Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013
Takk hreinlæti ehf, Viðarhöfða 2, 110 Reykjavík - Sími 577 6500 - Fax 577 6505
Geymslubox Ýmsarstærðirog gerðir
Míkhaíl Kalashníkov, sem hannaði Kalashníkov-
riffilinn, eða AK-47, var borinn til grafar í gær í nýjum
grafreit nálægt Moskvu sem ætlaður er fyrir þjóð-
hetjur. Kalashníkov lést á mánudaginn var, 94 ára að
aldri. Í fyrstu var sagt að hann yrði grafinn í heima-
borg sinni Izhevesk en rússneskir embættismenn
ákváðu að heiðra hann með viðhafnarútför í grafreit
sem varnarmálaráðherra Rússlands opnaði í júlí. Rúss-
neskir fjölmiðlar segja að grafreiturinn eigi að vera
fyrir þjóðhetjur í hernum og æðstu embættismenn
landsins. Við útförina hleyptu hermenn af AK-47 riffl-
um til að heiðra Kalashníkov. Í viðtali fyrir nokkrum
árum kvaðst Kalashníkov hafa byrjað að hanna riff-
ilinn eftir síðari heimsstyrjöldina í þágu föðurlandsins
og aldrei hafa búist við því að hann yrði eftirlætisvopn
margra hermanna og skæruliða víða um heim.
EPA
Kalashníkov borinn til grafar
Tvær konur í
rússnesku pönk-
hljómsveitinni
Pussy Riot héldu
í gær fyrsta
blaðamannafund
sinn í Moskvu
eftir að þeim var
sleppt úr fang-
elsi. Þær sögðust
vilja að Míkhaíl
Khodorkovskí,
sem var einnig sleppt úr fangelsi í
vikunni sem leið, byði sig fram
gegn Vladímír Pútín Rússlands-
forseta. Konurnar tvær, Nadezhda
Tolokonníkova og María Aljokhína,
sögðust ætla að stofna mannrétt-
indahreyfingu til að berjast fyrir
réttindum rússneskra fanga í sam-
starfi við stjórnarandstöðuleiðtog-
ann Alexej Navalní.
RÚSSLAND
Vilja Khodorkovskí
í forsetaframboð
María Aljokhína á
blaðamannafundi.
Stjórn Salva Kiir, forseta Suður-
Súdans, er tilbúin til að fallast á
tafarlaust vopnahlé, að sögn leið-
toga Austur-Afríkuríkja sem komu
saman í Nairobi í gær til að reyna
að binda enda á átökin í yngsta
sjálfstæða ríki heimsins. Leiðtog-
arnir hvöttu uppreisnarmenn í
landinu til að fallast einnig á vopna-
hlé. Yfir 1.000 manns hafa beðið
bana í átökum í S-Súdan og a.m.k.
100.000 flúið heimkynni sín. Átökin
eru rakin til valdabaráttu forsetans
og Rieks Machar, fyrrverandi vara-
forseta, og úlfúðar milli tveggja
stærstu þjóðernishópa landsins.
SUÐUR-SÚDAN
Grannríki reyna að
koma á vopnahléi
Saad Hariri, fyrr-
verandi forsætis-
ráðherra Líban-
ons, sakaði í gær
Hizbollah, sam-
tök sjíta, um að
hafa staðið fyrir
sprengjutilræði
sem kostaði sex
manns lífið í mið-
borg Beirút í
gærmorgun. Á
meðal þeirra sem létu lífið var súnn-
ítinn Mohammad Chatah, 62 ára
fyrrverandi fjármálaráðherra og
sendiherra Líbanons í Washington.
Chatah var einnig ráðgjafi Fuads
Siniora, fyrrverandi forsætisráð-
herra, og náinn samstarfsmaður
Saads Hariri. Hann hafði gagnrýnt
einræðisstjórn Bashars al-Assad í
Sýrlandi og Hizbollah-samtökin sem
hafa stutt hana.
Engin hreyfing lýsti sprengju-
tilræðinu á hendur sér en Saad
Hariri var fljótur að kenna Hizboll-
ah um árásina. Réttarhöld eiga að
hefjast eftir þrjár vikur yfir fimm
liðsmönnum Hizbollah sem eru sak-
aðir um að hafa orðið föður Saads
Hariri, Rafik, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, að bana í sprengjutilræði í
febrúar 2005.
Sprengjutilræðum hefur fjölgað í
Líbanon að undanförnu vegna
spennu milli sjíta og súnníta sem
rakin er til stríðsins í Sýrlandi.
Hizbollah
kennt um
blóðbaðið
Áhrifamikill
súnníti beið bana
Eldur í bíl slökktur
eftir árásina.