Morgunblaðið - 14.12.2013, Qupperneq 69
MESSUR 69Aldarminning
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013
✝ Margrét Vil-mundardóttir
fæddist á Mófells-
stöðum í Skorradal
12. nóvember 1926.
Hún lést aðfaranótt
laugardagsins 30.
nóvember 2013.
Margrét var
næstelst fjögurra
barna Vilmundar
Jónssonar, f. 17.6.
1884, d. 20.4. 1959,
bónda þar og konu hans Guð-
finnu Sigurðardóttur, f. 30.4.
1894, d. 30.6. 1984. Elstur barna
þeirra hjóna var Sigurjón vél-
smiður, f. 19.6. 1925, d. 23.3.
1948. Næstur Margréti er Bjarni
Vilmundarson, bóndi á Mófells-
ýmis tilfallandi störf í Reykjavík,
einkum yfir vetrartímann. Hún
vann meðal annars í fiski og við
ýmiskonar heimilisstörf á vetr-
um. Á sumrin starfaði hún oftast
á fjölmennu æskuheimili sínu á
Mófellsstöðum, þar sem rekinn
var myndarlegur búskapur. Þeg-
ar faðir hennar var látinn og
móðir hennar orðin heilsulítil
settist hún alfarið að á Mófells-
stöðum. Hún bjó þar félagsbúi
ásamt bræðrum sínum og móður,
meðan hennar naut við. Hún
sinnti umfangsmiklum húsmóð-
urstörfum á Mófellsstöðum, en
þar var lengstum margt fólk í
heimili og fjölmörg sumardvalar-
börn nutu umhyggju hennar. Síð-
ustu ár átti Margrét við van-
heilsu að stríða og dvaldi undir
það síðasta á Dvalarheimilinu
Brákarhlíð í Borgarnesi, þar sem
hún lést.
Útför hennar fer fram frá
Hvanneyrarkirkju í dag, 14. des-
ember 2013, kl. 13.
stöðum, f. 26.8.
1928. Yngstur
systkinanna var
Þórður Mófells Vil-
mundarson, f. 22.9.
1931, d. 31.7. 2013.
Margrét ólst upp
á Mófellsstöðum
ásamt bræðrum sín-
um í faðmi stórrar
fjölskyldu – for-
eldra og föðursystk-
ina. Hún var í
barnaskóla í sveitinni sinni fram
að fermingu, einn vetur var hún í
héraðsskóla í Varmahlíð. Hún
stundaði svo nám í tvo vetur við
Húsmæðraskólann á Hallorms-
stað og lauk prófi þaðan vorið
1948. Eftir það var Margrét við
Við lát Margrétar Vilmund-
ardóttur er fallin frá sú kona
sem með miklum ágætum fóstr-
aði okkur systkin þrjú flest
okkar æskusumur. Hún var af-
ar umhyggjusöm um okkur frá
því við vorum lítil börn og allt
fram á sitt dánardægur, sem og
skyldulið okkar sem sumt hvert
var á Mófellsstöðum í sveit.
Magga var hún jafnan kölluð og
oft skeytt við Mófells, svo
tengd var hún fæðingarstað sín-
um, þar sem hún svo síðar bjó
félagsbúi ásamt bræðrum sín-
um og móður, meðan hún lifði.
Margrét var greind kona og
sérlega trúuð. Hún hafði fallegt
bros sem ekki gleymist, var
lagleg kona, grönn og vel vaxin.
Hún var metnaðarfull í starfi
og lífi sínu öllu. Þeir sem áttu
hana að stóðu ekki einir í ver-
öldinni. Móður sinni var Mar-
grét náin og einnig bræðrum
sínum, þeim Bjarna og Þórði.
Sigurjón, elsti bróðirinn, lést í
blóma lífsins og var foreldrum
sínum, systkinum og öðrum
harmdauði. Magga sinnti einkar
vel um ættingja sína, þrjú föð-
ursystkini sem áttu alla ævi
heimili á Mófellsstöðum, svo og
önnur föðursystkini sín, en
systkini Vilmundar voru fjöl-
mörg og héldu þau ríkum
tengslum við sitt æskuheimili.
