Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013
Nafnbreytingar geta haft ýmsar af-
leiðingar. Ekki er langt síðan lög-
regla sleppti dæmdum kynferð-
isbrotamanni, sem reynt hafði að
komast inn í hús í leyfisleysi að næt-
urlagi, fyrir þær sakir að hann hafði
tekið upp nýtt nafn og þess vegna
minni ástæða til að ætla að maðurinn
gæti verið varasamur.
Í því tilfelli hafði
lögregla aðeins
upplýsingar um
nafn viðkomandi
brotamanns en
ekki kennitölu,
hefði hún legið fyrir
hefðu fyrri brot
mannsins komið
fram í dagsljósið.
Jón H.B. Snorra-
son, aðstoðarlögreglustjóri á höf-
uðborgarsvæðinu, segir lögreglu ekki
hafa tekið það saman hversu algengt
sé að dæmdir brotamenn skipti um
nafn en það sé eigi að síður býsna al-
gengt. „Þetta er alltaf að koma upp af
og til í tilviki þeirra manna sem við
þurfum að hafa gætur á.“
Fjársvikarar og kynferð-
isbrotamenn
Spurður hvort um einhverja sérstaka
hópa brotamanna sé að ræða umfram
aðra nefnir Jón kynferðisbrotamenn
og fjársvikara.
„Það er misjafnt hvað kveikir hjá
lögreglumönnum þegar þeir þurfa að
hafa afskipti af grunuðum brota-
mönnum. Stundum er það nafn,
stundum andlit. Fái þeir rangt nafn
eða eftir atvikum nýtt nafn getur það
slegið lögreglu út af laginu í upphafi.
Það er til þess fallið. Undan kennitölu
sinni losna menn þó aldrei, en það
getur tekið tíma að fá hana upp á
borðið,“ segir Jón.
Vilja byrja nýtt líf
Hann segir eflaust allan gang á því
hvað dæmdum brotamönnum gengur
til þegar þeir skipta um nafn. „Það er
ekki sjálfgefið að menn geri þetta til
að ná til nýrra fórnarlamba, enda
þótt eflaust sé eitthvað um það. Aðrir
gera þetta mögulega til að byrja nýtt
líf. Minnka með þessu líkurnar á því
að þeir þurfi að svara fyrir sína for-
tíð.“
Jón segir lítið sem lögregla geti
gert til að bregðast við nafnbreyt-
ingum brotamanna. Menn hafi þenn-
an möguleika samkvæmt lögum.
Morgunblaðið/Þorkell
Býsna algengt
hjá brota-
mönnum
Jón H.B.
Snorrason
Með lögum um mannanöfn
frá 1996 voru heimildir til
breytinga á kenninöfnum
auknar, auk þess sem leyfð
voru svokölluð millinöfn.
Millinöfn eru svipuð og ætt-
arnöfn að því leyti að þau eru
borin af báðum kynjum. Sam-
hliða var skráning Þjóðskrár
Íslands á breytingum á eigin-
nöfnum einnig gerð ítarlegri.
Alls voru skráðar 2.086
breytingar á eiginnöfnum á
árunum 1992-2011. Skráð
voru 2.088 millinöfn við fæð-
ingu og 2.086 breytingar á
millinöfnum frá því að þau
voru heimiluð árið 1997.
Breytingar á eiginnöfnum
voru 40.075 á tímabilinu
1992-2011 og hefur breyt-
ingum á eiginnöfnum
fjölgað nokkuð, en
þær voru tæplega
7.600 árin 1992-
1996 og rúmlega
11.700 árin
2007-2011.
V
ið erum misjafnlega
ánægð með nöfnin
okkar. Eðli málsins
samkvæmt höfum við
ekkert um málið að
segja í upphafi enda þótt nafnið
fylgi okkur oftast nær alla tíð og
sé snar þáttur í sjálfsmynd okk-
ar. En hvert snýr fólk sér langi
það að breyta um nafn og hvaða
skilyrði þarf að uppfylla?
Þjóðskrá Íslands er heimilt að
leyfa manni breytingu á eigin-
nafni og/eða millinafni, þar með
talið að taka nafn eða nöfn til
viðbótar því eða þeim sem hann
ber eða fella niður nafn eða nöfn
sem hann ber ef telja verður að
ástæður mæli með því.
Svo segir í lögum um manna-
nöfn frá árinu 1996.
