Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 36

Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 voru á meðan bann Alþjóðahvalveiði- ráðsins um tímabundnar hvalveiðar gilti hér á landi en atvinnuveiðar hóf- ust aftur 2006. Hvalatalningar benda til að lang- reyði hafi fjölgað hér við land og þær séu yfir 20 þúsund. Hafrannsókna- stofnun telur að árlegar veiðar á 154 langreyðum séu sjálfbærar. Það hef- ur verið hámarkskvótinn undanfarin ár og verður næstu tvö árin, sam- kvæmt ákvörðun Hafró. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem hefur yfir að ráða sérhæfðum hval- veiðiskipum. Hvalskipin veiddu 125 langreyðar 2009, 148 dýr 2010 og 134 langreyðar í ár. Á árunum 2011 og 2012 voru engar veiðar vegna mark- aðsaðstæðna í Japan. Illa gengur að finna hrefnur Hafrannsóknastofnun taldi í all- mörg ár óhætt að veiða 400 hrefnur á ári. Talning sumarið 2007 benti til þess að færri dýr væru á land- grunninu, þau hefðu fært sig vegna fæðuskilyrða. Telur stofnunin nú að veiðar á allt að 229 hrefnum á ári á landgrunnssvæðinu við Íslandi séu sjálfbærar. Í veiðiráðgjöf stofnunar- innar er bent á að undanfarin ár hafi verið veiddur innan við þriðjungur af ráðlögðum hámarksfjölda. Þannig var 81 hrefna veidd 2009, 52-60 hrefnur á árunum 2010 til 2012 en einungis 36 á síðasta ári. Hafró mæl- ir með að hámarksfjöldinn á næstu tveimur árum verði 229 hrefnur og það verður kvótinn. Gunnar Bergmann Jónsson, tals- maður hrefnuveiðimanna, segir að útgerð skipsins Hrafnreyðar hafi fengið leyfi til hrefnuveiða til eins árs í senn en nú fái hún væntanlega leyfi til fimm ára, samkvæmt nýju reglugerðinni. Fagnar hann því enda segir hann að það skapi meiri stöðugleika í rekstri. Fleiri bátar veiða hrefnu. Veiðarnar gengu illa í sumar og veiddust aðeins 36 dýr. Gunnar seg- ir að stefnt sé að veiðum á 50 til 55 dýrum á næsta ári. Innanlands- markaðurinn eigi að bera það. Von- andi sé hægt að auka söluna og þá um leið veiðarnar. Hvalveiðar heimilaðar í fimm ár  Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar ræður hámarksveiði hvers árs  Heimilt er að veiða áfram 154 langreyðar og 229 hrefnur á næstu tveimur árum  Lítill hluti hrefnukvótans hefur verið nýttur Morgunblaðið/Árni Sæberg Á heimleið Hvalur 8 siglir inn Hvalfjörð með langreyði á síðunni í sumar. Hvalur hf. notar tvo hvalbáta til veiðanna. Hvalirnir eru skornir í Hvalstöðinni og kjötið flutt til Japans. Ekki hefur tekist að veiða hámarksfjölda síðustu árin. Útflutningur hvals » Flutt voru út til Japans 386 tonn af frystum hvala- afurðum í apríl til júlí á þessu ári. » Útflutningsverðmæti hvala- afurðanna var 293 milljónir kr., samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Meira en helmingur verðmætanna var fluttur út í apríl. » Hrefnukjöt er eingöngu selt á innanlandsmarkaði. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að heimila hvalveiðar næstu fimm árin. Heimildin miðast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar hverju sinni. Kvótar síðustu ára, 154 lang- reyðar og 229 hrefnur, hafa ekki ver- ið nýttir nema að hluta. Heimildin sem Sigurður Ingi Jó- hannsson veitir nú til hvalveiða tek- ur við af fimm ára hvalveiðileyfi sem Einar K. Guðfinnsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, veitti í lok janúar 2009. Var það umdeild ákvörðun þar sem ríkisstjórn Sam- fylkingar var fallin og fyrri ríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að taka við. Þá var heimildin gagnrýnd af fulltrúum ferðaþjónustu. Tekið er fram í tilkynningu sjáv- arútvegsráðuneytisins að ráðherra hafi ákveðið að heimila áframhald- andi hvalveiðar eftir samráð við rík- isstjórnina. Þá er bent á að ákvörð- unin er í samræmi við stefnu stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu lif- andi auðlinda hafsins og höfð hafi verið hliðsjón af ályktun Alþingis um hvalveiðar frá 1999. Langreyðum fjölgar við Ísland Veiðar á stórhvölum hafa verið stundaðar með hléum frá hvalstöðv- um á Íslandi frá árinu 1883 en frá 1948 hafa þær aðeins verið stund- aðar frá Hvalfirði. Vísindaveiðar Jólagjöfin vínilplötur næst mesta úrval landsins plötulspilarar frá 36.700.- Ármúla 38 | Sími 588 5010 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-17 hljomsyn.com
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.