Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 64

Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 ✝ Stefanía Þórð-ardóttir fædd- ist á Sléttabóli í Vestmannaeyjum 20.10. 1930. Hún lést á Sólvöllum á Eyrarbakka 1. des- ember 2013. For- eldrar hennar voru Þórður Þórðarson, skipstjóri í Vest- mannaeyjum, f. 12.1. 1893, d. 1.3. 1942 og Guðfinna Stefánsdóttir, f. 11.10. 1895, d. 5.5. 1971. Systkini Stefaníu eru: Sigríður, Eyrarbakka, 30.12. 1950, börn þeirra: 1. Rúnar, f. 29.11. 1950, maki Auður Hjálmarsdóttir. 2. Jón Sigurbjörn, f. 19.1. 1952, maki Þórdís Þórðardóttir. 3. Emma Guðlaug, f. 14.10. 1954, maki Hafþór Gestsson. 4. Þórð- ur, f. 25.9. 1959, maki Erla Karlsdóttir. Barnabörn Stefaníu og Eiríks eru 12 og barna- barnabörnin 23. Stefanía gekk í Barnaskóla Vestmannaeyja. Árið 1948 flutti hún til Eyrarbakka með móður sinni og systkinum. Framan af starfsævi vann Stefanía við fisk- vinnslustörf og síðar við versl- unarstörf. Útför Stefaníu verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag, laugardaginn 14. desember 2013, og hefst athöfnin klukkan 14. f. 24.3. 1921, d. 12.1. 1996, Ása Magnea, f. 19.5. 1922, d. 19.12. 1931, Bára, f. 23.2. 1924, d. 12.1. 2001, Eyþór, f. 4.11. 1925, d. 16.10. 1998, og Ási Mark- ús, f. 22.6. 1934, d. 18.8. 2002. Eftirlifandi eig- inmaður Stefaníu er Eiríkur Runólfsson, f. að Bjargi í Fáskrúðsfirði 17.9.1928. Þau gengu í hjónaband að Hvoli, Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín, bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best, hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna ég mest. (Sumarliði Halldórsson.) Elsku besta mamma mín, takk fyrir allt og allt. Þinn Rúnar. Kallið er komið, komin er nú stundin. Í dag er borin til grafar einlæg vinkona mín, tengdamóðir og mamma, já allt í senn, Stefanía Þórðardóttir frá Sléttabóli í Vest- mannaeyjum. Margs er að minnast og margt er að þakka sem sennilega verður aldrei fullþakkað. Nú um þessar mundir eru fjörutíu og fimm ár liðin frá því að leiðir okkar lágu fyrst saman. Unglingurinn hafði verið sendur í skóla á bakkann. Fljótlega eftir að á bakkann var komið kynntist ég Emmu á Ing- ólfi, einkadótturinni úr fjögurra systkina hópi. Þegar kynni okkar Emmu fóru að taka á sig alvar- legri mynd og við farin að hugsa ögn lengra til framtíðar var Stebba mín á Ingólfi ekki par hrif- in, einkadóttirin á hraðri leið til glötunar, hún átti nú betra skilið en þennan dreng. Og vandamálin á Ingólfi ærin fyrir þó ég bættist ekki í þann hóp. Oftlega hefur þetta verið rifjað upp síðan og þá gjarnan mikið hlegið. Nú reið á að standa sig, sanna sig fyrir verðandi tengda- foreldrum sem reyndist harla auðvelt. Þar með eignaðist ég ekki bara tengdaforeldra heldur líka foreldra sem tóku hlutverk sitt al- varlega og buðu mér alla leið, einkatengdasonurinn varð því einn af sonum þeirra. Ég varð hissa, hálfundrandi þegar ég átt- aði mig á hversu foreldrar gátu orðið góðir vinir barna sinna sem þau hjónin voru og eru. Láta sig allt varða, vera alltaf til staðar, leiðbeina, styðja, hvetja og taka þátt í gleði og sorg. Einstaklega góðar og kærleiksríkar fyrir- myndir. Undanfarna daga hafa hrann- ast upp góðar minningar um liðna tíð, langflestar skemmtilegar þó ein og ein minna skemmtileg slæðist með einkum frá næstliðn- um árum því veikindin voru oft erfið. Ekki eru það ýkjur þótt ég