Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hinn þver-sagna-kenndi
sannleikur er sá,
að skattprósentan
er of há í dag og
skatttekjur eru of
lágar. Skynsamlegasta leiðin
til þess að auka skatttekjurnar
til lengri tíma litið er með því
að lækka skatta núna.“ Þessi
orð eiga jafnvel við í dag og
fyrir réttu fimmtíu og einu ári,
þegar John F. Kennedy
Bandaríkjaforseti mælti þau.
Hann talaði þar fyrir róttæk-
ustu skattalækkunum sem
sést höfðu lengi vestanhafs.
Með þeim skattalækkunum
lagði Kennedy grunninn að
miklum efnahagslegum bata í
Bandaríkjunum, þar sem í ljós
kom að með lægri sköttum
jukust skatttekjur ríkisins,
þvert á spár reiknimeist-
aranna sem töldu, þá líkt og í
dag, að almenningur brygðist
aldrei við hærri skattheimtu á
nokkurn annan hátt en að
borga möglunarlaust. Í þeirra
reiknilíkani þýða hærri skatt-
ar meiri tekjur og lægri skatt-
ar minni.
En Kennedy hafði rétt fyrir
sér, og enn þann dag í dag sést
að þeir sem þora að vera sam-
mála honum uppskera sem
þeir sá, þó að hugsanlega sjá-
ist árangurinn ekki strax.
George Osborne, fjár-
málaráðherra Bretlands, hef-
ur verið gagnrýndur mjög fyr-
ir fjármálastjórn sína frá því
hann tók við árið 2010. Landið
er þó að rísa hjá Bretum. Til
dæmis hefur kom-
ið í ljós að fyrir
hvert starf í op-
inbera geiranum
sem tapast verða
til tvö í einkageir-
anum, og að lækk-
un skatta hefur ekki aðeins
aukið skatttekjur, heldur hafa
þeir ríku aldrei borgað hærri
fjárhæðir í skatta, þó að
auðlegðarskattur hafi verið af-
numinn. Með lægri sköttum
hefur efnahagur Breta losnað
úr læðingi, og hafa ytri að-
stæður þó um margt verið
þeim fjandsamlegar.
Í vikunni lögðu Vinstri
grænir fram tillögur sínar um
að auka tekjur ríkisins um 10
milljarða á næsta ári og 20
milljarða á því þarnæsta. Þá
fjármuni átti að sækja með því
að hætta við skattalækkanir á
launamenn og fyrirtæki, að
ekki sé minnst á framlengingu
auðlegðarskattsins, sem herj-
ar helst á ellilífeyrisþega í
stóru húsnæði. Hér er sama
reiknilíkanið á ferð, þar sem
sérhver prósentuhækkun skil-
ar hærri tekjum.
Í tímamótaræðu sinni sagði
Kennedy einnig að hagkerfi,
þar sem skattheimtan væri of
hörð mundi aldrei skapa næg-
ar tekjur til þess að tryggja
hallalaus fjárlög, né heldur
mundi skattpíningin skapa
nógu mörg störf til þess að
vinna á vandanum. Við höfum
allar sannanir þess frá síðasta
kjörtímabili að orð Kennedys
eru jafnrétt í dag og þau voru
fyrir rúmri hálfri öld.
Fyrir 51 ári flutti
John F. Kennedy
eftirminnilega
ræðu um skatta}
Hvatning frá fyrri tíð
Neðst í Borg-artúninu, við
byggingu nokk-
urra verkalýðs-
félaga, er mikið
ófremdarástand í
bílastæðamálum.
Á morgnana þarf
húsvörður að reka bíla frá til
að stæðin fyllist ekki enda orð-
ið mjög þrengt að fólki á einka-
bílum við Borgartúnið. Fyrir
nokkru hafði húsfélagið í
hyggju að stækka bílageymsl-
una neðanjarðar, en hætti við
þar sem borgin vildi þá að
fækkað yrði um jafn mörg
stæði ofanjarðar á móti. „Þetta
er vegna þess að borgin hefur
þá stefnu að hverfið eigi að
vera mjög umhverfisvænt og
fólk eigi helst ekki að vera á
bílum. Og það væri í lagi ef við
byggjum í sólarlöndunum,“
sagði formaður húsfélagsins í
samtali við Morgunblaðið.
„Staðreyndin er sú að á
þessu svæði er nú ófremdar-
ástand,“ bætti hann við. Bygg-
ingum væri hrúgað
upp en bílastæðum
fjölgaði ekki til
samræmis. „Við
erum búin að
skýra þetta út fyr-
ir borginni, en þar
eru menn bara
ekki tilbúnir til að hlusta. Þó
erum við með borgarstjóra
sem segist hlusta á fólk.“
Þetta er ömurleg lýsing á
ástandi sem borgin hefur sjálf
skapað neðst í Borgartúni. Og
ástandið er engu skárra þegar
farið er í austurátt eftir sömu
götu. Borgaryfirvöld vinna nú
að því að breyta Borgartúni og
fjarlægja fjölda bílastæða við
götuna þrátt fyrir að bíla-
stæðavandi hafi verið ærinn
fyrir.
