Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Malín Brand malin@mbl.is S ol hefur einlægan áhuga á að læra íslenska mat- argerð og það er nú meginástæðan fyrir því að hún kom hingað til lands í júní og hóf störf á 101. „Ég vil læra allt í sambandi við íslenska matargerð og íslenskt hráefni. Það er meginástæðan fyrir því að ég kom hingað,“ segir Sol sem hrósar íslenskri matargerð í hástert og ís- lenskum kokkum hrósar hún mjög fyrir að nota skyrið góða í sem flest. Flökkueðlið í blóð borið Fjölskylda hennar er frá San Sebastian á Spáni, ekki fjarri landamærum Frakklands. „En ég fæddist í Belgíu því þar bjuggu foreldrar mínir á þeim tíma. Þau voru sífellt á ferðalagi, eins og ég. Þegar ég var átta ára gömul fluttum við til Spánar á ný en við fluttumst ekki aftur til Baskalands heldur til Benidorm,“ segir Sol sem á ekki langt að sækja ástríðuna fyrir ferðalögum og flakki. Á síðustu árum hefur Sol ferðast víða, enda er markmiðið að læra matreiðslu sem flestra landa. Síðasta árið áður en hún kom hing- að var hún í Lundúnum og næsta land á dagskrá er Kanada. Kokkur fyrir slysni Faðir Sol var listamaður og móðir hennar fasteignasali. „Ég er sú fyrsta í fjölskyldunni sem fetar þessa braut,“ segir Sol sem á glæstan feril að baki. Aðspurð Michelin-stjörnur og McDonald’s máltíðir Soledad Sanchez, eða Sol eins og flestir kalla hana, er matreiðslumeistari sem komið hefur víða við. Núna er hún í fullu starfi á veitingastað 101 hótels en áður matreiddi hún á einum frægasta veitingastað heims, El Bulli á Spáni. Hún vill kynnast heiminum, flakkar um og gengur á fjöll. Hún dáir land og þjóð og ætlar að búa hér á landi til næsta hausts. Eitt þykir henni þó vanta: McDonald’s. Morgunblaðið/Rósa Braga 101 Mánuðirnir á veitingastað 101 hótels hafa reynst lærdómsríkir og samstarfsfólkið gott. Íslenskt skyr er í uppáhaldi í eftirrétti hjá Sol. AFP/Josep Lago Kveðjustund Kokkurinn Ferran Adriá á síðasta kvöldi veitingastaðarins El Bulli í Roses á Spáni árið 2011. Sol segir stórkostlegt að hafa unnið þar. Reykjavíkurborg stendur nú fyrir hönnunarsamkeppni um fjölda mannvirkja í Úlfarsárdal. Til stend- ur að byggja samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frí- stunda- og félagsstarf, menningar- miðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús. Áætluð heildarstærð mannvirkj- anna er um 14.800 m2 og er keppnislýsing aðgengileg á vefsíð- unni www.hugmyndasamkeppni.is. Markmið samkeppninnar eru meðal annars að leggja áherslu á umhverfisleg og samfélagsleg gæði mannvirkjanna í viðkæmu umhverfi dalsins sem og að þau falli vel að og styrki næsta umhverfi Úlfars- árdals og verði hjarta borgarhlut- ans. Keppendur eru hvattir til að huga vel að kostnaði er varðar við- haldsþörf byggingarhluta með vist- vænni nálgun. Samkeppnin er tveggja þrepa og verða tillögur keppenda á öðru þrepi valdar í fyrsta til þriðja sæti. Fyrstu verðlaun nema 4,3 millj- ónum króna, önnur verðlaun 2,6 milljónum og þriðju verðlaun 1,8 milljónir króna. Skilafrestur er til 1. apríl 2014 og er áætlað að dómnefnd ljúki störfum fyrir fyrsta október 2014. Þeir sem geta tekið þátt í keppninni eru félagar í Arkitekta- félagi Íslands og aðrir sem leyfi hafa til að leggja aðaluppdrætti fyrir byggingarnefnd. Aðrir geta unnið með löggiltum samstarfs- aðila. Vefsíðan www.hugmyndasamkeppni.is Morgunblaðið/Kristinn Keppni Bókasafn, menningarmiðstöð, skóli, leikskóli og sundlaug munu rísa, Mannvirki Úlfarsárdals hönnuð Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Vinningar Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning. Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga þann 17. janúar nk. Jólahappdrætti Krabbameins- félagsinsÚtdráttur24. desember 2013 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 100.000 kr. 1210 2026 2220 2443 4736 5934 9999 10276 10847 11507 12250 12368 14933 15293 15493 19109 20701 20725 20782 21953 22689 26345 27505 28421 29186 29612 30843 31027 32841 33915 34713 35579 35758 38437 41393 47443 48490 49602 52107 56209 58812 59045 63302 65525 65980 66332 66518 67149 67271 69187 69310 70078 71160 72734 73584 73798 76911 77019 77874 78169 79006 85774 86785 86864 88441 91986 94447 97110 101461 102254 103120 103409 103934 105970 107241 108077 108892 110512 111107 111912 112690 113367 115306 117574 119063 122527 122656 122812 123189 123261 125081 125521 127818 129109 129487 130520 133510 135586 135980 137092 137476 138728 139179 139525 140664 143147 146095 148865 148932 149473 Bi rt án áb yr g› ar KIA cee´d sportswagon dísil LX, 3.570.000 kr. 77693 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð, 1.000.000 kr. 72454 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 200.000 kr. 1051 5374 7344 10524 11184 13654 17099 22398 23798 26196 27425 32266 35387 37138 40304 42856 43835 45230 45263 47967 49955 51604 52365 56228 57280 57847 58571 58688 59518 60270 63419 63781 63812 64922 65605 70570 70865 72593 72952 74096 79369 79767 82759 85694 87118 87592 88550 88676 89417 91826 94782 98510 98558 99207 100718 101794 105415 107330 110041 110560 111872 115095 118006 118372 119180 122765 127532 129109 135124 136727 136818 138508 138800 140205 143394 146235 146425 146780 147100 148327

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.