Ættfólk Guðfinnu, móður Mar-
grétar, var líka í góðum
tengslum við skyldfólkið á Mó-
fellsstöðum. Meðan við systk-
inin dvöldum á Mófellsstöðum
gekk Magga til verka, bæði inn-
anhúss og utan. Hún var af-
skaplega þrifin og myndarleg í
verkum sínum, gestrisin svo af
bar og skemmtileg í tali. Sveit-
ungum sínum var hún hlý í við-
móti og vinkonum sínum frá
skólaárunum var hún trygg.
Dugleg var hún að halda sam-
bandi við þá sem hún hafði
bundið kunningsskap við. Þó
Margrét væri kurteis kona og
orðvör þá hafði hún ákveðnar
skoðanir og kom þeim óhikað á
framfæri. Hún var með „græna
fingur“ eins og Guðfinna móðir
hennar. Á Mófellsstöðum voru
jafnan sérlega falleg, blómstr-
andi blóm í gluggum og raunar
alls staðar þar sem birtu naut.
Jafn vel lét Margréti að hlúa að
börnum og gamalmennum. Síð-
ustu árin var af henni dregið
vegna vanheilsu. Hennar er
sárt saknað af þeim sem voru
henni nánir og raunar af öllum
þeim sem kynntust henni.
Blessuð sé minning Mar-
grétar Vilmundardóttur. Bjarna
bróður hennar sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Guðrún, Einar og Kristján
Guðlaugsbörn.
Haustið var umhleypinga-
samt og strembið, í það minnsta
fyrir skepnur, og veturinn tek-
ur við. Eftir langt haust í lífi
Möggu, sem innihélt heilsu-
leysi, fjarveru frá heimili og
söknuð til þess sem var hennar,
kvaddi hún okkur 30. nóvember
sl. Mig langar að minnast
Möggu á Mófellsstöðum í
nokkrum orðum. Það er nú
þannig að systkinin öll koma
alltaf upp í hugann samtímis.
Þau hafa alltaf verið svo ríkur
þáttur í mínu lífi. Hugurinn
reikar til gamalla daga. Á þess-
um árstíma eru mér ofarlega í
huga heimsóknir okkar, fjöl-
skyldunnar í Neðri-Hrepp, á
Þorláksmessu að Mófellsstöð-
um.
Það var hlýtt að koma í
gamla húsið, skiptast á gjöfum
og þiggja veitingar framreiddar
af þeim systkinum í kærleika
og hlakka til þess sem í vænd-
um var. Það situr í minni mínu
súkkulaðið sem Magga bar á
borð ásamt öllum kökunum sem
hún hafði bakað. Gamla húsið
smekklega skreytt og jólatréð,
já jólatréð þeirra, því gleymi ég
aldrei.
Svo greypt er það í mínu
minni þó það hafi ekki verið
íburðarmikið eða stórt. Þau
stóðu saman í öllu, Mófells-
staðasystkinin, og undu glöð við
sitt alla tíð. Mér eru líka of-
arlega í huga nú heimsóknir
þeirra heim eftir messu á jóla-
dag. Alltaf, alla mína æsku, var
það fastur punktur í jólahaldi
okkar heima. Óskoruð athygli
þeirra Möggu, Þórðar og
Bjarna veitti okkur systkinun-
um í Neðri-Hreppi ómælda
gleði við að sýna gjafirnar okk-
ar þegar við vorum börn. Eins
og þeir vita sem þekkja var
mikið og gott vinasamband milli
Mófellsstaða og Neðri-Hrepps.
