Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 ✝ Guðrún Sigur-jónsdóttir fæddist á Norð- firði 30. maí 1925. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 19. desember 2013. Foreldrar henn- ar voru Sigurjón Jónsson frá Minni- Ólafsvöllum á Skeiðum, f. 3. september 1901, d. 29. mars 1984, og Vilborg Pálsdóttir frá Borg í Njarðvík, Borgarfirði eystri, f. 1. september 1907, d. 31. október 1999. Systkini Guðrúnar eru Margrét Sigur- jónsdóttir, f. 20. október 1927, Geir Sigurjónsson, f. 19. júní 1930, Páll Sigurjónsson, f. 3. mars 1935, Sigurjóna Sigur- jónsdóttir, f. 13. ágúst 1940, og Sigurður Sigurjónsson, f. 25. apríl 1945, d. 1. júlí 2003. Guðrún giftist 31. desember 1945, eftirlifandi eiginmanni sínum Stefáni Þorleifssyni, f. 18. ágúst 1916, frá Norðfirði. Börn þeirra eru: 1) Elínbjörg Stefánsdóttir, f. 23. október 1945, gift Þórarni Smára, f. 22. febrúar 1943, börn þeirra Gary Kaglmacher, og Karina Stefansson Pfeiff, f. 12. júlí 1986. 3) Þorleifur Stefánsson, f. 4. september 1955, giftur Helgu K. Magnúsdóttur, f. 29. maí 1957. Dóttir Helgu er Selma Aradóttir, f. 14. mars 1974, sambýlismaður hennar er Jóhann Freyr Jónsson, f. 14. apríl 1968. Dætur Selmu eru: Margrét Tinna G. Peters- son, f. 9. maí 1991, d. 16. októ- ber 2012, og Saga Marie Pet- ersson, f. 24. júlí 2001. Sonur Þorleifs og Helgu er Stefán Grétar Þorleifsson, f. 12. febr- úar 1987. 4) Vilborg Stefáns- dóttir, f. 27. apíl 1961, gift Stefáni Má Guðmundssyni, f. 18. júlí 1961. Sonur Vilborgar er Sævar Steinn Friðriksson, f. 18. júní 1997. Eftir gagnfræðaskóla fór Guðrún í Samvinnuskólann í Reykjavík og stundaði nám þar 1942- 43. Guðrún starfaði sem handavinnu- og mat- reiðslukennari við Gagnfræða- skólann í Neskaupstað í nokk- ur ár. Þá starfaði Guðrún sem gjaldkeri hjá RARIK í Nesk- upstað og fór síðan að vinna á skrifstofu bæjarfógeta. Síðustu ár starfsævinnar vann Guðrún á bæjarskrifstofunum í Nes- kaupstað sem ritari bæjar- stjóra og bæjarstjórnar. Útför Guðrúnar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 28. desember 2013, og hefst at- höfnin kl. 14. eru: tvíburar Smárasynir, f. 6. febrúar 1965, d. 7. febrúar 1965, Guð- rún Smáradóttir, f. 27. júlí 1966, gift Guðmundi R. Gíslassyni, f. 19. febrúar 1970, dæt- ur þeirra eru : Ey- rún Björg, f. 30. júlí 1995 og María Bóel, f. 8. júlí 2001. Vilhelmína S. Smára- dóttir, f. 11. júlí 1974, sam- býlismaður hennar er Svan- berg Guðleifsson, f. 19. júní 1970, börn þeirra eru: tvíbur- arnir Ólafía Ósk og Elmar Örn, f. 2. janúar 2003. 2) Sig- urjón Stefánsson, f. 4. ágúst 1947, börn hans eru: Hörður Steinar Sigurjónsson, f. 8. október 1975, sambýliskona hans er Sólveig Friðriksdóttir, f. 26. september 1976, dætur þeirra eru: Sóley Birta, f. 10. mars 1999, Ásdís Guðfinna, f. 12. september 2006 og Hrafn- hildur Sara, f. 5. janúar 2012. Sigurjón kvænist Raqul Pfeiff (slitu samvistum), dætur þeirra eru: Christine Stefansson Pfeff, f. 21. ágúst 1984, gift Elsku amma. Ég kveð þig með sorg í hjarta en veit jafnframt að þú ert komin á góðan stað og líður vel, ástin mín. Þú varst yndisleg amma, hjálpsöm, hlý og vildir allt fyrir mig gera. Það er margs að minnast þeg- ar ég rifja upp allar okkar stund- ir eins og piparkökubakstur þar sem deigið rýrnaði talsvert áður en það komst í ofninn og ógleym- anleg aðfangadagskvöld á Þilju- völlunum, skemmtilegar stundir í Dalakofanum, notalegar sam- verustundir eða fjölskylduboð þar sem við ræddum um allt milli himins og jarðar. Þarna kenndir þú mér margt og hvattir mig áfram í íþróttum, námi og lífinu sjálfu og fyrir það verð þér æv- inlega þakklát. Fyrir mér varst þú fullkomin og þið Stebbi afi voru yndisleg- ustu hjón sem ég hef nokkur tím- an hitt. Allt sem þú tókst þér fyr- ir hendur gerðir þú vel. Ég veit að þú varst mjög góð í íþróttum á þínum yngri árum, skipulögð í einu og öllu og vandvirk. Í dag eigum við fjársjóð, það eru minn- ingar, myndir og allt fallega handverkið eftir þig, elsku amma, handverk sem er hvert öðru fallegra og við fáum að njóta um ókomin ár. