Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 73
söng sterkum böndum. Ég tel t.d. að sálfræði eigi að vera markvissari þáttur í söngnámi. Ég nýt mín líka vel við leik og störf á jörð fjölskyldunnar í Borg- arfirði – vera með fjölskyldu og vin- um, ferðast, fara á hestbak, spá í leiklist, tónlist, arktitektúr og skipu- lag, dvelja úti í náttúrunni og spila fótbolta. Þá hef ég lengi haft áhuga á búskap og sveitastörfum en ég fór fyrst í sveit fimm ára og var viðloð- andi sveitastörf hátt í 20 ár, lengst af undir forystu lærimeistara míns, Magnúsar Jósefssonar í Steinnesi.“ Fjölskylda Sambýliskona Páls Jakobs er Sig- urlaug Gunnarsdóttir, f. 6.3. 1974, augnhjúkrunarfræðingur hjá Sjón- lagi. Foreldrar hennar eru Gunnar R. Ágústsson, f. 7.6. 1943, vinnuvéla- verktaki, og Steinunn H. Hallsdóttir, f. 20.9. 1945, starfsmaður HS. Þau eru búsett á Sauðárkróki. Börn Páls Jakobs og Sigurlaugar eru Guðrún Helga Pálsdóttir Líndal, f. 7.6. 2008, og Páll Jakob Pálsson Líndal, f. 30.4. 2011. Hálfsystkini Páls Jakobs, sam- mæðra, eru Hulda S. Jeppesen, f. 2.4. 1958, sjúkraþjálfi, búsett í Hafn- arfirði; Anna Salka Knútsdóttir, f. 8.2. 1961, framkvæmdastjóri, búsett í Reykjavík; Stefán J.K. Jeppesen, f. 4.10. 1967, framkvæmdastjóri, bú- settur á Akureyri. Hálfsystkini Páls Jakobs, sam- feðra: Þórhildur Líndal, f. 28.1. 1951, forstöðumaður við Háskóla Íslands, búsett í Reykjavík; Jón Úlfar Lín- dal, f. 12.7. 1952, d. 25.12. 2012; Björn Líndal, f. 1.11. 1955, lögmaður í Reykjavík. Foreldrar Páls Jakobs: Guðrún Jónsdóttir, f. 20.3. 1935, arkitekt, bú- sett í Reykjavík, og Páll Líndal, f. 9.12. 1924, d. 25.7. 1992, borg- arlögmaður og ráðuneytisstjóri. Úr frændgarði Páls Jakobs Líndal Páll Jakob Líndal Steinunn Frímannsdóttir húsfr. á Akureyri Hulda Stefánsdóttir skólastj. Kvennaskólans á Blönduósi Jón Sigurður Pálmason b. á Þingeyrum Guðrún Jónsdóttir arkitekt Anna Hólmfríður Jónsdóttir húsfr. á Hofsósi Pálmi Þóroddsson pr. á Hofsósi Theodór Líndal lagaprófessor í Rvík Páll Líndal borgarlögm. og ráðuneytisstj. í Rvík Sigríður Metúsalemsdóttir húsfr. á Svalbarði Björn Líndal yfirdómslögm., útgerðarm. og b. á Svalbarði Sigurður Líndal lagaprófessor Bergljót Líndal hjúkrunarforstj. Álfheiður Helgadóttir húsfr. á Akureyri og í Rvík, dótturdóttir Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns Þórhildur Pálsd. Líndal húsfr. í Rvík Helgi Briem sendiherra Jón Helgason biskup Páll J. Briem amtm. og alþm. á Akureyri Kristín Briem húsfr. á Sauðár- króki og í Rvík María Kristín Claessen húsfr. í Rvík Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra Ásgeir Thoroddsen hrl. Sigriður Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Jón Tómasson borgarlögmaður Friðrika Hallfríður Pálmadóttir húsfr. á Blönduósi Séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði