Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 22

Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 22
Kostnaður við jarðstreng og loftlínu Líftímakostnaður á hvern km, núvirtur M ill jó ni r kr ./ km 300 250 200 150 100 50 0 Grunntilfelli Hagkvæmar aðstæður Dalur og á í hrauni Í útjaðri íbúðabyggðar 220 KV línur: Förgun Tapakostnaður Stofnkostnaður Rekstur Jarðstrengur: Loftlína: Loftlína Jarðstrengur hversu mikið kostaði að leggja streng og línu, einnig væri mjög mis- munandi hvaða kostnaður félli til á öllum endingartíma mannvirkjanna. Þannig tapaðist t.d. meiri orka við að flytja rafmagn um loftlínu en streng og rekstrarkostnaður jarðstrengs væri þar að auki minni. Vörugjöld, 15%, eru lögð á jarð- strengi en ekki á loftlínur en í út- reikningum Eflu er miðað við að vörugjöld legðust ekki á jarðstreng- ina, til þess að misjöfn skattlagning skekkti ekki samanburðinn. Þá var reiknað út hrakvirði, þ.e. verðmæti við lok endingartímans, og kostn- aður við förgun en þær upphæðir vega afar lítið í þessum samanburði. Verða fljótt háar fjárhæðir Það sem vegur langþyngst í sam- anburðinum er mismunandi stofn- kostnaður. Ef aðeins er miðað við hagstæðar aðstæður kemur fram, í athugun Eflu, að kostnaður við lagn- ingu jarðstrengs er mun meiri. Í því tilviki er kostnaður við loftlínu um 84 milljónir en kostnaður við streng er um 155 milljónir. Þessar upp- hæðir eiga við um kostnað fyrir hvern kílómetra. Ef ákveðið yrði að leggja 5 km af streng í stað loftlínu við þessar aðstæður yrði 350 millj- ónum dýrara að leggja strenginn en 700 milljónum dýrara ef miðað er við 10 km. „Ef verið er að leggja langan streng verða þetta fljótt háar fjár- hæðir,“ segir Jón. Tvöfalt dýrara að leggja í jörð  Hver kílómetri af jarðstreng getur verið 70-160 milljónum dýrari en loftlína, að mati Eflu  Mest munar um mikinn stofnkostnað strengs  Kostnaður mjög mismunandi eftir aðstæðum BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Heildarkostnaður eða ending- arkostnaður við 220 kV jarðstreng er í öllum tilfellum umtalsvert meiri en kostnaður við 220 kV loftlínu. Kostnaður við jarðstreng og loftlínur er mis- munandi eftir að- stæðum en jarð- strengir eru frá því að vera 70 milljón krónum dýrari á hvern kílómetra en geta verið allt að 160 milljón krónum dýrari. Þetta kemur fram í nýrri athugun sem Efla-verkfræðistofa gerði fyrir Landsnet. Jón Vilhjálmsson, rafmagnsverk- fræðingur og sviðsstjóri orkusviðs Eflu, kynnti athugunina á fjölsóttum morgunfundi Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Ís- lands í gær. Útreikningar Eflu byggjast m.a. á nýlegri skýrslu verkfræðifyrirtæk- isins Mannvits á kostnaði við lagn- ingu jarðstrengja en Þorri Björn Gunnarsson kynnti þá skýrslu á fundinum. Í samtali við Morgunblaðið minnti Jón á að ekki væri einungis misjafnt Jón Vilhjálmsson Heimild: Efla 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Í skýrslu sem kanadíska fyrir- tækið Metsco gerði fyrir Land- vernd og Morgunblaðið fjallaði um í nóvember sl. kom fram að kostnaður við 220 kV jarðstreng gæti verið um 20% meiri en við 220 kV loftlínu. Þá var m.a. mið- að við að bæði loftlínan og strengurinn myndu duga í 60 ár. Efla telur að kostnaðurinn við jarðstreng sé mun meiri. Efla miðaði við 40 ára líftíma