Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Ríkið hefur ekki tek- ið staðgreiðslu af neinu því fé sem greitt hefur verið inn í lífeyrissjóð- ina frá upphafi. Þess í stað eru útgreiðslur líf- eyris skattlagðar. Þetta var gert í upp- hafi lífeyrissjóðakerf- isins til þess að sjóð- irnir yrðu fljótari að vaxa og dafna. Það var gert ráð fyr- ir því í árdaga kerfisins að lífeyr- issjóðir skyldu að lágmarki ávaxtast með 3,5% auk verðtryggingar. Þessi tala hefur síðan lagt grunninn að mun hærra vaxtastigi á Íslandi en í öðrum löndum. Verður þetta atriði mörgum ástæða til að krefjast inn- göngu í Evrópusambandið og gjald- miðilsskipta, þar sem húsnæðislán eru þar ódýrari en hér tíðkast. Sjaldan er minnst á þá staðreynd að lán til atvinnurekstrar bera iðu- lega mun hærri vexti erlendis en hér tíðkast og þar eru vextir ekki lagðir við höfuðstól lána heldur stað- greiddir í hverjum mánuði. Við blasir því við að ríkið er réttur eigandi að nærri helm- ingi alls fjár sem í líf- eyrissjóðunum er. Eft- ir því sem næst verður komist nemur fjár- hæðin sú meira en 1000 milljörðum. Ríkið er að sligast undir vaxtabyrði af lán- um sínum sem sögð er nema jafnvel 90 millj- örðum árlega. Vanda- mál heilbrigðiskerf- isins eru á móti alþekkt og eru talsvert minni en þessi upphæð. Hér skortir hjúkrunarrými fyrir aldraða og svo mætti lengi telja. Alls staðar vantar ekkert nema peninga. Fengi ríkið þessa peninga núna til ráðstöfunar eru þeir til sem segja að það mundi skammt líða áður en rík- issjóður væri sokkinn í sömu skulda- stöðu aftur. Kjörnum fulltrúum sé ekki hægt að treysta til annars en skuldasöfnunar og gjafgerninga fyr- ir lánsfé þar sem skattfé sleppir. Auðvitað getur löggjafinn komið í veg fyrir slíkt og sett í stjórnarskrá. Svo eru aðrir sem telja að búið sé að ofgreiða í lífeyrissjóðina við nú- verandi aðstæður. Gjaldeyrishöftin knýi nú sjóðina til óæskilegra fjár- festinga innanlands. Hér séu að myndast eignabólur og stjórn- unarvöld séu að færast óeðlilega til ókjörins fólks í stjórnum lífeyr- issjóðanna. Tímabundið megi því breyta iðgjöldum til sjóðanna. Enn aðrir benda á þær óæskilegu breyt- ingar í þjóðfélagsskipun sem sjóða- veldið er að mynda. Er engin millileið til í þessum mál- um sem menn gætu sætt sig við? Létta undir með ríkissjóði okkar sem er í vanda staddur? Kjósa svo fulltrúa framvegis af ábyrgð en ekki af kæruleysi? Velja ráðdeildarfólk fremur en ráðleysingja? Má ekki ræða það að lífeyrissjóð- irnir skili einhverju af því skattfé sem þeir eru með innanborðs, í ljósi erfiðra aðstæðna ríkissjóðs? Eftir Halldór Jónsson »Er engin millileið til í þessum málum sem menn gætu sætt sig við? Létta undir með ríkis- sjóði okkar sem er í vanda staddur? Halldór Jónsson Höfundur er verkfræðingur og bloggari. Lífeyrissjóðirnir skili skattfé VIÐ ERUM SÉRFRÆÐINGAR Í GASI Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Hádegistilboð Á stysta degi ársins 2013 var spurt í Viku- lokum Ríkisútvarpsins hvort rithöfundar læsu rafbækur og varð fátt um svör. Yrsa Sigurð- ardóttir hafði keypt sér kindil og átti í basli með að kaupa sér rafbækur. Fyrir tveimur árum voru stofnaðar nokkrar rafbókaverslanir hér á landi. emma.is reið á vaðið og bauð óvarðar bækur. skinna.is setti vatnsmerki í bæk- urnar svo að hægt væri að rekja þær, en útgefendur tóku að selja rafbæk- ur sem voru ritvarðar. Þegar Bókatíðindum er flett kem- ur í ljós að á þessu ári hafa einungis verið gefnar út um 60 rafbækur. Þar af virðist mér að rúmur tugur þeirra teljist til fræðirita. Mikilvirkast á þeim vettvangi er Lýðræðissetrið ehf., en það hefur gefið