Hjálpast að við alla þá hluti
sem þurfti og var hægt. Smala-
mennskur vor og haust voru
skemmtilegur tími í minni
æsku. Við krakkarnir fengum
alltaf að vera með í öllu og
frekar gert meira úr okkur en
efni stóðu til. Ég var svo heppin
að fá að fylgja báðum bræðr-
unum í smölun heima, á Mó-
fellsstöðum og á Drageyri. Mér
fannst ekkert skemmtilegra en
vera í smölun og stússi í fjár-
húsunum. Hjá Möggu var alltaf
veisla á smaladögum og þegar
var verið að stússa í fé. Heitt
kakó, smurt brauð með alls
kyns áleggi og allar heimabök-
uðu kökurnar. Ég man þegar
ég fékk fyrst að hjálpa Möggu
að útbúa kaffið. Það var vor-
smölun til rúnings, eins og þá
tíðkaðist. Mamma kom og sagði
mér að Magga vildi fá mig til að
hjálpa sér með kaffið. Eins og
ég er nú mikil rollukerling og
vildi helst vera í útiverkum, þá
vissi ég að þarna var mér sýnt
mikið traust. Ég fékk að hjálpa
til við allt saman, þó gagnið hafi
nú trúlega ekki verið mikið.
Skera niður heimabökuðu
rúllutertuna og allar hinar kök-
urnar hennar Möggu. Sumar
þeirra baka ég enn þann dag í
dag. Svo bjó Magga til súkku-
laði sem hún hellti í fallegu
hanakönnuna sem er enn til á
Mófellsstöðum. Sú kanna er eitt
af mörgum gullum sem vöktu
óskipta athygli flestra krakka,
held ég.
Ég á ein gull sem Magga gaf
mér fyrir mörgum árum síðan,
áratugum, eyrnalokka sem hún
átti sem ung kona. Hún var
glæsileg kona, gullfalleg, ung
kona. Ég geymi þá eins og ég
geymi minninguna um hlýja,
trygga og umhyggjusama konu
sem ég var svo heppin að var
hluti af öllu mínu lífi. Blessuð
sé minning Möggu á Mófells-
stöðum.
Steinunn Á. Einarsdóttir.
Margrét
Vilmundardóttir
Í dag hefði afi okkar orðið
100 ára. Við vissum alltaf hve-
nær hann átti afmæli því það
boðaði komu Stekkjarstaurs
næstu nótt. Skyldi hafa verið
kalt þegar afi kom í heiminn á
Þambárvöllum í Bitrufirði í des-
ember fyrir heilli öld? Það er
sennilegt, en afi naut hlýju og
kærleiks foreldra sinna og
Magnúsar eldri bróður síns
þannig að eflaust hefur ekki
væst um drenginn. Kristján fað-
ir hans kenndi honum að lesa,
skrifa og reikna en hann hlaut
svipmót Ástu Margrétar móður
sinnar. Afi var lágvaxinn, en
hnarreistur og vel á sig kominn
alla tíð. Stórskorinn í andliti,
ekki einn af þeim sem sagðir eru
smáfríðir, en okkur systkinum
fannst hann alltaf svo fallegur
enda var hann líka blíður og
góður.
Á uppvaxtarárum afa urðu
miklar breytingar í íslensku
þjóðfélagi; æska landsins stofn-
aði ungmennafélög og héraðs-
skólar voru reistir víða um land.
Fæstir gætu gert sér grein fyrir
því hversu dýrmætt það var fyr-
ir ungmenni í sveitum landsins
að geta sótt skóla ekki svo fjarri
sínum heimkynnum. Einn hér-
aðsskólanna var reistur á Reykj-
um í Hrútafirði. Hann tók til
starfa í ársbyrjun 1931 og var
afi í fyrsta nemendahópnum. Ef-
laust hefur hann ekki grunað að
Reykjaskóli ætti eftir að verða
starfsvettvangur hans síðar á
ævinni og að hann ætti eftir að
rita sögu skólans.
