Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Blaðsíða 57
18.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Viljandi óvart eftir Mary Pols er bók um ást og barneignir. Mary er að verða fertug og er ein- hleyp og nánast allir vinirnir eru giftir og komnir með börn. Dag einn tekur Mary ákvörð- un, hún ætlar að eignast barn. En hvern velur hún til að eiga barnið með? Og mun pabbinn vilja skipta sér af barninu? Svo kemst Mary að því að það er tvennt ólíkt að eignast barn og eiga barn. Hér er á ferð formúlukennd, rómantísk og gamansöm af- þreyingarbók, en margir eru einmitt hrifnir af slíkum bók- um. Höfundurinn, Mary Pols, er kvikmyndagagnrýnandi hjá bandaríska tímaritinu Time. Mary vill eignast barn Með haustinu aukast hannyrðirnar. Hand- bækur um hannyrðir hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Nú er von á minnst þremur nýjum slíkum með haust- skipunum. Þar má nefna Vettlingaprjón sem er þriðja bók Guðrúnar S. Magn- úsdóttur sem áður hefur gert skemmti- legar bækur um húfur og sokka. Einnig kemur út ný íslensk heklbók, Heklað fyrir smáfólkið en höfundur hennar er Marín Þórsdóttir. Þriðja bókin er þýdd bók, hannyrðabiblía, Stóra handa- vinnubókin, fyrir allt áhugafólk um prjóna- og saumaskap. Áhugafólk um hannyrðir ætti því að fá nóg af hugmyndum fyrir veturinn og getur nýtt hráslagaleg haustkvöld, sem sennilega verður nóg af, til að sinna prjónaskap, hekli og alls kyns handavinnu. Haust- kvöldin ættu því að geta orðið ansi skap- andi. Guðrún S. Magnúsdóttir sendir frá sér bókina Vettlingaprjón. Morgunblaðið/Sigurgeir S. HANNYRÐABÆKUR KOMA MEÐ HAUSTSKIPUM Nú fer að styttast í Bókmenntahátíð í Reykjavík en fjölmargir þekktir höfundar hafa boðað komu sína. Þar á meðal er danski rithöfundurinn Kim Leine en bók hans Profeterne i Evighedsfjorden hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur lesenda og gagnrýn- enda. Bókin hefur hlotið fleiri en ein virt verðlaun í heimalandinu og er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hér er á ferð söguleg skáldsaga um Norðmanninn Morten Falck sem á 18. öld heldur til Grænlands til að boða trú. Bókin mun koma út í þýð- ingu Jóns Halls Stefánssonar í febrúar á næsta ári. Rachel Joyce, höfundur bókarinnar vinsælu Hin ótrúlega pílagrímsganga Harold Fry, er einnig væntanlega á Bókmenntahátíð. Hún sendi nýlega frá sér skáldsögu sem slegið hefur rækilega í gegn. Bókin, sem nefnist á ensku Perfect, stökk þegar í topp sæti metsölulistanna og hefur fengið afar góða dóma. Daily Telegraph segist vilja óska að fleiri skáldsagnahöf- undar væru eins og Rachel Joyce og Literary Review segir að bókin sé hrífandi og skemmtileg. Á Bók- menntahátíð mun Joyce lesa úr nýju bókinni sem kemur út á íslensku um svipað leyti, auk þess sem þýðandi bókarinnar, Ingunn Snædal, ræðir við hana á sviði. STJÖRNUR Á BÓKMENNTAHÁTÍÐ Höfundur verðlaunabókarinnar Profeterne i Evighedsfjorden mætir á Bókmenntahátíð. Mennirnir með bleika þríhyrn- inginn er átakanleg sannsöguleg saga um samkynhneigðan ung- an mann í Vín sem á árum seinni heimsstyrjaldar er send- ur í þrælkunarvist í fangabúð- um nasista vegna kynhneigðar sinnar. Hann þarf að þola skelfi- legar raunir og verður vitni að ótal grimmdarverkum. Þorvaldur Kristinsson skrifar upplýsandi eftirmála um þessa merkilegu bók sem kom fyrst út árið 1972 í Þýskalandi. Í fangabúðum vegna samkyn- hneigðar Mannleg grimmd og niðurlæging NÝJAR BÆKUR HELSTU TÍÐINDIN ÞESSA VIKUNA ER SAGAN MENNIRNIR MEÐ BLEIKA ÞRÍHYRNINGINN, BÓK UM MANNLEGA GRIMMD OG SKELFILEG ÖRLÖG. ÞEIR SEM VILJA RÓMANTÍK MEÐ GAMANSÖMUM BLÆ FÁ AFÞREYINGU VIÐ SITT HÆFI. HELGI ING- ÓLFSSON YRKIR SVO UM GRÍSKAN GOÐA- OG HETJUHEIM. Út er komin bókin Guðatal eftir Helga Ingólfsson. Hér er að finna ljóðmæli sem sækja efnivið til grísk- rómverskra goð- og hetjusagna. Um helmingur ljóðanna birtist í blöðum og tímaritum á tíunda ára- tug 20. aldar. Titill ljóðasafnsins er fenginn að láni frá kvæðabálki hins forn-gríska Hesíódosar, Þeógóníu. Hverju ljóði fylgja lausamálsskýr- ingar. Guðatal Helga Ingólfssonar Þórey vill verða prinsessa eftir Sirrý Sig. er saga um Þóreyju, fjöruga stelpu sem er í pössun hjá ömmu sinni. Þórey breytir venjulegum degi í ævintýri þegar hún fer í hlutverkaleik með ömmu sinni. Þegar afi kemur heim úr vinnunni þarf prinsessan að forða sér frá tröllkarlinum. Kjartan B. Sigurðsson myndskreytir söguna. Sirrý Sig. hefur áður sent frá sér barna- og unglingabók, drauga- sögu og smásögur. *Heimili er staðurinn sem maður fer tilþegar maður hefur ekkert skárra að gera.Margaret Thatcher BÓKSALA 7.-13. ÁGÚST Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Eymundsson 1 Leðurblakan - kiljaJo Nesbo 2 InfernoDan Brown 3 Iceland Small world- small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 4 Maður sem heitir Ove - kiljaFrederik Backman 5 Lost in Iceland mini enskSigurgeir Sigurjónsson 6 I Was HereKristján Ingi 7 Áður en ég sofna - kiljaS.J.Watson 8 Lág kolvetna lífsstíllinn LKLGunnar Már Sigfússon 9 Leynd - kiljaL.Marie Adleine 10 Rósablaðaströndin - kiljaDorothy Koomson Kiljur 1 LeðurblakanJo Nesbo 2 InfernoDan Brown 3 Maður sem heitir OveFrederik Backman 4 Áður en ég sofnaS.J.Watson 5 LeyndL.Marie Adleine 6 RósablaðaströndinDorothy Koomson 7 Rutt úr vegiLee Child 8 Þerraðu aldrei tár án hanskaJonas Gardell 9 Hún er horfinGillian Flynn 10 SnjókarlinnJo Nesbo MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Svo kólnar hjartað frá samvisk- unni sem kroppurinn þornar af elli. Stelpa sem vill verða prinsessa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.