segi að undanfarna marga áratugi höfum við hist að jafnaði einu sinni á dag og aldrei hefur fallið skuggi á okkar samband. Hafðu þökk fyr- ir, Stebba mín. Kærleiksríkum Guði vil ég þakka fyrir að leiða okkur saman í gegnum Emmu. Það eru forréttindi að hafa fengið að vera samferða jafn einstakri manneskju og Stebbu Þórðar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Eiríkur minn, Rúnar, Nonni, Emma, Þórður og ástvinir, ykkur bið ég Guðs blessunar og hugg- unar á erfiðri stundu. Guð geymi ykkur öll. „Einkatengdasonurinn“ Hafþór Gestsson. Það var árið 1972 sem ég varð formlega tengdadóttir hennar Stefaníu Þórðardóttur, eða Stebbu, eins og hún var alltaf köll- uð. Ég var feiminn krakkakjáni úr borginni og gekk með hennar fyrsta barnabarn. Hún hafði oft orð á því að hún hefði tekið við af móður minni með uppeldið á mér og kennt mér m.a. að borða skötu. Sjálfri fannst mér fínt að eiga tvær súpermömmur. Stebba tók mér vel strax í upphafi og þannig hélst það alla tíð og ég held mér sé óhætt að segja að aldrei hafi borið skugga á samband okkar. Við vor- um kannski ekki alltaf sammála en bárum virðingu hvor fyrir ann- arri. Það er æði margt sem ég lærði af tengdamóður minni og ekki alls fyrir löngu hafði hún orð á því hversu vel var búið um rúmið okk- ar. „Og hver skyldi nú hafa kennt mér það?“ sagði ég við hana og er þá fátt eitt nefnt. Ömmu Stebbu-kleinur voru þær allra bestu og jólin voru alveg á næsta leiti þegar hún kom fær- andi hendi með nýbakaðar flat- kökur ár eftir ár. Hún var natin við heimili sitt og gestrisin. Fagurkeri var hún, hafði mikinn áhuga á fötum og var alltaf fín í tauinu. Af hálsklútum og varalitum fékk hún aldrei nóg og fóru börn fjölskyldunnar ekki varhluta af því og fengu snyrtingu hjá ömmu. Henni var umhugað um okkur öll og ef hún rakst á eitt- hvert barna sinna eða ömmu- barna á förnum vegi og ekki var nógu hlýtt að hennar mati tók hún af sér trefilinn eða klútinn og vafði honum um hálsakot viðkomandi. Öll hennar ömmu- og lang- ömmubörn hafa notið þess að róa í fangi hennar undir vísunni „Róum úr og norður“ og höfum við þau fullorðnu tekið þetta upp líka. Þannig mun þessi skemmtilegi leikur viðhaldast. Það er svo ótal margs að minn- ast eftir öll árin okkar, jólaboðin, afmælin, orlof barnanna og þann- ig mætti lengi upp telja. Stebba var líka göngugarpur og á hverj- um degi í langan tíma komu Stebba og Eiríkur við hjá okkur og tóku Tinnuna okkar með sér í göngu. Það urðu ætíð mikil fagn- aðarlæti á báða bóga þegar þau hittust. Í dag kveðjum við yndiskonu en sem betur fer getum við huggað okkur við minningar, myndir og upprifjanir. Elsku Eiríkur tengdapabbi og stórfjölskyldan öll, við stöndum saman nú sem endranær og bless- um minningu mömmu og ömmu Stebbu. Elsku Stebba, takk fyrir sam- fylgdina og elskulegheit okkur til handa. Þín tengdadóttir, Auður Hjálmarsdóttir. Amma Stebba var æðisleg kona í alla staði. Við eigum margar góðar minn- ingar um hana sem munu ávallt geymast. Það voru alveg óteljandi mörg skipti sem við fórum til ömmu eft- ir skóla til að spjalla og bragða á ljúffengu kleinunum hennar. Kleinurnar hennar ömmu voru frægar meðal vina okkar sem komu stundum í heimsókn til hennar með okkur. Þegar við vorum börn þá var aðalsportið að fara í „bláa“ her- bergið til að leika sér með hús- dýrin og spila á melódikkuna og ég veit að við vorum ekki einu barnabörnin sem höfðu gaman að því. Amma Stebba var einnig al- gjör pæja og gat maður því alltaf stólað á það að fá varalit frá henni þegar maður kom í heimsókn. Henni fannst einnig mjög gaman að vita hvernig manni gekk í lífinu og aðalspurningin hennar var vanalega: „Jæja, ertu trúlofuð/ trúlofaður núna?