Morgunblaðið - 14.12.2013, Side 67
MINNINGAR 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
✝ Einar Guð-mundsson
fæddist í Hergilsey
á Breiðafirði 19.
maí 1931. Hann lést
5. desember 2013.
Foreldrar hans
voru Ragnhildur
Svanfríður Jóns-
dóttir og Guð-
mundur Jóhann
Einarsson. Auk
Einars eru börn
þeirra Jón Kristinn, Kristján,
Jarþrúður, Svanhildur og Guð-
laug. Seinni kona Guðmundar
var Kristín Theódóra Guð-
mundsdóttir, þeirra börn eru
Guðmundur Ragnar, Ragnhild-
disdal, þau eiga fjögur börn og
átta barnabörn; Arndís Harpa,
gift Einari Pálssyni frá Patreks-
firði, þau eiga fimm börn og
þrjú barnabörn; Guðmundur,
giftur Stefaníu Stefánsdóttur
frá Grindavík, þau eiga þrjú
börn og eitt barnabarn; Elva
Björg, gift Hannesi Björnssyni
frá Hólmavík, þau eiga þrjú
börn og þrjú barnabörn; Einar
Birkir, giftur Oddrúnu Lilju
Birgisdóttur frá Hafnarfirði,
þau eiga þrjú börn; Laufey, gift
Snorra Halldórssyni frá Reykja-
vík, þau eiga tvö börn; Guðlaug,
gift Jóni Friðriki Matthíassyni,
þau eiga fjögur börn; Sóley Jök-
ulrós, gift Ögmundi Bjarnasyni,
þau eiga tvö börn.
Minningarathöfn um Einar
var haldin í Áskirkju í Reykja-
vík 11. desember 2013. Jarð-
arförin fer fram frá Brjánslækj-
arkirkju á Barðaströnd 14.
desember 2013 kl. 13.
ur Guðrún, Hrafn,
Hildigunnur, Hild-
ur Inga og Guð-
mundur Jóhann.
Einar kvæntist
Bríeti Böðvars-
dóttur á sumardag-
inn fyrsta árið
1960. Bríet fæddist
31. október 1940.
Hún er dóttir
Bjargar Þórð-
ardóttur og Böðv-
ars Guðjónssonar í Tungumúla á
Barðaströnd. Einar og Bríet
byggðu saman nýbýlið Seftjörn
á Barðaströnd. Börn þeirra eru
Ragnhildur Kristín, gift Sig-
urjóni Hauki Valssyni frá Kvíin-
Það stendur mikið til; – það
er sjóveður. Mamma er á þön-
um við að útbúa nesti og finna
til hlýjan fatnað fyrir sjófólkið.
Pabbi sér um hafragrautinn að
vanda og gaukar sláturbita að
hundinum Ló, sem aldrei fær
nóg. Það skiptir mestu máli að
komast sem fyrst af stað. Ingvi
á Arnórsstöðum er farinn innhjá
og gott ef fleiri eru ekki þegar
rónir. Þannig var stemningin
dálítið þegar hann kvaddi á
froststilltum vetrarmorgni.
Nokkrir af gömlu hásetunum
voru mættir og mamma á sínum
stað að ferðbúa og stússa í
kringum hann, svo að hann
kæmist af stað. Hér var ekki til
setunnar boðið og sannarlega
kvaddi pabbi fyrr en við höfðum
átt von á og vonað. Hann er nú
farinn í hinstu sjóferð og víst er
að það hefði ekki verið að hans
skapi að draga þá för á langinn.
Efst í huga er þakklæti og
gleði yfir því innihaldsríka lífi
sem honum hlotnaðist að njóta
með mömmu sér við hlið og er
ekki öllum gefið. Hamingjurík-
ara hjónaband, ást og virðingu á
milli tveggja einstaklinga er
vart hægt að finna. Enda var
eftir því tekið og um talað að
þar fóru saman gæfurík og
gjörvuleg hjón. Líf og starf með
henni, lífsakkerinu hans, við að
yrkja jörðina, draga björg í bú,
ala upp börnin átta og koma
þeim öllum til mennta; það var
hans líf í hnotskurn. Lífið var
barátta frá degi til dags og allt-
af var verið að kanna ný mið og
áforma fleiri sigra til að búa í
haginn fyrir framtíðina. Þannig
reyndu þau hjónin á Seftjörn
ýmislegt í búskaparháttum og
útgerð sem sumt gekk upp og
annað ekki. Ef illa gekk þá
settu þau undir sig hausinn en
gáfust aldrei upp. Ef vel gekk
þá kunnu þau að gleðjast og
njóta.
