Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Hydrovane loftpressur eru lágværar, fyrirferðarlitlar, öflugar og henta alls staðar þar sem þörf er á þrýstilofti. Mikið úrval af hágæðaloftpressum, lögnum og síum. Bjóðum lausnir í þrýstilofti fyrir allar aðstæður. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Allt annað líf - með hljóðlátri loftpressu Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is Nú þegar jólasveinarnir eru farnir að tygja sig heim einn aföðrum er við hæfi að rita um þá fáein orð. Nöfn sveinkannavísa til fyrri tíma og eru flest fjarri nútímanum. Í þá dagavar fjöldi þeirra á reiki. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru tugir jólasveina nefndir. Jólalagið Jólasveinar einn og átta er því ekki úr lausu lofti gripið. Heimildir benda til að þeir hafi verið mismargir eftir landshlutum. Í jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum eru þeir þrettán. Þar er að finna jólasveina okkar tíma. Þessar vísur má finna í bók hans Jólin koma frá 1932. Leiða má að því líkur að endanlegur fjöldi jólasvein- anna og hvaða nöfn þeir báru hafi ráðist af vinsældum vísnanna. Á vef Þjóðminjasafnsins er lýsing á jólasveinunum. Nöfn þeirra eru gegnsæ og fela í sér það sem einkennir þá. Þeir sleikja, skafa, skella, sníkja o.s.frv. Af nöfnunum að dæma virðast þeir flestir vera svangir. Kertasníkir var einnig kallaður Kerta- sleikir. Hér áður fyrr voru kertin búin til úr tólg og hef- ur hann því sleikt þau. Hurðaskellir ber heiti óláta- belgsins og virðist ekki vera eins upptekinn af mat og bræður hans. Stúfur er sá eini sem ekki ber nafn sem einkennir háttarlag. Hann var þó stundum kallaður Pönnuskefill. Stekkjarstaur ber að hluta til nafn sem vísar til limaburðar en á hinn bóginn kunna fáir deili á orðinu stekk en það merkir lítil fjárrétt. Samkvæmt fyrrnefndum jólasveina- vísum laumaðist Stekkjarstaur í fjárhúsin því að hann vildi sjúga ærn- ar. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur hefur bent á að í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar séu heiti jólasveinanna þrettán höfð eftir séra Páli Jónssyni, presti í Eyjafirði. Páll þessi var ættaður úr Dölunum eins og Jóhannes úr Kötlum. Að vísu nefnir Páll Faldafeyki en Jóhannes Hurðaskelli. Hurðaskelli er að finna í safni Jóns Árnasonar í heimild að norðan. Pottasleiki kallaði Jóhannes Pottaskefil og hefur hann síð- an gengið undir báðum nöfnum. Skyrgám kallaði Jóhannes Skyrjarm. Skyrjarmur festist ekki við þann sveinka en Hurðaskellir tók alveg við af Faldafeyki enda ekki augljóst hvaða faldi hann feykti, einkum ef átt var við höfuðfald kvenna. Askasleikir ber eiginlega úrelt nafn líka. Askar finnast einna helst á Þjóðminjasafninu eða sem skraut á heim- ilum þeirra landsmanna sem gaman hafa af gömlum munum. Lýsing Jóhannesar úr Kötlum á jólasveinunum lifir góðu lífi. Þeir eru enn þrettán og bera gömlu nöfnin – þótt enginn hafi orðið var við þá í eldhúsinu að stela sér mat. Foreldrarnir, Grýla og Leppalúði, eru ýmist dauðir eða halda sig í fjöllunum. Sagan af jólakettinum hefur hins vegar ekki staðist tímans tönn enda hæfir vart nú á dögum að segja að börn fari í jólaköttinn fái þau ekki ný föt fyrir jólin. Málið El ín Es th er Já, til dæmis Símasníkir. Og Facebook- deilir, Tölvufærir, Sjónvarpsglápir og PISA-dæmir. Ha? Nei, er það? Ekki allir. Nokkrir eru enn á leiðinni til byggða. Pedró, af hverju er skórinn ennþá í glugganum? Jólasveinarnir eru lagðir af stað aftur til fjalla. Þeir jólasveinar nefndust Tungutak Eva S. Ólafsdóttir eva@skyrslur.is Minningar Ragnars Stefánssonar, jarð-skjálftafræðings, sem út komu fyrir þessijól, eru athyglisverðar fyrir margra hlutasakir. Í óvenju opinni umfjöllun um líf foreldra sinna bregður hann upp mynd af lífi þeirra kynslóðar, sem sýnir m.a. hvað margt hefur verið líkt með hlutskipti