Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
STUTT
Björk Vilhelms-
dóttir borgar-
fulltrúi gefur kost
á sér í 2. sæti í
flokksvali Sam-
fylkingarinnar í
Reykjavík, vegna
kosninga til
borgarstjórnar 31. maí 2014.
Björk hefur verið í borgarstjórn í
11 ár og stýrt velferðarmálum
borgarinnar stærstan hluta þess
tíma. Þar áður var hún félags-
ráðgjafi hjá Blindrafélaginu, Stíga-
mótum, Kvennaráðgjöfinni og á
Kvennadeild LSH auk fjölbreytts
starfsferils, m.a. sem svínahirðir,
fangavörður og sjómaður. Hún var
formaður BHM 1998-2002. Björk er
gift Sveini Rúnari Haukssyni heim-
ilislækni. Saman eiga þau fimm
börn og þrjú barnabörn.
Sækist eftir 2. sæti
Stjórnmálaflokkarnir munu á næst-
unni velja frambjóðendur á lista
fyrir komandi sveitastjórnarkosn-
ingar. Morgunblaðið mun birta
fréttir af þeim sem gefa kost á sér.
Prófkjör árið 2014
Natan Kolbeins-
son, formaður
Hallveigar –
Ungra jafn-
aðarmanna í
Reykjavík, hefur
ákveðið að gefa
kost á sér í 3. til 4.
sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir
komandi borgarstjórnarkosningar.
Natan, sem er tvítugur, vill leggja
áherslu á bætta skóla þar sem iðn-
nám og tæknimenntun fá meiri
hljómgrunn. Þá vill hann að
Reykjavík setji sér aðgerðaáætlun
um hvernig hún geti orðið græn-
asta borg í heimi fyrir árið 2030.
Hann vill að samhliða borgarstjórn-
arkosningum 2018 verði kosið í
hverfaráð með persónukjöri. Einn-
ig verði kannað hvort vænlegt sé að
kjósa borgarstjóra sérstaklega.
Framboð í 3.-4. sæti
Gunnar Axel Ax-
elsson bæjar-
fulltrúi og formað-
ur bæjarráðs
gefur kost á sér í
1. sæti á lista Sam-
fylkingarinnar í
Hafnarfirði fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar í vor.
Hann hefur verið bæjarfulltrúi frá
árinu 2010.
Gunnar Axel lauk prófi í við-
skiptafræði árið 2003 og starfar
sem sérfræðingur á sviði þjóðhags-
reikninga og fjármála hins opin-
bera hjá Hagstofu Íslands auk þess
að stunda meistaranám í opinberri
stjórnsýslu við Háskóla Íslands.
Gunnar Axel er kvæntur Katrínu N.
Sverrisdóttir aðstoðarleik-
skólastjóra og á fjögur börn á aldr-
inum 3-17 ára.
Sækist eftir 1. sæti
Sigurður Rún-
arsson, 39 ára
kerfisfræðingur,
gefur kost á sér í
2. til 4. sæti í
flokksvali Sam-
fylkingarinnar í
Reykjavík, vegna
kosninga til borgarstjórnar þann
31. maí 2014. Hann hefur m.a. á
stefnuskránni að efla íbúalýðræði
og auka rafrænar kosningar um
sem allra flest málefni hverfa í
borginni. Þá vill hann sjópotta,
bæði heita og kalda, í allar sund-
laugar Reykjavíkurborgar. Þá vill
hann að kirkjugarðar verði færðir
undir garðyrkjustjóra Reykjavík-
urborgar. Ennfremur vill hann
byggja upp létt sporvagnakerfi sem
gengi fyrir rafmagni ásamt hrað-
lest til Keflavíkur.
Framboð í 2.-4. sæti
Sunna Ósk Logadóttir
sunna@mbl.is
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
rannsakar hvort lyfjum, sem eiga að
fara í eyðingu, sé komið undan og í
umferð í fíkniefnaheiminum hér á
landi. Lögreglan hefur lagt hald á
töluvert af lyfjum að undanförnu,
meðal annars útrunnin lyf.
Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir-
lögreglustjóri staðfestir í samtali við
mbl.is að lögreglan sé að skoða það
hvernig staðið sé að eyðingu lyfja hér
á landi. Hann bendir á að ýmis lyfseð-
ilsskyld lyf gangi kaupum og sölum á
svörtum markaði og hafi ákveðna
tengingu við sölu og vörslu á ólögleg-
um fíkniefnum. Því hafi lögreglan
ákveðið að taka eyðingu lyfja til skoð-
unar.
Samkvæmt heimildum mbl.is hef-
ur lögreglan að undanförnu lagt hald
á umtalsvert magn lyfja í húsleitum
og öðrum aðgerðum, meðal annars lyf
sem ávísað hefur verið á fólk sem nú
er látið. Þá hafa einnig fundist út-
runnin lyf og lyfjapakkningar þar
sem nafn sjúklings kemur hvergi
fram.
Lyfjastofnun hefur eftirlit með
eyðingu eftirritunarskyldra lyfja hér
á landi, þ.e. ávana- og fíknilyfja. Til
þess flokks teljast m.a. morfín, svefn-
lyf, metadón og lyf sem gefin eru við
ofvirkni, t.d. rítalín.
Einstaklingar koma lyfjum til eyð-
ingar í apótekum. Apótekin og heil-
brigðisstofnanir eiga að skila ávana-
og fíknilyfjum til Lyfjastofnunar sem
sér um að koma þeim til eyðingar. Það
er gert í sorpbrennslustöð Kölku í
Reykjanesbæ.
Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri
Lyfjastofnunar, segir erfitt að meta
hversu miklu magni lyfja sé eytt á veg-
um stofnunarinnar á hverju ári. „Þetta
er reyndar vigtað á staðnum en mjög
oft eru umbúðir utan um lyfin.“
Lögreglan rannsakar eyðingu lyfja
Fundist hafa útrunnin lyf og ómerktar umbúðir í aðgerðum lögreglu
Morgunblaðið/Sverrir
Pillur Lyfjastofnun sér um eyðingu.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Virðing
Réttlæti
Færð þú umsaminn hvíldartíma í desember?
Hvíldartíminn