Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013 Menning Á Hólahátíð fyrir ári var séra Solveig Lára Guðmunds- dóttir vígð í embætti vígslubiskups í Hóla- stifti en að þessu sinni verður há- tíðin, sem fram fer um helgina, að miklu leyti helguð 250 ára afmæli dómkirkjunnar á Hólum, elstu steinkirkju landsins. „Það var mikil áskorun að takast á við þetta verkefni,“ segir Solveig Lára við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins. „Það fyrsta sem ég átt- aði mig á þegar ég flutti hingað að Hólum var að kirkjan ætti stór- afmæli í ár og við vildum auðvitað halda stóra og mikla hátíð.“ Solveig Lára segir að kirkju- byggingin sjálf sé í brennidepli á hátíðinni nú, m.a. verður opnuð vegleg sögusýning, sem Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hefur veg og vanda af ásamt Guðmundi Oddi Magnússon, Goddi, prófessor. Fjölbreytt dagskrá Auk sýningarinnar má nefna að flutt verður leikrit um múr- arameistarann Sabinsky, sem stjórnaði byggingu kirkjunnar. Verkið skrifaði Björg Bald- ursdóttir, kennari við Grunnskól- ann á Hólum, en félagar úr Leik- félagi Hofsóss leika undir stjórn Maríu Grétu Ólafsdóttur. Gengin verður pílagrímaganga yfir Heljardalsheiði, messað í Gvendarskál og gengið upp í Nám- una í Hólabyrðu, þangað sem Sab- insky sótti rauða steininn í bygg- inguna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, prédikar í hátíð- armessu á Hólahátíð kl. 14.00 á sunnudag, Kristján Jóhannsson syngur einsöng, Vilhjálmur Eg- ilsson, rektor háskólans á Bifröst, flytur Hólaræðuna og Hjörtur Pálsson flytur frumsamið afmæl- isljóð. Sérstök tilfinning „Það verður mjög sérstök tilfinning að taka þátt í Hólahátíð að þessu sinni. Ég var vígð á hátíðinni í fyrra og er því í raun að gera allt í fyrsta skipti; hryggjarstykkið í mínu starfi síðasta árið hefur verið að heimsækja mjög marga söfnuði í Hólastifti og seinni hluti vetrar og sumarið hefur farið í að und- irbúa hátíðina. En svo tekur alltaf eitthvað nýtt við; 400 ára fæðing- arafmæli Skagfirðingsins Hallgríms Péturssonar er til dæmis á næsta ári og við munum taka þátt í há- tíðahöldum í tilefni þess,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt er fróðastur manna um dómkirkj- una á Hólum og stjórnaði lokakafla breytinga hennar á árunum 1987 til 1988. „Þetta er slæðusýning með barokktónlist undir og lesinn texti þar sem farið er í gegnum söguna; fyrst er gerð grein fyrir eldri timburkirkjum á staðnum og svo greint frá arkitekt kirkjunnar og list hans; danska arkitektsins Thurah,“ segir hann við Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins, spurður um sýningu þeirra Godds. „Kirkjan er barokkhús, teiknað árið 1757, elsta steinkirkja landsins og raunar elsta kirkja landsins í sinni upprunalegi mynd, má segja,“ segir Þorsteinn. Í sýningunni er kirkjan borin saman við aðrar steinkirkjur frá 18. öld. „Hóladómkirkja er hluti af framtaki danskra stjórnvalda á seinni hluta 18. aldar til að reisa hér opinberar byggingar úr var- anlegu efni; andlegu húsin eru Við- eyjarkirkja, Landakirkja í Vest- mannaeyjum, Bessastaðakirkja og Dómkirkjan í Reykjavík og þau veraldlegu Bessastaðastofa, Viðeyj- arstofa, Nesstofa og tukthúsið við Arnarhól, sem nú er stjórnarráðs- húsið.“ Fjallað er um turninn við Hóla- dómkirkju sem reistur var 1950, og breytingar sem gerðar voru á kirkjunni þegar búnaðarskóli var settur á stofn á staðnum 1880, end- ursmíð Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar á innréttingum kirkjunnar og svo lokakafla end- urreisnar kirkjunnar seint á níunda áratug síðustu aldar sem Þorsteinn Gunnarsson stjórnaði. Sú eina í barokkstíl „Hóladómkirkja er merkilegt hús að því leyti til að hún er eina stein- kirkjan sem við eigum í barokkstíl. Það er líka merkilegt að kirkjan er að hluta til byggð úr rauðum sand- steini og var upphafleg öll úr rauða steininum úr Hólabyrðu,“ segir Þorsteinn. Það glæsilega fjall rís yfir Hólastað. „Í Lárentíusarsögu, segir að Auðunn rauði biskup hafi fundið steininn, dregið heim til Hóla og lagt grunn að dómkirkju sem hann hugðist reisa úr þessum rauða steini.“ Ekki náðist að ljúka þeirri steinbyggingu en Auðunn lét reisa mannhæðarháan múr í kringum timburkirkjuna sem þá stóð. Dómkirkjan var múrhúðuð laust fyrir aldamótin 1900, eftir að bún- aðarskólinn var stofnaður, og hvít- máluð þegar turninn var reistur. „Ég var í dálitlum vandræðum með hvað ætti að gera við hana,“ segir Þorsteinn þegar hann rifjar upp vinnuna við endurreisn kirkjunnar undir lok níunda áratugar síðustu aldar, „en lausnin var að forkirkjan – sem ekki var teiknuð af arkitekt- inum – er klædd rauða steininum en kirkjan sjálf múrhúðuð, eins og arkitektinn hafði teiknað hana, og máluð hvít, annars hefði hún stungið mjög í stúf við turninn.“ Þorsteinn segir innri gerð kirkj- unnar líka sérstaklega merkilega, m.a. vegna þess að gólfið er lagt úr hellum úr þessum sama rauða steini. „Upphaflegu innréttingarnar sem voru teknar úr kirkjunni 1888, endurgerði Matthías Þórðarson. Ég endurskoðaði endurgerð Matt- híasar og breytti nokkrum atriðum, þeim sem voru ekki alveg í stíl arkitektsins, vegna þess að Gísli Magnússon, biskup sem þá var, gat ekki fallist á barokkstílinn innan- dyra.“ FJÖLMENNI HEIM AÐ HÓLUM UM HELGINA Haldið upp á 250 ára afmæli elstu steinkirkju landsins á Hólahátíð HÓLAHÁTÍÐ ER AÐ MIKLU LEYTI HELGUÐ 250 ÁRA AFMÆLI DÓMKIRKJUNNAR Á STAÐNUM. OPNUÐ ER SÝNING UM KIRKJUBYGGINGUNA ÞAR SEM SAGA HENNAR ER RAKIN Í MÁLI OG MYNDUM. FYRSTA HÓLAHÁTÍÐ SOLVEIGAR LÁRU GUÐMUNDSDÓTTUR FRÁ ÞVÍ HÚN VARÐ VÍGSLUBISKUP. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hóladómkirkja, elsta stein- kirkja landsins, sem vígð var 20. nóvember árið 1763. Turninn var reistur um miðja síðustu öld. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir og Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum. Biskup Íslands predikar í hátíðarmessu um helgina. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.