Afi lærði til kennara og réðst
Ólafur Helgi
Kristjánsson
✝ Ólafur HelgiKristjánsson,
fyrrverandi skóla-
stjóri Reykjaskóla í
Hrútafirði, fæddist
á Þambárvöllum í
Bitrufirði, Stranda-
sýslu, þann 11. des-
ember 1913. Hann
andaðist á Vífils-
stöðum 5. apríl
2009.
Útför Ólafs fór
fram frá Digraneskirkju í Kópa-
vogi 17. apríl 2009.
sem slíkur að Núpi
í Dýrafirði. Þar
kynntist hann
ömmu, Sólveigu
Kristjánsdóttur,
blómarós frá Tröð í
Önundarfirði. Á
Núpi stofnuðu þau
heimili og eignuð-
ust börn og buru.
Þar kom Þórður
pabbi okkar í heim-
inn og átti þar
heima til átta ára aldurs. Pabbi
var alltaf stoltur af sínum vest-
firsku rótum og það hlutum við
einnig í föðurarf.
1956 tók afi við stöðu skóla-
stjóra í Reykjaskóla og gegndi
því starfi í aldarfjórðung.
Reykjaskóli var í hans tíð góður
skóli þar sem agi og metnaður
réð ríkjum. Staðurinn allur fékk
annað og betra yfirbragð og
varð sannkallaður aflvaki í hér-
aðinu. Skólinn sinnti ekki ein-
göngu ungmennum úr Stranda-
og Húnavatnssýslum. Foreldrar
víðs vegar um landið sóttust eft-
ir að fá skólavist fyrir börn sín í
Reykjaskóla því þau vissu að
þar voru þau í góðum höndum.
Ekki eingöngu hjá afa og hans
góða starfsfólki, heldur einnig
hjá ömmu sem kenndi handa-
vinnu við skólann. Afi og amma
voru hugsjóna- og skólafólk af
lífi og sál. Þeim þótti vænt um
nemendur sína og fylgdust með
hvernig þeim vegnaði í lífinu.
Við vorum alltaf stolt af því að
heyra hversu vel gamlir nem-
endur töluðu um afa og ömmu.
Árið 1981 fluttust afi og
amma suður og áttu heimili í
Hrauntungu í Kópavogi. Þangað
var alltaf gott að koma. Afi var
alla tíð eldklár, dálítið utan við
sig, hafði ríka kímnigáfu og var
sögumaður góður. Amma hefði
orðið 95 ára 27. mars sl. Hún
var flink handavinnukona, kát,
hrifnæm og tónelsk. Við systk-
inin erum stolt og glöð að hafa
notið þess að eiga þetta sóma-
fólk fyrir afa og ömmu. Þeirra
gildi og hugsjónir er gott að
hafa að leiðarljósi.
Gígja, Orri og Silja
Þórðarbörn.
✝ Jóna BjörkKristjánsdóttir
fæddist í Alviðru í
Dýrafirði 24. maí
1938 og andaðist á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði 8.
des 2013.
Foreldrar Jónu
voru Kristján Þór-
oddsson og Sigríð-
ur Magnúsína
Ragnheiður Jóns-
dóttir.
Systir Jónu var Guðrún Elsa
Kristjánsdóttir, látin 2006. Eft-
irlifandi eiginmaður hennar er
Hallbjörn Reynir Kristjánsson.
Eftirlifandi eiginmaður Jónu
er Helgi Árnason frá Húsavík,
en þau giftu sig 28.12. 1957.
Foreldrar Helga voru Kristín
Björk. 5. Árni þór Helgason,
maki Carolin Kraus. Börn:
Soffía Sóley og Clara Char-
lotte.
Jóna byrjaði ung að vinna í
Héraðsskólanum að Núpi í
Dýrafirði og vann þar við ýmis
störf, við þvotta, bakstur sem
matráðskona og handavinnu-
kennari.
Einnig stundaði hún vinnu
fjarri heimahögum, í Reykja-
vík, vertíð á Akranesi og í
Vestmannaeyjum þar sem hún
kynntist manni sínum Helga.
