Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
ingar um áframhaldandi velgengni
samstarfsins.
Hu Yue, varaforsætisráðherra
Sianyang-héraðs, segir undirritun
samningsins merkan áfanga í sam-
vinnu Íslendinga og Kínverja á sviði
jarðvarma og að mörg stjórnsýslu-
stig í Kína bindi miklar vonir við
samstarfið og muni gera stífar áætl-
anir til að uppfylla samninginn.
Undanfarin ár segir hann þróun
efnahagslífsins í héraðinu hafa verið
gríðarmikla. Hagvöxtur síðasta árs
hafi til að mynda verið 12,9%.
240 milljónir ferðamanna
Héraðið er að hans sögn mjög auð-
ugt af jarðefnum á borð við jarðgas,
kol en mikilvægustu auðlindina segir
hann vera jarðhitann í héraðinu.
Saga héraðsins teygi sig langt aftur í
tímann, og vísinda- og menningar-
starf sé þar mjög fjölskrúðugt.
Á síðasta ári hafi þrjár og hálf
milljónir ferðamanna sótt héraðið
heim, en heildarfjöldi ferðamanna
sem heimsækja Kína hvert ár séu
um 240 milljónir. Í kjölfarið af þess-
ari samningsundirritun og áfram-
haldandi samstarfi Íslands og Si-
nyang-héraðs segist Hu hlakka til
enn nánara samstarfs og fjölgunar
ferðmanna milli landanna á næstu
árum.
„Fyrir hönd héraðsins býð ég ykk-
ur velkomin til Kína og þakka Ís-
lendingum kærlega fyrir góðar við-
tökur,“ segir Hu.
Samningur um upp-
byggingu í Kína
Orka Energy undirritaði í gær samning um frekari upp-
byggingu jarðhitaverkefna í 38 milljóna héraði í Kína
Morgunblaðið/Rósa Braga
Samningur Han Hongqi og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orka
Energy, undirrituðu í gær samstarfssamning um jarðhitaverkefni í Kína.
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Orka Energy (OE) undirritaði í gær
samning við stjórnvöld í Sianyang-
héraði í Kína og Sinopec Star Petr-
olium Co. um nýtingu á jarðvarma í
héraðinu.
Haukur Harðarson, stjórnarfor-
maður OE, og Han Hongqi, varafor-
sætisráðherra héraðsins, undirrit-
uðu samninginn.
Eiríkur Braga-
son, forstjóri OE,
segir samninginn
í aðalatriðum
snúast um áfram-
haldandi sam-
starf um upp-
byggingu á
hitaveitum og
orkuverum fyrir
héraðið.
„Þetta er 38
milljóna manna hérað og stærsta
borgin telur um sex milljónir. Þetta
getur því verið mjög stórt verkefni
fyrir okkur. Núna höldum við áfram
uppbyggingu, meðal annars með því
að fara inn á ný jarðhitasvæði. Sam-
hliða erum við að skoða arðsemi af
nokkrum öðrum verkefnum,“ segir
Eiríkur.
Verkefni heimsbyggðarinnar
Illugi Gunnarsson menntamála-
ráðherra var viðstaddur undirrit-
unina. Hann ávarpaði starfsmenn
OE og fjölmenna sendinefnd á veg-
um Sianyang-héraðs og kínverska
sendiráðsins.
„Þetta verkefni er mjög mikilvægt
í áframhaldandi samstarfi Íslands og
Kína,“ segir Illugi. „Þrátt fyrir mik-
inn stærðarmun tel ég að samstarf
Íslands og Kína sé dæmi um hvernig
stór og lítil þjóð geti átt milli sín gott
samstarf. Ísland hefur ýmislegt
fram að færa á sviði jarðhitamála og
það er gott tækifæri fyrir okkur að
geta flutt út okkar þekkingu og sér-
fræðiþekkingu.“ Illugi bendir á að
hlýnun jarðar sé ekki vandamál ein-
stakra þjóða, heldur heimsbyggðar-
innar allrar.
Þurfa að vinna saman
„Til að takast á við þann vanda
þurfa þjóðir heimsins allar að vinna
saman, stórar og smáar. Undirritun
þessa samnings er eitt skref í áttina
að því að gera heiminn að betri stað
og ég er fullviss um að þau verða
fleiri,“ segir Illugi. Hann segir rík-
isstjórn Íslands hafa miklar vænt-
Orka Energy (OE) veitir hita til húsa í Kína sem samtals telja nærri
átta milljón fermetra í gegnum fyrirtækið Sinopec Green Energy
Geothermal Development Co. (SGEG). Fyrirtækið rekur 82 hitunar-
stöðvar í þremur héröðum í Kína með alls 106 framleiðsluborholur.
Félagið er því það stærsta á sviði húshitunar með jarðvarma í Kína.
SGES á ennfremur í viðræðum um frekari verkefni á sviði umhverf-
isvænnar orku í fleiri borgum og svæðum í Kína, en það rímar vel við
yfirlýsta stefnu Kína um að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftteg-
unda.
Auk Íslands og Kína starfar OE í Filippseyjum og Singapúr.
Orka Energy víða um heiminn
JARÐHITAVERKEFNI UTAN ÍSLANDS
„Þetta fjárframlag er lausn til
bráðabirgða og leiðrétting m.a. á
niðurskurði og gjaldskrárhækk-
unum. Hins vegar eru næstum 10 ár
síðan leysa átti málið til frambúðar
sem enn hefur ekki tekist,“ segir
Valgerður Stefánsdóttir, forstöðu-
maður Samskiptamiðstöðvar heyrn-
arlausra og heyrnarskertra, spurð
út í tillögu ríkisstjórnarinnar um 6
milljóna króna hækkun á framlagi
vegna táknmálstúlkaþjónustu í dag-
legu lífi.