Kátína og létt lund voru
reyndar einkennandi fyrir
pabba. Margar sögur og vísur
mætti telja til í því samhengi.
Pabbi var hagmæltur, meira að
segja skáld og hnyttinn. Að
sama skapi tilfinningaríkur
maður og mannvinur. Hann var
trúr sínum málstað og hugsjón-
um. Hann var traustur, hlýr og
ástríkur faðir. Þegar stóra
höndin hans strauk yfir koll og
sagði hlýleg orð, allt fram til
síðasta dags, þá var ekki eins og
árin hefðu liðið og maður varð
barn á ný.
Ég kveð pabba minn með
broti úr ljóðinu kæra sem hann
flutti svo vel. Með innilegu
þakklæti og gleði í hjarta yfir
lífi hans og okkar sem nutum
samvista við hann.
Hann stóð uppi á hamrinum. Súgandi
sjó
að sunnan kom Börkur með fimmtán
manns,
og skeiðin sem hvalfiskur kvikuna
smó.
Af kappi var róið af skipverjum hans.
Þeir hlummana knúðu með harð-
spenntri greip,
svo hrikti í súðum og marraði í keip.
Hann stóð uppi á hamrinum – horfði
inn á sund,
þar háskinn og Gísli áttu tvísýnan
leik.
Hann dró svo skammt undan – en
dýr var hver stund
sem dokaði á vatnsborði kænan hans
veik.
Og honum fannst næstum hann geta
yfir gjálp
til Gísla sér kastað með björgun og
hjálp.
En kominn var Börkur og kallaði hátt:
„Um kosti þú, Ingjaldur, velja mátt
tvo,
að segja til Gísla eða lúta hér lágt.
Þitt líf er í honum vors fjölmennis,
sko!“
Þá hýrnaði Ingjaldur – áhyggjunótt
af enni hans leið, og hann svaraði
rótt:
„Ég aldrei við svívirðu sæmd mína
gef,
þú selur mér tórandi aldrei mitt líf!
En Gísla, þinn útlaga, haldið ég hef,
og hvenær sem get það ég verð hon-
um hlíf.
Og slitin og forn eru föt mín og ljót –
að flíka þeim lengur ég skeyti ekki
hót!“
Því sál hans var stælt af því eðli,
sem er
í ættlandi hörðu, sem dekrar við fátt,
sem fóstrar við hættur – því það
kennir þér
að þrjózkast við dauðann með trausti
á þinn mátt,
í voðanum skyldunni víkja ei úr
og vera í lífinu sjálfum þér trúr.
(Stephan G. Stephansson)
Arndís Harpa Einarsdóttir.
Það var á því herrans ári
1960 þegar komið var fram yfir
páska að þú gerðir mér boð um
hvort ég vildi ekki skreppa með
þér í róður að morgni – ég yrði
að koma inneftir í kvöld því það
þyrfti að taka daginn snemma.
Um kvöldið hjólaði ég frá
Tungumúla inn að Brjánslæk og
á sjötta tímanum morguninn
eftir klauf Ljúfur spegilsléttan
sjóinn út Vatnsfjörðinn. Þegar
komið var út fyrir Oddann var
stefnan sett á Arnórsstaði því
Karl Andersen hafði kvöldið áð-
ur haft veður af því í sveita-
símanum að fara ætti í róður og
falast eftir því að fá að fljóta
með. „Gott að hafa Kalla með,
hann þekkir svo vel til miða,“
sagði Einar. Kalli beið í fjörunni
við Arnórsstaði. Þegar Einar
brýndi bátnum var Kalli viðbú-
inn að taka á móti, ýta frá og
vega sig yfir borðstokkinn.