Þau hófu sambúð á Húsavík og
bjuggu þar í nokkur ár þar til
þau fluttu vestur og settust að í
Alviðru og hófu búskap í félagi
við foreldra Jónu Bjarkar. Jóna
vann í eldhúsi Grunnskólans á
Þingeyri og Ísafirði og einnig í
leikskólum þar. Árið 1986 opn-
uðu þau ferðaþjónustu bænda í
Alviðru og voru stofnfélagar í
Ferðaþjónustu bænda. Útför
Jónu Bjarkar mun fara fram
frá Núpskirkju í dag, 14. des.
2013 kl. 11.00.
Sigurbjörnsdóttir
og Árni I. Krist-
jánsson
Börn Jónu og
Helga eru: 1. Sig-
ríður Helgadóttir,
maki Friðfinnur
Sigurður Sigurðs-
son. Börn: Sig-
urður, Birgitta
Rán og Harpa
Sjöfn. 2. Kristín
Þórunn Helgadótt-
ir, maki Brynjar Gunnarsson.
Börn: Björgvin Helgi og Jóna
Björk. 3. Matthildur Ágústa
Helga og Jónudóttir, maki Guð-
mundur Hjaltason. Börn: Heiða
Dögg, Helga Kristín, Einar
Bragi og Birta. 4. Kristján Örn
Helgason, maki Dagrún Matt-
híasdóttir. Barn: Dagmey
Með söknuði kveðjum við
ömmu Jónu og þökkum henni
fyrir ljúfu stundirnar sem við
áttum með henni og afa Helga.
Heill hafsjór af fallegum minn-
ingum um yndislega ömmu
koma upp í hugann á þessari
erfiðu stundu, enda áttum við
ófáar góðar stundir úti í Alviðru
sem og annars staðar. Við verð-
um afa og ömmu ævinlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
taka þátt í þeim störfum sem
sveitin bauð upp á og þannig
öðlast dýrmæta reynslu sem við
munum búa að alla okkar ævi.
Aðfangadagskvöld í sveitinni
er sú minning sem við munum
aldrei gleyma, þá tóku amma og
afi á móti allri fjölskyldunni
eins og þeim einum var lagið.
Jólamaturinn hennar ömmu var
sá allra besti, verðlaunakokkar
komast ekki með tærnar þar
sem hún var með hælana hvað
eldamennsku og bakstur varð-
ar. Í rauninni var allt sem hún
tók sér fyrir hendur gert með
glans.
Það var eitt sem var öruggt í
lífi okkar; sú staðreynd að við
gátum alltaf stólað á ömmu og
afa. Að skutlast með okkur á
milli bæjarfélaga, fylgja okkur í
skóla til útlanda, kenna okkur
að elda og sauma eru fá dæmi
af ótal mörgum um hversu
heppin við erum að hafa átt
ykkur að.
Elsku amma, mikið rosalega
eigum við eftir að sakna þín, þú
munt alltaf eiga stóran sess í
hjörtum okkar. Við huggum
okkur við allar ljúfu minning-
arnar sem við eigum um þig og
þökkum fyrir elsku afa Helga
sem við erum svo heppin að
hafa hjá okkur. Við ætlum að
gera okkar besta til að passa
upp á hann fyrir þig þótt við
séum hinum megin á landinu.
Við trúum því að afi Kristján,
amma Sigga, Gurra frænka og
fleiri ættingjar hafi tekið vel á
móti þér og að þið passið vel
hvert upp á annað, því það
munum við sem eftir lifum gera
líka. Blessuð sé minning þín,
elsku amma, og hvíldu í friði.
Birgitta Rán, Harpa
Sjöfn og Sigurður.
Elsku Jóna. Margs er að
minnast, margs er að sakna. Þú
varst ein af „mömmum“ mínum
ásamt með ömmu Siggu og
móður minni, Gurru systur
þinni. Þegar ég byrjaði að koma
í Alviðru í sveit sex ára var ég
tekinn inn í systkinahópinn eins
og ekkert væri sjálfsagðara.
