Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 15

Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 STUTT Björk Vilhelms- dóttir borgar- fulltrúi gefur kost á sér í 2. sæti í flokksvali Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, vegna kosninga til borgarstjórnar 31. maí 2014. Björk hefur verið í borgarstjórn í 11 ár og stýrt velferðarmálum borgarinnar stærstan hluta þess tíma. Þar áður var hún félags- ráðgjafi hjá Blindrafélaginu, Stíga- mótum, Kvennaráðgjöfinni og á Kvennadeild LSH auk fjölbreytts starfsferils, m.a. sem svínahirðir, fangavörður og sjómaður. Hún var formaður BHM 1998-2002. Björk er gift Sveini Rúnari Haukssyni heim- ilislækni. Saman eiga þau fimm börn og þrjú barnabörn. Sækist eftir 2. sæti Stjórnmálaflokkarnir munu á næst- unni velja frambjóðendur á lista fyrir komandi sveitastjórnarkosn- ingar. Morgunblaðið mun birta fréttir af þeim sem gefa kost á sér. Prófkjör árið 2014 Natan Kolbeins- son, formaður Hallveigar – Ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Natan, sem er tvítugur, vill leggja áherslu á bætta skóla þar sem iðn- nám og tæknimenntun fá meiri hljómgrunn. Þá vill hann að Reykjavík setji sér aðgerðaáætlun um hvernig hún geti orðið græn- asta borg í heimi fyrir árið 2030. Hann vill að samhliða borgarstjórn- arkosningum 2018 verði kosið í hverfaráð með persónukjöri. Einn- ig verði kannað hvort vænlegt sé að kjósa borgarstjóra sérstaklega. Framboð í 3.-4. sæti Gunnar Axel Ax- elsson bæjar- fulltrúi og formað- ur bæjarráðs gefur kost á sér í 1. sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Hann hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2010. Gunnar Axel lauk prófi í við- skiptafræði árið 2003 og starfar sem sérfræðingur á sviði þjóðhags- reikninga og fjármála hins opin- bera hjá Hagstofu Íslands auk þess að stunda meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Gunnar Axel er kvæntur Katrínu N. Sverrisdóttir aðstoðarleik- skólastjóra og á fjögur börn á aldr- inum 3-17 ára. Sækist eftir 1. sæti Sigurður Rún- arsson, 39 ára kerfisfræðingur, gefur kost á sér í 2. til 4. sæti í flokksvali Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, vegna kosninga til borgarstjórnar þann 31. maí 2014. Hann hefur m.a. á stefnuskránni að efla íbúalýðræði og auka rafrænar kosningar um sem allra flest málefni hverfa í borginni. Þá vill hann sjópotta, bæði heita og kalda, í allar sund- laugar Reykjavíkurborgar. Þá vill hann að kirkjugarðar verði færðir undir garðyrkjustjóra Reykjavík- urborgar. Ennfremur vill hann byggja upp létt sporvagnakerfi sem gengi fyrir rafmagni ásamt hrað- lest til Keflavíkur. Framboð í 2.-4. sæti Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort lyfjum, sem eiga að fara í eyðingu, sé komið undan og í umferð í fíkniefnaheiminum hér á landi. Lögreglan hefur lagt hald á töluvert af lyfjum að undanförnu, meðal annars útrunnin lyf. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir- lögreglustjóri staðfestir í samtali við mbl.is að lögreglan sé að skoða það hvernig staðið sé að eyðingu lyfja hér á landi. Hann bendir á að ýmis lyfseð- ilsskyld lyf gangi kaupum og sölum á svörtum markaði og hafi ákveðna tengingu við sölu og vörslu á ólögleg- um fíkniefnum. Því hafi lögreglan ákveðið að taka eyðingu lyfja til skoð- unar. Samkvæmt heimildum mbl.is hef- ur lögreglan að undanförnu lagt hald á umtalsvert magn lyfja í húsleitum og öðrum aðgerðum, meðal annars lyf sem ávísað hefur verið á fólk sem nú er látið. Þá hafa einnig fundist út- runnin lyf og lyfjapakkningar þar sem nafn sjúklings kemur hvergi fram. Lyfjastofnun hefur eftirlit með eyðingu eftirritunarskyldra lyfja hér á landi, þ.e. ávana- og fíknilyfja. Til þess flokks teljast m.a. morfín, svefn- lyf, metadón og lyf sem gefin eru við ofvirkni, t.d. rítalín. Einstaklingar koma lyfjum til eyð- ingar í apótekum. Apótekin og heil- brigðisstofnanir eiga að skila ávana- og fíknilyfjum til Lyfjastofnunar sem sér um að koma þeim til eyðingar. Það er gert í sorpbrennslustöð Kölku í Reykjanesbæ. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir erfitt að meta hversu miklu magni lyfja sé eytt á veg- um stofnunarinnar á hverju ári. „Þetta er reyndar vigtað á staðnum en mjög oft eru umbúðir utan um lyfin.“ Lögreglan rannsakar eyðingu lyfja  Fundist hafa útrunnin lyf og ómerktar umbúðir í aðgerðum lögreglu Morgunblaðið/Sverrir Pillur Lyfjastofnun sér um eyðingu. F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Virðing Réttlæti Færð þú umsaminn hvíldartíma í desember? Hvíldartíminn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.