Morgunblaðið - 14.12.2013, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 14.12.2013, Qupperneq 84
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 348. DAGUR ÁRSINS 2013  Kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty var sýnd á sérstakri hátíðarsýningu í Smárabíói hér á landi í fyrrakvöld og ávarpaði leik- stjóri og aðalleikari hennar, Ben Still- er, gesti í myndskeiði. Stiller sló á létta strengi eins og hans er von og vísa og var mikið hlegið að tilraun hans til að bera fram „Eyjafjallajök- ull“. „Eyjafaddakutta“ sagði Stiller, stoltur af framburðinum. Þá þakkaði hann íslenskum leikurum og aðstoð- armönnum sínum við tökurnar hér á landi, m.a. Ólafi Darra Ólafssyni og hljómsveitinni Of Monsters and Men en tónlist hennar hljómar í myndinni. AFP „Eyjafaddakutta“  Tónlistarkonan Adda fagnar út- gáfu sex laga hljómplötu sinnar, My Brain E.P., með tónleikum í kvöld kl. 20.30 á Kex hosteli. My Brain E.P. er fyrsta sóló- plata söngva- skáldsins Öddu sem hóf tónlistarfer- ilinn með raftónlistarhljómsveitunum Spúnk og Big Band Brútal. Með Öddu koma fram í kvöld Sunna Ingólfs- dóttir söngkona og Kristín Þóra Har- aldsdóttir víóluleikari. Útgáfutónleikar Öddu á Kex hosteli  Jólatónleikar tónleikarað- arinnar Malarinnar fara fram á Malarkaffi á Drangsnesi annað kvöld kl. 21. Sig- ríður Thorlacius, Guð- mundur Óskar Guð- mundsson og Bjarni Frímannsson flytja þar hugljúf jóla- lög. Jólalegt á Mölinni Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Guðmundi Jón- assyni ehf. undanfarin 55 ár, er 75 ára í dag, en í stað þess að blása til veislu ákvað hann að slá tvær flugur í einu höggi og halda upp á tímamótin í góðra vina hópi á Akranesi. „Ég hef ekið með félaga í Skötuklúbbnum í árlega skötuveislu í mörg ár og vildi ekki sleppa félagsskapnum og veisl- unni fyrst þetta hittist svona á.“ Gunnar er ánægður með hvernig til hefur tekist með uppbyggingu ferðaþjónustunnar og sérstaklega hvað vetrarferðirnar varðar. Rík- issjóður hafi örugglega fengið útlagð- an kostnað og vel það til baka vegna átaksins Inspired by Iceland, en hafa beri í huga að mörg hjól, lítil og stór, hafi gert árangurinn mögulegan, allt frá flugfélögum að afþreyingarþjón- ustu. „Þetta hefur verið afskaplega dýr uppbygging sem ekki er farin að skila sér nóg, sérstaklega í hótel- málum, en þau þarf til þess að hægt sé að taka á móti þeim sem vilja koma hingað.“ Þórsmörk sérstök Lengi ók hann með farþega frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. „Ég fór stundum tvær til þrjár ferðir á dag á gamla Keflavíkurveginum,“ segir hann og bætir við að þótt allur akstur sé skemmtilegur standi Þórs- merkurferðirnar upp úr. „Það hefur alltaf verið ljómi yfir þeim.“ Gunnar Guðmundsson hættir sem framkvæmdastjóri um áramótin en hann hefur keyrt víða með hópa. Hann segir að skemmtilegasti tíminn hafi verið þegar hann ók með Íslend- inga um Evrópu í yfir 20 sumur. Fyrst hafi aðeins mátt aka með hópa sem sigldu með Norrænu fram og til baka en eftir að leyft hafi verið að taka við hópum á flugvöllum hafi fyr- irtækið verið með bíla í Lúxemborg og síðar í Frankfurt. „Tékknesk ferðaskrifstofa vildi koma hingað með hópa og við urðum að leigja flugvélina á móti,“ segir hann um upphaf ferð- anna til Prag. „Það gekk erfiðlega í fyrstu en það hafðist fyrsta árið og síðan var uppselt næstu árin á eftir. Þá var rætt um að fjölga ferðum og í kjölfarið byrjuðum við að keyra til Prag frá Frankfurt.