Einhver heimþrá hrelldi mig í
byrjun sem þú varst afar fljót
að vinna bug á með boði í
snúðaveislu, ég get ennþá fram-
kallað mynd af þér að dekra við
mig, smásnáða sem ætlaði að
verða vinnumaður það sumarið
hjá ömmu og afa.
Þegar við Sirrý dóttir þín
vorum búin, oftar en ekki, að
rennbleyta okkur í bæjarlækn-
um oftar en góðu hófi gegndi
sama daginn fór hún að fara til
ömmu að biðja um þurr föt og
ég til þín og bæði fengum við
afskaplega góðar viðtökur. Ég
held að þið amma hafið haft
lúmskt gaman af því hvernig
við vorum að reyna að koma
okkur út úr þessum vandræð-
um.
Í Alviðru átti ég níu dásam-
leg sumur og er afskaplega
þakklátur fyrir þá lífsreynslu,
lærdóm og þekkingu sem ég
öðlaðist þar og hefur nýst mér í
gegnum lífið. Að byrja vorið í
sauðburði, sækja lömbin, koma
þeim ásamt ám á hús, hjálpa til
við að marka og koma ám og
lömbum út fyrir girðingu. Síðan
byrjað að slóðadraga og bera á
túnin að vorinu. Róa eftir rauð-
maga og hjálpa til við að han-
tera hann í reykingu þar sem
Helgi þinn var sérfræðingurinn.
Smölun og vorrúningur á fénu.
Heyskapur í Alviðru, á Leiti,
inni á Klukkulandi og úti á Arn-
arnesi, byrjaður að keyra drátt-
arvélarnar þegar maður náði
niður á pedalana. Smölun og
önnur haustverk, mikið var
maður stoltur að fá alla þessa
ábyrgð og fá að vera þátttak-
andi í verkefnunum. Þetta var
mikil mótun fyrir ungan pilt
sem hefur ætíð nýst honum í
gegnum lífið. Skondið að þegar
maður lítur til baka man maður
bara eftir sól og góðu veðri í Al-
viðru, einhvern veginn hafa rok-
og rigningardagarnir fallið í
gleymskunnar dá.
Ein af minningunum um þig
er hversu mikill snilldarkokkur
þú varst. Sjá þig við pönnu-
kökubakstur með þrjár pönnur
í gangi. Fiskbollurnar þínar
voru óborganlegar, Vaka yngsta
dóttir mín fékk að skrifa upp
uppskriftina eftir þér þegar við
heimsóttum ykkur Helga á
haustdögum 2010.
Þegar við Hanna giftum okk-
ur sumarið 1994 á Núpi tókst
þú ekki annað í mál en að halda
brúðkaupsveislu fyrir okkur.
Það er ógleymanleg stund sem
við hjónin áttum með ykkur
Helga, foreldrum mínum og
tengdamóður. Þetta átti að vera
afar látlaust og engin veisluhöld
en þú sagðir við mig: „Kristján
minn, hér ræð ég.“
Þú varst mikill skörungur og
hafðir ákveðna sýn á lífið og til-
veruna. Það er gott veganesti
að hafa fengið að kynnast þess-
ari sýn. Sú sýn mótaðist af við-
ureign við harðbýlt land og erf-
iðar aðstæður þar sem
vitsmunir, útsjónarsemi og
dugnaður voru aðferðirnar við
að ná árangri við oft afar erf-
iðar aðstæður.
Kærar þakkir, elsku Jóna,
fyrir það sem þú skildir eftir
hjá mér og mínum, það er okk-
ur afar dýrmætt.
Elsku Helgi, Sirrý, Giddý,
Matta, Kristján, Árni og fjöl-
skyldur. Innilegar samúðar-
kveðjur frá okkur Hönnu og
fjölskyldu.
Kristján Þór Hallbjörnsson.
Jóna Björk
Kristjánsdóttir