Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 46

Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Eiríkur Jónsson stærðfræðikennari var bókmenntamaður. Ég manþegar greinaflokkur hans um Íslandsklukku Laxness birtist íLesbók Morgunblaðsins. Menn biðu í ofvæni eftir hverri grein.Svo birtist þetta allt og meira til í Rótum Íslandsklukkunnar (1981). Sumir hikuðu við að hrósa því sem Eiríkur sagði um aðföng Laxness; menn héldu að Laxness yrði reiður – af því að hann hafði tekið orðrétt upp úr heimildum. En Laxness reiddist ekkert, þvert á móti. Eiríkur Jónsson var í Menntaskólanum á Akureyri á árunum fyrir heims- styrjöldina síðari. Hann sagði mér að hann hefði eitt sinn fengið lága einkunn fyrir ritgerð hjá mikilhæfum kennara sem síðar varð prófessor við Háskóla Íslands. Kennarinn sagði Eiríki að stíll hans væri ris- lítill. Eiríkur hafði m.a. lifað sig inn í þjóðsögur Jóns Árnasonar í heimahúsum og hrifist af einföldum stíl þeirra; og hann vildi líkja eftir þessum stíl. En á ár- unum fyrir stríð virðast a.m.k. sumir lærifeður hafa haft aðrar stílhug- myndir; nemendur áttu helst að hefja sig í dálitlar hæðir og skreyta texta sinn með stílbrögðum af ýmsu tagi, sjaldgæfum orðum, orðatiltækjum og málsháttum. Mér varð hugsað til Eiríks Jónssonar þegar ég las bók eftir svissneskan blaðamann, Constantin Seibt, um dagblaðastíl. Eitt af því sem hann lagði áherslu á var einmitt að blaðamenn ættu að forðast lúin orðatiltæki og ofnot- uð orðasambönd. En hann bætti við að þeir þyrftu alltaf að reyna að hreyfa við lesandanum og leitast við að sjá það einstaka við hverja frétt. Það að bóndi hefði ræktað þyngstu kanínuna væri t.d. ekki mjög spennandi frétta- efni nema eitthvað sérstakt fylgdi, t.d. ástæða þess að viðkomandi hefði náð þessum árangri: gamall draumur, samkeppni við nágrannann, einangrun, harmleikur, reiknikúnst eða barnaskemmtun? Mér fannst líka athyglisvert það sem sami maður sagði um lýsingarorð: Notið lýsingarorðin sparlega; segið t.d. ekki glampandi sól, heldur sól; ekki hinn dimmi næturskógur, heldur næturskógur; og alls ekki ný nýjung; og óþarfi er að segja: hið leiðinlega nýársávarp af því að öll nýársávörp eru leið- inleg. Svo bætir hann við: En lýsingarorð eru stórkostleg ef þau eru í and- stöðu við nafnorðið sem þau standa með: illskulegt bros. Svipað á við um at- viksorð: Hún sagði kaldranalega: „Góðan daginn, ástin mín.“ Eða: „Þú, tíkarsonur,“ sagði hún vingjarnlega. Útúrdúra ber blaðamönnum að forðast, segir Seibt og tekur dæmi úr grein um þekktan hagfræðing: „Skákáhugi hans er mikill. Enn þann dag í dag byggir hann margar efnahagshugmyndir sínar á þessu fígúruspili sem breiddist út um allan heim í kjölfar uppgangs múslimaríkja á 13. öld.“ Dagblöð fá ekki mörg „lík“ um þessar mundir, síst meðal ungs fólks. Fé- lagi minn gerði sig reiðan út af þessu og sagði: „Ropaðu á feisbók – og þú færð tuttugu lík; rektu við – og líkin verða þrjátíu.“ Málið El ín Es th er Hér er frétt, í blaðinu, um ófærðina fyrir vestan: „Fullt af snjó. Allt fast.“ Vá! Stutt og laggóð frétt! Tja, allavega stutt. … og þú færð tuttugu „lík“ Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Það er gömul saga og ný að fyrrverandi stjórn-málamenn eiga erfitt með að fóta sig í tilver-unni og þó sérstaklega á vinnumarkaði eftirað stjórnmálaferli þeirra lýkur. Vinnuveit- endur hafa takmarkaðan áhuga á að ráða þá til starfa og hafa efasemdir um að vinnuframlag þeirra verði mikið. Menn sem hafi vanizt því árum saman að eyða vinnudeginum á fundum, séu ekki líklegir til mikilla átaka. Það er að mestu liðin sú tíð að þeir geti