Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 72

Morgunblaðið - 14.12.2013, Page 72
72 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Ég er að fara á jólatónleika Björgvins Halldórssonar í fyrstaskipti með kærustu minni, Katrínu Eyjólfsdóttur, ogtengdamóður,“ segir Eysteinn Sigurðarson, leiklistarnemi og afmælisbarn dagsins. Hann segist hlakka mikið til að heyra „Bó“ þenja raddböndin. „Ég er sérstaklega spenntur fyrir laginu „Svona eru jólin“, sem er líklega jólalegasta lag sem til er.“ Um kvöldið ætla þau Katrín síðan út að borða á Rub23, „og það á vel við, því ég verð 23 ára“. Eysteinn er á öðru ári í leiklistarnámi og með námi vinnur hann í Fatabúð Kormáks og Skjaldar. Eysteinn segir vinnuna mjög skemmtilega. „Þetta er alveg frábært, ég kann vel við að vinna þarna,“ segir Eysteinn. Þá líkar honum vel að tala við kúnnana. „Það er persónuleg stemning í þessari búð sem er öðruvísi en í öðr- um verslunum, fólk leyfir sér að spjalla saman og grínast,“ segir Ey- steinn. Hann bætir við að það hafi í för með sér mikla kosti fyrir leiklistarnema að komast þannig í snertingu við fólk. „Þetta hjálpar mér að hlusta á fólk og skynja það hvernig manneskjur ég er að af- greiða, hvað þær þurfa. Leikarar þurfa að geta hlustað og skynjað aðstæður.“ Eysteinn víkur að náminu. „Ég er í leiklist af því mér finnst svo gaman að segja sögur á persónulegan hátt,“ segir Ey- steinn, en helsti kostur leikara sé að geta snert tilfinningar fólks. Nú sé hann til dæmis að setja upp með bekknum sínum gömul grísk verk, 2.500 ára gömul. „Í fyrstu eru þau mjög flókin, en þegar mað- ur skilur þau eru þau svo mannleg og hafa mikil áhrif á mann.“ Eysteinn Sigurðarson er 23 ára í dag Ljósmynd/Eysteinn Sigurðarson Flottur í tauinu Eysteinn vinnur í Fatabúð Kormáks og Skjaldar samhliða námi sínu í leiklist og finnst það alveg frábært. Lærir mikið á vinnunni með námi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Áttræður er í dag, 14. desem- ber, Hrafn Benediktsson. Í til- efni afmælisins taka Hrafn og Finnlaug á móti vinum og ætt- ingjum í Þróttarheimilinu í Laugardal, milli kl. 14 og 17. Árnað heilla 80 ára Hveragerði Danielius Helgi fæddist 13. apríl kl. 17.03. Hann vó 4.458 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Halldóra Jóna Guðmundsdóttir og Airidas Liaugminas. Nýir borgarar Reykjavík Andrea Ísold fæddist 9. apríl kl. 22.06. Hún vó 4.620 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Linda Mjöll Helgadóttir og Sigurjón Magnússon. P áll Jakob fæddist í Reykjavík 14.12. 1973 og ólst þar upp á Berg- staðastræti 81 þar sem hann bjó ásamt for- eldrum, systkinum og ömmu, Huldu Á. Stefánsdóttur: „Fyrstu árin vék ég naumast af lóðinni, því skóla- gangan hófst á barnaheimilinu Hálsakoti sem var í kjallara íbúðar- hússins.“ Páll Jakob var síðan í Hlíðaskóla og Austurbæjarskóla, í VÍ, skamma hríð, lauk stúdentsprófi frá MA 1994, hóf nám í læknisfræði við HÍ en skipti fljótlega yfir í líffræði og lauk BS-prófi í þeirri grein 1999. Páll Jakob starfaði síðan rúmt ár á Tilraunastöð HÍ að Keldum en vildi þá söðla um: „Konan mín var ekki í vafa um hvað skyldi gera: „Þú átt að fara í sálfræði,“ sagði hún. Eftir nokkrar vangaveltur, varð mér ljóst að það var lóðið. Áhugi minn á sálfræði hafði stóraukist eftir að ég hafði sótt tíma hjá Einari Gylfa Jónssyni sálfræðingi um nokkurt skeið og eins er heilmikil skörun milli sálfræði og líffræði. Í sál- fræðináminu við HÍ fann ég fljótlega að ég var kominn á rétta hillu og lauk því BA-prófi 2003.“ Þegar sálfræðináminu lauk hafði Páll Jakob verið í klassísku söng- námi í fimm ár og vildi gjarnan láta reyna á þá hæfileika. Hann einbeitti sér því að söngnáminu en sinnti jafn- framt margvíslegum verkefnum. Páll Jakob fór síðan í doktorsnám í umhverfissálfræði við Háskólann í Sydney í Ástralíu og var um tíma gestanemandi við Uppsala-háskóla undir handleiðslu prófessors Terry Hartig. Doktorsnáminu lauk hann formlega þann 29.11. sl. Umhverfismótun og sálarlífið En hvað er umhverfissálfræði? „Umhverfissálfræðin leitast við að kortleggja samspil fólks og um- hverfis, hvort sem um er að ræða náttúru eða manngert umhverfi, innanhúss eða utan. Fjölmargt er nú þegar vitað um þetta samspil og því brýnt að meira tillit sé tekið til sál- fræðilegra áhrifa við umhverfis- mótun.“ Er sálfræðin helsta áhugamálið? „Já, umhverfissálfræði, jákvæð sálfræði og hvatningarsálfræði (mo- tivational psychology). En sálfræðin deilir samt fyrsta sætinu með söngn- um. Svo tengist sálfræðin auðvitað Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði og ráðgjafi - 40 ára Fjör hjá pabba Páll Jakob bregður á leik með börnunum, Guðrúnu Helgu og nafna sínum, Páli Jakobi. Við mótum umhverfið sem síðan mótar okkur Bæjarlind 16 201 Kópavogur sími 553 7100 www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 SVEFNSÓFAR RE CA ST SU PR EM Ed elu xe BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI / ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA / SVEFNBREIDD 140X200 BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI / EXTRA ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA / SVEFNBREIDD 140X200 RÚMFATAGEYMSLA TILBOÐSVERÐ KR. 129.900 TILBOÐSVERÐ KR. 149.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.