Er ekki kominn tími til að
borgarstjóri og aðrir borgar-
fulltrúar sama sinnis fari að
hlusta á borgarbúa og hleypa
öðrum sjónarmiðum að en eig-
in fordómum í garð þeirra sem
ferðast um á eigin bílum?
Fyrirtæki þurfa að
geta tekið á móti
fleiri viðskiptavin-
um en þeim sem
koma hjólandi}
Borgin gegn Borgartúni
O
g hvenær sveltir maður ekki barn?
Umfjöllun um fjárlög hefur,
eins og megnið af íslenskri „um-
ræðu,“ snúist upp í upphrópanir
og slagorðarúnk. Áhugavert inn-
legg í „umræðuna“ var mynd sem flakkaði um
vefinn af brosandi börnum í Afríku haldandi á
skilti sem á stendur „Hallalaus fjárlög á Íslandi
2014.“
Textinn til hliðar var á þá vegu að fátæku
Afríkubörnin hefðu ákveðið að fórna sér svo
ríkissjóður geti verið rekinn hallalaust. Í þess-
ari „umræðu“ er búið að setja upp klassíska
rökvillu; rökvilluna um að það séu aðeins tveir
kostir í stöðunni. Peningar fara annaðhvort a)
til svangra Afríkubarna eða b) í að koma í veg
fyrir áframhaldandi skuldasöfnun ríkissjóðs.
Það sjá það allir sem vilja að þetta er þvæla.
Með sama hætti væri hægt að stilla upp fulltrúum stúd-
enta þegar þeir kröfðust réttar síns fyrir dómstólum
gagnvart LÍN. Það kostaði ríkissjóð alveg fullt af pen-
ingum, sem munu heldur ekki fara í þróunaraðstoð.
Vondu stúdentar! Viljið þið að börnin í Afríku fái engan
mat!?! Stefna stjórnvalda um hallalaus fjárlög er nauðsyn-
leg stefna. Ríkissjóður greiðir á hverju ári í kringum 90
milljarða króna í vexti á hverju einasta ári. Eina leiðin til
að loka þessari frussandi peningaslagæð út úr rík-
iskassahjartanu er að greiða upp skuldir ríkissjóðs. Ísland
hefur frá stofnun lýðveldis greitt um 58 milljarða króna í
þróunaraðstoð. Á þeim 69 árum höfum við sem sagt greitt
30 milljörðum minna til þróunaraðstoðar en
sem nemur vaxtagreiðslum ríkissjóðs á einu
ári. Spurningunni er samt ósvarað. Hvenær
sveltir maður barn? Er það bara skylda stjórn-
valda að veita peninga til þeirra sem minna
mega sín? Nú leyfi ég mér að fullyrða að mikill
fjöldi þeirra sem vilja aukin framlög til þróun-
araðstoðar eiga fullt af hlutum sem eru miklu
dýrari og íburðarmeiri en nauðsyn krefur.
Með sömu rökvillu og er beitt í „umræðunni“
um þróunaraðstoð má segja að þetta fólk hafi
ákveðið að nota peningana sína ekki einu sinni
í að greiða niður skuldir, heldur í hreinrækt-
aðan munað. En það væri að sjálfsögðu rök-
villa. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr
þá erum við í grunninn eigingjörn. Birting-
armynd af þeirri eigingirni er ómeðvituð þjóð-
rækni. Við viljum frekar hækka laun grunn-
skólakennara barnanna okkar en að kaupa nýjan
fiskveiðibát fyrir eitthvert þróunarland. Við fáum reglu-
lega fréttir af því að þörf lækningatæki á Landspítalanum
séu biluð og að þörf sé á miklu fé til að endurnýja þau.
Þessir peningar fara ekki í að byggja heilsugæslustöð í fá-
tæku héraði á Indlandi.
Það sama gildir um vaxtagreiðslur. Þeir fjármunir sem
ríkið þarf að greiða á hverju ári í vexti, 150% af heild-
arþróunaraðstoð Íslands frá upphafi, fara heldur ekki í
þróunaraðstoð. Eða Landspítalann. Eða í að hækka laun
grunnskólakennara. Þeir fara beint í vasa fjármagnseig-
enda. gunnardofri@mbl.is
Gunnar Dofri
Ólafsson
Pistill
Hvenær sveltir maður barn?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Hafi sjúklingur í ríki Evr-ópusambandsins þurftað bíða óeðlilega lengi ábiðlista eftir lækningu
getur hann, að vissum skilyrðum
uppfylltum, farið til annars ESB-
ríkis, leitað sér lækninga þar og síð-
an sent reikninginn til ríkissjóðs í
sínu heimalandi. Ríkissjóður myndi
þá neyðast til að borga jafn háa upp-
hæð til þessa sjúklings og hann
hefði þurft að gera ef þjónustan
hefði verið innt af hendi í heima-
landinu.
