Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 8. D E S E M B E R 2 0 1 3
301. tölublað 101. árgangur
KOKKUR SEM
FLAKKAR UM OG
GENGUR Á FJÖLL
MÁNUÐUR
Á ÍSLANDI
BREYTTI ÖLLU
KLASSÍSKT VERK
UM KÚGUN
OG MEÐVIRKNI
SUNNUDAGUR LÚKAS Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU 47SOL MATREIÐIR Á 101 10
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ástæða er til að efast um að hug-
myndir um flutning raforku með sæ-
streng frá Íslandi til Bretlands séu
raunhæfar. Full ástæða er þó til að
reikna dæmið til enda.
Þetta er mat Tómasar Más Sig-
urðssonar, forstjóra Alcoa í Evrópu.
„Ég sé ekki hvaðan öll orkan á að
koma sem á að flytja úr landi,“ segir
Tómas Már í viðtali við áramótablað-
ið Tímamót sem kemur út með
Morgunblaðinu í dag í samstarfi við
New York Times, annað árið í röð.
„Myndi einhvern tíma nást sátt
um allar þær stórvirkjanir og raf-
magnslínur sem þyrfti að ráðast í?“
spyr Tómas. Hann segir að vissulega
sé framleiðslugeta íslenska raforku-
kerfisins mikil. En ekki sé víst að í
því sé mikil vannýtt umframorka. Til
dæmis hafi álver Alcoa Fjarðaáls á
Reyðarfirði þurft að draga úr fram-
leiðslu sinni í margar vikur í fyrra
vegna orkuskorts eða lélegrar vatns-
stöðu í lónum og takmarkaðrar
flutningsgetu háspennukerfisins.
Þyrfti að vera niðurgreiddur
Tómas bendir ennfremur á að raf-
orkuflutningurinn frá Íslandi þyrfti
að njóta niðurgreiðslna opinberra
aðila í Evrópu til að borga sig. Ekki
sé víst að niðurgreiðslukerfið verði
óbreytt í náinni
framtíð eins og
Landsvirkjun
virðist gera ráð
fyrir í sínum út-
reikningum. Deil-
ur hafi verið um
kerfið síðustu
misseri. Óvissa
ríki um framhald-
ið á þeim
greiðslum.
Tómas kveðst bjartsýnn á framtíð
áliðnaðar sé litið til lengri tíma.
Margir þættir eins og fólksfjölgunin,
flutningur fólks í borgir, tæknifram-
farir og loftslagsbreytingar stuðli að
frekari og aukinni notkun á áli.
Í viðtalinu greinir Tómas frá því
að ný úttekt á vegum ESB hafi leitt í
ljós að áhrif stefnu sambandsins í
orku- og loftslagsmálum auki kostn-
aðinn við að framleiða ál í Evrópu
um 300 dollara á hvert framleitt tonn
af áli. Það valdi evrópskum stjórn-
völdum áhyggjum því þau vilji ekki
missa áliðnaðinn. Eftir eigi að koma í
ljós hvaða breytingar á regluverkinu
þessi úttekt muni hafa í för með sér.
Tómas ræðir einnig náttúruvernd
í viðtalinu. Hann kveðst vera mikill
náttúruunnandi en það þurfi að vera
heilbrigt jafnvægi á milli þess að
njóta náttúrunnar og nýta hana.
Arður af sæstreng óviss
MTímamót » 10-11
Tómas Már
Sigurðsson
Forstjóri Alcoa í Evrópu bendir á óvissu um niðurgreiðslur raforku í Evrópu
Ótalmargir skemmtilegir viðburðir eru í boði milli jóla og nýárs og einn af
þeim sem eru sérlega fjölskylduvænir er hin árlega blysför Ferðafélags Ís-
lands í samstarfi við Útivist. Í gær mættu ungir sem aldnir til blysfarar-
innar við Nauthólsvík þaðan sem gengið var með blysin um ævintýralega
skógarstíga Öskjuhlíðarinnar. Fólk skemmti sér vel úti í náttúrunni í frísk-
andi vetrarveðrinu og ýmislegt leyndist í skóginum.