“ Hún var góð við alla sem hún hitti og minnumst við hennar þannig. Við ætlum að enda þetta á orð- um sem við segjum áður en við förum að sofa: „Góða nótt, guð geymi þig, við elskum þig.“ Ástarkveðjur, Álfrún Auður og Ægir Máni. Mig langar til að byrja þessa minningargrein á að senda afa mínum Eiríki Runólfssyni dýpstu samúðarkveðjur vegna andláts ömmu. Ekki aðeins vegna ein- stakrar ástar og virðingar sem þau báru hvort til annars, heldur líka vegna þess að núna hefur hann og við öll misst eina bestu eiginkonu, mömmu, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu sem hugsast getur. Það sem við getum gert til að komast yfir þá sorg er að hugsa um allt það góða sem amma Stebba hefur gefið okkur öllum. Og þar er af nógu að taka. Ég man ekki eftir ömmu öðruvísi en brosandi og í góðu skapi, fal- legri konu sem ég bæði gat alltaf leitað til og talað við. Það var svo auðvelt og gott því einkenni ömmu var að hún gat alltaf sett sig inn í mínar aðstæður og talað við mig sem jafningja. Amma hafði alltaf mikinn áhuga á ást- armálum mínum, ég man ekki hversu ungur ég var þegar hún spurði mig fyrst um hvort ég ætti kærustu, og alltaf var henni ömmu sérstaklega umhugað um hvernig mér gengi í lífinu. Hlý- leiki, léttleiki, ást og umhyggja eru orð sem pössuðu vel við ömmu. Þetta eru stór og um- fangsmikil orð sem oft er erfitt að festa fingur á, en ég get ekki lýst minningu minni um elsku ömmu á annan hátt og þegar ég hugsa til baka og minnist hennar þá hrann- ast upp minningar sem hvorki þessi orð né önnur ná yfir. Elsku amma, þín verður sárt saknað, af mér og fjölskyldunni þinni. Þú varst manneskja sem ég leit upp til og mun reyna að taka mér til fyrirmyndar í mínu lífi. Hvíldu í friði, elsku amma, þú átt það svo sannarlega skilið. Guðmundur Þór Þórðarson. Þá hefur hún elsku amma Stebba kvatt okkur. Ég var í raun búin að syrgja hana ömmu mína í þó nokkurn tíma fyrir andlátið og meira að segja skrifa nokkrar minningargreinar um hana í hug- anum, eins fáránlega og það kann að hljóma. Mig langaði bara svo að muna hana nákvæmlega eins og hún var áður en þessi leiðinda- sjúkdómur tók völdin. Síðustu ár voru að mörgu leyti erfið enda sárt að horfa upp á ástvin tapa sín- um persónuleika og reisn. En heilt yfir var allur okkar tími saman dásamlegur og ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga ömmu í tæp 40 ár. Og hún var svo sann- arlega ekki bara amma, hún var vinkona sem hægt var að sitja með tímunum saman, drekka með henni kaffi og spjalla um lífið og tilveruna. Það var margt sem einkenndi ömmu Stebbu. Löngu fyrir al- mennar vinsældir útiveru og hreyfingar var hún farin að arka Bakkann þveran og endilangan sér til heilsubótar og þreyttist ekki á því að segja manni frá því hvað svona ganga gerði manni gott. Amma vildi hafa fínt í kring- um sig og var sjálf alltaf vel til- höfð. Út úr húsi fór hún ekki án þess að hafa fína slæðu og varalit og það breyttist ekki einu sinni þó hún væri farin að gleyma ansi miklu, hún mundi alltaf eftir vara- litnum. Hún var alltaf glöð og