Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Upplýsingar um sölustaði hjá Fullkomnar krullur HÁR Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 3 hitastillingar, 3 tímastillingar, kraftmikið hitakerfi. Fáðu fullkomnar krullur sem endast lengi. Nýir útreikningar breska ráðgjaf- arfyrirtækisins Centre for Econo- mics and Business Research (CEBR) benda til þess að Kína taki fram úr Bandaríkjunum og verði stærsta hagkerfi heims árið 2028, mun seinna en aðrar spár hafa gefið til kynna. Í tölum CEBR er tekið með í reikninginn að hagkerfi Banda- ríkjanna stendur betur að vígi en margir höfðu reiknað með og eins að ýmsar hömlur kunna að verða á vexti í Kína eftir því sem hag- kerfið þar í landi styrkist, svo að hægir smám saman á hagvexti þar í landi. CEBR býst við að lands- framleiðsla í Kína muni nema 33,5 milljörðum dala árið 2028 borið saman við 8.939 milljarða dala í dag. Einnig reiknar CEBR með að Indland fari fram úr Japan og verði þriðja stærsta hagkerfi heims árið 2028 um leið og Bret- land tekur fram úr Frakklandi og Grikklandi og verður sterkasta hagkerfi Evrópu árið 2030. ai@mbl.is AFP Kátína Stúlka stillir sér upp á Torgi hins himneska friðar í miðborg Beijing. Í bakgrunni má sjá mynd af Mao Ze- dong, en Kínverjar minntust þess 26. desember að liðin voru 120 ár frá fæðingu hans. Hagvöxtur hefur verið kröft- ugur í Kína en breskir hagrannsakendur búast við að hægi á vextinum næsta hálfan annan áratuginn. Kína fer ekki fram úr Banda- ríkjunum næstu 15 árin  Indland á hraðri leið fram úr Japan Landsbréfum hf. hefur verið veitt viðurkenning sem fyrirmyndarfyrir- tæki í góðum stjórnunarháttum. Viðurkenninguna veitir Rannsókn- armiðstöð um stjórnunarhætti við Háskóla Ís- lands. Í tilkynn- ingu segir að við- urkenningin komi í kjölfar ít- arlegrar úttektar á stjórnarháttum Landsbréfa sem framkvæmd var af lögmannsstofunni Lex ehf. Leiddi sú úttekt í ljós að stjórnarhættir Landsbréfa geti að mörgu leyti ver- ið öðrum fyrirtækjum til fyr- irmyndar. Úttektin var unnin á vegum Sam- taka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórn- arhætti við HÍ. Hafa þau tekið höndum saman um að efla eftir- fylgni íslenskra fyrirtækja hvað varðar góða stjórnunarhætti. Er það m.a. gert með því að veita fyr- irtækjum tækifæri til að undirgang- ast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda, að því er greint er frá í tilkynningu. Rannsóknarmiðstöðin hefur um- sjón með matinu og byggist matið á hvort gögn gefi til kynna að fyrir- tæki fylgi leiðbeiningum VÍ, SA og Nasdaq OMX um stjórnarhætti fyr- irtækja. Fyrirtækjum sem standast matið er veitt viðurkenningin Fyrir- myndarfyrirtæki í góðum stjórnar- háttum. ai@mbl.is Landsbréf til fyrir- myndar  Fá viðurkenningu frá HÍ fyrir vandaða stjórnunarhætti Sigþór Jónsson Veglegir afslættir í verslunum auk sterkrar sölu á barnafatnaði og skartgripum hjálpuðu til að efla jóla- söluna í Bandaríkjunum um 3,5% milli ára, skv. mælingu markaðs- greiningardeildar MasterCard. Samkvæmt sömu mælingum stóð sala á raftækjum og lúxusvörum í stað og samdráttur varð í sölu á herra- og dömufatnaði. Samkvæmt tölum frá markaðs- rannsóknarfyrirtækinu Purchase jókst sala á varningi tengdum jólahátíðinni, s.s. fatnaði, raftækjum og lúxusvöru, um 2,3% milli ára, á tímabilinu frá 1. nóvember til 24. desember. Verslunarmiðstöðvasam- tökin International Council of Shop- ing Centers greindu frá því á að- fangadag að í vikunni sem endaði 21. desember hefði salan aukist um 2,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Sam- tökin spá að söluaukningin í desem- ber muni að jafnaði nema 3-4% hjá bandarískum verslunum, m.v. sama mánuð í fyrra. Færri í búðunum Fréttaveita Bloomberg segir dræma aðsókn að verslunum hafa knúið marga verslunarrisa til að bjóða upp á mjög rausnarleg jóla- tilboð. Þannig mátti sjá allt að 75% afslátt á fatnaði hjá Old Navy skömmu fyrir jól og verslanir á borð við Macy’s og Kohl’s höfðu opið allan sólarhringinn frá 20. desember. Gestakomur í bandarískar verslanir voru 21% lægri í vikunni sem endaði 21. desember, miðað við sama tíma- bil fyrir ári samkvæmt mælingum ShopperTrac. ai@mbl.is Jólaverslun jókst um 3,5%  Verslanir vestanhafs höfðu sig allar við AFP Tilboð Barn tekur því rólega í jólaösinni og les í bók í leikfangadeildinni í einni af stórverslunum Kohl’s. Afslættir hafa verið ákaflega rausnarlegir vestanhafs þessi jólin til að laða fleiri neytendur í verslanirnar. Nýjustu tölur frá Kína gefa til kynna að hagvöxtur á árinu verði 7,6% sem er örlítið hærra en opin- berar spár sem hljóðuðu upp á 7,5% hagvöxt. Reuters segir um smá- vægilegan samdrátt að ræða frá síðasta ári þegar hagvöxturinn nam 7,7%. Talið er líklegt að kínversk stjórnvöld muni aftur spá 7,5% hag- vexti á árinu framundan. Opinberar hagtölur fyrir síðasta fjórðung árs- ins verða birtar í janúar. ai@mbl.is Hagvöxtur í Kína ögn yfir spám AFP Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.