gengið að sendiherraembættum eða bankastjórastöðum vísum. Þessi vandi fyrrverandi stjórnmálamanna er ekki bundinn við Ísland eitt. Þannig er þetta beggja vegna Atlantshafs. Það eru einna helzt fjármálafyrirtæki sem telja sér hag af því að fá fyrrverandi stjórnmálamenn til starfa og þá aðallega í stjórnum. Á þessu hefur bryddað hér fyrst nú hin síðustu ár en hefur lengi tíðkazt í öðrum löndum. Fyrrverandi stjórnmálamenn hafa gjarnan þau tengsl við nýja valdamenn sem fjármálafyrirtækin þurfa á að halda. Í ljósi þessa hefðbundna vanda fyrrverandi stjórn- málamanna hefur verið athygl- isvert að fylgjast með Guðna Ágústssyni, fyrrverandi þing- manni, ráðherra og formanni Framsóknarflokks, eftir að hann hvarf af hinum pólitíska vett- vangi. Ekki verður betur séð en vinsældir Guðna meðal almennings hafi margfaldast eftir að hann hætti afskiptum af stjórnmálum og spurning hvort pólitísk áhrif hans eru ekki meiri nú en þau voru þá og er þá átt við meginmál en ekki af- greiðslu dægurmála frá einum degi til annars. Þessar vangaveltur verða til vegna þess að fyrir skömmu kom út bók sem heitir Guðni – léttur í lund og hefur að geyma gamansögur, aðallega úr hinu póli- tíska mannlífi. Bókin nýtur vinsælda – eins og höfund- urinn – eins og sjá má á bóksölulistum. Hver er skýringin á því að fyrrverandi stjórn- málamaður virðist ganga í endurnýjun lífdaga á þann veg að á hann virðist meira hlustað nú heldur en þegar hann gegndi háum embættum í þágu þjóðar sinnar? Það er ekki auðvelt að finna svar við þeirri spurningu enda fá dæmi um slíkt í okkar stjórnmálasögu. Tilgáta mín er sú – og það er bara tilgáta – að Guðni Ágústsson sameini í persónu sinni ýmsa þá eiginleika í meira en þúsund ára sögu íslenzku þjóðarinnar, sem henni þyki einna mestu skipta og henni þykir vænzt um. Hann talar fallegt og kjarnyrt mál. Hann hefur sögu þjóðarinnar í blóðinu eins og sjá má á ævisögu hans, sem kom út 2007 og hlýtur að teljast fyrsta bindi hennar. Hann virðist þekkja út og inn helztu persónur þeirrar sögu. Um þau tengsl snýst fyrsta sagan í hinni nýju bók Guðna. Hún er svona: „Þekkt er dálæti mitt á hetjunni Gunnari Hámund- arsyni á Hlíðarenda. Eitt sinn gerðist það í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra hóf máls á því að ríkið yrði að kaupa Víðimýri í Skagafirði til að koma jörðinni inn á heimsminjaskrá. Tók ég þá að tala um að ríkið yrði að eignast Hlíð- arenda í Fljótshlíð. Tugir einstaklinga ættu þá jörð nú, deilur væru á milli þeirra og engin leið að koma því í kring að hægt væri að segja sögu Gunnars á Njálu- slóðum. Davíð hafði góðan skilning á beiðni Páls um Víðimýri en tók að leiðast þrákelkni mín með Hlíð- arenda svo hann sagði nokkuð hvasst og horfði á mig: „Ja, það var verst að þið Gunnar gátuð ekki gert út um þetta með Hlíðarenda meðan þið voruð báðir á lífi.“ Guðni Ágústsson hefur verið í fremstu röð þeirra sem tekið hafa upp baráttu gegn aðild Íslands að Evr- ópusambandinu síðustu árin og aldrei hvikað hárs- breidd í þeirri baráttu. Raunar er það athyglisvert við þá baráttu að þar hafa bændur landsins komið mikið við sögu en útgerðarmenn varla sést. Hvað ætli geti valdið því? Ætla mætti að útgerðarmenn teldu það sér í hag að berjast gegn slíkri aðild. Nú er það eitt helzta deilumálið innan Evrópu- sambandsins hvort franskir og spænskir togarar megi veiða með botnvörpu. Og hvar skyldu Spánverjar og Frakkar veiða með botnvörpu? Undan ströndum Skotlands og Írlands. Við Íslendingar þekkjum frá fyrri tíð slíkar veiðar, þótt þar væru aðallega Bretar að verki og að hluta til Þjóðverjar. Sennilega er Guðni Ágústsson