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Þú umvafðir mig og mína fjöl- skyldu ást og alúð, elsku amma, og fyrir það er ég ævinlega þakk- lát. Það er svo að alltaf kemur að leiðarlokum og með þessu orðum kveð ég þig í hinsta sinn, elsku amma mín. Elsku Stebbi afi og mín kæra fjölskylda, Guð veiti ykkur styrk og veri með ykkur. Hjartans kveðja, ástin hennar ömmu, Vilhelmína S. Smáradóttir. Í dag kveð ég þig, elsku amma mín, og þakka þér fyrir allar yndislegu samverustundirnar sem við áttum. Fyrstu fimm ár ævi minnar bjó ég í kjallaranum á Þiljuvöllunum hjá ykkur afa og naut þess vel. Þegar við svo flutt- um á Ströndina var orðið ansi langt á milli heimila en ávallt var opið hús hjá ykkur sem ég nýtti til fulls, ég held varla að það hafi liðið dagur án viðkomu á Þilju- völlunum, ýmist með vinum eða foreldrum mín um. Svo auðvitað var ég mikið með Vilborgu ykk- ar, minni stóru frænku, sem er mér eins og systir. Minningar úr ykkar húsi eru margar og ljúfar, ekki síst aðfangadagskvöld þar sem ég hef verið með ykkur allt mitt líf að undanskildum tveimur árum, það gera 45 ár og ætlaði ég að hafa það eins þessi jólin en örlögin gripu inn í er þú veiktist elsku amma og kvaddir okkur. Það er oft talað um hvað afi sé mikill íþróttamaður, sem er rétt, en það vita eflaust færri, sér í lagi yngra fólk, að þú varst mikil íþróttakona og kynntust þið afi á þeim vettvangi. Mikið vorum við heppin þá. Allt sem þú gerðir varstu góð í, öll handavinnan þín falleg. Þú varst svo flink, þeir eru ófáir munirnir sem ég og mitt fólk á eftir þig elskuleg, allt listavel gert, hvort sem þú hekl- aðir, saumaðir eða málaðir. Þetta eru mér dýrgripir og þar sem ég sit og skrifa þessi fátæklegu orð til þín horfi ég í kringum mig, þar eru munir frá þér elsku amma sem ylja mér í sorginni og um ókomna tíð. Þér þótti svo gaman að halda upp á allt, enda þýddi það sam- vera með fólkinu þínu sem var þér svo kært. Þú talaðir oft um hvað þú værir heppin með fjöl- skyldu, allir svo nánir og góðir, þannig ólst þú okkur upp af kær- leik og hlýju og allar samveru- stundirnar sem þú hvattir til skiluðu sér í samheldni okkar. Alltaf varstu glöð þegar við hitt- umst og þú flissaðir og hlóst létt og ljúft, það gerðir þú næstsíð- ustu nóttina sem þú lifðir er ég sat hjá þér og þá síðustu líka. Ekki var verið að kvarta og kurt- eisin í fyrirrúmi, ávallt sagt „já takk“ og „takk fyrir“, hversu smálegt sem fyrir þig var gert. Að lokum vil ég þakka þér sér- staklega fyrir öll yndislegu þriðjudagskvöldin sem við áttum saman er þið afi komuð til okkar í mat. Þær stundir eru ómetan- legar og yndisleg minning fyrir mig, Gumma, Eyrúnu Björgu og Maríu Bóel. Sögur voru sagðar frá því í denn en þú hafðir af- bragðsgott minni, amma, og sagðir skemmtilega frá, allt var svo forvitnilegt og skemmtilegt sem um var talað og hefur þrosk- að mig og mína mikið að eiga svona gott og fallegt samband við þig og afa. Nú kemur afi einn í mat til okkar næsta þriðjudag eins og reyndar undanfarna þriðjudaga er þú treystir þér ekki út og eigum við eflaust eftir að tala um þig oft og oft. Þið afi voruð sem eitt eins og sagt var við mig um daginn: „Amma þín og afi voru svo samtvinnuð að þau voru alltaf nefnd saman, Gunna og Stebbi.“ Söknuður afa er mikill en við munum umvefja hann og elska skilyrðislaust og passa hann fyrir þig. Takk fyrir að vera amma mín, ég elska þig af öllu hjarta. Hinsta kveðja, þín nafna og ömmustelpa, Guðrún Smáradóttir. Elsku amma mín, takk fyrir að leyfa mér að vera partur af lífi þínu og takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þegar ég hugsa um þig hugsa ég um fallegasta engilinn á himnum, hvað þú varst góð að föndra og að þú kallaðir mig alltaf ömmu- stelpu. Alltaf þegar ég kom heyrðist: „Nei, er ömmustelpa komin!