Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 59

Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 59
UMRÆÐAN 59Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Merkisafmæli Morgunblaðsins hrær- ir svo sannarlega upp í gömlum minn- ingum. Veturinn 1967-’68 bauðst mér, af blaðbera nokkrum á vegum blaðs- ins, að leysa af í sama hverfi og ég bar út hin blöðin í, Meðalbraut í Kópavogi, er náði frá Hafnarfjarð- arvegi, Borg- arholtsbraut að Urðarbraut og til sjávar. Blaðapok- inn hans var þó sýnu bólgnari en minn og talsvert þyngri í þokkabót (Morgunblaðið mun hafa verið 24 síð- ur jafnan en þó oft 32 síður), allþungt fyrir ellefu ára patta, fremur past- urslítinn og því var umboðsmaður blaðsins (enn ein stórkostlega konan sem ég hef hitt á lífsleiðinni) hikandi við að trúa stráknum fyrir ábyrgð- inni, jafnvel þótt ég hefði borið út hin blöðin þrjú, frekar auðveldlega, þarna haustið á undan og rataði orðið vel um hverfið. Þau sálugu dagblöð, Tíminn, Al- þýðublaðið og Þjóðviljinn, voru til samans færri, þynnri og léttari en Morgunblaðið, hvert þeirra 8-16 síður minnir mig – og miklu var það erf- iðara að innheimta hjá áskrifendum þeirra blaða en Morgunblaðsins – því sú skylda hvíldi þá illu heilli á blað- berunum að ná inn áskriftargjaldinu. Manni er ekki ljóst hvort þetta var óvenju harður vetur, hann var alla vega nógu erfiður – og þótt ég reyndi að halda blöðunum þurrum komu of oft bleytublettir í sum eintökin, ekki síst ef brjótast þurfti í gegnum tveggja metra háa skafla eða hærri, frekar en að taka á sig langan krók. Lengsta lykkjan var að paufast alla leið niður að Kópavogsbænum sjálf- um með einn Mogga, hálfan kíló- metra líklega fram og til baka, svo minnisstætt er það skipti er ég tvísté uppi á Kópavogsbraut, óviss hvort óhætt væri að leggja í heimreiðina að bænum. Það virtist hafa snjóað 20-30 cm með skafrenningi um nóttina og þrátt fyrir logn leist mér þarna illa á blikuna. Þá var ánægjulegt að sjá mann snarast út um útidyrnar, slá snjóinn af hálfri framrúðunni á jeppa og setja í gang með svörtum reykmekki. Þeg- ar hann komst loks upp á götu og tók við Morgunblaðinu brostum við báðir jafn breitt. Maður var fljótur að losa sig við þessi fáu blöð sem eftir voru og kominn loks of seinn í annan tím- ann í skólanum. Blautur upp í klof varð ykkar einlægur feginn að vera rekinn heim af kennaranum (les: kennslukonunni) „til að fara beint undir sæng“. Barnaþrælkun var lítið rætt hug- tak hérlendis í þá daga og átti þarna engan veginn við – en frábært er að sjá allar framfarirnar í dreifingunni nútildags, einkum þessar flottu litlu kerrur undir blaðið sem orðið er oft ótrúlega þykkt, fullorðið fólk verður helst að bera það út – laust við inn- heimtuna sem nú er orðin rafræn í flestum tilfellum. Gott að tækninni fleygði svona fram og Morgunblaðið verður sífellt betra, stærra og glæsi- legra, þótt prentvillupúkinn sjálfur verði samt seint kveðinn alveg í kút- inn, býst ég við. PÁLL PÁLMAR DANÍELSSON, leigubílstjóri. Fyrrverandi blaðberi leysir loks frá skjóðunni Frá Páli Pálmari Daníelssyni Páll Pálmar Daníelsson Samkvæmt Mbl. 7/12 2013 þá vekur mikil netverslun furðu einhverra, en ekki endilega þess almennings sem kynnst hefur erlendum netfyr- irtækjum og þar með fengið sam- anburð. Það má margt segja um fá- ránleika íslenskrar verðlagningar sem ljóslega er okkur ekki til góðs, en hverju þar er um að kenna er ekki mitt að segja. Þó má ætla að löggjaf- inn gæti þar um nokkuð lagað. Dani sem kaupir frá Þýskalandi, þarf ekki að borga svo mikla fragt, en það er sama hvaðan við kaupum, flutn- ingskostnaður er oft meiri en það sem hluturinn kostaði og gjöld leggjast svo á þann kostnað og því