Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 E N N E M M / S ÍA / N M 6 0 0 2 7 Vínbúðirnar hlutu gullmerki í Jafnlaunaúttekt PwC 2013. Við erum afar stolt af verðlaununum enda eru samfélagsleg ábyrgð og jafnréttishugsun órjúfanlegur hluti af stefnu Vínbúðanna. OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is Þriðjudagur 31. desember kl. 10.00 - 14.00 Miðvikudagur 1. janúar (nýársdagur) Lokað Fimmtudagur 2. janúar Talning Sjá nánar um opnun einstakra búða á vinbudin.is Laugardagur 28. desember kl. 11.00 - 18.00 Reykjanesbær og Selfoss kl. 11.00 - 16.00 Sunnudagur 29. desember Lokað Mánudagur 30. desember kl. 11.00 -20.00 Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur kl. 10.00 -20.00 Rétt fyrir jól var sett upp nýtt hand- rið við inngang og á svalir safnaðar- heimilis Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Að sögn séra Einars Eyjólfssonar, sem verið hefur prestur við söfnuð- inn í tæp 30 ár, eru þessi handrið kærkomin þar sem þau sem fyrir voru töldust börn síns tíma og orðin varhugaverð. Handriðin gaf fjöl- skylda Guðríðar Jónsdóttur og Kon- ráðs Jónssonar sem rekur Vélsmiðju Konráðs Jónssonar við Helluhraun í Hafnarfirði en gefendur eru auk þeirra hjóna börn þeirra og tengda- börn; Hrafn Konráðsson og Unnur Einarsdóttir og Kristín Konráðs- dóttir og Einar Bjarnason. Upphaflega stóð til að gera upp handrið sem fyrir var við inngang en endurnýja það sem var á svölum. Horfið var frá því og teiknað nýtt handrið á báða staði. Það gerði Hrafn Konráðsson. Gjöfin var afhent á öðrum degi jóla. Fríkirkjan í Hafnar- firði fékk góða gjöf Ljósmynd/Jóhann Guðni Gjöf Fjölskylda Konráðs Jónssonar ásamt sr. Einari Eyjólfssyni.  Nýtt handrið á safnaðarheimilið Karlakórinn Heimir í Skagafirði verður með sína árlegu þrettánda- gleði í menningarhúsinu Miðgarði laugardagskvöldið 4. janúar nk. Á söngskránni verða m.a. óperuaríur og sígild kórverk og meðal ein- söngvara að þessu sinni verður Garðar Thor Cortes tenórsöngvari. Stjórnandi Heimis er sem fyrr Stefán R. Gíslason og undirleikari Thomas R. Higgerson. Einnig mun einn Heimismanna, Ari Jóhann Sig- urðsson, syngja einsöng. Ræðumað- ur kvöldsins er Bjarni Maronsson, annálaður húmoristi úr Skagafirði. Þrettándagleðin hefst kl. 20.30 og að tónleikum loknum verður slegið upp balli í Miðgarði, þar sem Grétar Örvarsson og félagar leika fyrir dansi. Forsala aðgöngumiða er í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og hjá KS í Varmahlíð. Óperur og sígild karla- kórslög  Garðar Thor með Heimismönnum Morgunblaðið/Eggert Söngur Garðar Thor Cortes syngur með Heimi í Miðgarði 4. janúar nk. Í ár voru fleiri skráð afbrot á jóladag en á sama degi fyrir ári, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislög- reglustjóra. Hins vegar voru færri afbrot framin á aðfangadag í ár en í fyrra. Umferðarlagabrot eru ekki með í þessum tölum. Líkt og undanfarin ár eru þó mun fleiri afbrot framin á Þorláksmessu en á aðfangadag og jóladag til sam- ans. Flest afbrotin sem framin eru á aðfangadag eru þjófnaðir. Þegar litið er á síðastliðin 3 ár sést að skráðum innbrotum hefur fækkað úr rúmlega 1.900 árið 2011 í rúmlega 1.100 í ár. Líkamsárásum hefur fjölgað örlítið, eða úr 1.018 í 1.090. Eignaspjallamálum hefur fækkað úr um 2.500 á ári í rúmlega 1.800 á ári. Í nóvember voru um 80% allra fíkniefnabrota framin í Reykjavík, 13% á Suðurlandi en 2-3% í hverjum hinna landsfjórðunganna. Þjófar voru á ferð á aðfanga- dag og jóladag Hin árlega vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fer fram í dag og á morgun, 28. og 29. desember. Tilgangur henn- ar er að kanna hvaða fuglateg- undir dvelja hér að vetrarlagi, skoða hversu algengir fuglarnir eru og hvar þeir halda sig á land- inu. Upplýsingar sem talningarnar gefa má nota til þess að fylgjast með langtímabreytingum á stofn- um margra tegunda, að sögn Náttúrufræðistofnunar. Sjálfboðaliðar hafa talið fugla að vetri í ríflega 60 ár. Talning- arnar eru orðn- ar alls hátt í 5.000 frá 342 svæðum víðs- vegar um land- ið. Talningar- menn frá upphafi hafa verið 356, auk aðstoðarmanna. Hálfdán Björnsson á Kvískerjum hefur verið með í vetrarfugla- talningunum frá upphafi 1952. Vetrarfuglar á landinu verða taldir um helgina Snjótittlingar Þreyja veturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.