Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 41
Stórbrotið sagnfræðirit Kaupmannahöfn við Eyrarsund var höfuðborg Íslands í nærfellt fimm aldir, frá því á 15. öld og til 1. desember 1918. Saga Kaupmannahafnar sem höfuðborgar Íslands hefur aldrei fyrr verið sögð í heild. Hér rekja sagnfræðingarnir Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór þessa sögu í tveimur veglegum bindum. Í fyrra bindinu er sagan sögð frá upphafi til 1814 en þá urðu tímamót í sögu Danaveldis og sambands Íslands og Danmerkur. Kaupmannahöfn var miðstöð viðskipta Íslendinga og stjórnsýslu og þaðan bárust margvísleg menningaráhrif sem höfðu mikil og langvinn áhrif á íslenska þjóðmenningu og daglegt líf Íslendinga. Í síðara bindinu, sem nær yfir tímabilið 1814–1918 segir frá sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, samgöngum og viðskiptum, margvíslegri menningarstarfsemi Íslendinga í Kaupmannahöfn og samstarfi þeirra við Dani á þeim vettvangi. Einnig greinir hér rækilega frá námi og starfi Íslendinga, kvenna og karla, í fjölmörgum iðn- og starfsgreinum í Kaupmannahöfn og dönsku frumkvæði í framfaramálum á Íslandi. Sagan er sögð á ljósan og skilmerkilegan hátt og margt kemur hér fram sem áhugafólki um sögu Íslands og Danmerkur mun þykja fengur að. Um 1200 myndir prýða bækurnar. Saga Kaupmannahafnar sem höfuðborgar Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.