Þetta er í hnotskurn efni til-
skipunar Evrópusambandsins um
heilbrigðisþjónustu yfir landamæri.
Ísland er skuldbundið til að innleiða
tilskipunina og því munu Íslend-
ingar, í náinni framtíð, öðlast þenn-
an sama rétt. Það er hins vegar
óljóst hvenær af því verður.
Tæpur helmingur búinn
Ríki ESB áttu að vera búin að
innleiða tilskipunina 25. október
2013 en samkvæmt upplýsingum frá
velferðarráðuneytinu hafa aðeins 13
af 28 ríkjum lokið við innleiðingu
hennar.
Þá liggur ekki fyrir, að sögn
ráðuneytismanna, hvenær Ísland
þurfi að hafa lokið við innleiðinguna
enda hafi málið ekki enn verið tekið
upp á vettvangi EES.
Undirbúningur að innleiðingu
er þó hafinn, í ráðuneytinu, hjá land-
lækni og á Landspítalanum. Þá hef-
ur velferðarráðuneytið boðað að
ráðherra muni flytja frumvarp um
það á vorþingi að tilskipunin verði
innleidd.
Rétt er að taka skýrt fram að
tilgangurinn með tilskipuninni er
ekki að skapa rétt til endurgreiðslu
kostnaðar við heilbrigðisþjónustu
sem er veitt í öðru aðildarríki EES
ef slík þjónusta er ekki hluti af
þeirri aðstoð sem kveðið er á um í
löggjöf heimalands viðkomandi
sjúklings. Með öðrum orðum: Ef
ríkið borgar ekki með aðgerð hér á
landi, þá mun ríkið ekki borga með
aðgerðinni ef hún er framkvæmd í
öðru landi. Þá fæst ferða- eða dval-
arkostnaður ekki endurgreiddur.
Þá er tekið fram í tilskipuninni
að hún hafi ekki áhrif á skipulagn-
ingu og fjármögnun heilbrigðisþjón-
ustu sem ekki varðar heilbrigð-
isþjónustu yfir landamæri.
Meðal þess sem þarf að skil-
greina er hvað telst vera hæfilega
langur biðtími og hvað telst óhæfi-
lega langur biðtími og er það verk-
efni á herðum landlæknis. Biðtíminn
getur verið mismunandi eftir sjúk-
dómum og á hvaða stigi sjúkdóm-
urinn er. Landlæknir ætlar sér að
hafa lokið þessari vinnu fyrir árslok
2014.
Gott verð og gæði
Steingrímur Ari Arason, for-
stjóri Sjúkratrygginga Íslands,
kveðst ekki búast við að tilskipunin
leiði til þess að Íslendingar muni í
stríðum straumum leita eftir lækn-
isaðstoð í útlöndum. „Bæði vegna
þess að því fylgir auðvitað kostnaður
og síðan er þjónustan, þrátt fyrir allt
samkeppnisfær, bæði hvað varðar
verð og gæði á Íslandi,“ segir hann.
„En biðin kann að vera vanda-
mál.“ Þá muni tilskipunin ekki
leiða til þess að útgjöld Sjúkra-
trygginga Íslands hækki.
Samkvæmt tilskipuninni
er hverju ríki heimilt að krefj-
ast fyrirfram samþykkis fyrir
aðgerð erlendis. Steingrímur
Ari segir að Sjúkratryggingar
hafi ekki talið að nauðsynlegt
væri að koma á slíku kerfi og
teldu ekki að það svaraði
kostnaði.
Fara til útlanda eftir
langa dvöl á biðlista
Morgunblaðið/Eggert
Heimahagi Ekki er víst að allir hafi áhuga á að sækja læknisþjónustu í
öðrum löndum, fjarri fjölskyldu, hjá nýjum læknum og í ókunnu umhverfi.
Steingrímur Matthíasson,
skurðlæknir og formaður sam-
taka heilbrigðisfyrirtækja, fagn-
ar tilskipuninni. Tilgangurinn sé
að tryggja sjúklingum þjónustu
innan tilskilins tíma og það sé
hið besta mál.
Það sé síðan óvíst hvernig til-
skipunin verður innleidd. Hér á
landi sé staðan sú að Landspít-
alinn sé langstærsti veitandi
heilbrigðisþjónustu og hann
starfi án nokkurs aðhalds frá
sambærilegum stofnunum.
Tilskipunin muni leggja þær
kröfur á herðar
Landspítalanum
að hann sinni sínu
hlutverki. Þá sé
ljóst að einkarekin
heilbrigð-
isfyritæki séu
tilbúin til að taka
við stærri hluta
heilbrigðisþjón-
ustu og á hag-
stæðara verði.
Velji þjónustu
innanlands
FÁKEPPNI HÉRLENDIS