fólks á fyrri hluta 20. aldarinnar á Ís- landi, þeim áskorunum, sem það stóð frammi fyrir í daglegu lífi, og þeim fordómum, sem það var að burðast með úr fortíðinni. Og þá skipti engu máli hvar þetta fólk stóð í pólitík, yzt til vinstri eins og í fjöl- skyldu Ragnars eða yzt til hægri eins og í fjölskyldu greinarhöfundar. Viðfangsefnin og vandamálin voru í meginatriðum þau sömu. Kynslóð foreldra okkar Ragnars var að berjast við að komast af. Langflest okkar eru komin af fátæku fólki til sjávar og/eða sveita. Ímynd Ragnars Stefánssonar í samtímasögu okkar er af manni, sem var helzti forystumaður róttækustu grasrótarhreyfinganna á vinstri væng stjórnmálanna á dögum kalda stríðsins. Við vorum skólabræður og bekkjarbræður og mér er minnis- stætt að afstaða mín til hans mót- aðist snarlega í æsku okkar, þegar ég komst að því að hann væri bróðursonur Brynjólfs Bjarnason- ar, eins helzta hugmyndafræðings kommúnista á Íslandi á 20. öld- inni. Þar með var Ragnar í mínum huga ofarlega á lista þeirra, sem mest ástæða var til að tortryggja. Framganga hans og forysta í götumótmælum á sjö- unda og áttunda áratug síðustu aldar staðfestu þá skoðun. Einhvern tíma fyrir svo sem tveimur áratugum hitt- umst við á förnum vegi á Akureyri og tókum tal sam- an. Það samtal vakti hjá mér hugsanir um að kannski hefði ég haft rangt fyrir mér, þegar ég í upphafi kalda stríðsins, enn undir miklum áhrifum af æskuumhverfi mínu, hafði sett Ragnar Stefánsson í hóp þeirra manna, sem hættulegastir gátu talizt í röðum vinstri- manna. Þetta var saga kalda stríðsins. Svona dæmd- um við menn eftir því hvar þeir skipuðu sér í flokk. Minningar Ragnars Stefánssonar eru staðfesting á því að ég hafði rangt fyrir mér. Þær lýsa manni, sem hefur umfram allt verið samkvæmur sjálfum sér. Og slíka menn er hægt að virða hvar í flokki, sem þeir standa. Þeir eru ekki svo margir. Einn lítill kafli í endurminningum Ragnars Stefáns- sonar, Það skelfur, var erfið lesning. Hann lýsir því, þegar hann kom í okkar bekk í Laugarnesskólanum og segir: „Þar hitti ég fyrir aðalinn í skólanum, þá sem höfðu leikið í leikritunum hjá Skeggja Ásbjarnarsyni, kenn- ara. Ég var mjög feiminn við þessa fínu krakka. Reyndar voru nokkrir aðrir ófínir þarna líka. Stelp- urnar í bekknum voru óskaplega gáfaðar … strák- arnir … voru bráðþroska pólitískt … Ég var aldrei í þessari pólitísku akademíu en horfði meira til hennar í forundran og með nokkurri aðdáun. Ég umgekkst enn stráka úr Múla- og í Herskólakampi, þótt mér hefði hlotnast sú upphefð að vera í A-bekk í fram- haldsdeildinni. Mig minnir að þrír efstu bekkirnir, A, B og C, hafi verið svonefndir bóknámsbekkir, miklu fleiri bekkir þar fyrir neðan voru verknámsbekkir. Fyrri hópurinn átti möguleika á því að ganga hinn virðulega menntaveg, síðari hópurinn myndi lenda einhvers staðar neðar í samfélagsstiganum eins og það var kallað.“ Þessi lýsing Ragnars á einhverri óskilgreindri stéttaskiptingu á þessum tíma er rétt en hún er líka óþolandi. Hvernig gat svona samfélag orðið til? Þetta var auðvitað bara sýndarmennska og sjónarspil. Fólk var að þykjast. En jafnframt var þetta að sumu leyti sá veruleiki, sem blasti við fólki á fyrstu árum lýð- veldisins. Í bréfum, sem varðveizt hafa úr móðurfjöl- skyldu minni, sem voru aðallega sjó- menn á Vestfjörðum, má finna vangaveltur um það að börn Mar- grétar Auðunsdóttur frá Svarthamri í Álftafirði við Djúp muni sennilega ganga menntaveginn. Hvers vegna? Vegna mannsins, sem hún gekk að eiga, Haraldar Blöndals, ljósmyndara. Þetta mat sjómannanna ungu á fjórða tug 20. aldar reyndist rétt. Margrét var ömmusystir mín og afa- systir Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenzkrar erfða- greiningar. Hún var amma Halldórs Blöndals, fyrr- verandi forseta Alþingis og ráðherra. Börn systur hennar, ömmu minnar, gengu ekki