Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013
Sala á jólabjór hérlendis frá 15.
nóvember til 24. desember í ár var
607 lítrar samanborið við 559,5
lítra á sama tímabili í fyrra. Þetta
er 8,5% aukning.
Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurð-
ardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR,
seldust 715,8 þúsund lítrar af
áfengi í Vínbúðunum frá 17. til 24.
desember. Á sama tíma í fyrra seld-
ust 680 þúsund lítrar og er aukn-
ingin 5,3% á milli ára.
Mestu munar í sölu á bjór en sala
á honum jókst um 7,5% á milli um-
ræddra tímabila. 2% samdráttur
varð í sölu á sterku áfengi en sala á
léttu víni var svipuð og á sama tíma
í fyrra.
Aldrei fleiri viðskiptavinir
Á tímabilinu komu 140 þúsund
viðskiptavinir í vínbúðirnar miðað
við 132 þúsund í fyrra. Aukningin
er 6,2%. Á Þorláksmessu komu
43.456 viðskiptavinir og keyptu
230,8 þúsund lítra af áfengi. „Þetta
er mesti fjöldi viðskiptavina síðasta
opnunardag fyrir aðfangadag ef
horft er á tímabilið 2007-2013,“
segir Sigrún Ósk.
Áfengi selst að jafnaði einna mest
í Vínbúðunum 30. desember. Sig-
rún Ósk segir að þá komi um 44
þúsund viðskiptavinir í vínbúðirnar
að jafnaði og þar af flestir milli
klukkan 16 og 18. Þegar mest sé að
gera fari um 125 viðskiptavinir í
gegnum afgreiðslukerfi búðanna á
hverri mínútu samfleytt í tvo
klukkutíma. Slíkur fjöldi sé aðeins
yfir afkastagetu afgreiðslukerfis
Vínbúðanna og því megi búast við
röðum í stærstu búðunum á þessum
tíma. steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólabjór Bjórinn seldist vel fyrir jólin og framundan er mikill söludagur.
8,5% aukning
í sölu á jólabjór
43.456 viðskiptavinir á Þorláksmessu
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði á fundi
sínum 13. desember síðastliðinn að afhenda ætti Víglundi
Þorsteinssyni, fyrrverandi stjórnarformanni BM Vallár,
fundargerðir stýrinefndar, sem í sátu
fulltrúar þriggja ráðuneyta, varðandi
endurreisn stóru íslensku viðskipta-
bankanna. Víglundur segir að hann
hafi rekið mál fyrir upplýsinganefnd-
inni frá hausti 2011, eða síðan skýrsla
um endurreisn viðskiptabankanna var
lögð fram á Alþingi. „Af þeirri skýrslu
mátti ráða að eitthvað hafði farið
öðruvísi en neyðarlögin höfðu mælt
fyrir um,“ segir Víglundur.
Segjast ekki finna frekari gögn
Áður hafa gengið tveir úrskurðir í málum Víglundar.
„Nú kom síðasti úrskurðurinn, en þar hafði ég óskað eftir
því að fá allar fundargerðir svokallaðrar stýrinefndar um
samninga við erlenda kröfuhafa um viðskiptabankana og
greinargerðir og vinnugögn þar um.“ Var Víglundi synj-
að um vinnugögn nefndarinnar. „En ég fékk úrskurð um
að mér skyldu afhentar allar fundargerðir nefndarinnar.
Mér voru afhentar þær á ensku, en þó vantar enn upp á
full skil frá fjármálaráðuneytinu og hafa þeir borið því við
að þeir finni ekki frekari gögn hjá sér.“
Víglundur segir að sér sýnist sem það vanti að minnsta
kosti þrjár fundargerðir og ef til vill upp á eina til við-
bótar. Hann sé því að vinna áfram að því að tryggja sér
full skil á fundargerðunum og hefur Víglundur meðal
annars sent erindi til forsætisráðuneytisins og fjármála-
ráðuneytisins þar um.
„Sömuleiðis hvatti ég til þess að þessar fundargerðir
yrðu þýddar á íslensku þannig að upplýsingarnar yrðu
aðgengilegar fyrir allan almenning,“ segir Víglundur.
Hann segir að það fari ekki á milli mála við lestur fund-
argerðanna að frá því um mánaðamótin febrúar-mars
2009 og fram á sumar sama ár hafi farið fram mjög skipu-
lögð vinna við að breyta öllum forsendum neyðarlaganna
á vegum ríkisstjórnarinnar sem þá var og semja gegn
ákvæðum neyðarlaganna við kröfuhafa erlendu bank-
anna. „Þar vantar mjög mikið af gögnum, sem vert væri
að Alþingi kallaði eftir og fengi með skýrum hætti allt í
sínar hendur, því ég er nokkuð viss um að alþingismenn
hafa aldrei fengið að sjá þessi gögn né þá samninga sem
ríkisstjórnin gerði við erlendu kröfuhafana um viðskipta-
bankana og nýju bankana,“ segir Víglundur sem segist
ekki geta greint frá meiru að sinni. „Ekki fyrr en ég hef
þá fengið full skil á öllum gögnum, sem búið er að úr-
skurða að mér skuli afhent,“ segir Víglundur að lokum.
Fundargerðir stýri-
nefndar afhentar
Vantar enn upp á full skil, segir Víglundur Þorsteinsson
Morgunblaðið/Þorkell
Arnarhváll Fjármálaráðuneytið afhenti fundargerðir
stýrinefndar um endurreisn viðskiptabankanna.
Víglundur
Þorsteinsson