Stefnan var sett á Kiðhólmamið,
bærinn á Neðri-Arnórsstöðum í
Stóruskriðu og Dyraklettur í
miðjan Kjálkafjörð. Þarna var
keipað í nokkra stund en við
urðum ekki varir. Einar og Kalli
voru sammála um að þorskurinn
væri ekki kominn inn, hann
væri utar. Tekin var ákvörðun
um að fara út fyrir Austurboð-
ana til móts við þann gula. En
sá guli var ekki við Austurboð-
ana í þetta skiptið né heldur á
Finnbogagrunninu og þegar
komið var inn undir Álftafells-
grunn var aflinn einungis tveir
þorskar og tveir steinbítar. Með
kvöldinu sló roða á vesturhimin
og í leiðinni heim var Kalla
skotið í land á Arnórsstöðum en
við Einar héldum inn að Brjáns-
læk glaðir í sinni þrátt fyrir lé-
lega veiði.
Síðan þessi róður var farinn
höfum við farið í þó nokkra
róðra saman. Að vera á falla-
skiptunum við Oddleifsskerin,
nú eða við Veiðileysuna, reynd-
ist okkur oft vel. Ekki má held-
ur gleyma þegar við Böðvar Þór
vorum með þér á Ljúfi og sett-
um í ’ann við Kiðhólmana – rúm
tvö tonn á tveimur tímum.
Nú, þegar þetta minninga-
brot er ritað, þrengir skamm-
degið að með fullum þunga og
hversu yfirþyrmandi var það
ekki 5. desember sl. er ég gerði
mér grein fyrir því að þú segðir
ekki lengur drauma um mikla
fiskigengd né kæmir til með að
róa til fiskjar með vorinu. En
lífið heldur áfram, og með
hækkandi sól brýtur náttúran af
sér fjötra vetrarins. Klaka-
brynja fjallanna hopar og lækir
líða niður hlíðar aflmeiri en áð-
ur. Með vorinu er allt svo miklu
léttara, vonir vakna, okkur
dreymir fyrir fiskigengd og
miklum afla – það er gaman
þegar vel veiðist.
Við eldhúsborðið á Seftjörn
var nær alltaf sagt frá góðum
draumum, bara draumum sem
gáfu vonir. Einnig voru lands-
og heimsmálin krufin til mergj-
ar og má segja að þá hafi dag-
draumar tekið við af hinum
góðu draumum. Í flestu vorum
við sammála – afstaðan til ESB
var ekki á dagskrá.
Kæri mágur og vinur, ég tel
mig þekkja þig það vel að ég
veit að þinn vilji stendur til að
setja Ljúf á flot með vorinu og
fara í svo sem einn róður eða
fleiri með Kobba á Hamri,
„hann er fiskinn hann Kobbi“.
Ég ætla að setja á flot í apríl og
vonandi setja í ’ann við Odd-
leifsskerin líkt og forðum.
Einar minn, eigum við ekki
að róa saman að vori. Það verð-
ur gott að vita af þér um borð.
Unnar Þór.
Elsku afi,
ég á svo mörg orð fyrir þig
en er samt einhvern veginn orð-
laus. Hvernig er hægt að lýsa
jafn einstökum manni?
Ég ætla ekki að reyna það,
en ég vil þakka þér fyrir að vera
afi minn. Betri afa er ekki hægt
að hugsa sér og ósköp erum við
barnabörnin vængbrotin núna,
því að eiga afa sem þykir jafn
vænt um börnin sín og þér er
ekki sjálfgefið. Að eiga afa sem
segir manni sögur, dansar í
kringum jólatréð og gerir allt að
ævintýri eru forréttindi og mun-
um við ævinlega minnast þess
með hlýju.
Takk fyrir að vera afi minn.
Þín
Bríet yngri.
Einhverjar bestu minningar
lífs míns eru frá þeim tíma sem
ég var háseti hjá Einari á Sef-
tjörn. Róðrarnir voru oft langir
og margir í röð en aldrei varð
maður samt uppgefinn því Ein-
ar hafði gott lag á því að hlífa
manni í vinnu án þess að það
kæmi niður á verkinu sem fyrir
lá. Hann var alltaf hress og já-
kvæður, sama hvernig fiskaðist.
Hann stytti okkur stundirnar
með sögum og oftar en ekki
setti hann saman vísur úti á sjó.
