Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 útgefenda út nýjan lista eftir áramót. Þar sem alltaf er einhverjum bók- um skipt milli jóla og nýárs gæti það haft áhrif á röðina á listanum. Lygi seldist í 18 þúsund eintökum sem er ívið meira en skáldsaga Yrsu í fyrra, að sögn Péturs Más Ólafssonar útgefanda hjá Bjarti og Veröld. Þá seldist bók Jóns Kalmans í 10 þúsund eintökum. „Hann er hástökkvari,“ segir Pétur en fyrri bækur hans seld- ust í 6-7 þúsund eintökum. Ekki fékkst upp gefinn fjöldi seldra eintaka hjá Forlaginu. „Fljótlega, í upphafi, er hægt að sjá hvernig jólabókaflóðið þróast,“ segir Margrét Jóna Guðbergsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Ey- mundsson. Hún segist strax hafa fengið þá tilfinningu að Vísindabók Villa myndi seljast vel. „Einnig var gaman að sjá ljóðabókina Árleysi alda eftir Bjarka [Karlsson] seljast vel, og þá tók Ólæsinginn fínan enda- sprett.“ Arnaldur vinsæll á rafbók Ein af mest seldu íslensku rafbók- um fyrir jól hjá eBókum var Skugga- sund eftir Arnald. Lygi kom út á raf- bók rétt fyrir jól og seldist hún þá vel. Aðrar rafbækur sem einnig seld- ust vel voru: Grimmd eftir Stefán Mána, ævisaga Hemma Gunn og Sæmd eftir Guðmund Andra Thors- son. Sama er upp á teningnum í sölu rafbóka hjá Eymundsson, auk þess- ara bóka var þar einnig Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason. Glæpastjörnurnar á toppnum  Arnaldur og Yrsa áttu mest seldu innbundnu bækurnar í jólabókaflóðinu  Vísindabók Villa gaf fljótt fyrirheit um að seljast vel  Verk Jóns Kalmans aldrei selst eins vel  Lygi seldist í 18 þús. eintökum Morgunblaðið/Rósa Braga Jólabækur Íslendingar vilja nú sem endranær sökkva sér í góðan glæp. BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Skuggasund eftir Arnald Indriðason sem Forlagið gefur út og Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur sem kemur út hjá Veröld, eru mest seldu inn- bundnu bækurnar fyrir jólin þetta árið, samkvæmt bóksölulistum og upplýsingum frá útgefendum. Þessar tvær glæpasögur hafa skipst á að sitja í toppsæti met- sölulista bóka í desembermánuði. Þetta kemur ekki á óvart miðað við bóksölu síðustu ára. Ekki einn heildarlisti Samkvæmt lista Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir 16,-22, desem- ber var Skuggasund efst, Lygi þar á eftir. Þriðja bókin var barnabókin Vísindabók Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson sem Forlagið gaf út, sú fjórða er ævisaga Guðna sem Veröld gefur út, þá Fiskarnir hafa enga fæt- ur eftir Jón Kalman Stefánsson sem kemur út hjá Bjarti. Einn heildarlista yfir mest seldu bækurnar er ekki að finna. Stærstu bókabúðir landsins, Eymundsson, Mál og menning og Iða, taka ekki lengur þátt í bóksölulista Félags ís- lenskra bókaútgefenda. Ástæðan er sú að þessar bókaverslanir vilja ekki vera með matvöruverslunum á bók- sölulista. Þær verslanir sem standa á bak við lista Félags íslenskra bókaútgefenda eru: A4, Bónus, Bókabúð Forlagsins, Bóksala stúdenta, Hagkaup, Krónan, Kjarval, Nóatún, Samkaup strax, Samkaup úrval og Nettó. Samkvæmt bóksölulista Ey- mundsson er Lygi í efsta sæti og Skuggasund í öðru. Þá eru hinar bækurnar þær sömu nema í stað ævi- sögu Guðna kemur Ólæsinginn sem kunni að reikna eftir Svíann Jonas Jonasson, sama höfund og skrifaði Gamlingjann sem skreið út um gluggann. Ekki lá fyrir listi yfir mest seldu bækurnar hjá Máli og menningu og Iðu. Þá sendir Félag íslenskra bóka- Plata Baggalúts, Mamma þarf að djamma, er mest selda platan fram að jólum. Henni var dreift í búðir í 9.200 eintökum. Um áramót hefur hún líklega selst í um 7.500 eintök- um, að sögn Eiðs Arnarssonar, út- gáfustjóra Senu. Seldist upp með hvelli Rétt fyrir jólin kom út plata með Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Sú plata seldist upp með miklum hvelli á fjórum og hálfum degi og var þar með söluhæsta plat- an vikuna fyrir jól. Upplagið var 4.500 eintök. Á þessum tíma er ekki alveg að marka sölutölur því verslanir hafa skilarétt á plötum. Öðru máli gegn- ir um plötu Skálmaldar því hún seldist upp. Spurður hvort plötur hafi selst jafn hratt áður, segir hann þessa sölu tiltölulega svipaða og á plötum Mugison og Ásgeirs Trausta, síð- ustu tvö ár vikuna fyrir jól. „Þetta er með því besta sem gerist,“ segir Eiður og bendir á að hins vegar sé engin leið að segja hvað hefði gerst ef Skálmaldarplatan hefði verið til í meira upplagi. „Undanfarin ár hefur markaður- inn verið undarlegur út af plötum Ásgeirs og Mugison. Tölurnar sem heyrðust þar voru undantekning.