Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 71
Stórbrotið sagnfræðirit
Kaupmannahöfn við Eyrarsund var höfuðborg Íslands í nærfellt fimm aldir, frá því á 15. öld og til
1. desember 1918. Saga Kaupmannahafnar sem höfuðborgar Íslands hefur aldrei fyrr verið sögð í heild.
Hér rekja sagnfræðingarnir Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór þessa sögu í tveimur veglegum bindum.
Í fyrra bindinu er sagan sögð frá upphafi til 1814 en þá urðu tímamót í sögu Danaveldis og sambands
Íslands og Danmerkur.
Kaupmannahöfn var miðstöð viðskipta Íslendinga og stjórnsýslu og þaðan bárust margvísleg
menningaráhrif sem höfðu mikil og langvinn áhrif á íslenska þjóðmenningu og daglegt líf Íslendinga.
Í síðara bindinu, sem nær yfir tímabilið 1814–1918 segir frá sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, samgöngum
og viðskiptum, margvíslegri menningarstarfsemi Íslendinga í Kaupmannahöfn og samstarfi þeirra við
Dani á þeim vettvangi. Einnig greinir hér rækilega frá námi og starfi Íslendinga, kvenna og karla, í
fjölmörgum iðn- og starfsgreinum í Kaupmannahöfn og dönsku frumkvæði í framfaramálum á Íslandi.
Sagan er sögð á ljósan og skilmerkilegan hátt og margt kemur hér fram sem áhugafólki um sögu Íslands
og Danmerkur mun þykja fengur að.
Um 1200 myndir prýða bækurnar.
Saga Kaupmannahafnar sem höfuðborgar Íslands
Væntanleg
í verslanir
11.desem
ber
verður fimmtudaginn 12. des. kl. 17:00 í Eymundsson, Austurstræti 18.
Bókin verður kynnt og höfundar lesa úr henni.
Léttar veitingar.
Allir velkomnir.
Útgáfuhóf