Betri sagnamanni hef ég ekki
kynnst. Hann gerði alltaf lítið
úr því þegar talið barst að því
að hann væri sterkari en aðrir
menn. Það leyndi sér samt ekki
þegar hann forfærði fiskikörin
ofaní bát eða uppá bryggju að
þau handlék maður rammur að
afli.
Einar hafði sterkar skoðanir
á stjórnmálum. Hann hafði illan
bifur á auðvaldshyggju og stór-
iðjustefnu. Hann vildi vernda
landið og skipta gæðum þess
jafnt. Þegar talið barst að trú-
málum vorum við ekki alltaf
sammála. Hvað sem því líður þá
hef ég í seinni tíð uppgötvað að
trúfesta hans dýpkaði skilning
hans á lífinu. Hann sagði alltaf
við mig að vísindi 21. aldarinnar
mundu sanna það sem menn
efast um í trúmálum.
Það er sannarlega sjónar-
sviptir að þessum góða manni.
Ég mun sakna þess að fá ekki
að heyra hann segja sögur við
eldhúsborðið á Seftjörn og
spyrja hann ráða ef illa fiskast.
Hann var mér mikill lærimeist-
ari og góður vinur. Ég minnist
hans með hlýju og þakklæti í
huga.
Ein lítil saga sem lýsir því vel
hvernig Einar átti það til að
lyfta stemningunni. Við höfðum
daglangt, ásamt Bríeti konu
hans, staðið í eltingaleik við
kind á Dynjandisheiði. Þegar
rollan hafði runnið okkur úr
greipum og við gengum brúna-
þungir upp brattar skriður í átt-
ina að bílnum leit Einar á mig
og fór með þessa vísu:
Hamingjan er eins og kollótt kind
með hvítu gimbrarlambi af fjalli.
Að elta hana er engin synd,
en oftast tilgangslaust; og það er
galli.
Böðvar Þór Unnarsson.
Einar
Guðmundsson
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra
KRISTINS SIGFÚSSONAR
frá Norðurkoti.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir einstaka alúð og umhyggju.
Guð blessi ykkur öll.
Aðstandendur.
✝
Útför bræðranna
ÞORSTEINS KARLSSONAR,
fd. 19.01. 1960 – dd. 5.12. 2013
og
HAFLIÐA ALFREÐS KARLSSONAR,
fd. 24.6. 1953 – dd. 6.12. 2013,
sem létust svo sviplega á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi,
fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 17. desember kl. 13.00.
Kristín Rúnarsdóttir,
Karl Jóhann Hafliðason,
Sveinn Óskar Hafliðason,
Þórdís Natalía Karlsdóttir.
Ragnar Karlsson,
Ragna Karlsdóttir,
Guðmundur Karlsson,
Magnús Karlsson
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
DAVÍÐ GUÐMUNDSSON,
Hæðargarði 33, Reykjavík,
áður bóndi í Miðdal í Kjós,
sem lést laugardaginn 7. desember verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn
18. desember kl. 13.00.
Fanney Þ. Davíðsdóttir,
Hulda Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Grímsson,
Kristín Davíðsdóttir, Gunnar Rúnar Magnússon,
Guðbjörg Davíðsdóttir,
Katrín Davíðsdóttir, Sigurður Ingi Geirsson,
Sigríður Davíðsdóttir, Gunnar Guðnason,
Guðmundur H. Davíðsson, Svanborg Anna Magnúsdóttir,
Eiríkur Davíðsson, Solveig Unnur Eysteinsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
STEINÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
sunnudaginn 8. desember.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
17. desember kl. 15.00.
Halldóra Halldórsdóttir Adler, Jeremy Adler,
Anna Birna Halldórsdóttir.
✝
Okkar ástkæra og einstaka móðir, systir,
mágkona og besti vinur,
VALDÍS GUNNARSDÓTTIR,
Katrínarlind 7,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 18. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að stofnaður
hefur verið styrktarreikningur í nafni Hrafns sonar hennar:
0546-14-402988, kt. 070594-2429.
Hrafn Valdísarson,
Greta Lind Kristjánsdóttir,
Ásta Gunnarsdóttir, Oddur Halldórsson,
Jóna Björk Gunnarsdóttir,
Eyrún Gunnarsdóttir,
Trausti Már Kristjánsson, Therese Grahn,
Ragnar Þorsteinsson, Jóhann Þór Guðmundsson.