Um er að ræða greiðslu á túlka-
þjónustu við ýmsar aðstæður við
notendur á öllum aldri. M.a. túlka-
þjónustu vegna atvinnuþátttöku og
ýmissa annarra þátta sem falla utan
opinberrar þjónustu eða samskipta
við stjórnvöld eða dómstóla.
Framlag til slíkrar túlkunar er
12,6 milljónir króna í fjárlögum yf-
irstandandi árs. Hins vegar hækkaði
gjaldskrá fyrir túlkaþjónustuna í
maí sl. um 45% sem varð til þess að
fjármagn til táknmálstúlkunar í dag-
legu lífi er uppurið og „því er gerð
tillaga um viðbótarframlag til að
koma til móts við þarfir notenda til
að njóta túlkunar í daglegu lífi,“
stendur í frumvarpi til fjáraukalaga
fyrir árið 2013.
Valgerður bendir á að mikið vanti
á þjónustu við heyrnarlausa og
heyrnarskerta. Unnið hafi verið að
tillögum til úrbóta frá árinu 2010.
Um áramótin er gert ráð fyrir að
framkvæmdanefnd um bætta þjón-
ustu við heyrnarskerta og heyrn-
arlausa skili tillögum til úrbóta. Hún
bindur vonir við að tillögurnar feli í
sér framtíðarlausn fyrir þennan hóp
sem fær ekki eins góða þjónustu og
t.d. blindir. thorunn@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Táknmál Fjármagn til táknmálstúlkunar í daglegu lífi er uppurið.
Bráðabirgðalausn í
táknmálstúlkaþjónustu
Embætti landlæknis er enn að fara
yfir erindi sem kom inn á borð þess
í byrjun október vegna deilu milli
lækna á Heilbrigðisstofnun Vest-
fjarða, en fimm læknar við stofn-
unina töldu veikindi fram-
kvæmdastjóra lækninga gera
honum ófært að sinna vinnu sinni.
Málinu var vísað til landlæknis og
farið fram á að lagt yrði faglegt
mat á starfhæfi framkvæmdastjór-
ans í kjölfar veikinda. Samkvæmt
upplýsingum frá embætti land-
læknis er verið að ljúka meðferð
þessa máls.
Málavextir eru þeir að í upphafi
septembermánaðar sendu fimm
læknar við Heilbrigðisstofnun Vest-
fjarða bréf til framkvæmdastjórans
þar sem kom fram að það væri sam-
dóma álit þeirra að vegna veikinda
framkvæmdastjóra lækninga væri
réttast að hann framkvæmdi ekki
aðgerðir né stæði skurðlæknavakt-
ir þar til ljóst væri hvers eðlis veik-
indin væru.
Í lok september sendu þrír af
þessum læknum aftur bréf til for-
stjórans þar sem þeir óskuðu eftir
því að framkvæmdastjóranum yrði
vikið frá störfum þegar í stað vegna
veikinda, dómgreindarleysis og
áberandi minnistruflana.
Fjórir af þeim fimm læknum sem
fóru fram á matið hafa nú hætt
störfum við stofnunina.
Verið að ljúka
meðferð málsins
Deilur lækna á HVest til skoðunar
Mikið hefur verið að gera í póst-
húsum landsins undanfarna daga
enda síðustu forvöð að senda jóla-
kort og jólapakka með flugpósti til
Evrópu eigi sendingarnar að ná til
viðtakenda fyrir jól.
Brynjar Smári Rúnarsson, for-
stöðumaður markaðsdeildar Pósts-
ins, segir að álagið og magn send-
inga hafi verið svipað og undanfarin
ár. „Flestar sendingarnar hafa verið
til Norðurlandanna og langmest til
Danmerkur,“ segir hann.
Jólakort sem send eru í B-pósti
innanlands eða A-pósti innan Evr-
ópu þurfa að berast Póstinum í síð-
asta lagi á mánudag til að tryggja út-
burð fyrir jól en síðasti skiladagur á
jólakortum og jólapökkum innan-
lands er fimmtudagurinn 19. desem-
ber.
Vegna aukins álags á þessum árs-
tíma fjölgar Pósturinn starfsfólki og
afgreiðslutími pósthúsa lengist auk
þess sem jólapósthús hafa verið opn-
uð í verslunarmiðstöðvunum í
Kringlunni í Reykjavík, Smáralind í
Kópavogi og á Gleráratorgi á
Akureyri. steinthor@mbl.is
Síðasti skiladagur og
pósthús opin lengur
Morgunblaðið/Rósa Braga
Póstur Landsmenn senda marga
pakka og mörg kort fyrir jólin.
Eiríkur Bragason
Hágæða LED
útiseríur
www.grillbudin.is
Frá Svíþjóð
120 ljós
180 ljós
40 ljós
80 ljós
120 ljós
200 ljós
240 ljós
300 ljós
1000 ljós
LED LED
VELD
U
SEM E
NDAS
T
OG Þ
Ú
SPAR
AR
JÓLA
LJÓS
Smiðjuvegi 2, Kópavogi | S. 554 0400 | Opið 11-16 laugardaga og 13-16 sunnudaga
LED 50 ljós
100 ljós
120 ljós
150 ljós
200 ljós
300 ljós
1000 ljós
Nýtt kortatímabil
10 og 20 ljósGamaldags
Komdu og fáðu ráðleggingar