Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Page 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Page 49
18.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 þá voru dátarnir 21. Bragi botnaði hvorki upp né niður í því. „Nú veistu ekki hvers vegna það er?“ spurði Tryggvi. „Nei.“ „Þeir hafa dátana aldrei fleiri en sex ef einhver frá Morgunblaðinu er um borð.“ Sem kunnugt er skrifaði Bragi um myndlist í Morgunblaðið ára- tugum saman. Bragi hefur ekki farið utan á þessu ári en hann hefur gegnum tíðina lagt sig fram um að fylgjast með framvindunni í heimslistinni. „Það er orðið alltof dýrt að fara til útlanda. Synd og skömm. Ísland er að verða að vanþróuðu ríki.“ Svaf á milli Tryggvi var tvær vikur í Madríd í vor og sneri endurnærður til baka. „Ég þræddi söfn og skrapp líka út fyrir borgina. Þetta gekk eins og í sögu, ég var með tvær konur með mér, eiginkonuna og hjálparhellu,“ segir hann. „Og svafst á milli þeirra á nótt- unni,“ flýtir Bragi sér að segja. Þeir hlæja. Fjölgað hefur á kaffistofu Gall- erís Foldar, Daði Guðbjörnsson málari er kominn í kaffi með hund mikinn. Sá veltir sér fram og til baka við fætur meistaranna. „Hann skilur ykkur, þessi,“ seg- ir Daði og fullyrðir að hundurinn sé með þessu athæfi að búa sig undir að skoða sýninguna. Tryggvi veltir vöngum. „Í gamla daga var stelpa í sveitinni sem sagði öllum sem vildu heyra að tíkin á bænum væri kærastan mín,“ segir hann. „Ég var á við- kvæmum aldri og fannst það óþægilegt.“ Bragi hefur meiri áhuga á mannaferðum í galleríinu, öllu heldur kvennaferðum. „Hefurðu tekið eftir því, Tryggvi, hversu margar konur hafa komið hingað inn í morgun? Hvort eru þær að koma út af mér eða þér?“ Þegar stórt er spurt … Tryggvi Ólafsson og Bragi Ásgeirsson bregða á leik. Vinátta þeirra spannar meira en hálfa öld. Sýning- unum lýkur 1. september. Vinur við veginn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.