Gengið með blys um dularfulla skógarstíga
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nýliðun lunda í
Vestmanna-
eyjum hefur ver-
ið neikvæð í ell-
efu ár. Þetta
kemur fram í
nýrri skýrslu um
lundarannsóknir.
Núverandi við-
komubrestur
lundans í Eyjum
hófst 2003.
„Ungfuglastofninn er nú næstum
horfinn og vantar um 2 milljónir
fugla í stofninn eða helming stofns-
ins eins og hann var samsettur fyrir
2003,“ segir m.a. í skýrslunni. »16
Tvær milljónir lunda
vantar í stofninn
Lundi Alvarlegur
viðkomubrestur.
Stækkun fiskeldis Hraðfrystihúss-
ins - Gunnvarar í Ísafjarðardjúpi
(HG) þarf að fara í umhverfismat.
Það er niðurstaða Skipulagsstofn-
unar. Stofnunin taldi fyrir liðlega
einu og hálfu ári að eldið hefði ekki
umtalsverð áhrif á umhverfið og
þyrfti ekki í umhverfismat.
Úrskurðarnefnd ógilti fyrri
ákvörðun stofnunarinnar sem nú tel-
ur að sýnt hafi verið fram á óvissu
um hugsanleg áhrif eldisins á nátt-
úrulega laxastofna. »6
Fiskeldi í Djúpi fari
í umhverfismat
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Græðgi Fóðrið er gefið á jötuna í kvínni.
Stofnendur félags sem hyggst reisa
útsýnisveitingahús á Kambabrún og
leggja rússíbana niður gamla
Kambaveginn hafa óskað eftir því
við Vegagerðina og bæjaryfirvöld í
Ölfusi að gerð verði gatnamót við
gamla Kambaveginn til að þjóna
þessari starfsemi.
Skipulagsnefnd Ölfuss hefur tekið
undir þessar óskir og beint því til
Vegagerðarinnar að skoða málið
með tilliti til umferðaröryggis og
þessarar nýju þjónustu við veginn.
Félagið Zalibuna stendur að fram-
kvæmd hugmyndarinnar um eins
manns sleðabraut niður Kambana.
Vagnarnir renna niður hlíðina á eins
konar járnbrautarteini. Slíkar
brautir hafa verið settar upp víða
um Evrópu og hafa reynst vinsæl af-
þreying fyrir ferðafólk, að sögn Dav-
íðs Arnar Símonarsonar, fram-
kvæmdastjóra Zalibunu ehf.
Gestir geta farið á allt að 40 kíló-
metra hraða niður brekkuna eða
notað handbremsu og notið um-
hverfisins. Síðan er hægt að fara
með rútu aftur upp að veitingahús-
inu eða í gönguferð um Hveragerði
og nágrenni. »20
Vilja ný gatnamót á Kambabrún
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umferð Hellisheiði er með fjöl-
farnari ferðamannaleiðum landsins.
Unnið að undirbúningi útsýnisveitingahúss og rússíbana í Kömbunum
Endurskoðun
er hafin á virðis-
aukaskatts- og
vörugjalda-
umhverfinu á
vegum fjármála-
ráðherra, segir
Ragnheiður Elín
Árnadóttir, við-
skipta- og iðn-
aðarráðherra,
spurð um stöðu
verslunar og þjónustu á Íslandi.
Einnig er unnið að því í hennar
ráðuneyti að einfalda regluverk og
auka skilvirkni. »4
Unnið að auknu
viðskiptafrelsi
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Hugmyndir um framtíðarnot
svæðisins sem Sementsverksmiðjan
á Akranesi stendur á verða kynntar
á íbúaþingi í janúar. Engar ákvarð-
anir hafa verið teknar um niðurrif
mannvirkja verksmiðjunnar eða
framtíðarnot svæðisins.
Akraneskaupstaður hefur nú
fengið forræði yfir meginhluta lóð-
arinnar og mannvirkja þar og fær
alla lóðina eftir fimmtán ár. Talið
er að kostnaður við niðurrif mann-
virkja verði um 250 milljónir. »12
Nýtt skipulag verð-
ur kynnt á Akranesi