Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 28

Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Skagaverk, Akranesi // Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi // Knapinn, Borgarnesi // Blossi, Grundarfirði K.M Þjónustan, Búðardal // Vélsmiðjan Þristur, Ísafirði // Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga Vélaval, Varmahlíð // Verslunin Eyri, Sauðárkróki // BYKO, Akureyri // Fákasport, Akureyri // Lífland, Akureyri Landstólpi, Egilsstöðum // Fóðurblandan, Egilsstöðum // BYKO, Reyðarfirði // G.Skúlason verslun, Neskaupstað Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri // Víkurskáli, Vík // Fóðurblandan, Hvolsvelli // Dýralæknamiðstöðin, Hellu Söðlasmíðaverkst.,Rauðalæk //Söluskálinn,Landvegamótum // Ásbúðin,Flúðum // Landstólpi,Gunnbjarnarholti Baldvin og Þorvaldur, Selfossi // BYKO, Selfossi // Fóðurblandan, Selfossi // BYKO, Reykjanesbæ Dýrabær, Reykjanesbæ // BYKO, Breidd // BYKO, Granda // Dýrabær, Kringlunni // Lífland, Reykjavík Dýrabær, Smáralind // Hrímfaxi verslun og kerruleiga, Kópavogi // Top Reiter, Kópavogi Eftirfarandi aðilar koma einnig að verkefninu: Landssamband hestamannafélaga og VÍS minna á mikilvægi endurskins. Með því sjáumst við allt að fimm sinnum fyrr en ella. Endurskinsvörur sem henta knöpum og hestum má nálgast í hentugum pakkningum í eftirtöldum verslunum: Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 10 dagar til jóla Jólasveinarnir í Dimmuborgum mæta í sitt árlega jólabað í Jarðböð- unum við Mývatn laugardaginn 14. desember kl. 17. „Þeir eru nú mis- glaðir bræðurnir með þessa hefð og því um að gera fyrir alla að mæta og taka þátt í fjörinu,“ segir í til- kynningu. Sama dag verður mark- aðsdagur í Jarðböðunum við Mý- vatn frá kl. 12-18. Dyngjan handverkshús verður opin um helgina, jólaratleikur í Dimmuborgum, aðventuhlaup, þjóðlegt jólasveinakaffihlaðborð og árbítur í Vogafjósi, fjölskyldu- jólahlaðborð á Selhóteli Mývatni, lesmessa í Skútustaðakirkju, há- degisjóladiskur fyrir fjölskylduna í Kaffi Borgum og aðventutónleikar Krossbandsins í Fuglasafninu. Jólasveinarnir í Dimmuborgum taka á móti gestum á Hallarflötinni alla daga frá kl. 13-15. Grýlusjóður verður á sínum stað þar sem gestir eldri en 18 ára greiða 1.000 kr. Árlegt jólabað jólasveina í Mývatnssveit Hjálparstarf kirkjunnar býður upp á fjölda gjafabréfa fyrir jólin sem eru til fjáröflunar fyrir verkefni Hjálp- arstarfsins á Íslandi, Indlandi, Eþíópíu, Úganda og Malaví. Bréfin eru alls 40 að tölu. Verðið er frá 1.500 krónum, sem rennur í gjöf til barns á Íslandi og upp í 180.000 krónur sem er fyrir brunni í Afríku. Sem dæmi má nefna að geitin kostar 3.200 krónur, kamarinn 8.500 krónur og pakki af smokkum 3.000 krónur. Gjafabréfasíðan gjofsemgefur.is er mikilvæg fjáröflun fyrir starf Hjálparstarfsins. Geitin hefur verið vinsæl jólagjöf á Íslandi en um 400 geitur voru gefnar í jólagjafir í fyrra. Á sex árum hafa á fimmta þúsund geitur verið gefnar. Þar koma þær fátækum fjölskyldum til góða, gefa af sér kjöt og mjólk sem eykur fjölbreytni fæðu og leiðir þar með til betri heilsu. Hænur, vatn, grænmeitsgarðar og tré eru einnig vinsælar gjafir á gjafabréfasíðunni. Hjálparstarfið safnar fyrir bágstadda Kona í Malaví. Aðventan í Laugardalnum býður upp á eitthvað fyrir alla fjölskyld- una. Í fallegu umhverfi getur hún átt saman skemmtilegan dag, segir í tilkynningu. Auk þess að kíkja í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn er hægt að skauta í kringum jólatré í Skautahöllinni, heimsækja Ás- mundarsafn, ganga um Grasagarð- inn, fá sér heitt kakó og ristaðar möndlur á Café Flóru eða stinga sér í Laugardalslaugina. Hægt verður að skella sér í ferðir í Jólahringekjunni, Jólalestinni og á hestbak á hestum garðsins um helgina ef veður og færð leyfir. Dýrin fá jólatuggu, jólasíld og hvað sem við á og jólalegt tilboð verður handa mannfólkinu í Kaffi- húsi garðsins sem er opið alla daga líkt og garðurinn. Nánari upplýs- ingar um dagskrána í desember má sjá á www.mu.is. Morgunblaðið/Ómar Laugardalur Leiktækin verða opin um helgina ef veður og færð leyfir. Mikið um að vera í Laugardalnum Börnin í frístundaheimilum Frosta- skjóls í Vesturbænum