Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Riga. AFP. | Flugeldar lýsa upp himininn yfir Riga þegar Lettland tekur upp evruna 1. janúar nk. en á meðal borgarbúanna eru fáir sem fagna þessum tímamótum. Kannanir benda til þess að um fimmtungur landsmanna styðji upptöku evr- unnar en tæp 60% séu andvíg henni. Helsta skýringin á þessu er að til að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evrunnar þurftu Lettar að taka á sig miklar launalækkanir vegna þess að ríkisstjórnin vildi ekki fella gengi latsins þar sem það hefði seinkað að- ildinni að evrusamstarfinu. Margir Lettar kæra sig kollótta um þau loforð ríkisstjórnarinnar að upptaka evru leiði til aukinna fjár- festinga í Lettlandi og greiði fyrir auknum viðskiptum við evrulöndin. Óttast verðhækkanir Margir Lettar óttast að upptaka evrunnar leiði til verðhækkana í Lettlandi. „Allir búast við verð- hækkunum í janúar,“ sagði 56 ára kona í þorpi nálægt Riga í samtali við fréttamann AFP. Andris Vilks, fjármálaráðherra Lettlands, segir að þessar áhyggjur séu ástæðu- lausar og bendir á að þegar Eistland tók upp evruna fyrir tveimur árum námu verðhækkanirnar 0,2 til 0,3 prósentum. Evran verður fjórði gjaldmiðill Lettlands, á eftir rúblunni, lettnesku rúblunni og latinu, frá því að landið var hluti af Sovétríkjunum áður en þau leystust upp árið 1991. Stjórn- völd í Litháen stefna að því að landið taki upp evruna árið 2015. Pólski hagfræðingurinn Witold Orlowski, telur að áhuga stjórnvalda í Eystrasaltsríkjunum á evrunni megi að miklu leyti rekja til sögu þeirra sem fyrrverandi sovét- lýðvelda. „Eystrasaltsríkin eru al- gerlega tilbúin að gera allt sem þau geta til að vera eins langt frá arftök- um Sovétríkjanna og eins nálægt kjarna Evrópusambandsins og mögulegt er,“ segir Orlowski. Lettum tókst að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evrunnar þrátt fyrir mikinn efnahagssamdrátt á árunum 2008-2009 þegar landsframleiðslan minnkaði um tæp 25%. Á sama tíma endurgreiddu Lettar lán frá Evr- ópusambandinu og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum að andvirði 7,5 millj- arða evra, jafnvirði 1.200 milljarða króna. Til að ná markmiðunum þurfti lettneska stjórnin að grípa til erfiðra sparnaðaraðgerða, m.a. lækka laun opinberra starfsmanna og lífeyris- greiðslur um allt að 25%. Þessar að- gerðir eru líklega helsta ástæða þess hversu lítill stuðningur er við upp- töku evrunnar í Lettlandi. AFP Evru mótmælt Lettar mótmæla upptöku evrunnar fyrir utan þinghúsið í Riga. Kannanir benda til að aðeins um 20% Letta styðji upptöku evrunnar. Lettland tekur upp gjaldmiðilinn á nýársdag og verður átjánda evruríkið til þess. Tæp 60% Letta and- víg upptöku evrunnar  Taka upp evruna eftir erfiðar sparnaðaraðgerðir Evrusvæðið SPÁNN ÍTALÍA AUSTURRÍKI UNGVERJAL. SLÓVENÍA RÚMENÍA BÚLGARÍA LITHÁEN * Frá 2014 DANMÖRK ÞÝSKALAND ÍRLAND PÓLLAND PORTÚGAL BRETLAND TÉKKLAND SLÓVAKÍA BELGÍA KRÓATÍA FRAKKLAND HOLLAND LÚXEMBORG SVÍÞJÓÐ EISTLAND FINNLAND Önnur lönd ESB Lönd á evrusvæðinu MALTA GRIKKLAND KÝPUR LETTLAND* Heimild: Evrópusambandið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.