já- kvæð og bar umhyggju fyrir fólki, bæði börnum og fullorðnum. Um- hyggjan beindist ekki síst að þeim sem minna mega sín og mörgum þeirra sendi hún ætíð jólakort og gjafir. Hún átti vinkonur á öllum aldri og það skipti engu hvort við- komandi var tíu árum eldri eða yngri en hún. Áhugi á hennar nán- asta samfélagi og fólkinu í kring- um hana var ömmu í blóð borinn. Hún afgreiddi í fjölda ára í versl- unum á Eyrarbakka og hafði allt- af gaman af því starfi. Sem barn var ég að sjálfsögðu ákveðin í því að verða búðarkona eins og amma. Það var því mikil upphefð fyrir mig þegar ég, 12 ára gömul, fékk fyrst vinnu í búðinni hjá Ása frænda og fékk að afgreiða þar við hlið ömmu Stebbu. Amma fæddist á Sléttabóli í Vestmanneyjum og ólst þar upp. Hún missti föður sinn 12 ára göm- ul og fluttist nokkrum árum síðar á Eyrarbakka þar sem hún kynnt- ist afa. Þar stofnuðu þau heimili og bjuggu alla tíð. Þrátt fyrir það var hún alltaf mikill Vestamanna- eyingur í sér og hafði gaman af því að koma á heimaslóðir. Á síðasta ári buðum við krakkarnir ömmu og afa í dagsferð að sumri til, eins og við höfum gert undanfarin ár. Þessi ferð var sérstök að því leyt- inu til að þetta var síðasta ferð ömmu til Vestmannaeyja og er okkur því sérstaklega dýrmæt minning. Ég er þakklát fyrir allar okkar góðu stundir. Ég er þakklát fyrir að hafa búið í nágrenni við ömmu mína og afa undanfarin ár og fyrir það að hafa átt kost á því að end- urgjalda þeim að einhverju leyti alla þá góðmennsku sem þau hafa sýnt mér í gegnum tíðina. Ég er líka þakklát fyrir það að börnin mín skyldu hafa fengið að kynnast langömmu sinni jafn náið og raun- in var. Kærar kveðjur frá okkur Reyni, takk fyrir samfylgdina, elsku amma. „Dísin þín,“ Sandra Dís. Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur öllum sem elskum þig og lítum upp til þín. Það er óend- anlega erfitt að þurfa að kveðja þig en allar góðu og hlýju minn- ingarnar hjálpa til við að komast í gegnum sorgina. Alltaf var jafn gaman að koma til ömmu Stebbu og afa Eiríks á Vesturbrún og oftar en ekki voru á boðstólum heimsins bestu klein- ur og þær allra bestu flatkökur sem mögulegt var að fá. Vinir mínir og vinkonur komu oft með mér og allir voru jafn velkomnir og fóru saddir og sælir. Vinir mín- ir voru vinir ykkar afa. Minningarnar um Ólabúð og Kaupfélagið eru mér ofarlega í huga. Ég man að ég varð alltaf hálffúll þegar ég kom að versla fyrir mömmu og pabba og þú áttir ekki vaktina í búðinni. En þá kom maður bara við á Vesturbrún í bakaleiðinni austur á Háeyrarvelli og fór þaðan umvafinn hlýju, saddur og sæll. Mér er svo minn- isstætt þegar froskurinn stökk upp á handarbakið á þér þegar þú varst að opna bananakassann í Ólabúð og þú komst í blöðin í við- tal og allt. Ég var sérlega montinn að eiga þessa ömmu sem lenti í slíku ævintýri. Að sama skapi man ég að blaðamaður kom í barna- skólann og bað mig sem barna- barn hetjunnar að halda á frosk- inum og tók mynd og smá viðtal við mig sem birtist svo aldrei og þú varst sármóðguð fyrir mína hönd. Að „róa“ í kjöltu þinni eru ein- hverjar dýrmætustu minningar mínar. Þá söngstu vísuna Róum og róum og vaggaðir mér í fangi þínu og það gerðirðu svo einnig við syni mína og höldum við feðg- arnir róðrinum áfram. Allir í fjöl- skyldunni þekkja þetta og munu halda þessu við. „Ógurlega ertu ber í hálsinn,“ sagðir þú gjarnan við mig og skelltir á mig trefli þó mér væri kannski mjög heitt og maður varð stundum hálffúll en lét ekki á neinu bera og fór með trefilinn heim. Ég skildi að sjálfsögðu, eftir því sem ég eltist, að þetta gerðirðu með hag minn fyrir brjósti. Ég gæti skrifað heila ritgerð um allar minningarnar. Orlofin hjá ömmu og afa voru alltaf jafn vinsæl og skemmtileg. Þá gistum ég, Eyrún og Gummi, fengum nammi, höfðum kósý og lékum í „bláa“. Oft sagðir þú við mig: „Ég og þú erum svo lík.