Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ef ekki tekst að rjúfa þettaþrátefli gæti til þess kom-ið að sveitarfélöginreyndu að rjúfa það með kaupum á íbúðunum. Hafa milli- göngu um að koma þeim á markað. En til þess að svo megi verða þarf Íbúðalánasjóður að slá verulega af verði eignanna og selja á eðlilegu heildsöluverði. Eðlilegast væri þó að sjóðurinn stæði við gefin fyrirheit um að koma þessum íbúðum í not. Málið er í pattstöðu og ástandið versnar,“ segir Eyþór Arnalds, for- maður bæjarráðs í Árborg. 80 íbúðir standa auðar Afstaða Íbúðalánasjóðs veldur bæjaryfirvöldum í Árborg von- brigðum og ályktaði bæjarstjórn um málið í sl. viku. Sjóðurinn hefur á síð- ustu misserum leyst fjölda íbúða til sín, þeim hefur fjölgað og eru nú alls 159. Af þeim standa alls 80 auðar og fer fjölgandi. Almenn svör frá sjóðn- um hafa verið þau að varlega þurfi að fara til að jafnvægi í fasteignaverði raskist ekki. Fjölmargar íbúðir í fjölbýlis- húsum til dæmis við Eyrarveg og Fossveg í suðurhluta bæjarins eru auðar. Segir Eyþór fjárfesta hafa sýnt kaupum á þeim áhuga, en þau hafi ekki gengið upp. Að því gefnu að þrír myndu búa í hverri þeirra 80 íbúða sem standa auðar geri það 240 manns, að mati Eyþórs. Að halda eignunum auðum sé því bremsa á íbúafjölgun. „Fólk leitar í ríkum mæli til bæjarins eftir félagslegu leigu- húsnæði. Allar íbúðir í eigu sveitarfé- lagsins eru í útleigu og við getum fátt gert. Því er sorglegt að vita af fjölda eigna sem standa auðar af mjög svo einkennilegum ástæðum,“ segir Ey- þór. Ekkert að gerast í málinu „Um mitt ár í fyrra fengum við þau svör hjá sjóðnum að unnið væri að lausn. Þau svör sem við gefum fólki sem leitar að húsnæði eru að Íbúðalánasjóður sé með málin í vinnslu og úr muni rætast. Því er sárt, fólksins vegna, að ekkert gerist í málinu,“ segir Eyþór sem undir- strikar að Íbúðalánasjóður hafi fé- lagslegar skyldur lögum skv. og þær eigi svo sannarlega við í þessu sam- bandi. „Sjónarmið um að fasteigna- verði megi ekki raska með því að setja mikinn fjölda íbúða út á sama tíma með tilliti til markaðarins eru ekki mikils virði að mínu mati. Ef eignirnar á annað borð seljast eða hægt er að leigja þær út verður það alltaf á sannvirði miðað við stöðuna hverju sinni. Skortstefnan leiðir hins vegar til þess að fólk kaupir eða leig- ir eignir á óeðlilega háu verði. Slíkt ástand með öðru leiðir í fyllingu tím- ans út í vísitölur og skapar verð- bólgu.“ Vantar eignir á söluskrá Nokkur hreyfing hefur verið í fasteignaviðskiptum á Selfossi að undanförnu. „Okkur vantar eignir í sölu, til dæmis minni raðhúsaíbúðir, kannski 130 fermetra, og svo stærri íbúðir í fjölbýlishúsum,“ segir Stein- dór Guðmundsson, lögg. fasteigna- sali hjá Lögmönnum Suðurlandi. Hann segir íbúðirnar sem nú eru í eigu Íbúðalánasjóðs yfirleitt frekar litlar og henta vel ungu fólki sem sé að festa sína fyrstu eign. „Íbúðirnar eru kannski ekki sú stærð sem mest er leitað eftir í dag, en auðvitað kemur allt svona markaðnum á meiri snúing en nú er raunin.“ Vítahringurinn er bremsa á íbúafjölgun Morgunblaðið/Árni Sæberg Selfoss Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín fjölda íbúða í bænum. Þrýst er á um að þær verði seldar eða leigðar, enda er húsnæðisskortur í bænum. 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það kjörtímabilsveitar-stjórna sem nú er að líða hefur í Reykjavík ein- kennst af því að þeir sem til þess eru kjörnir að stjórna og bera ábyrgð vilja hvorugt gera. Þetta hófst með því að meirihlutinn réð borgarstjóra sem vildi ekki gegna því embætti nema að nafninu til og eftir höfðinu dansa limirnir í þessu eins og ýmsu öðru. Ábyrgðarleysið hefur síð- an verið allsráðandi og kjörnir fulltrúar hafa aðspurðir ýmist ekki viljað kannast við verkefni á vegum borgarinnar eða hrein- lega neitað að tjá sig og vísað á embættismenn sem hvorki hafa verið kjörnir né