Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 6
Skjárinn hefur tryggt sér sýning- arrétt á þýsku knattspyrnunni og verður hún sýnd á nýrri íþrótta- stöð, SkjárSport. Útsendingar frá sjónvarpsstöðinni hefjast 3. jan- úar. Útsendingar frá þýsku knatt- spyrnunni hefjast 24. janúar þegar deildarkeppnin hefst að nýju eftir vetrarhlé. Þá munu útsendingar frá hollenska boltanum færast frá Skjá einum yfir á SkjárSport. Fyrsta útsending stöðvarinnar verður 3. janúar þegar sýnt verð- ur frá æfingamóti íslenska lands- liðsins í handknattleik en liðið tek- ur svo í framhaldinu þátt í HM í Danmörku. Að sögn Friðriks Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Skjásins, verð- ur SkjárSport á sömu rás og Skjár golf hefur verið en sú stöð verður lögð niður í núverandi mynd. „Þetta verður í opinni dagskrá til að byrja með, en til hliðar við sportstöðina erum við með aðrar sportrásir í SkjáHeimi,“ segir Friðrik. Hann segir að ekki verði full dagskrá á nýju stöðinni til að byrja með. Friðrik segir að vonir standi til að þýski boltinn muni njóta vinsælda. „Þetta hefur verið mælt og þó að enski boltinn sé sá vinsælasti þá er þýski boltinn á uppleið,“ segir Friðrik en einnig verða samantektarþættir úr hol- lensku og þýsku knattspyrnunni í sýningum á SkjárSport. vidar@mbl.is Þýska knattspyrnan aftur á skjáinn AFP Þýski boltinn Sýnt verður frá þýsku knattspyrnunni á SkjárSport. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stækkun fiskeldis Hraðfrystihússins - Gunnvarar í Ísafjarðardjúpi (HG) þarf að fara í umhverfismat. Það er niðurstaða nýrrar ákvörðunar Skipu- lagsstofnunar. Stofnunin taldi fyrir liðlega einu og hálfu ári að eldið hefði ekki umtalsverð áhrif á umhverfið og þyrfti ekki í umhverfismat. HG hefur stundað fiskeldi um ára- bil og hefur nú leyfi fyrir 3.000 tonna eldi þorsks og regnbogasilungs í Ísa- fjarðardjúpi. Fyrirtækið hefur gert áætlanir um að auka eldið í allt að 7.000 tonna framleiðslu á ári á laxi, regnbogasilungi og þorski og jafn- framt að stunda það á fleiri stöðum í Djúpinu. Ætlunin er að hafa kyn- slóðaskipt eldi þar sem tveir árgang- ar eru í eldi á mismunandi stöðum og svæðin hvíld á þriðja árinu. Tekið er fram að það ráðist af markaðsað- stæðum hvaða tegundir verði aldar á hverjum tíma. Breytt um afstöðu Áformin voru tilkynnt til Skipu- lagsstofnunar í lok árs 2011. Stofn- unin taldi þessa breytingu ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar umhverf- is- og auðlindamála sem felldi úr- skurð Skipulagsstofnunar úr gildi í júní sl. Skipulagsstofnun tók málið upp að nýju og hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að aukningin hafi í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif og skuli því háð mati á umhverf- isáhrifum. Í nýja úrskurðinum vísar stofnunin til reglna um varúðarnálgun og var- úðarreglu í alþjóðlegum umhverfis- rétti og telur að sýnt hafi verið fram á óvissu um möguleg áhrif eldisins á náttúrulega stofna laxfiska í ná- munda við fyrirhuguð eldissvæði. Vísað er til fleiri atriða, svo sem um- fangs framkvæmdarinnar og sam- mögnunaráhrifa með öðru fiskeldi á svæðinu. Göngum ekki á náttúruna Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri HG, segir að upphaf- legar áætlanir hafi grundvallast á rannsóknum sem fyrirtækið hafi stundað með starfi sínu í tíu ár. Hann segist viss um að laxeldið muni ekki spilla umhverfinu í Djúpinu. „Við er- um ekki að ganga á náttúruna. Ef svo væri myndum við ekki geta selt einn einasta fisk. Enginn framleið- andi vill lenda í þeirri stöðu,“ segir Einar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þorskeldi HG hefur leyfi til þorskeldis og regnbogasilungs á vissum