Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is Erum með allt fyrir Góður endir á góðum degi Nuddpottar Hreinsiefni Síur Viðgerðarþjónusta Varahlutir Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Sigling 4.-18. febrúar Frá kr. 289.900 á mann í tvíbýli með allt innifalið B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 55 3 46 11 daga sigling í 14 daga ferð frá Tenerife Einstaklega áhugaverð ferð sem hefst með dvöl á Tenerife í 2 daga. Síðan tekur við dásamleg 11 daga sigling þar sem siglt er á milli Kanaríeyjanna, Madeira ogMorocco. Í lokin er dvalið 1 nótt á Playa de las Americas á suðurströnd eyjunnar. Í þessari siglingu er siglt með skipinu Costa CLASSICA, sem farþegar Costa Cruises hafa margsinnis kosið sem sitt eftirlætisskip. Frá kr. 289.900 á mann í tvíbýli í klefa án glugga á Costa Classica með allt innifalið. Innifalið: Flug, skattar, gisting í 3 nætur á 4*hóteli með morgunverði á Tenerife. Kvöldverður 4. febrúar. 11 daga sigling með öllu inniföldu, hafnar- gjöldum og akstri til og frá flugvelli og til og frá skipi. Íslenskur fararstjóri á Tenerife. Ekki íslenskur fararstjóri í siglingunni. bæran flutning undir styrkri stjórn þeirra Jozsefs Béla Kiss og Andreu Kissné Refvalvi tónskólakennara. Þess skal getið að tónskóli Djúpa- vogs er fullbókaður og áhugi nem- enda mikill á öllum aldri.    Í desember hefur margt annað verið á dagskrá, t.d. skemmtun í kringum tendrun jólatrésins, jóla- sveinar á ferð og flugi um allan bæ- inn, krakkabíó upplestur úr nýút- gefnum bókum, spilakvöld, jólaball á Hótel Framtíð, jólabasar og mark- aðir o.fl o.fl.    Í Djúpavogshreppi eru sex kirkjur og var helgihald um þessi jól í þremur af þessum kirkjum í sveit- arfélaginu, í Djúpavogskirkju, Beru- fjarðar- og Hofskirkju, og var kirkjusókn með ágætum.    Hinn 18. desember var tekin formlega í notkun ný félagsaðstaða fyrir eldri borgara í húsnæði sem Djúpavogshreppur hefur endurnýj- að og stækkað. Félagsaðstaðan hef- ur verið í byggingu frá því í upphafi ársins og er framkvæmdum nú lokið að öðru leyti en að smávægilegur frágangur er eftir utanhúss. Ljóst er að þessi nýja félags- aðstaða eldri íbúa í sveitarfélaginu á eftir að lífga mjög upp á starfsemi félags eldri borgara.Segja má að húsnæðið hafi strax sannað sig á fyrstu dögum starfseminnar þar sem góð aðsókn var að húsinu. Við formlega opnun félags- miðstöðvarinnar var ýmislegt á dag- skrá og þar skýrði formaður félags eldri borgara Erla Ingimundar- dóttir frá heiti hússins en nafnið Tryggvabúð varð fyrir valinu.    Í Djúpavogshreppi er kraftur í samfélaginu bæði til sjávar og sveita og hefur grunnþjónustan auk þess verið að styrkjast á síðustu miss- erum. Þá hefur atvinnuleysi verið í sögulegu lágmarki og eftirspurn verið að skapast eftir húsnæði. Íbú- ar á Djúpavogi geta því að óbreyttu horft bjartsýnum augum til fram- tíðar og haldið áfram að vinna með kraftinn í samfélaginu sjálfu sem hefur lagt grunninn að þeim góða bæ sem Djúpivogur er í dag. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Búlandstindur Jólalegt er um að litast á Djúpavogi og hefur það skapað umgjörð fyrir gott mannlíf. Horfa bjartsýn til framtíðar ÚR BÆJARLÍFINU Andrés Skúlason Djúpavogi Á Djúpavogi má segja að hafi verið jólastemning allan desember en á aðventunni voru ýmsir við- burðir í bænum til að lífga upp á skammdegið í aðdraganda jóla. Veðrið var með ágætum yfir jóla- dagana á Djúpavogi og var jörð alauð.    Tónlistarlíf á Djúpavogi stendur í miklum blóma og eykur það sann- arlega á hátíðleik í aðdraganda jóla að hafa úr fjölbreyttu tónlistarlífi að velja. Hinir árlegu aðventutónleikar í Djúpavogskirkju voru haldnir sunnudaginn 8. des. en þar komu fram kirkjukór Djúpavogskirkju, karlakórinn Trausti og barnakór sem fluttu aðventu- og jólalög við góðar undirtektir. Aðrir skemmtilegir tónleikar voru síðar haldnir í Djúpavogskirkju hinn 15. des. en þar voru nemendur Tónskóla Djúpavogs á ferð með frá- Áburður sem Fóðurblandan selur undir merkjum Áburðarverksmiðj- unnar lækkar í verði á komandi sölutímabili um 8-12%. Er það svip- uð verðþróun og SS tilkynnti fyrir sinn áburð fyrir mánuði. Verðlækkunin stafar af lækkun á heimsmarkaðsverði áburðar og breytingu á gengi íslensku krón- unnar, að því er fram kemur í til- kynningu Fóðurblöndunnar. Vegna lækkunar á áburðarverði má búast við að kostnaður meðalkúabús lækki um 200-300 þúsund krónur á ári. Fóðurblandan býður nú tvær til þrjár nýjar tegundir af tví- og þrí- gildum áburði, til viðbótar fyrri tegundum. Pöntunarfrestur hjá Fóðurblöndunni er til 15. febrúar. Bestu kjörin fá þeir sem nýta sér þann frest og greiða fyrirfram. Fóðurblandan lækkar verð og býður nýjar tegundir af tví- og þrígildum áburði Morgunblaðið/RAX Uppskipun Allur tilbúinn áburður sem hér er notaður er fluttur inn til landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.