út sjö bækur eftir dr. Björn S. Stefánsson á ís- lensku auk bókarinnar Lýðræði með raðvali og sjóðvali og leiðbeiningarits á nokkrum erlendum málum. Jón Þ. Þór sagnfræðingur gaf út bókina Sjóðurinn í febrúarbyrjun sem rafbók, en sú bók virðist ekki hafa ratað í Bókatíðindin. Þá skal nefnd bókin „Guðrún og Friðgeir“ eftir Sigrúnu Pálsdóttur. Í áðurnefndum útvarpsþætti töldu rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Guðni Ágústsson engum vafa und- irorpið að fólk vildi heldur hafa bæk- ur á milli handanna en að fletta þeim í raftækjum. Vissulega má til sanns vegar færa að rafbækur hafi ókosti, sem prentaðar bækur hafa ekki, en þær hafa ýmsa kosti sem prentuðu bækurnar vantar. Má þar m.a. nefna hversu auðvelt er að fara á milli bók- arhluta svo sem kafla, greina, fletta upp aftanmálsgreinum, leita uppi at- riðisorð o.s.frv. Þá rúmast fjölmarg- ar bækur í hverju lestæki hvort sem um er að ræða farsíma, spjaldtölvur eða venjulegar borð- eða fartölvur. Rafbækur eru ódýrari í fram- leiðslu en hefðbundnar bækur og auðvelt er að endurskoða þær og breyta, ef þörf krefur. Þá opna þær leið fyrir fólk sem getur ekki nýtt sér prentað letur til lestrar. Sjóndapurt fólk getur stillt letur þeirra að vild og þeir, sem eru blindir geta hlustað á þær með talgervli. Sala rafbóka hefur vaxið svo mjög vest- anhafs að undanförnu að Amazon og aðrar netverslanir selja nú fleiri rafbækur en prentuð rit. Hér er þró- unin vart hafin. Skóla- vefurinn hrinti af stað rafbókaútgáfu af miklu metnaði en ónógri þekkingu fyrir nokkr- um árum. Einkum var lögð rækt við útgáfu bóka án höfundarréttar. Nokkrir rithöfundar léðu Skólavefn- um eða lestu.is bækur sínar til út- gáfu, þar á meðal Matthías Johann- essen, en lestu.is hefur gefið út eftir hann smásögur og ljóð. Að undanförnu hefur mönnum orðið tíðrætt um hættur þær sem stafa að íslenskri tungu og jafnvel er því haldið fram að íslenska verði horfin úr hópi tungumála árið 2100. Nú þegar spjaldtölvuvæðingin er hafin í skólum landsins verður að sjá til þess að börn og unglingar fái bæk- ur við sitt hæfi og nýta um leið kosti tækjanna í þágu þeirra sem þurfa að aðlaga lestur aðstæðum sínum. Þótt sumir upplýsingafræðingar haldi því fram að rafbækur séu bóla sem hjaðnar, verður vart efast um að þær verða og eru orðinn hluti menning- arheims fjölmargra, sem vilja nýta snjallsíma eða tölvur til lestrar. Þetta vita þeir best, sem hafa farið með á þriðja tug bóka í farteskinu á milli landa, já, heilu doðrantana, ekki inn- bundna heldur í farsímanum. Hvenær skyldu útgefendur fræði- bóka vakna af dvalanum? Hvenær fáum við sagnfræðirit, bækur í raun- vísindum eða hagfræði gefnar út sem rafbækur? Hvenær bjóða dagblöðin fólki að kaupa áskrift af epub- eða kindilsútgáfum blaðanna? Háskóla- samfélagið hefur enn lítt eða ekki tekið við sér og fátítt er að fræðibæk- ur sé að finna á leslistum sem raf- bækur og enn er ekki hægt að kaupa íslenskar rafbækur hjá Bóksölu stúdenta. Gísli Sigurðsson lýsti því eftirminnilega í útvarpsþætti fyrir nokkru hvernig rafbækur gætu, ef rétt væri staðið að, gerbylt upplifun fólks á Íslendingasögunum. Svo er einnig um fleiri svið. Rafbækur eru eðlis síns vegna fýsilegur kostur til að auka lestur ungs fólks Útgáfa góðra rafbóka handa fólki á öllum aldri stuðlar að varðveislu tungu- málsins og eykur notkun þess. Íslenskar rafbækur í snjallsímanum Eftir Arnþór Helgason »Útgáfa góðra raf- bóka handa fólki á öllum aldri stuðlar að varðveislu tungumálsins og eykur notkun þess. Arnþór Helgason Höfundur vinnur að útgáfu rafbóka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.