Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Engar ákvarðanir hafa verið teknar um niðurrif mannvirkja Sements- verksmiðjunnar á Akranesi eða framtíðarnot svæðisins. Akranes- kaupstaður hefur nú fengið forræði yfir meginhluta lóðarinnar og mann- virkja þar og fær alla lóðina eftir fimmtán ár. Hugmyndir verða kynntar á íbúaþingi í næsta mánuði. Eftir að framleiðslu var hætt í Sementsverksmiðjunni á Akranesi hafa farið fram umræður um framtíð mannvirkjanna þar og lóðarinnar sem er í hjarta bæjarins, alls um sjö hektarar. Auk verksmiðjubygging- arinnar eru þar miklar efnis- geymslur, sementstankar og strompurinn frægi. Þegar ríkið undirbjó einkavæð- ingu verksmiðjunnar fékk bærinn til baka landið sem hann gaf undir verksmiðjuna á sínum tíma. Ekki tókst að tryggja að ríkið eða nýir eigendur fyrirtækisins kostuðu nið- urrif mannvirkja, þegar til þess kæmi. Talið er að kostnaður við nið- urrif mannvirkja verði um 250 millj- ónir kr. Guðmundur Páll Jónsson, formaður bæjarráðs, gaf þá skýr- ingu í viðtali við Morgunblaðið í apríl að strandað hefði á ákvæðum EES- samningsins um ríkisstyrki. Skásta lausnin fyrir bæinn Samkvæmt samkomulaginu sem gert var fyrir tíu árum hélt verk- smiðjan lóðarréttindum sínum að mestu í 25 ár og forleigurétti. Nú- verandi eigendur Sementsverks- miðjunnar höfðu frumkvæði að við- ræðum við Akraneskaupstað um afsal á eignunum vegna vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu fé- lagsins. Töldu eigendurnir og við- skiptabanki þess gjaldþrot blasa við að óbreyttu. Niðurstaðan varð að Sements- verksmiðjan afsalaði lóðum og lóðar- réttindum til bæjarins án endur- gjalds. Sementsverksmiðjan heldur eftir hluta reitsins til starfrækslu sementsinnflutnings næstu fimmtán árin, meðal annars sementstönk- unum. Samkomulagið var samþykkt samhljóða á lokuðum bæjarstjórnar- fundi í gær. Regína Ástvaldsdóttir bæjarstjóri segir að samningar við eigendur fyrirtækisins hafi verið besta lausnin, úr því sem komið var. Ef ekkert hefði verið aðhafst hefði fyrirtækið orðið gjaldþrota með til- heyrandi óvissu um svæðið. Í til- kynningu frá Akraneskaupstað kemur fram að samningar séu fjár- hagslega hagstæðir fyrir bæjar- félagið. Regína nefnir að kostnaður við niðurrif eigna hefði fallið á bæ- inn, hvort sem þessi samningur hefði verið gerður eða ekki. Með honum hafi bærinn fengið rúmar 23 millj- ónir kr. til að kosta niðrrif efnis- geymslu auk tekna af skemmu við Faxabraut. Mikilvægast telur hún þó að yfirráð bæjarins yfir þessu mikilvæga svæði séu nú tryggð fyrr en útlit var fyrir. Tækifæri til framtíðar Regína tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um nið- urrif mannvirkja eða framtíðarnýt- ingu svæðisins. Þó er byrjað að huga að skipulagsmálum og verður málið reifað á íbúaþingi á Akranesi 18. jan- úar nk. Þar verða kynntar ýmsar til- lögur um nýtingu svæðisins og óskað eftir fleirum. „Ég sé fyrir mér blandað bygg- ingasvæði. Við munum vanda okkur vel,“ segir Regína. Hún getur þess að mismunandi skoðanir séu á mál- inu á meðal íbúa. Hugmyndir séu uppi um að friða öll mannvirkin eða rífa þau öll, og allt þar í milli. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt tækifæri í framtíðinni, langtímaverkefni því það mun taka langan tíma að vinna skipulag og taka svæðið í notkun.“ Hugmyndir kynntar á íbúaþingi  Akraneskaupstaður hefur tekið við meginhluta lóðar Sementsverksmiðjunnar  Kostnaður við niðurrif 250 milljónir  Byrjað að undirbúa skipulag og verða hugmyndir kynntar í næsta mánuði Morgunblaðið/Árni Sæberg Akranes Sementsverksmiðjulóðin er í hjarta Akraness, við höfnina og snýr mót suðri. Bærinn tekur nú við 21,5 þúsund fermetra mannvirkjum á 5,5 hekturum lands. Mannvirkin eru kvaða- og veðbandslaus en böggull fylgir skammrifi. Samið Gunnlaugur Kristjánsson, stjórnarformaður Sementsverksmiðj- unnar, og Regína Ástvaldsdóttir bæjarstjóri eftir undirritun samninga. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR LAUGAVEGI 18 Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Gleðilegt nýtt ár! Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14 Ármúla 38 | Sími 588 5010 genevelab.com Opið 27. des. kl. 12-18 28. des. kl. 12-14 30. des. kl. 11-18 Verð 230.000,- (iPod og standur fylgja ekki) GENEVA L í hnotu 25% afslátturGildir til áramóta Sementsverksmiðja ríkisins tók til starfa á Akranesi 1958. Fyrir- tækinu var breytt í hlutafélag og selt einkaaðilum 2003. Sementsverksmiðjan átti sinn blómatíma á áttunda ára- tugnum þegar byggðar voru virkjanir á Þjórsársvæðinu. Framleiðslan minnkaði og inn- flutningur jókst þar til fram- leiðslu var hætt á síðasta ári. Í samþykkt bæjarstjórnar í gær er það harmað að sementsfram- leiðslu á Íslandi hafi verið hætt. Sementsverksmiðjan var burðarás í atvinnulífinu á Akra- nesi í tæp fimmtíu ár. Fyrstu áratugina voru starfsmenn allt að 180 en fækkaði smám sam- an. Lengi höfðu þó 80 menn vinnu þar. Burðarás í atvinnulífinu FRAMLEIÐSLA Í 50 ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.