Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013 Viðtal G eysishúsið, heimkynni Höf- uðborgarstofu, iðar af lífi. Sendinefnd Morgunblaðsins þarf að skáskjóta sér fram hjá upplýsingaþyrstum út- lendingum á jarðhæðinni áður en haldið er upp stigann, þar sem skrifstofuna er að finna. Bókaður hefur verið tími hjá sjálfum forstöðumanninum, Einari Bárðarsyni, en hann er hvergi að finna. „Svo virðist sem ég sé búin að týna honum, hvernig sem það er nú hægt,“ segir stúlkan í móttökunni afsak- andi og brosir sínu blíðasta. Fullyrðir að Ein- ar geti ekki verið langt undan. Augnabliki síðar birtist hann líka, hress í bragði. Hafði bara rétt skotist frá til að sinna aðkallandi verkefni. Ekkert út á það að setja, sendi- nefndin kom hvort eð er með fyrri skipunum. Spurður um fjölmennið í húsinu segir Ein- ar það daglegt brauð. „Ferðamönnum fjölgar jafnt og þétt á Íslandi og álagið er alltaf að dreifast betur. Vetrartúrismi hefur aukist verulega, ekki síst eftir að við fórum að aug- lýsa norðurljósin. Hver vill ekki berja þau augum? Það er ekkert óalgengt að hér sé fullt úr úr dyrum, strax í mars,“ útskýrir hann. Höfuðborgarstofa tók til starfa í ársbyrjun 2003 og sinnir hún þríþættum verkefnum fyrir hönd Reykjavíkurborgar; rekstri Upp- lýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík (UMFR), almennum ferða- og kynning- armálum Reykjavíkur auk þess að bera ábyrgð á skipulagi og framkvæmd ýmissa lykilviðburða á vegum borgarinnar, svo sem Vetrarhátíð, Menningarnætur, Aðventuhátíð- ar o.fl. og vera ráðgefandi fyrir skipuleggj- endur stórra viðburða í borginni. Níu manns vinna hjá Höfuðborgarstofu og sex til tólf ganga vaktir hjá UMFR, eftir álagi. Vildi vinna fyrir aðra Einar Bárðarson hefur víða komið við á ferl- inum, áður en hann kom til Höfuðborg- arstofu rak hann útvarpsstöðina Kanann og lagði stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. „Ég hef gaman af ólíkum verk- efnum. Ég hafði unnið lengi fyrir sjálfan mig og fór eiginlega í MBA-námið til þess að búa mig undir að fara að vinna fyrir einhvern annan. Öfugt við flesta skólafélaga mína, þeir þráðu flestir að vinna fyrir sig sjálfa,“ segir hann. Einar brautskráðist úr náminu vorið 2012 og skömmu síðar auglýsti Höfuðborgarstofa eftir forstöðumanni. Hann var ekki seinn að senda inn umsókn. „Ég þekkti aðeins til Höfuðborgarstofu, hafði unnið með henni að verkefnum. Kom meðal annars að því að stofna Reykjavík loftbrú sem hefur heppnast afskaplega vel og síðan hjálpaði ég til við að hafa ofan af fyrir Yoko Ono þegar hún byrjaði að venja komur sínar hingað í tengslum við friðarsúluverk- efnið.“ Höfuðborgarstofa heyrir undir menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar en Ein- ar og sviðsstjórinn þar, Svanhildur Konráðs- dóttir, hafa unnið tölvert saman áður. „Mér þótti eftirsóknarvert að vinna meira með henni,“ segir hann. Margir voru um hituna og Einar kveðst af- ar þakklátur fyrir að hafa hreppt hnossið. Hann tók til starfa 1. janúar síðastliðinn. „Ég skildi áferðina og sá verkefnin en það tekur alltaf tíma að komast til botns í þeim og kynnast umhverfinu. Í það fór fyrsta hálfa ár mitt í starfi. Sumir hlógu bara upp í opið geðið á mér þegar ég var orðinn opinber starfsmaður en mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Þetta var frábært tækifæri.“ 120 þúsund vinnuveitendur Spurður um viðbrigðin segir Einar það vissu- lega hafa verið skrýtið að vera kominn með vinnuveitanda – ekki bara einn, heldur 120 þúsund. Hann er að vinna fyrir alla Reykvík- inga. „Ég var samt fljótur að aðlagast. Borg- arkerfið er þægilegra en ég átti von á. Mýt- an um hinn opinbera starfsmann á ekki við hér. Kerfið er lipurt og virkar vel. Það eru andlit á bak við tölvupóstana,“ segir hann og skellir upp úr. „Auðvitað gengur maður ekki alltaf inn um réttar dyr til að byrja með en það er manni sjálfum að kenna og lærist fljótt. Þegar mað- ur er farinn að þekkja réttu boðleiðirnar gengur allt vel fyrir sig. Ég er farinn að standa ölduna,“ segir Einar og bætir við að hann sé mjög hrifinn af vinnubrögðunum í borgarkerfinu, „þau eru öguð og góð“. Hann kveðst meðal annars hafa lært mikið af stjórnendum menningarstofnana í borginni en með þeim fundar hann reglulega. Þá sé stoðkerfið eðli málsins samkvæmt öflugra en hjá einherja úti í bæ. „Annars er stærsti munurinn á því að vinna fyrir borgina sá að maður fær útborgað í hverjum mánuði.“ Hann brosir. Endurskoða markaðsefnið Ekki er tjaldað til einnar nætur á Höf- uðborgarstofu, heldur unnið markvisst eftir ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir ár- in 2011 til 2020. Markmiðin eru skýr. Einar segir helsta verkefnið þessar vik- urnar vera að endurskoða allt markaðsefni borgarinnar. „Við erum alltaf að reyna að gera borgina meira aðlaðandi sem áfangastað Umboðs- maður Reykjavíkur MEÐAN EINAR BÁRÐARSON VAR AÐ BÚA SIG UNDIR AÐ TAKA VIÐ STARFI FORSTÖÐUMANNS HÖFUÐBORGARSTOFU GERÐIST HANN FERÐAMAÐUR Í REYKJAVÍK OG KUNNI VEL AÐ META ÞAÐ SEM HANN UPPLIFÐI OG SÁ. HANN SEGIR VERKEFNI STOFUNNAR FJÖLBREYTT OG SPENNANDI OG SÓKNARFÆRIN Í FERÐAÞJÓNUSTU ÓTVÍRÆÐ. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.