Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Opið til kl. 20:00 alla daga fram að jólum Jólagjafirnar fást í Krumma Kíktu í vefverslunina Frí heimsending á jólagjöfum Kjarninn í starf- semi Landsbyggð- arvina er lýðræðis- og framfaraverkefni sem höfðar til ungs fólks á aldrinum 13- 30 ára. Áhersla er á nemendur í grunn- og framhaldsskólum. Heimabyggðin er þungamiðjan, hvern- ig hún geti orðið betri og lífvænlegri til búsetu. Nemandinn á svara: Hvað get ég lagt til mála? Hver eru tækifærin í minni heima- byggð? Á þessum vetri er lögð áhersla á þátttöku verkmennta- greina, hönnun, textíl og málm auk handavinnu- og mynd- listagreina. Undirrituð sat nýlega þing í Brussel á vegum Evrópusam- bandsins. Þangað var boðið for- ystufólki í félögum með byggða- þróun að leiðarljósi. Naut ég stuðnings virts fyrirtækis á lands- byggðinni til að geta sótt þingið. Í fyrstu hélt ég að áróður ESB mundi svífa yfir vötnunum. Það reyndist ekki vera. Lögð var áhersla á frumkvæði, nýsköpun, góð vinnubrögð og samstarf. Allt þættir sem einkenna verkefni Landsbyggðarvina enda hlaut þar sérstök kynning mín á verkefninu góðar undirtektir. Í Brussel var sá þáttur álitinn sérstakur, að undirrituð stjórnar verkefninu frá höfuðborginni, Reykjavík. Það hafi á þann hátt tekist að hrífa ungt fólk – ekki síst á landsbyggðinni – til þátttöku í því. Þótti það styðja þá skoðun að byggðaþró- un samtímans ráðist ekki síst af góðu sam- starfi milli borgar og byggða. Á þinginu kynnti ég tvö helstu verkefni Landsbyggðarvina. Þau eru: 1. Sköpunargleði - Heimabyggð- in mín - Nýsköpun – Heilbrigði og forvarnir. 2. Heimabyggðin og norð- urslóðir – frumkvæði ungs fólks. Á ensku „Regional Development in Northern Communities, inspi- red by Young People“. Með fyrra verkefninu er ætlunin að vekja áhuga unga fólksins á málefnum heimabyggðarinnar og að fá eins marga – gjarnan ólíka aðila – til samvinnu og kostur er til að skapa saman betri framtíð um allt Ísland. Markmið með síðari verkefninu er: - Að virkja ungt fólk í að reyna skapa sér sjálft ný atvinnutæki- færi með nýhugsun og nýsköpun. Minnka atvinnuleysi meðal ungs fólks sem er vandamál um heim allan. - Að minnka brottfall úr skóla - Að auðvelda ungu fólki að snúa aftur til heimabyggðar sinn- ar eftir að skólagöngu lýkur - Að styrkja og efla tekjur og menningu á landsbyggðinni. Þess verður minnst vorið 2014 að 10 ár eru liðin síðan Lands- byggðarvinir hófu að laða skóla og sveitarfélög um land allt til þátt- töku í verkefnum sínum með því að senda inn hugmyndir og kynna þær á árlegri verðlaunahátíð. Framtíð og hagur heimabyggðar ræðst af því að unga fólkið hafi áhuga á og geti snúið aftur til heimahaganna eftir að skólagöngu lýkur. Með það í huga má segja að verkefnið hafi haft bein áhrif á byggðaþróun á Íslandi. Þátttakendur í verkefninu eru um allt land og greinast í vetur eftir því sem hér segir: 11 grunnskólar – einn listaskóli – tveir tónmenntaskólar og tveir framhaldsskólar Í Brussel tók ég með mér tvö góð verkefni (af um 400) frá síð- asta ári. Þau eru: 1. Fjarðarfjör – Höf. 15 ára stúlka í Hafnarfirði. 2. Göngustígur út á hafnargarð – Höf. fimm 15 ára nemendur á Þórshöfn Fjarðarfjör – Byggist á opnum íþróttastöðvum á fimm ákveðnum stöðum, þar sem hægt er að iðka ákveðnar æfingar undir berum himni í tækjum, sem þola íslenska veðráttu. Staðirnir ættu að vera vel merktir og öllum opnir. Á hverjum stað fyrir sig ætti að vera skilti, þar sem á stæði, hvaða æf- ingar væru ætlaðar einmitt á þessum stað og hvernig mælt væri með að útfæra þær. Höf. er sann- færð um, að æfingastaðirnir drægju að gesti innlenda sem er- lenda. Göngustígur út á hafnargarð – Þórshöfn er einn nyrsti smábær á Íslandi, á norðausturhorni lands- ins, og snýr að opnu Atlantshafi, rétt við heimskautsbaug. Til að gera höfnina öruggari var byggð- ur 165 m langur brimbrjótur úr stórgrýti. Fimmmenningarnir leggja til að gerður verði göngu- stígur eftir endilöngum grjótgarð- inum alla leið að litla vitanum, sem er allra yst á garðinum, að þar verði komið fyrir litlum útsýn- ispalli með bekkjum fyrir gesti, t.d. fuglaskoðunarfólk, enda stað- urinn engum öðrum líkur á því sviði. Sýning í Norræna húsinu 22.-25 maí 2014. Vegna 10 ára afmælis Lands- byggðarvina er menntamálaráðu- neytið að gera úttekt og skýrslu um starfið og árangur þess. Sú út- tekt er um leið mikilvæg við- urkenning á störfum okkar, þar sem einnig fæst staðfest – með sýningu í Norræna húsinu 22.-25. maí 2014 – hvernig þátttakan í verkefnum félagsins hefur styrkt og eflt búsetu víða um land. Eftir þátttökuna í Brussel hafa skapast tengsl við svipuð félög annars staðar í Evrópu. Norðurslóðaverkefni Landsbyggð- arvina vakti áhuga og kann að leiða til samvinnu við þjóðir í næsta nágrenni okkar. Hvarvetna í Evrópu er lögð rík áhersla á að skapa störf fyrir ungt fólk og virkja frumkvæði þess. Þá er einnig unnið að nýsköpun á sviði heilsueflingar ungs fólks. Þar eru mörg tækifæri sem má nýta. Þátttakan í þinginu í Brussel stækkaði sjóndeildarhringinn, kveikti nýjar hugmyndir og stað- festi að Landsbyggðarvinir eru á réttri braut. Góðar hugmyndir unga fólksins vekja von um betri heimabyggð Eftir Fríðu Völu Ásbjörnsdóttur » Í fyrstu hélt ég, að áróður ESB mundi svífa yfir vötn- unum. Það reyndist ekki vera. Lögð var áhersla á frumkvæði, nýsköpun, góð vinnu- brögð og samstarf. Fríða Vala Ásbjörnsdóttir Höfundur er formaður Lands- byggðarvina og verkefnastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.