljósum lokkum þótt þeir dökku gægist undan.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.