Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 41

Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 41
FRÉTTIR 41Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Hálsmen 10.800 kr. Eyrnalokkar 10.800 kr. Eyrnalokkar 12.700 kr. Eyrnalokkar 4.900 kr. Eyrnalokkar 17.700 kr. Eyrnalokkar 17.000 kr. Eyrnalokkar 4.500 kr. Eyrnalokkar 7.500 kr. Hálsmen 5.700 kr. Hálsmen 6.300 kr. Hálsmen 13.000 kr. Hálsmen 5.600 kr.Hálsmen 5.800 kr. Gjafir sem gleðja Glæsilegir skartgripir í jólapakkann á frábæru verði. Líttu við og sjáðu úrvalið Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Rannsóknarsendinefnd Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að efnavopn hafi verið not- uð að minnsta kosti fimm sinnum í borgarastyrjöldinni sem nú geisar í Sýrlandi. Í skýrslu nefndarinnar er vísað til trúverðugra sannana og sannana sem benda til að efnavopn hafi líklega verið notuð í Ghouta, Khan al-Asal, Jubar, Saraqeb og As- hrafieh. Í skýrslunni kemur ekki fram hver hafi staðið að baki notkun efna- vopnanna, þar sem það var ekki á for- ræði nefndarinnar að komast að því. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur viðurkennt að herir hans hafi efnavopn undir höndum og hefur heitið því að afhenda vopnin alþjóð- legum sérfræðingum. En hann hefur staðfastlega neitað því að hafa notað vopnin gegn almennum borgurum. Vesturlönd og arabaríkin, mannrétt- indasamtök og sýrlenskir uppreisnar- menn hafa sakað forsetann um að standa að baki árásunum en Assad og bandamenn hans í Rússlandi og Íran segja uppreisnarmönnum um að kenna. Í skýrslunni kemur fram að óyggj- andi sannanir séu fyrir því að sarín- gas hafi verið notað í árás í Austur- Ghouta 21. ágúst síðastliðinn. Það var sú árás sem vakti hneykslan alþjóða- samfélagsins og varð til þess að Bandaríkjamenn hótuðu að beita her- afli gegn sýrlenskum stjórnvöldum. Evrópuríkin opni landamærin Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að stjórn- völd í Washington myndu halda áfram að veita hófsömum uppreisnar- öflum stuðning en myndu ekki standa fyrir aðgerðum af neinu tagi, fyrr en það lægi fyrir hver hefði yfirráð yfir vopnabirgðageymslum og landa- mærastöðvum. Vonskulegt vetrarveður hefur gert sýrlenskum flóttamönnum erfitt fyrir í vikunni og eru flóttamannabúðir víða þaktar snjó. Áætlað er að millj- ónir séu á vergangi eftir að hafa flúið átökin heima fyrir en mannréttinda- samtökin Amnesty International vönduðu ráðamönnum Evrópuríkj- anna ekki kveðjurnar í gær og sögðu Evrópusambandinu hafa mistekist að veita sýrlenskum flóttamönnum við- unandi aðbúnað. Í skýrslu frá samtökunum kemur m.a. fram að aðildarríki ESB hafi að- eins boðist til að taka að sér 12.340 einstaklinga en Sameinuðu þjóðirnar höfðu kallað eftir því að þeir yrðu 30.000. „Evrópusambandið verður að opna landamæri sín, tryggja öruggan aðgang og binda enda á þessi ömur- legu mannréttindabrot,“ sagði fram- kvæmdastjóri Amnesty, Salil Shetty. Efnavopn voru notuð  Flóttamenn berskjaldaðir fyrir kulda og snjó  Segja Evrópu til syndanna Heimild: Sameinuðu þjóðirnar 100 km M IÐ JA R Ð A R H A F ÍRAK JÓRDAN TYRKLAND Rannsókn SÞ á notkun efnavopna DAMASCUS LÍBANON ÍSRAEL Ghouta 21. ágúst Khan Al Asal Dagsetning árásar: 19. mars Jobar 24. ágúst Saraqueb 29. apríl Ashrafieh Sahnaya 25. ágúst Bahhariyeh 22. ágúst Sheik Maqsood 13. apríl Efnavopn hafa verið notuð að minnsta kosti fimm sinnum í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, samkvæmt skýrslu SÞ Svæði þar sem efnavopnaárásir hafa sannarlega eða líklega átt sér stað Svæði þar sem ekki var hægt að staðfesta að efnavopnum hefði verið beitt AFP Borgarastyrjöld Milljónir hafa flúið heimili sín síðan átökin brutust út. Hundruð Suður- Afríkubúa rudd- ust gegnum lög- reglutálma þegar þeim og tugþús- undum annarra, sem biðu fyrir ut- an aðsetur stjórnvalda í Pretoríu, var til- kynnt að þeir fengju ekki tækifæri til að berja lík- amsleifar Nelsons Mandela augum og votta leiðtoganum virðingu sína. Mandela hefur legið í opinni kistu frá því á miðvikudag en stjórnvöld sögðu í gær að ógerlegt væri að hleypa öllum að sem vildu. Forset- inn fyrrverandi verður jarðsettur í heimaþorpi sínu, Qunu, á sunnudag. SUÐUR-AFRÍKA Vildu votta virðingu sína en fengu ekki Nelson Mandela Harry Breta- prins varð í gær fyrsti meðlimur bresku konungs- fjölskyldunnar til að komast á suðurpólinn, þegar leiðangur hans náði þang- að eftir þriggja vikna göngu. Í hópnum voru m.a. breskir, bandarískir, kanadískir og ástr- alskir hermenn en ferðin var skipulögð af góðgerðarsamtök- unum Walking With The Wound- ed, til styrktar særðum hermönn- um. SUÐURPÓLLINN Harry Bretaprins náði pólnum í gær Harry Bretaprins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.