“ Þetta þykir mér svo vænt um nú þegar ég kveð þig. Helga, konan mín, og strák- arnir mínir; Rúnar Benedikt og Draupnir Már, munu einnig sakna þín, elsku amma mín. Elsku afi og stórfjölskyldan öll, megi góður Guð vaka yfir okkur og passa ömmu Stebbu. Hvíl í friði, elsku amma Stebba. Eiríkur Már og fjölskylda. Það er erfitt að kveðja þá sem fara og sérstaklega erfitt að kveðja jafn mikilfenglega konu og þig, amma Stebba. Við frænkurn- ar minnumst margs. Þú áttir eng- an þinn líka. Það fyrsta sem rifj- aðist upp hjá okkur báðum var til dæmis þegar við komum með handavinnudótið til þín og þú þessi mikla prjónakona hafðir nú ýmislegt um okkar prjónaskap að segja. Þér fannst til dæmis Stebba prjóna allt of fast, en þér fannst Elín Katrín prjóna allt of laust. Oftar en ekki þurftir þú að hjálpa okkur að klára verkefni vetrarins í handavinnu. Alltaf þegar við komum til þín fengum við ömmu Stebbu-kleinur og flatkökur. Við höfum aldrei smakkað eins góðar kleinur og þínar voru. Þér fannst við líka oft ansi kuldalegar og áttir það þá til að taka af þér trefilinn eða finna slæður uppi í skáp til að binda um hálsinn á okkur. Oft var allt fullt í hillunum heima hjá okkur af slæð- um og treflum frá þér, sem við átt- um eftir að skila. Það fengu líka allir varalit sem komu til þín og þá skipti engu máli hvort það voru Stefanía Þórðardóttir HINSTA KVEÐJA Sáran söknuð finn, sorg í hjarta ber, létt ei lífið er, laugast tári kinn. Finn ei faðmlag þitt, framar lífs á slóð, þjáðum varst þú góð, þú varst skjólið mitt. Elsku móðir mín, mér þú varst svo kær, líkt og lindin tær, ljúf var ásýnd þín. Bak við himins hlið, heilsar englaval, Guðs í sælum sal, seinna hittumst við. ( Kristján Runólfsson) Elsku mamma, takk fyr- ir allt. Guð geymi þig. Þín Emma. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARNMUNDUR KRISTINN JÓNASSON, lést á Landspítalanum, Fossvogi, fimmtu- daginn 12. desember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánu- daginn 23. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á KFUM&K og Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík. Aðalheiður Sighvatsdóttir, Arnfríður Inga Arnmundsdóttir, Hafþór Ragnarsson, Sighvatur Arnmundsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Erla Guðrún Arnmundsd. Beausang, Jeffrey Beausang, Gyða Rut Arnmundsdóttir, Arnar Sölvi Arnmundsson, Arna Björgvinsdóttir og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÓSKAR ÁGÚSTSSON, Bugðulæk 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum aðfaranótt laugardagsins 7. desember. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 19. desember kl. 15.00. Jóna Kristín Sigurðardóttir, Ágúst Einarsson, Sigurður Einarsson, Kolbrún Einarsdóttir, Gísli Þór Sigurþórsson, Ingveldur Einarsdóttir, Hallgrímur Baldursson, Margrét Einarsdóttir, Arnar Einarsson, Sigrún Grétarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.