strengs en 60 ár líftíma loftlínu en Jón Vilhjálmsson sagði að í raun skipti líftíminn ekki miklu máli í þessum samanburði því kostnaðurinn væri núvirtur og eftir því sem lengra liði frá fjár- festingunni yrði vægi líftímans minna. Meðal annarra atriða sem væru frábrugðin aðferðum Metsco væri að Efla miðaði við 5,5% ársvexti, en í skýrslu Landverndar hefði kostnaðurinn ekki verið núvirtur. Hafa yrði í huga að kostnaður væri háður aðstæðum og flutningsgetu og því ekki til eitt algilt hlutfall um kostnaðarmun milli loftlína og jarðstrengja. Miðað við annan líftíma METI HVERT TILVIK Þorri Björn Gunnarsson, jarð- tækniverkfræðingur hjá Mannviti, segir að margir átti sig ekki á því að það geti verið töluvert flókið og kostnaðarsamt að leggja jarðstreng í jörðu. Stærsti hluti kostnaðarins liggi þó í kaupum á strengnum sjálf- um, tengingum og eftirliti. Samkvæmt könnun Mannvits í september er verðið á þremur fimm kílómetra löngum, 220 kV jarð- streng á bilinu 300-400 milljónir. Þessar upplýsingar hafi fengist með verðfyrirspurnum og upplýsingum úr verkefnum erlendis. Ástæðan fyrir því að miðað er við að þrír strengir séu lagðir í einn og sama skurðinn, er að nauðsynlegt er að leggja einn streng fyrir hvern fasa á sama hátt og í loftlínu eru þrír vírar. Til að fá sömu flutningsgetu og er í meginlínum Landsnets, væri í raun nauðsynlegt að miða við alls sex strengi í tveimur aðskyldum skurðum. Annar kostn- aður við lagningu jarðstrengja, s.s. vegna jarðvinnu, frágangs og fleira er mjög mismun- andi eftir að- stæðum. Þorri Björn bendir á að ýmsir virðist telja að það sé einfalt mál að leggja jarð- strengi en svo sé alls ekki. Meðal þess sem verði að hafa í huga er að ofan á strengina verði að setja sand með tiltekna eiginleika, m.a. að hann leiði varma frá strengjunum og sandkornin séu ávöl en ekki hvöss. Þótt slíkur sandur sé til hér á landi, hafi hann alls ekki fundist um allt land. Þurfi að flytja sandinn um langan veg eða vinna hann sér- staklega aukist kostnaður verulega. Ljósmynd/Mannvit Hiti Sandur er m.a. notaður til að leiða hita frá jarðstrengjunum. Ekki nóg að grafa bara skurð  Þurfa sand með tiltekna eiginleika Þorri Björn Gunnarsson Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg Verð: 890.000 kr. Volkswagen Polo Comfortline MBE17 Skráður október 2007, 1,4i bensín, beinskiptur Ekinn 140.000 km. Tilboð: 2.090.000 kr. Volvo S40 SE BKP97 Skráður mars 2008, 2,4i bensín, sjálfskiptur Ekinn 123.000 km. Ásett verð: 2.290.000 kr. 400.000 KR. FERÐAFJÖRNOTAÐRA BÍLA FINNDU BÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS *Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 7. nóvember 2013 til ogmeð 20. desember 2013 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2013 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf fráWOWair. Athugið á ekki við um umboðssölubíla. Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna *GJAFABRÉF FRÁWOWair NOTAÐIR BÍLAR Í GÓÐU ÚRVALI Vertu með! Glæsilegur, öruggur og vel búinn Hvert myndir þú fara? Sparneytinn og vel búinn Hagstætt verð og vel búinn Í ábyrgð Tilboð: 2.390.000 kr. Citroën C3 Exclusive MRN04 Skráður apríl 2012, 1,6i bensín, sjálfskiptur Ekinn 42.000 km. Ásett verð: 2.590.000 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.