Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is
Opið til kl. 20:00 alla daga fram að jólum
Jólagjafirnar
fást í Krumma
Kíktu í
vefverslunina
Frí heimsending
á jólagjöfum
Kjarninn í starf-
semi Landsbyggð-
arvina er lýðræðis-
og framfaraverkefni
sem höfðar til ungs
fólks á aldrinum 13-
30 ára. Áhersla er á
nemendur í grunn-
og framhaldsskólum.
Heimabyggðin er
þungamiðjan, hvern-
ig hún geti orðið
betri og lífvænlegri
til búsetu. Nemandinn á svara:
Hvað get ég lagt til mála? Hver
eru tækifærin í minni heima-
byggð? Á þessum vetri er lögð
áhersla á þátttöku verkmennta-
greina, hönnun, textíl og málm
auk handavinnu- og mynd-
listagreina.
Undirrituð sat nýlega þing í
Brussel á vegum Evrópusam-
bandsins. Þangað var boðið for-
ystufólki í félögum með byggða-
þróun að leiðarljósi. Naut ég
stuðnings virts fyrirtækis á lands-
byggðinni til að geta sótt þingið.
Í fyrstu hélt ég að áróður ESB
mundi svífa yfir vötnunum. Það
reyndist ekki vera. Lögð var
áhersla á frumkvæði, nýsköpun,
góð vinnubrögð og samstarf. Allt
þættir sem einkenna verkefni
Landsbyggðarvina enda hlaut þar
sérstök kynning mín á verkefninu
góðar undirtektir.
Í Brussel var sá
þáttur álitinn
sérstakur, að
undirrituð stjórnar
verkefninu frá
höfuðborginni,
Reykjavík. Það hafi á
þann hátt tekist að
hrífa ungt fólk – ekki
síst á landsbyggðinni
– til þátttöku í því.
Þótti það styðja þá
skoðun að byggðaþró-
un samtímans ráðist
ekki síst af góðu sam-
starfi milli borgar og
byggða. Á þinginu kynnti ég tvö
helstu verkefni Landsbyggðarvina.
Þau eru:
1. Sköpunargleði - Heimabyggð-
in mín - Nýsköpun – Heilbrigði og
forvarnir.
2. Heimabyggðin og norð-
urslóðir – frumkvæði ungs fólks.
Á ensku „Regional Development
in Northern Communities, inspi-
red by Young People“.
Með fyrra verkefninu er ætlunin
að vekja áhuga unga fólksins á
málefnum heimabyggðarinnar og
að fá eins marga – gjarnan ólíka
aðila – til samvinnu og kostur er
til að skapa saman betri framtíð
um allt Ísland.
Markmið með síðari verkefninu
er:
- Að virkja ungt fólk í að reyna
skapa sér sjálft ný atvinnutæki-
færi með nýhugsun og nýsköpun.
Minnka atvinnuleysi meðal ungs
fólks sem er vandamál um heim
allan.
- Að minnka brottfall úr skóla
- Að auðvelda ungu fólki að
snúa aftur til heimabyggðar sinn-
ar eftir að skólagöngu lýkur
- Að styrkja og efla tekjur og
menningu á landsbyggðinni.
Þess verður minnst vorið 2014
að 10 ár eru liðin síðan Lands-
byggðarvinir hófu að laða skóla og
sveitarfélög um land allt til þátt-
töku í verkefnum sínum með því
að senda inn hugmyndir og kynna
þær á árlegri verðlaunahátíð.
Framtíð og hagur heimabyggðar
ræðst af því að unga fólkið hafi
áhuga á og geti snúið aftur til
heimahaganna eftir að skólagöngu
lýkur. Með það í huga má segja að
verkefnið hafi haft bein áhrif á
byggðaþróun á Íslandi.
Þátttakendur í verkefninu eru
um allt land og greinast í vetur
eftir því sem hér segir:
11 grunnskólar – einn listaskóli
– tveir tónmenntaskólar og tveir
framhaldsskólar
Í Brussel tók ég með mér tvö
góð verkefni (af um 400) frá síð-
asta ári. Þau eru: 1. Fjarðarfjör –
Höf. 15 ára stúlka í Hafnarfirði. 2.
Göngustígur út á hafnargarð –
Höf. fimm 15 ára nemendur á
Þórshöfn
Fjarðarfjör – Byggist á opnum
íþróttastöðvum á fimm ákveðnum
stöðum, þar sem hægt er að iðka
ákveðnar æfingar undir berum
himni í tækjum, sem þola íslenska
veðráttu. Staðirnir ættu að vera
vel merktir og öllum opnir. Á
hverjum stað fyrir sig ætti að vera
skilti, þar sem á stæði, hvaða æf-
ingar væru ætlaðar einmitt á
þessum stað og hvernig mælt væri
með að útfæra þær. Höf. er sann-
færð um, að æfingastaðirnir
drægju að gesti innlenda sem er-
lenda.
Göngustígur út á
hafnargarð –
Þórshöfn er einn nyrsti smábær
á Íslandi, á norðausturhorni lands-
ins, og snýr að opnu Atlantshafi,
rétt við heimskautsbaug. Til að
gera höfnina öruggari var byggð-
ur 165 m langur brimbrjótur úr
stórgrýti. Fimmmenningarnir
leggja til að gerður verði göngu-
stígur eftir endilöngum grjótgarð-
inum alla leið að litla vitanum,
sem er allra yst á garðinum, að
þar verði komið fyrir litlum útsýn-
ispalli með bekkjum fyrir gesti,
t.d. fuglaskoðunarfólk, enda stað-
urinn engum öðrum líkur á því
sviði.
Sýning í Norræna
húsinu 22.-25 maí 2014.
Vegna 10 ára afmælis Lands-
byggðarvina er menntamálaráðu-
neytið að gera úttekt og skýrslu
um starfið og árangur þess. Sú út-
tekt er um leið mikilvæg við-
urkenning á störfum okkar, þar
sem einnig fæst staðfest – með
sýningu í Norræna húsinu 22.-25.
maí 2014 – hvernig þátttakan í
verkefnum félagsins hefur styrkt
og eflt búsetu víða um land.
Eftir þátttökuna í Brussel hafa
skapast tengsl við svipuð félög
annars staðar í Evrópu.
Norðurslóðaverkefni Landsbyggð-
arvina vakti áhuga og kann að
leiða til samvinnu við þjóðir í
næsta nágrenni okkar. Hvarvetna
í Evrópu er lögð rík áhersla á að
skapa störf fyrir ungt fólk og
virkja frumkvæði þess.
Þá er einnig unnið að nýsköpun
á sviði heilsueflingar ungs fólks.
Þar eru mörg tækifæri sem má
nýta.
Þátttakan í þinginu í Brussel
stækkaði sjóndeildarhringinn,
kveikti nýjar hugmyndir og stað-
festi að Landsbyggðarvinir eru á
réttri braut.
Góðar hugmyndir unga fólksins
vekja von um betri heimabyggð
Eftir Fríðu Völu
Ásbjörnsdóttur » Í fyrstu hélt ég, að
áróður ESB
mundi svífa yfir vötn-
unum. Það reyndist
ekki vera. Lögð var
áhersla á frumkvæði,
nýsköpun, góð vinnu-
brögð og samstarf.
Fríða Vala
Ásbjörnsdóttir
Höfundur er formaður Lands-
byggðarvina og verkefnastjóri.