“ Ég mun alltaf muna allar góðu stundirnar sem við áttum saman, alla góðu þriðjudagana þegar þú og afi komuð í mat til okkar og við spjölluðum um allt á milli himins og jarðar, það var nú gaman. Ég mun aldrei gleyma þér amma. Þín ömmustelpa María Bóel Guðmundsdóttir. Elsku langamma okkar, Við elskum þig af öllu hjarta og söknum þín mikið. Takk fyrir allt og hvíldu í friði. Við skulum vera dugleg að vera með Stebba afa og fara með honum á skíði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Þín ömmustelpa og þinn ömmustrákur. Ólafía Ósk og Elmar Örn Svanbergsbörn Elsku langamma mín, mig langar að þakka þér fyrir allt. Ég kveð þig hér í síðasta sinn en veit að þú munt alltaf fylgja mér, sama hvert leið mín liggur. Ég á eftir að sakna þín ofboðslega mikið. Það að geta sest hjá þér og spjallað um allt og ekki neitt, fengið að vita aftur og aftur hvað þú varst stolt af mér þótt ég væri ekki að gera nokkuð merkilegt. Ég mun alltaf vita í hjarta mínu að sama hvað ég tek mér fyrir hendur styður þú mig. Ég elska þig af öllu hjarta. Takk fyrir samveruna og sjáumst á himnum. Eyrún Björg Guðmundsdóttir. Guðrún Sigurjónsdóttir ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Útför okkar hjartkæru mömmu, tengda- mömmu, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis að Einholti 7, Reykjavík, fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 30. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Droplaugarstaða, 0526-14-400973, kt. 611108-0870, eða KFUK, 0526-14-400973, kt. 611108-0870. Margrét G. Einarsdóttir, Guðrún Ína Einarsdóttir, Rúnar H. Hermannsson, Einar Ólafur Guðmundsson, Sigrún Erna Guðjónsdóttir, Erla Guðmundsdóttir, Guðjón Valur Sigurðsson, Guðbjörg Þ. Þorsteinsdóttir, Guðbjörg Lára Rúnarsdóttir, Björgvin Þór Hólmgeirsson og langömmubörn. ✝ Ástkær mamma, tengdamamma, amma og langamma, ANNA MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR sem lést laugardaginn 14. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. desember kl. 13.00. Guðjón Bjarki Sverrisson, Særún Þorláksdóttir, Heimir Þór Sverrisson, Sigríður Guðmundsdóttir, Guðlaugur Gylfi Sverrisson, Halla Unnur Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SONJA SIGRÚN NIKULÁSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 29, lést á heimili sínu að morgni laugardags 14. desember. Útför hennar fer fram frá Neskirkju mánudaginn 30. desember kl. 15.00. Pétur Guðmundsson, Sigrún Sæmundsdóttir, Steinar Már Gunnsteinsson, Ólöf Pétursdóttir, Eyþór T. Heiðberg, Alda Rose Cartwright, Pétur Már Guðmundsson, Eva Ýr Heiðberg, Hreiðar Þór Heiðberg, Máni Steinsson Cartwright, Urður Ylfa Pétursdóttir Cartwright. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐGEIRSSON læknir, Brúnavegi 9, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítalans á Þorláksmessu. Útför fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Ása Jónsdóttir, Guðgeir Jónsson, Guðrún A. Árnadóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ingvar Stefánsson, Jóhannes Heimir Jónsson, Agnes Benediktsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STELLA JÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést mánudaginn 16. desember á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Útförin fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 30. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Ingibjörg Kjartansdóttir, Gestur Björnsson, Kjartan F. Kjartansson, Dýrleif Ingvarsdóttir, Sumarliði M. Kjartansson, Björg Hjörleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.