bera ábyrgð á því sem um ræðir. Enn eitt dæmi af þessu tagi kom upp á dögunum sem sýnir að borgarfulltrúar meirihlutans eru ekki aðeins búnir að reyna að varpa ábyrgðinni af sér og á embættismenn borgarinnar, heldur telja þeir sig nú geta falið aðilum utan borgarkerfisins að sýsla með fjármál borgarinnar, það er að segja skattfé borg- arbúa. Á dögunum ákvað borgin að hætta að styrkja kvikmyndahá- tíð sem rekin hefur verið í ára- tug í borginni og ber heitið RIFF, Reykjavík International Film Festival. Á sama tíma ákvað borgin að styrkja Bíó Paradís um 8 milljónir króna til að halda kvikmyndahátíð, en fyrir hefur Bíó Paradís 14,5 milljóna króna rekstrarstyrk frá borginni. Ef marka má þá borgarfulltrúa og nefndarmenn meiri- hlutans í borginni sem fengist hafa til að tjá sig um málið var þessi ákvörðun ekki tekin af kjörnum fulltrúum heldur af faghópi Bandalags ís- lenskra listamanna. Borgarfull- trúarnir segja það alls ekki í sín- um verkahring að taka ákvarðanir um slík fjárútlát, þær ákvarðanir eigi að vera „fagleg- ar“. Leggi faghópurinn til að ein- hver fái eða fái ekki styrk skuli það standa óhaggað. Það þarf þess vegna ekki að koma á óvart að formaður fag- hópsins skuli orða það svo: „Við erum að úthluta 70 milljónum,“ en staðreyndin er sú að það er borgin sem er að úthluta þessum milljónum og ábyrgðin á því hver fær úthlutun og hver ekki á að vera borgarfulltrúa en ekki utan- aðkomandi félags, hversu ágætt sem það kann að vera. Borgarfulltrúar hafa ekki út- skýrt hvers vegna þeir breyttu styrkjum til kvikmyndahátíða og telja það ekki í sínum verkahring að taka slíkar ákvarðanir. Þeir geta hins vegar ekki stimplað sig út úr þeirri vinnuskyldu klukkan fimm á daginn eins og þeir hafa talið sig geta gert. Þeir eru til þess kjörnir og fá fyrir það greitt að taka ákvarðanir og bera ábyrgð. Og gagnvart borg- arbúum hafa þeir þá skyldu að sinna þessum störfum sínum og svara svo fyrir þær ákvarðanir sem teknar eru, hversu erfitt sem þeim kann að þykja að út- skýra þær. Laun borgarfulltrúa hafa ekki lækkað þótt þeir vísi frá sér vinnu og ábyrgð} Ókjörnir ráða ferðinni Árið 2030 verðurKína búið að taka fram úr Bandaríkjunum sem stærsta hag- kerfi heims, og báðar þjóðir verða með fimm sinnum stærra hagkerfi en þjóðin í þriðja sæti, sem verður Indverjar frekar en Japanir. Þetta kemur ef til vill ekki á óvart, en ef til vill þó það, að árið 2030 verður Bretland orðið að stærsta hagkerfi Evr- ópu, stærra en Þýskaland og Frakkland ef fram heldur sem horfir. Svona lítur framtíðin út, ef marka má árlega skýrslu breska greiningar- og ráðgjaf- arfyrirtækisins Centre for Economic and Business Re- search (CEBR). Þó að taka beri öllum slíkum framtíðarspám með mikilli var- úð og alls ekki bókstaflega er áhugavert að skoða þær for- sendur sem liggja að baki þessu mati CEBR. Bretar eru með yngra samfélag en Þjóðverjar og lægri skatta en Frakkar. Það sem ríður þó baggamuninn er sú staðreynd að Bretland er utan evrusvæðisins. CEBR metur það svo, að yfirgæfi Bretland Evrópusambandið í heild sinni, yrðu áhrif þess neikvæð til skemmri tíma, en jákvæð til lengri tíma litið. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að evrusvæðið lifi áfram, en jafn- framt er tekið fram að ef Þjóð- verjar tækju upp markið á ný, væri engin leið fyrir Breta að ná þeim í náinni framtíð. Það helg- ast af hvoru tveggja, lakri stöðu evrunnar og sífelldri neyð- araðstoð, sem Þjóðverjar þurfa að reiða fram til annarra ríkja vegna hins sameiginlega gjald- miðils. Óbeina niðurstaðan sem hægt er að draga af skýrslunni er því sú að Evrópusambandið heldur aftur af hagvexti Breta, en þó ekki jafnmikið og það heldur aft- ur af Þjóðverjum, sem liggja líkt og Gúlliver forðum bundnir á klafa evrunnar. Ýmislegt getur vissulega brugðið út af á næstu fimmtán árum eða svo en meg- inlínurnar eru engu að síður skýrar. Spurningin