einn sterkasti tals- maðurinn sem landbúnaðurinn á um þessar mundir en það er sú atvinnugrein okkar sem kannski á sér mesta vaxtarmöguleika á þessari öld, þegar horft er til vatns- skorts og loftslagsbreytinga í öðrum heimshlutum. Í því samhengi er umhugsunarefni, hvort þær hug- myndir sem nú eru uppi um að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri renni inn í Háskóla Íslands eigi rétt á sér. Er hugsanlegt að í stað þess að sá sögufrægi skóli hverfi inn í stærri einingu sé meira vit í að sameina undir merkjum hans fleiri þætti sem lúta að uppbygg- ingu landbúnaðarins á næstu áratugum, þar á meðal vísindastarfsemi? Hvanneyri hefur alltaf verið þunga- miðja í Borgarfirði og getur orðið það í ríkara mæli í framtíðinni. Sú saga sem mér þykir mest um vert í hinni nýju bók Guðna er sagan um kossinn og kúna. Hann boðaði sem landbúnaðarráðherra til blaðamannafundar í fjósi á Stóra-Ármóti um þá spurningu, hvort flytja ætti inn kýr frá Noregi. Morgunblaðið snerist gegn þeim áformum á þeim tíma. Um kossinn og kúna segir Guðni í bók sinni: „Í lok fundarins lét ég vel að einni kúnni, henni Skrautu og smellti kossi á kaldar granirnar svona til að sýna hversu vænt mér þætti um þá íslenzku.“ Það er þessi tilfinning fyrir því, sem íslenzkt er, sem markar Guðna Ágústssyni sérstöðu. Um kossinn og kúna Hvað er það sem markar Guðna Ágústssyni sérstöðu? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Franski rithöfundurinn Voltairevar kunnur að andríki, svo að margt er eignað honum, sem hann á ekki. Ein frægasta setningin er: „Ég er ósamþykkur því, sem þú segir, en ég mun fórna lífinu fyrir rétt þinn til að segja það.“ Voltaire sagði þetta aldrei, heldur er þetta endursögn S. G. Tallentyres (sem hét réttu nafni Evelyn Beatrice Hall) á skoðun Voltaires á því, er bókin Sálin eða D’Esprit eftir Helvetius var brennd opinberlega árið 1759. Maríu Antoinettu, drottningu Frakklands fram að byltingu, hafa verið eignuð fleyg orð, þegar henni var sagt, að þegna hennar vantaði brauð: „Þá geta þau borðað kökur.“ Hvergi eru til neinar heimildir um, að drottning hafi sagt þetta. Hins vegar hefur heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau nánast sömu orð eftir ónafngreindri prins- essu í Játningum sínum, VI. bók, en þær voru ritaðar, nokkrum árum áður en María Antoinetta kom fyrst til Frakklands. Ein kunnustu orðin, sem eignuð eru manni ranglega, tengjast líka frönsku stjórnarbyltingunni, sem hófst 14. júlí 1789 með árásinni á Bastilluna í París. Þegar Nixon Bandaríkjaforseti fór til Kína með fríðu föruneyti 1972, var Zhou Enlai, forsætisráðherra Kína, spurður, hvað honum fyndist um áhrif frönsku stjórnarbylting- arinnar. „Það er of snemmt að segja til um það,“ svaraði Zhou. Þetta höfðu margir til marks um djúpa visku hins kínverska stjórnmála- manns, næstráðanda Maós. Talið var að Kínverjar væru spekingar miklir, sem hugsuðu til langs tíma ólíkt Vesturlandamönnum. Í ljós hefur komið að þetta er rangt, eins og dr. Guðni Jóhann- esson sagnfræðingur benti mér fyrstur á, en má meðal annars sjá í Financial Times 10. júní 2011. Kín- verskar heimildir sýna að um var að ræða samtal Zhous við öryggis- málaráðgjafa Nixons, Henry Kiss- inger, og Zhou var að svara spurn- ingu um stúdentaóeirðirnar í París 1968, sem sumir æskumenn kölluðu þá byltingu. Bandarískir sendimenn í föruneyti Nixons staðfesta þetta. Verður góð saga hér að víkja fyrir boðorði Ara fróða um að hafa það jafnan, sem sannara reynist. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Þau sögðu það aldrei

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.