Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.08.2013, Qupperneq 60
F L Í S A V E R Z L U N Bæjarlind 4, 201 Kópavogur | S: 554 6800 - Fax: 554 6801 | Njarðarnesi 9, 603 Akureyri | S: 466 3600 - Fax 466 3601 | www.vidd.is Veldu rétt Leo Messi er hann var kjörinn knattspyrnumaður Evrópu 2011. SPORTSFILE Frakkinn Ribery fagnar þrennunni með Bayern síðastliðið vor. AFP Cristiano Ronaldo, Portúgalinn frábæri og lykilmaður hjá Real. AFP HVER ÞEIRRA VAR BESTUR? ÞRÍR KOMA TIL GREINA SEM KNATTSPYRNUMAÐUR ÁRSINS Í EVRÓPU * Það er hárrétt að ég veit ekki mikið um leikmenn í frönsku 1.deildinni, en ég er handviss um að þeir vita allir hver ég er.Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic er hann kom til starfa hjá PSG í París í fyrra. Boltinn SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.8. 2013 Argentínska undrið Lionel Messi hefur sankað að sér verð- launum síðustu ár; hampað hverjum bikarnum á fætur öðr- um með spænska stórveldinu Barcelona og auk þess verið hlaðinn persónulegum viðurkenningum. Messi, sem er 26 ára, var fyrstur allra kjörinn besti leik- maður heims fjögur ár í röð af Alþjóðaknattspyrnu- sambandinu, FIFA, 2009-2012, en landsliðsþjálfarar og fyr- irliðar allra landsliða heims kjósa. Hann var leikmaður ársins í Evrópu 2009 og aftur 2011, en kjörið fór ekki fram 2010 þar sem gömlu Evrópuverðlaun France Football voru sameinuð alheimskjöri FIFA. Á síðasta keppnistímabili náði Messi þeim undraverða árangri að skora 46 mörk í 32 leikj- um í spænsku deildarkeppninni, og átti stóran þátt í því að Barcelona endurheimti meistaratitilinn. Auk þess lagði hann upp 12 mörk í deildinni. Messi skoraði alls 60 mörk með félagi sínu í fyrravetur og átti 16 stoðsendingar.  Messi hefur verið besti knatt- spyrnumaður heims síðustu ár Frakkinn Franck Ribery, sem varð þrítugur fyrr á þessu ári, kom víða við framan af ferlinum en sló rækilega í gegn með Marseille í heimalandinu rúmlega tvítugur. Eftir að hann gekk liðs við FC Bayern í Þýskalandi árið 2007 varð Ribery ein af stórstjörnum knattspyrnuheimsins, og óumdeil- anlega einn allra besti leikmaður sinnar kynslóðar. Aðeins meiðsli hafa í raun komið í veg fyrir að stjarna hans hafi skinið enn skærar en raun ber vitni. Ribery vann tvennu, bæði deild og bikar, með Bayern vor- ið 2008 og aftur 2010, en toppaði sjálfan sig – eins og allir aðrir leikmenn félagsins – þegar sögulegri þrennu var fagn- að í vor; Bayern varð þýskur meistari, bikarmeistari í heimalandinu og loks Evrópumeistari, eftir sigur á Borussia Dortmund í eftirminnilegum úrslitaleik. Ribery lék best allra í þýsku deildarkeppninni á síðustu leiktíð, að mati íþróttablaðsins Kicker; varð efstur í einkunnagjöf blaðsins.  Frakkinn eldfljóti lykilmaður í frábæru meistaraliði Bayern Cristiano Ronaldo er einn besti leikmaður knattspyrnusög- unnar. Um það eru flestir sparkspekingar sammála, en segja má að það sé ólán Portúgalans að vera samtíða Lionel Messi. Væri Argentínumaðurinn ekki slíkur undramaður sem raunin er má telja víst að frægðarsól Ronaldos hefði verið enn hærra á lofti síðustu ár – og hefur hún þó ekki sest til viðar síðan leikmaðurinn skaust upp á stjörnuhimininn með Manchester United á Englandi fyrir nærri áratug. Portúgalinn, sem orðinn er 28 ára, var hlutskarpastur í kjörinu um besta leikmann heims hjá FIFA 2008 og var kjörinn leikmaður ársins af blaðamönnum á vegum franska tímaritsins France Football sama ár. Mörkin hafa komið á færibandi frá Ronaldo síðustu ár, sparkviss er hann og skotfastur með afbrigðum og hefur hreinlega farið hamförum með stórliði Real Madrid á Spáni síðan hann var keyptur þangað fyrir metfé árið 2009.  Christiano Ronaldo er einn allra besti leikmaður sögunnar Erfitt er að segja til um það hverer sá besti; sennilega ómögu-legt þegar öllu er á botninn hvolft, altjent útilokað að unnendur knattspyrnunnar allir verði sam- mála. Sú íþrótt, að kjósa þann besta, hefur þó verið stunduð áratugum saman og þykir ætíð jafn spennandi. Það var Gabriel Hanot, ritstjóri franska knattspyrnublaðsins France football, sem fór þess á leit á sínum tíma við starfsbræður sína að þeir veldu með honum besta leikmann álfunnar. Nafnbótina hlaut fyrstur enska goðsögnin Sir Stanley Matt- hews, árið 1956. France football nefndi hið árlega kjör blaðamanna víðs vegar í álfunni Ballon d’Or – Gullna boltann, og var verðlaunagripurinn einmitt slíkur bolti á fæti. Árið 2009 fór kjörið síðast fram með því sniði að einn blaðamaður frá hverju landi kaus, en árið eftir hófst samstarf franska blaðsins og Al- þjóða knattspyrnusambandsins, FIFA og síðan hefur kjörið verið á heimsvísu; fyrirliðar og þjálfarar allra landsliða veraldar, auk blaða- manna, velja besta leikmann heims. Þrjár kempur hlutu Gullna bolt- ann í þrígang á sínum tíma, Hollend- ingarnir Johan Cruyff og Marco van Basten, auk Frakkans Michels Plat- inis, sem nú er forseti Knattspyrnu- sambands Evrópu, UEFA. Það var einmitt að frumkvæði Platinis að Evrópukjörið var endurvakið 2011 í samstarfi við ESM; samtök sem eig- andi þýska íþróttaritsins Kicker kom á fót. Kjörinu verður að þessu sinni lýst fimmtudaginn 29. ágúst í Mónakó. Platini endurvakti Evrópukjörið Frakkinn Michel Platini, forseti Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA. AFP MEIRA EN BARA LEIKUR ...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.