er því hvort Þjóðverjar séu til lengdar til- búnir að færa fórnir fyrir evr- una? Evran þvælist fyrir Þýskalandi}Putarnir á evrusvæðinu É g er trúlaus. Algjörlega guðlaus. Hef sennilega alltaf verið það, en áttaði mig nýlega á hversu litla samleið ég á með kirkju- stofnun sem boðar að barn sem er varla mánaðargamalt þurfi að beygja sig í duftið fyrir frelsaranum og leggja allt sitt traust og trú á hann, ellegar hafi það verra af. Örlögin eru ráðin, ef þú gefur þig ekki á vald almættisins, skilyrðislaust, þá ertu í djúpum. Það versta er að ég áttaði mig almennilega á þessu í skírn dóttur mjög góðs vinar míns. Þegar salurinn söng að drottinn væri minn hirðir og að mig muni ekkert bresta og fór með trúarjátninguna þagði ég þunnu hljóði. Ég fór samt með faðirvorið, því mér finnst það fallegt og við pabbi fórum með það saman þegar hann breiddi yfir mig þegar ég var krakki. Minningar og hefðir sitja sennilega í manni. Trúleysi getur hins vegar tekið á sig ýmsar birtingar- myndir. Frans páfi sagði í jólaávarpi sínu (pávarpi?) að trúleysingjar væru kannski ekki svo slæmar skepnur og að umburðarlyndi væri alveg frekar töff pæling. Ég skrifaði á aðventunni frétt um að foreldrar leikskóla- barna hefðu farið með börn sín í kirkju. „Allt í lagi,“ hugsaði ég þegar ég fékk verkefnið, „þetta á eftir að reyna á hlutleysi mitt,“ því ég vil ekki að mínum börnum (sem eru reyndar ímyndun ein) verði barn- ungum innrættar trúarskoðanir þegar samfélagið hefur sammælst um að þau séu of ung til að fara ein í sund eða horfa á Hobbitann. Daginn eftir deildi Vantrú fréttinni á Facebook-síðu sinni með eftirfar- andi inngangi: „Flott, látið foreldrana sjá um þetta. Það hefði samt verið áhugavert að heyra hve hátt hlutfall barnanna fór. Kannski að það hafi ekki verið hentugt fyrir áróðursgildi fréttarinnar að nefna það.“ Satt. Ég lét farast fyrir að spyrja viðmæl- anda minn um það og rétt að gagnrýna mína blaðamannshætti fyrir það. Vænisýkin í Van- trúarmönnum virðist af þessu að dæma hins vegar vera slík að ég á ekki samleið með trú- leysingjum sem þeim. Áróðurinn er í þeirra eigin huga, rétt eins Dee Snider benti á forð- um, að sadó-masókismi í laginu Under the Blade var það sem Tipper Gore var að leita að, og hún fann hann. Það er klassískt stílbragð að pistlahöfundar skrifi um sjálfa sig sem einhvers konar Salómon. Þegar sonur minn eða dóttir (sjá að ofan) spyrja: „Pabbi, er guð til?“ þá væri hvorttveggja rangt að segja: „Já, hann er til og þú ferð beint til helvítis þegar þú deyrð ef þú trúir því ekki skilyrðislaust“ og: „Nei, hann er ekki til og ef þú trúir því ertu hálfviti eins og allir hinir sem trúa því.“ „Veistu, þú ert greinilega bara frekar klárt ímyndað barn fyrst þú spyrð svona. Ég verð eiginlega að játa að ég bara veit það ekki. Ég held að guð sé ekki til, en svo er líka til margt fólk sem heldur að hann sé til. Hvað heldur þú?“ gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Pistill Gleði og guðlaus jól STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Málin eru að þokast áfram,“ segir Sigurður Erlingsson, for- stjóri Íbúðalánasjóðs. Fjölbýlis- húsin á Selfossi þar sem flestar íbúðirnar eru standa við Fossveg og Eyrarveg. Nú þegar liggur fyr- ir staðfest tilboð í aðra blokkina og vinnur tilboðsgjafi að fjár- mögnun á kaupunum. „Þetta hefur verið í vinnslu síðustu vik- ur. Bankarnir þurfa að fara yfir allar áætlanir vegna lána en von- andi verður málið leyst fljótlega eftir áramótin,“ segir Sigurður. Hann leggur hins vegar áherslu á að íbúðirnar sem standa auðar séu ekki íbúð- arhæfar. Ýmis lokafrá- gangur innandyra sé eftir – og nýrra kaup- enda sé að hnýta þá lausu enda svo fólk geti búið sér þar samastað í til- verunni. Tilboð í blokk liggur fyrir ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Sigurður Erlingsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.