Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013
Þ
Það sveif alþjóðlegur andi yfir
þegar blaðamaður fékk að vera
fluga á vegg einn morgun nýlega
í Myndlistarskólanum í Reykja-
vík, en þar hefur staðið yfir
tveggja vikna námskeið í ljósmyndun og
kvikmyndagerð. Kennararnir voru ekki af
verri endanum en ljósmyndahlutann kenndu
hin heimskunna Mary Ellen Mark og Einar
Falur Ingólfsson ljósmyndari. Martin Bell,
eiginmaður Mark, kenndi svo kvikmynda-
gerðarhlutann, en hann er vel þekktur fyrir
heimildamyndir og kvikmyndir sínar. Nem-
endur námskeiðsins, sem voru átján talsins,
komu víða að. Helmingur var frá Norður-
Ameríku en einnig voru þar nemendur frá
Brasilíu, Mexíkó, Frakklandi, Svíþjóð, Nor-
egi og Íslandi.
Að verða betri ljósmyndarar
Þau hjón hafa heimsótt Ísland af og til í 24
ár, en síðustu þrjú sumur hafa þau haldið
ljósmynda- og kvikmyndanámskeið hér á
landi, en Mark heldur einnig reglulega nám-
skeið í Mexíkó.
„Það mikilvæga við svona námskeið er að
nemendurnir verða að mynda daglega, ann-
ars fá þau ekki þá leiðsögn og þá gagnrýni
sem þau geta unnið með, en ég sé yfirleitt
framför hjá öllum,“ segir hún.
„Ég vil hjálpa þeim að verða betri ljós-
myndarar, það er markmiðið. Sumir eru ein-
faldlega með myndrænni hugsun en aðrir,
eru með það innbyggt. Það þýðir ekki að
ekki sé hægt að kenna fólki það, bara að
sumt fólk skilur greinilega hvernig ljósmynd
er uppbyggð,“ segir Mark um kennsluna.
„Ég er hreinskilin við þau. Ég ríf þau
ekki niður, en er hreinskilin. Ég segi þeim
kannski að þau þurfi að taka meiri áhættu,
eða reyna að hugsa á sjónrænni hátt, að þau
eigi að túlka myndefnið meira en þau gera,“
segir hún.
Fylgir eftir gömlum myndefnum
Mark er einn kunnasti ljósmyndari samtím-
ans og hefur myndað í nær hálfa öld. Ljós-
myndir hennar hafa birst í öllum helstu
tímaritum heims og hún hefur unnið til
flestra þeirra verðlauna og viðurkenninga
sem ljósmyndurum geta hlotnast.
Hún hefur nýlega brotið á sér öxlina og
getur lítið myndað sjálf þessa dagana og sér
fram á nokkurra mánaða hlé, en hún er
hvergi nærri hætt. Á næstunni stefnir hún á
að mynda einu sinni enn konu í Seattle sem
kallast Tiny. Mark myndaði hana fyrst árið
1984 þegar stúlkan var fjórtán ára götubarn.
Í dag á Tiny tíu börn og býr í sárri fátækt.
Bell gerði einmitt heimildarmyndina „Street-
wise“ um þessa stúlku og aðra útigangs-
krakka og nú hyggjast þau gera framhalds-
mynd og nýja ljósmyndaseríu um líf hennar
í dag. „Það er næsta verkefnið okkar, ég
ætlaði að byrja í sumar, en get það ekki
núna út af öxlinni, hef ekki nógan hreyf-
anleika núna,“ segir hún og ekki laust við
svekkelsi í röddinni. Mark hefur oft áður
leitað uppi fólk sem hún hefur áður myndað.
„Ég elska að fylgja svona sögum eftir, gera
framhaldssögur.“
Námskeiðið gjörbreytti lífinu
Einar Falur hefur þekkt þau hjón lengi, en
hann sótti einmitt námskeið hennar fyrir
tuttugu og fimm árum. Þegar blaðamaður
spurði Mark hvort honum hefði farið fram,
stóð ekki á svari. „Já, en hann var góður
fyrir, mjög sjónrænn,“ segir hún og hlær.
Einar Falur hefur nú bæði reynslu sem
nemandi hennar og samkennari. „Ég fór á
námskeið hjá Mary Ellen á sínum tíma og
hún gjörbreytti mér sem ljósmyndara, og lífi
mínu,“ segir hann. „Við viljum hjálpa þess-
um nemendum til þess að finna sig betur
sem ljósmyndarar, við vinnum með þeim og
finnum þeirra áhugasvið og hjálpum þeim
með það sem þau vilja gera, hvers konar
ljósmyndir vilja þau taka,“ segir hann, en
áhugasviðin liggja víða. Sumir einblína á
götuljósmyndun, aðrir á uppákomur, mann-
lífið eða portrett.
Gríðarlega ólíkir ljósmyndarar
Í hópnum eru bæði reyndir atvinnu-
ljósmyndarar og metnaðarfullir áhuga-
ljósmyndarar. „Atvinnuljósmyndararnir eru
komnir til að styrkja sig á þeim sviðum sem
Í myndum
„Ísland er svo
myndrænt“
MARY ELLEN MARK LJÓSMYNDARI OG MARTIN BELL KVIKMYNDAGERÐ-
ARMAÐUR HAFA HELGAÐ LÍF SITT HINU SJÓNRÆNA. ÞAU HAFA Í ÁRA-
TUGI MIÐLAÐ AF REYNSLU SINNI OG HAFA NÚ KENNT SITT ÞRIÐJA NÁM-
SKEIÐ HÉR Á LANDI. NEMENDUR VORU FRÁ ÖLLUM HEIMSHORNUM EN
MYNDEFNIÐ ÍSLENSKT.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Beverley Abramson myndaði frænkurnar Möggu Stínu Blöndal og Margréti Blöndal.
Nemandinn Rune Johansen
frá Danmörku sýnir Martin
Bell og Mary Ellen Mark
myndir sínar á námskeiði
sem þau héldu hér á landi.