Fáheyrt að umsókn
sé hafnað
Margrét Hauksdóttir, forstjóri
Þjóðskrár Íslands, segir fáheyrt
að umsókn um nafnbreytingu sé
hafnað að því gefnu að nýja
nafnið sé á mannanafnaskrá
eða samþykkt af manna-
nafnanefnd og viðkomandi
umsækjandi hafi ekki skipt
um nafn áður. Fólki er
einungis heimilt að skipta
einu sinn um nafn á lífs-
leiðinni „nema sérstaklega
standi á“, eins og það er
orðað í lögunum. Margrét bendir
á, að heimildin hafi rýmkað en í
eldri lögum um mannanöfn var
tekið fram að „gildar ástæður“
þyrftu að vera til þess að skipta
mætti um nafn.
Margrét veit dæmi þess að
sami einstaklingur hafi skipt
tvisvar um nafn en slík tilfelli
séu afar sjaldgæf.
Umsækjandi um nafnbreytingu
þarf að gera grein fyrir ástæð-
unum sem liggja til grundvallar
en Margrét segir þetta í raun
formsatriði. Nóg sé að tilgreina
að nafn hafi tilfinningalegt gildi
fyrir viðkomandi eða honum þyki
það einfaldlega fallegt. „Yfirleitt
eru þessar ástæður huglægar og
engin leið fyrir Þjóðskrá að
leggja frekara mat á þær,“ segir
Margrét og bætir við að oft á
tíðum sé um tengsl við nána
ættingja að ræða. Fólk vilji heita
í höfðuð á einhverjum nákomn-
um, svo sem ömmu eða afa.
Ekkert sakavottorð
Spurð hvort brögð séu að því að
dæmdir sakamenn sæki um nafn-
breytingu kveðst Margrét ekki
hafa upplýsingar um það enda
séu umsækjendur ekki beðnir um
að framvísa sakavottorði. „Menn
forðast að segja frá slíku enda
gerist þess ekki þörf.“
Nafnbreyting barns undir 18
ára aldri er háð því skilyrði að
séu forsjármenn þess tveir standi
þeir báðir að beiðni um nafn-
breytinguna. Beri forsjármaður
barns fram ósk um breytingu á
nafni þess og hafi orðið breyting
á forsjánni frá því barninu var
gefið nafn skal, ef unnt er, leita
samþykkis þess foreldris sem
með forsjána fór við fyrri nafn-
gjöf. Þótt samþykki þess for-
eldris liggi ekki fyrir getur Þjóð-
skrá Íslands eigi að síður
heimilað nafnbreytingu ef ótví-
ræðir hagsmunir barns mæla
með því.
Kært til ráðuneytisins
Sé barn undir 18 ára aldri ætt-
leitt eftir að því var gefið nafn
má gefa því nafn eða nöfn í ætt-
leiðingarbréfi í stað hinna fyrri
eða til viðbótar nafni eða nöfnum
sem það hefur áður hlotið.
Breyting á eiginnafni eða milli-
nafni barns undir 18 ára aldri
skal háð samþykki þess, hafi það
náð 12 ára aldri.
Málaflokkur þessi var lengi hjá
dómsmálaráðuneytinu en var
færður yfir til Þjóðskrár fyrir
nokkrum árum. Nú kemur ekki
til kasta ráðuneytisins nema
nafnbreyting sé kærð. Segir
Margrét það einkum eiga við ef
ágreiningur rís milli foreldra um-
sækjanda undir lögaldri.
Morgunblaðið/Sverrir
BREYTINGUM FER
FJÖLGANDI
Margrét
Hauksdóttir
Að hafna nafni
SÁRAEINFALT ER AÐ BREYTA UM NAFN SAMKVÆMT ÍSLENSKUM LÖGUM. UMSÓKNIR ERU SAMÞYKKTAR AÐ ÞVÍ GEFNU
AÐ NÝJA NAFNIÐ SÉ Á MANNANAFNASKRÁ EÐA SAMÞYKKT AF MANNANAFNANEFND OG AÐ UMSÆKJANDI HAFI EKKI
SKIPT UM NAFN ÁÐUR Á LÍFSLEIÐINNI. EKKI ÞARF AÐ FRAMVÍSA SAKAVOTTORÐI VIÐ UMSÓKNINA.
*Nöfn eru allt. Írski rithöfundurinn og ljóðskáldið Oscar Wilde.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is