menntaveginn af því að þau höfðu ekki efni á því. Maður hennar var sjómaður frá Skálavík. Þegar við Ragnar Stefáns- sonar kynnumst í gagnfræðaskóla um miðbik síðustu aldar eimir enn eftir af þessari stéttaskiptingu. Senni- lega er ekkert verra til í samfélögum en stéttaskipt- ing. Hún hefur skotið upp kollinum á ný á seinni ár- um. Það hefur fyrst og fremst verið peningaleg stéttaskipting en að einhverju leyti spurning um há- skólaaðal. Það skiptir ekki máli af hverju stéttaskipt- ing sprettur. Hún er fyrst og fremst hlægileg. En hún getur haft alvarlegar afleiðingar. Herforinginn í götuátökum, sem leiddu af kalda stríðinu, leggur nokkra áherzlu á að skýra sín sjón- armið og það er skiljanlegt. Sennilega er bók Ragnars einhver bezta málsvörn fyrir götuherdeildir vinstri- manna, sem fram hefur komið. Sumir aðrir hafa reynt að fela þá fortíð sína og láta nú fara vel um sig í skjóli þess borgaralega valdakerfis, sem þeir áður börðust gegn. Þess vegna er svo auðvelt að bera virðingu fyrir Ragnari Stefánssyni. En hitt er svo annað mál, að við sem stóðum hinum megin víglínunnar litum á götumótmælin, sem Ragnar stóð fyrir, sem happafeng í baráttunni. Við vissum að þau mundu þjappa fólki enn betur saman í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði – gegn ein- ræði kommúnismans og kúgun. Saga jarðskjálftafræðings Stéttaskipting er hlægileg – en það er fátt verra til í samfélögum. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Haustið 1933 dvaldist HalldórKiljan Laxness í Barcelona og fékkst við að skrifa Sjálfstætt fólk. Þar var þá staddur Jónas Jónsson frá Hriflu, og bauð sendifulltrúi Ís- lands í borginni, Helgi P. Briem, þeim Laxness og Jónasi á nautaat. Halldór Guðmundsson bókmennta- fræðingur segir í ævisögu Kiljans, sem kom út 2004 (bls. 335): „Þannig atvikast það að Jónas frá Hriflu og Halldór Laxness fara saman á nautaat, en því miður er ekkert vitað meira um þá ferð.“ Ég fléttaði hins vegar inn í bók mína, Kiljan, um ævi Laxness 1932- 1949, fjörlega frásögn um þetta sama nautaat, sem Jónas frá Hriflu hafði birt í Dvöl 1934. Frásögnin þótti svo skemmtileg, að hún var endurprentuð í bókinni Langt út í löndin 1944. Lýsti Jónas því með til- þrifum, hvernig naut ráku fyrst hesta riddara á hol í tvísýnum bar- dögum, en nautabaninn sjálfur birt- ist síðan í litklæðum og lagði sverð sitt í hjartastað hvers nautsins af öðru. Nauðsynlegt er að þaulkanna heimildir til að komast hjá vand- ræðalegum yfirsjónum. Þetta rifj- aðist upp fyrir mér, þegar ég hlust- aði á Lemúrinn á Rás eitt 15. október 2013, en þá lýsti Vera Ill- ugadóttir afskekktum eyjum. Hún sagði meðal annars frá Galápagos- eyjum í Kyrrahafi, undan strönd Miðbaugsríkis, Ekvadors. Vera rakti örlagasögu, sem gerðist, eftir að ævintýrakona, sem titlaði sig bar- ónessu, settist að á eynni Floreana 1932. Það hefur hins vegar farið fram hjá umsjónarmönnum Lemúrsins, að ég birti í 3. hefti Þjóðmála sum- arið 2013 ferðasögu mína frá Galá- pagos-eyjum í júní 2013. Þá hafði ég komist að því, að íslenskur maður hafði flust út í eyjarnar 1931 og bor- ið þar beinin 1945. Hann var einmitt ein helsta frumheimildin um örlaga- sögu barónessunnar, sem ég endur- segi stuttlega í Þjóðmálum. Virðist annar ástmaður barónessunnar hafa drepið hana og hinn ástmanninn, en orðið síðan sjálfur skipreka á eyðiey á leið til meginlandsins og látist úr þorsta ásamt fylgdarmönnum sín- um. Bendi ég á, að Georges Simenon notar þessa viðburði sem uppistöðu í skáldsögunni Ceaux de la soif, sem best væri að þýða Hinir þyrstu, og hefur verið gerð sjónvarpsmynd eft- ir henni. Saga íslenska eyjarskeggj- ans, sem hét Valdimar Friðfinnsson, er ekki síður ævintýraleg, eins og ég hef minnst hér á. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Þeim sást yfir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.