og börn og unglingar í Frosta standa fyrir jóla- markaði til styrktar RKÍ. Mark- aðurinn er opinn í dag frá kl. 16:30- 17:30. Börnin í frístundaheimilunum hafa undanfarið verið iðin við að föndra ýmislegt skemmtilegt sem þau munu selja foreldrum sínum og öðrum velunnurum á jólamarkaði fjölskyldunnar. Ungmennaráð Vesturbæjar og miðstigsráð Tíu12 sjá um veitingasölu, en gestum býðst að kaupa kaffi, kakó, pip- arkökur og krap og njóta í góðum félagsskap undir ljúfum jólatónum í hverfisfrístundamiðstöðinni sinni. Jólamarkaður til styrktar RKÍ Skógræktarfélag Mosfellsbæjar stendur fyrir sinni árlegu jólatrjáa- sölu í Hamrahlíðarskógi við Vestur- landsveg. Opið verður frá klukkan 10 til 16 á laugardag og sunnudag. Jóla- sveinninn verður í skóginum kl. 13:30 báða dagana. Fram kemur í tilkynningu, að í skóginum geti fjölskyldan sagað sér alíslenskt jólatré fyrir jólin en einnig eru til söguð tré á staðnum. Í Hamra- hlíð hafa verið ræktuð tré í rúm fimmtíu ár. Skógurinn er við Vest- urlandsveg í Úlfarsfelli í Mosfellsbæ, mitt á milli Mosfellsbæjar og Reykja- víkur. Skógurinn blasir við þegar Vesturlandsvegur er ekinn. Jólatrjáasala í Hamrahlíðarskógi Líf og fjör í skóginum. Árleg aðventuhátíð verður haldin í Úthlíðarkirkju laugardaginn 14. desember kl. 16.00. Prestur verður sr. Egill Hallgrímsson. Eftir aðventuhátíðina verður farið í Rétt- ina í messukaffi, jólaglögg og upp- lestur jólabóka. Guðni Ágústsson mun mæta og lesa úr nýrri bók sinni „Guðni léttur í lund.“ Jólamessa Úthlíðarkirkju verður að vanda á þriðja í jólum, kl. 16.00. Sr. Egill Hallgrímsson messar og söngsveinar Úthlíðarkirkju taka lagið með kirkjugestum. Ágústa Margrét Ólafsdóttir og Maríanna Svansdóttir flytja flautuverk. Árleg aðventuhátíð í Úthlíðarkirkju Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sérstaklega verður hugað að svæð- um fyrir útilistaverk í hverfisskipu- lagsvinnu Reykjavíkurborgar. Skipulagsfulltrúi borgarinnar hefur beint þessum tilmælum til verkefna- stjóra umhverfis- og skipulagssviðs og ráðgjafarhópa sem vinna við skipulagið. Í lok október lögðu borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins til að útilista- verkum yrði fjölgað í eystri hluta borgarinnar. Í bókun menningar- og ferðamálaráðs kemur fram að þrjú til fimm útilistaverk prýði hvern borgarhluta að undanskilinni mið- borginni þar sem þau séu fleiri. Í Hlíðum og Laugardal eru verkin raunar fleiri þar sem þar er að finna Ásmundarsafn og talsverðan fjölda verka í Grasagarðinum. Ekki kostnaðarsamt Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokkisins, sem stóð að tillögunni, segir að sér lítist vel á að útilistaverk fái sérstakan sess í hverfaskipulagsvinnunni. Hann bendir á að í talningu sem gerð var á útilistaverkum í borginni hafi komið fram að engin verk séu í Grafarholti og á Kjalarnesi. Þá séu fá verk í Árbæ og Breiðholti. Graf- arvogur sé sér á báti þar sem þar sé Hallsteinsgarður. Hugmynd sjálfstæðismanna sé hins vegar sú að listin verði færð meira inn í íbúðarhverfin hjá skólum og öðrum opinberum stöðum segir Kjartan. Hægt væri að rétta hlut eystri byggða borgarinnar með blönduðum aðferðum. „Við sáum fyrir okkur að það væri hægt að færa listaverk til og útbúa styttur með litlum tilkostnaði með því að gera afsteypur af verkum sem eru til í geymslu eða til sýnis annars staðar og koma þeim fyrir úti, og í þriðja lagi að setja upp ný verk,“ segir Kjartan. Tillagan ætti ekki að reynast borginni dýr; því fylgi ekki mikill kostnaður að færa listaverk til á milli borgarhluta né taka afsteypur. Huga að listaverkum í hverfisskipulagsvinnu  Vilja færa listaverk til, taka afsteypur og láta gera ný Morgunblaðið/RAX Útilistaverk Sólfarið við Sæbraut er eitt af mörgum listaverkum sem prýða miðborgina. Hugmyndir eru um að koma útilist fyrir víðar um borgina. Skipulag » Í aðalskipulagi borgarinnar 2010-30 segir að auka skuli veg lista við framkvæmdir og mótun umhverfis. » Stefnt er að því að vinna hverfisskipulag fyrir hverja þeirra tíu stjórnskipulagsein- inga sem borgin skiptist í. » Verkefnisstjórar þess fá til- mæli um að huga sérstaklega að útilist frá skipulagsfulltrúa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.