“ Á þessum tíma ók Gunnar vítt og breitt um meginland Evrópu, norður um Noreg og suður til Rómar á Ítal- íu, um Danmörku, Þýskaland, Pól- land og Ungverjaland. „Í huganum er þetta dálítið eftirminnilegur kafli,“ segir hann. Sleppir ekki skötuveislunni  Heldur upp á 75 ára afmælið með akstri til Akraness og skötuáti Morgunblaðið/RAX Traustir bílar Gunnar Guðmundsson framan við eldhúsbílana sem fyrirtækið hefur notað í ferðum um hálendið í yfir hálfa öld. Guðmundur Jónasson, faðir Gunnars, var frumkvöðull í óbyggðaferðum og ferðaþjón- ustu. Gunnar minnist margra skemmtilegra ferða um óbyggð- ir og ekki síst áður en hann tók meiraprófið. „Þá var ég á göml- um GMC-herbíl sem pabbi átti og leigði rafmagnsveitunum vegna rannsókna,“ rifjar hann upp. Bætir við að um 1958 hafi rannsóknir við Þórisvatn byrjað og þá hafi þurft að fara yfir Hófsvað. „Ég fékk fyrst að fara með inn í Jökulheima þegar ég var 16 ára og síðan hef ég fylgst með því hvernig ferðaþjónustan hefur orðið til og vaxið.“ Frumkvöðull í óbyggðaferðum GUÐMUNDUR JÓNASSON 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is 1. Rúmir 8 mánuðir frá hvarfi Friðriks 2. Wiig: Enginn skandall á Íslandi 3. Dýrasta sjónvarpið á Íslandi 4. Guðjón Valur yfirgefur Kiel FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-8 m/s og dálítil él vestantil, annars léttskýjað. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Á sunnudag Suðlæg átt 5-10 m/s og dálítil él suðvestanlands, annars víða bjartviðri. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins austantil. Á mánudag Suðvestanátt, víða 5-10 en hvassari suðvestantil. Él, en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 8 stig en hiti yfir frostmarki með suður- og vesturströndinni. Það verða erkifjendurnir í Hafn- arfirði, Haukar og FH, sem leika til úr- slita um deildabikar karla í hand- knattleik í dag eftir að hafa unnið örugga sigra á Fram og ÍBV í gær- kvöld. Í kvennaflokki eigast Stjarnan og Grótta við í úrslitaleiknum en Grótta gerði sér lítið fyrir og vann Val með fimm mörkum og Stjarnan vann ÍBV mjög örugglega. »2-3 Erkifjendur í úrslita- leiknum í Hafnarfirði „Sú hugmynd hefur oft verið nefnd að auka þurfi vægi deildabikarsins, eða Lengju- bikarsins eins og hann heitir nú. Sú hugmynd sem ég vil kasta fram, og tel að hefði fleiri kosti en galla, er að sig- urvegari A-deildarinnar ávinni sér rétt til umspils- leiks að hausti um sæti í for- keppni Evrópudeildarinnar,“ skrifar Sindri Sverrisson í viðhorfsgrein. »4 Vægi deildabik- arsins verði aukið Alexander Petersson tekur endan- lega ákvörðun á næstu dögum um hvort hann spili með íslenska lands- liðinu á EM í Danmörku í janúar. Hann glímir við þrálát meiðsli í öxl og þarf að bryðja bólgueyðandi töflur til að geta spilað með Löwen í Þýskalandi. Hann ræður illa við að spila þrjá leiki á viku. „Ég þarf að hugsa um öxl- ina til fram- tíðar,“ segir Alexander. »1 Bryður bólgueyðandi til að spila með Löwen »MEST LESIÐ Á mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.