meiri sem við erum lengra frá Reykjavík. Fyrir hvað eru stjórnvöld hér uppi á Íslandi að verðlauna sig með því að refsa okkur Íslendingum fyrir að þrjóskast til að vera hér? Fyrir hvað eru kaup- menn sumir að verðlauna sig með margföldunartöflunni í trausti þess að það er langt til næstu landamæra? En um leið og þetta er sagt þá þakka ég aðstandendum bókabúðar (reynd- ar allt mögulegt-búðar) hér við Grundarfjörð sem nú hefur verið nið- urlögð. Ég þakka fyrir ókeypis ráð- gjöf, sem og gott viðmót og þjónustu sem hefur oft skilað betra verði en í Reykjavík þrátt fyrir flutnings- kostnað. Hvernig var það hægt? HRÓLFUR HRAUNDAL, vélvirki. Hvað er að undrast? Frá Hrólfi Hraundal Hrólfur Hraundal Athyglisverð er frásögn Ögmundar Jónassonar í sunnudagsblaðinu 1. desember af umræðum í Strassborg um lýðræði (Lýðræði á tímamótum). Þar var tekist á um, hvort ráða ætti málum til lykta í almennri atkvæðagreiðslu frekar en tíðkast hefur. Ögmundur hélt því fram. Hann benti á, að þátttaka í þing- kosningum dvín- aði ört. Lokaorð hans í blaðinu voru þau, að það væri ráð að sjá til þess, að fulltrúalýðræðið nýtti sér tækni til að víkka út landamæri lýðræðisins. Ögmundur heldur því fram, að flokkarnir geti ekki lengur leyft sér að vera þröngt valdaafl. Þess verður þá einnig að geta, að þátttaka í al- mennri atkvæðagreiðslu er oft ekki almenn, þar sem slíkt fyrirkomulag er oftast tíðkað, nefnilega í Sviss. Því er ekki víst, að almenn atkvæða- greiðsla leiði af sér vítt valdaafl. Þau vandkvæði, sem Ögmundur lýs- ir með því að halda því fram, að flokk- arnir séu þröngt valdaafl, eyðast fyr- irsjáanlega í sjóðvali. Ef beitt er sjóðvali á þingi kemur nefnilega fram hver vinnur að hverju og með hve miklu afli atkvæða, en reglur sjóðvals leiða til þess, að til lengdar verður eng- inn alltaf undir, valdaaflið í þinginu verður almennt. Þá má gefa óbreyttum kjósendum kost á að taka þátt í sjóð- vali þingmála. Það gerist þannig, að at- kvæðastyrkur þingmanns er sam- anlögð atkvæði, sem hann hlaut, þegar hann var kjörinn. Atkvæði hvers kjós- anda eru færð út af fyrir sig í heildar- atkvæðastyrk (atkvæðasjóð) þing- mannsins. Heimila má kjósanda að taka fram fyrir hendur þingmannsins í atkvæðagreiðslu. Ef kjósandi býður at- kvæði á mál gengur atkvæðaboð þing- manns hans ekki á atkvæðasafn kjós- andans. Þátttaka kjósandans er undir sama aga og þátttaka þingmanns í sjóðvali. Þess vegna má kjósandi vita, að það getur gengið á atkvæðasjóð hans, ef hann býður atkvæði og reynist standa á bak við niðurstöðu málsins. Með þessu fyrirkomulagi verður að veruleika ábending Ögmundar um að nýta tækni til að víkka út landamæri lýðræðisins. Meira máli en tæknin skiptir þó hugsunin, sem sjóðval gerir gilda og lesa má úr því, sem hér hefur verið sagt. Starfsmenn Lýðræðissetursins kynntu sjóðval svo til öllum alþingis- mönnum, sem kosnir voru 2007 og 2009, í samtölum við þá einn eða tvo í einu (sömuleiðis varaþingmönnum). Margvíslegt efni um sjóðval og raðval er nú aðgengilegt í skjáritum á ýms- um tungumálum. Það væri ráð fyrir þá, sem fara til útlanda til lýðræðis- umbóta, að kynna sér fyrst efni Lýð- ræðissetursins um raðval og sjóðval með lestri og samtölum við starfs- menn setursins. BJÖRN S. STEFÁNSSON, stendur fyrir Lýðræðissetrinu. Lýðræðisumbætur: Meira en tækni Frá Birni S. Stefánssyni Björn S. Stefánsson Vertu vinur á við elskum skó Dömuskór 21.990 kr. Dömu- stígvél 35.990 kr. Dömu- stígvél 35.790 kr. Dömuskór 24.990 kr. Dömuskór 32.990 kr. Dömuskór 21.990 kr. Dömu- stígvél 29.990 kr. Skór 18.990 kr. Veski 7.990 kr. Dömu- stígvél 29.990 kr. VELKOMIN Í SMÁRALIND Skoðið úrvalið á bata.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.