Valtýr Stefánsson ritstj. Morgunblaðsins Helga Valtýsdóttir leikkona Hulda Valtýsdóttir fyrrv. blaðamaður Stefán J. Stefánsson skólameistari á Akureyri Sigurður Stefánsson pr. og alþm. í Vigur Bjarni Sigurðsson hreppstj. í VigurSigurlaug Bjarnadóttir fyrrv. alþm. Sigurður Bjarnason alþm., ritstj. Morgun- blaðsins og sendiherra Þorbjörg Stefánsdóttir húsfr. á Veðramóti Haraldur Björnsson leikari Jón Björnsson skólastj. og heiðurs- borgari Sauðárkróks Ólína Ragnheiður Jónsdóttir húsfr. í Rvík Óskar Magnússon útgefandi Morgunblaðsins Að loknu doktorsprófi Páll Jakob og Sigurlaug. ÍSLENDINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Egill fæddist á Hoffelli íHornafirði 14.12. 1930, son-ur Jóns J. Malmquist, bónda í Akurnesi, og Halldóru Guðmunds- dóttur húsfreyju. Jón var sonur Jóns, bónda í Skriðu Péturssonar af Selkotsætt, og Bjargar Sveinsdóttur. Halldóra var dóttir Guðmundar, bónda í Hof- felli Jónssonar, og Valgerðar Sig- urðardóttur frá Kálfafelli. Eftirlifandi eiginkona Egils er Halldóra Hjaltadóttir húsfreyja og eignuðust þau fjögur börn. Egill lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1950 og varð búfræði- kandidat þaðan 1953. Egill og Halldóra stofnuðu nýbýl- ið Seljavelli úr landi Árnaness í Nesjum 1955. Land býlisins var upp- haflega um 50 hektarar en er nú 250- 300 hektarar. Egill var bóndi á Seljavöllum frá 1956 en stofnaði, ásamt sonum sínum, félagsbú um búskapinn, 1978. Egill var héraðsráðunautur Bún- aðarfélags Austur-Skaftfellinga 1957-80 og alþm. Austurlands- kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1979-99. Hann var skeleggur mál- svari bænda og íslensks landbún- aðar og vann mikið að undirbúningi löggjafar á sviði landbúnaðarins á þingi, m.a. að búvörulögunum 1985. Egill sat í stjórn Byggðastofnunar um árabil frá 1991 og var formaður hennar 1995-2000, var fulltrúi á bún- aðarþingum á árunum 1954-95, sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands 1991- 95, í stjórn Framleiðnisjóðs land- búnaðarins, sat í hreppsnefnd Nesjahrepps 1962-82, var stjórnar- formaður Áburðarverksmiðju rík- isins og var formaður skólanefndar Bændaskólans á Hvanneyri. Egill var mikill áhugamaður um landgræðslu, kynnti sér náttúrufar í Hornafirði, einkum í sambandi við jökla og gróðurfar, sat í nefnd stjórnmálaflokkanna er hafði eftirlit með framgangi landgræðsluáætlana og var formaður í fagráði Land- græðslu ríkisins. Þá vann hann að útgáfustörfum og gekkst m.a. fyrir útgáfu á bókinni Jódynur 1988-90. Egill lést 12.7. 