svæðum í Ísafjarðardjúpi, m.a. í Álftafirði. Óvissa um áhrif á náttúrulega stofna  Aukning sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi þarf í umhverfismat 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Alls voru 445 fasteignir seldar loka- sölu á nauðungaruppboði hjá sýslu- manninum í Reykjavík á árinu 2013. Á árinu 2012 voru 505 fast- eignir seldar nauðungarsölu og fækkar þeim því á milli ára. Nauðungarsölurnar í ár eru þó fleiri en á árinu 2011, en þá voru þær 384. Í desember á þessu ári voru níu fasteignir seldar nauðungarsölu og er það umtalsverð fækkun á milli ára, en alls voru 80 fasteignir seldar nauðungarsölu í desembermánuði árið 2012, og var það mesti fjöldinn í einum mánuði á árinu öllu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins í Reykjavík liggur ekki fyrir hvað fækkuninni veldur, en þó er ávallt reynt að stýra nauðungarsölunum þannig að þær séu fremur í öðrum mánuðum ársins en í desember. Á liðnu ári voru flestar fasteignir seldar nauð- ungarsölu í september, eða 63 tals- ins. Þá var svipaður fjöldi fasteigna seldur nauðungarsölu í nóvember, en þær voru 43 í ár, en 47 árið 2012. Í tölunum er ekki gerður greinar- munur á því hvort um er að ræða íbúðar- eða atvinnuhúsnæði eða hvort fasteignirnar eru í eigu ein- staklinga eða lögaðila. sunnasaem@mbl.is Nauðungarsölum fækkar á milli ára  Um 90% fækkun í desembermánuði Nauðungarsölur á fasteignum í Reykjavík Heimild: Sýslumaðurinn í Reykjavík 80 70 60 50 40 30 20 10 0 2013 Alls 445 2011 Alls 384 2012 Alls 505 j f m a m j j á s o n d j f m a m j j á s o n d j f m a m j j á s o n d 8 4446 5658 46 19 2 63 51 43 9 80 47 63 44 28 0 26 58 5451 43 11 20 49 77 57 66 41 37 29 40 16 6 „Þetta eru mjög mikil von- brigði, sérstaklega í ljósi þess að þetta ferli hefur tekið á þriðja ár og við höfum á öll- um stigum málsins fylgt leið- beiningum þar til bærra stofnana,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihússins - Gunnvarar (HG) á Ísafirði. Hægt er að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til úr- skurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 31. janúar. Einar Valur segir að ekkert hafi verið ákveðið um kæru. Telur hann líklegast að næstu skref verði að leita eft- ir fundi hjá Skipulags- stofnun til að reyna að fá leið- beiningar þaðan um framhaldið. Mjög mikil vonbrigði FRAMKVÆMDASTJÓRI HG Einar Valur Kristjánsson Það er lenska, sérstaklega hjá Ís- lendingum, að taka áhættu þegar spáð er vindhviðum og ekki síður hjá reyndum aðilum en óreyndum. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Á aðfangadag þurftu björg- unarsveitir í Öræfum að ferja erlenda ferða- menn úr rútum sem höfðu lent í grjótfoki á Skeiðaársandi eftir að leiðsögumenn hópsins höfðu haldið út í veðrið þvert á ráðlegg- ingar björgunarsveita og þrátt fyrir slæma veðurspá. Einar segir að strax um morguninn hafi verið send út viðvörun um vindhviður allt að 35-50 m/s og grjótfok. „Það er sök sér með erlenda ferðamenn sem eru að koma í fyrsta eða annað skiptið hingað að þeir geti lent í vandræðum en reyndir innlendir fararstjórar eiga að hafa vaðið fyrir neðan sig í þessu sem öðru,“ segir hann. Þetta eigi sérstaklega við þegar menn beri ábyrgð á stórum hópum fólks. „Það á ekki að þurfa að loka veg- um í hvert sinn sem talað er um að veður verði slæmt. Menn eiga ekki að komast upp með að sýna ábyrgðarleysi og kjafta sig svo frá því.“ Taka áhættu með vindhviðurnar Einar Sveinbjörnsson Hugljúfar gjafir Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 MIYUNA „Graceful” My spirit is enduring and captivating Maxi doll 3,990.- Bolli 2,590.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.