2008. Merkir Íslendingar Egill Jónsson Laugardagur 90 ára Högni Tómas Ísleifsson Sigrún Haraldsdóttir 85 ára Haraldur Guðnason Þorgerður Sigurgeirsdóttir 80 ára Anton Sigurbjörnsson Gunnar Pétur Ólason Hrafn Benediktsson 75 ára Anton Sigurjónsson Gunnar Guðmundsson Ingi Engilbertsson 70 ára Edda Marianne Michelsen Hafsteinn Guðjónsson Konráð Óli Fjeldsted Kristján Sigurðsson 60 ára Eiríkur Einar Eiríksson Guðni Kristján Ásgrímsson Helga María Carlsdóttir Karl Magnússon Vilhjálmur Vilhjálmsson 50 ára Hafdís Sigursteinsdóttir Hildur Stefánsdóttir Kristín Björg Óskarsdóttir Lárentsínus Kristjánsson Lovísa Sæmundsdóttir Malen Sveinsdóttir Margrét Guðrún Sigurðardóttir Margrét Jakobsdóttir Oddur Magnús Ólafsson Ólafur Baldursson Petrína Guðrún Jónsdóttir Reynaldo Pondar Casas Þóra Kemp 40 ára Alexander Arnarson Egill Arnarson Eiríkur Sveinþórsson Henning Þór Aðalmundsson Hörður Snævar Knútsson Íris Björk Magnúsdóttir Margrét Einarsdóttir Sigurður Hilmar Hansen Sigurlaug Kristín Eymundsdóttir Sólveig Pétursdóttir 30 ára Asta Jakiene Birgit Johannessen Einar Björgvin Sigurbergsson Eyjólfur Örn Kjærnested Gísli Sverrisson Gunnar Ingi Sveinsson Hildiþór Jónasson Inga Margrét Þorsteinsdóttir Kolbrún Eva Viktorsdóttir Magnús Árnason Michael Nielsen Ólöf Gunnhildur Ólafsdóttir Thais Marques De Freitas Sunnudagur 90 ára Guðrún Bjarnadóttir Ólöf Guðrún Eyjólfsdóttir 85 ára Sverrir Sigurjónsson Þórdís Skaptadóttir 80 ára Guðmundur V. Ingvarsson Kjartan Páll Kjartansson 75 ára Hamed Aly Hamed Salama Heiður Vigfúsdóttir Þóra Kristín Guðmundsdóttir Ævar Þorsteinsson 70 ára Björn Haraldsson Ellen Ólafsdóttir Friðbjörg Jóhannsdóttir Hreinn Sveinsson Sigfús A. Schopka Unnur Hafliðadóttir Vigfús Guðlaugsson 60 ára Alda Friðriksdóttir Andrína Guðrún Jónsdóttir Árni Helgi Ingason Herbert Þ. Guðmundsson Kjartan Nóason Margrét Gísladóttir Marta Konráðsdóttir Sigríður Ólafsdóttir Skúli Bjarnason Sverrir Þórisson 50 ára Anna Helgadóttir Brynja Björk Rögnvaldsdóttir Fríður María Halldórsdóttir Guðmundur Hansson Hafdís Óskarsdóttir Haraldur Grétarsson Kristján Helgason Sigríður H. Guðjónsdóttir Sigríður Ingunn Bragadóttir Unnsteinn Einar Jónsson 40 ára Brynjar Frosti Bragason Daníel Fannar Guðbjartsson Einar Magnús Gunnlaugsson Grzegorz Aras Guðbrandur Þorkelsson Haukur Hermannsson Helgi Þórður Jóhannsson Linda Björk H. Pálsdóttir Magnús Sigurðsson Marta Stefánsdóttir Rannveig Oddsdóttir Tryggvi Björn Davíðsson 30 ára Aleksandra Barbara Piwien Baldvin Þeyr Pétursson Bjarni Birgir Fáfnisson Brynja Ósk Bjarnadóttir Ester Rós Jónsdóttir Frantisek Ondás Guðmundur Ragnar Magnússon Gunnar Már Guðmundsson Hafdís Priscilla Magnúsdóttir Hallgerður Kata Óðinsdóttir Hilmar Pétur Foss Hjördís Jónsdóttir Hrafnhildur Ólafsdóttir Hulda Hrafnkelsdóttir Jónína Bjarney Ágústsdóttir Pawel Sukany Sigurður Ingi Vilhjálmsson Trausti Snær Kristjánsson Þór Jóhannesson Örn Arnarson Til hamingju með daginn Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Russell Hobbs í jólapakkann Útsölustaðir: Verslanir Húsasmiðjunnar um land allt Verslanir ELKO Byggt og Búið, Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.