“ Aðrar plötur sem hafa selst svip- að og Skálmöld og Sinfó í ár eru m.a. plata Sigríðar Thorlacius, Pálmi Gunnarssonar og Kaleo. Ár breytinganna Ekki lágu fyrir tölur um hvaða plata og lag seldist mest á árinu á tonlist.is „Þetta er ár breytinga. Eftir að Spotify kom á markað þá hefur raf- ræni markaðurinn stækkað en keppir jafnframt af krafti við þá sem fyrir eru,“ segir Eiður, spurð- ur út í rafræna tónlistarmarkaðinn. Mamma þarf að djamma söluhæst Morgunblaðið/Rósa Braga Skipt Á þessum tíma er ekki alveg að marka sölutölur því verslanir hafa skilarétt sem og kaupendur sem nýta sér þann rétt um þessar mundir. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Háir tollar, skattar og vörugjöld eru meðal þeirra þátta sem dregið hafa Ísland niður í árlegri úttekt Fraser Institute um efnahagslegt frelsi í heiminum. Ísland situr sem stendur í 106. sæti listans yfir frjálsa verslun sem er töluvert frá því sem áður var en Ísland var í 30. sæti árið 1995. Bent hefur verið á að töluverð versl- un fari úr landi og eru verslunarferð- ir vinsælar t.d. rétt fyrir jól. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, segir stöðu Íslands sem lýst er í úttektinni vera langt frá því að vera viðunandi og úrbóta sé þörf á ýmsum sviðum. „Sumt hefur þegar verið tekið til skoðunar og annað er í undirbúningi. Ríkisstjórnin hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sínum að lækka skatta almennt og einfalda skatt- kerfið,“ segir Ragnheiður. Endurskoðun virðisaukaskatts Mörg þeirra mála sem rætt er um í skýrslunni falla undir mismunandi ráðuneyti og Ragnheiður segir að á vettvangi fjármálaráðherra sé í und- irbúningi endurskoðun á virðisauka- skatts- og vörugjaldaumhverfinu með það að markmiði að lækka gjöld og einfalda kerfið. „Almennt er markmið okkar að bæta hér viðskiptaumhverfið, ein- falda regluverk og auka skilvirkni. Ég vil að sjálfsögðu sjá okkur hærra á þessum lista og mun skoða það sem að mínu ráðuneyti snýr sérstak- lega,“ segir Ragnheiður. Höftin eru stóra verkefnið Taka þarf til á mörgum sviðum til að bæta efnahagslegt frelsi á Íslandi og fellur það ekki undir neitt eitt ráðuneyti eins og fram hefur komið. „Það er ekki einungis á sviði versl- unarinnar heldur einnig umhverfi erlendra fjárfestinga, reglur sem lúta að eignarhaldi og fjárfestingum erlendra aðila. Þar er þegar unnið að endurskoðun, bæði á vettvangi míns ráðuneytis og innanríkisráðuneytis og er tillagna að vænta á næstunni,“ segir Ragnheiður. Þá bendir hún að auki á að stóra verkefnið sé auðvitað afnám gjald- eyrishaftanna sem sett voru á árið 2008 og áttu að vera tímabundin að- gerð vegna falls stóru viðskipta- bankanna en eru enn við lýði í dag. „Gjaldeyrishöftin draga mjög úr samkeppnishæfni okkar og eru bein- línis skaðleg viðskiptaumhverfinu.“ Endurskoða virðisaukaskatt og gjöld  Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra vill sjá Ísland hærra á samanburðarlista um efnahagslegt frelsi þjóða  Þegar hafin vinna við að lækka skatta og einfalda skattkerfið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tollar, skattar og gjöld Ísland hefur gefið eftir samkvæmt samantekt yfir frjálsa verslun í heiminum og er nú í 106. sæti, en 1995 var Ísland í 30. sæti. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að al- mennt séu tollmúrar sem reist- ir hafi verið hér á landi ekki skynsamleg leið til að ná mark- miðum. „Reynslan hefur sýnt að þar sem við höfum verið að leggja á sérstök innflutnings- gjöld hækkar verð til almenn- ings í landinu og atvinnugrein- ar einangrast frá alþjóðlegri samkeppni sem er ekki endi- lega til góðs,“ segir Árni. Hann bendir á að einnig þurfi að einfalda vörugjaldafrumskóginn. „Það er blessunarlega vaxandi skiln- ingur í þá átt að höft sem þessi eru okkur ekki til góðs og ég er til viðtals ef ríkis- stjórnarflokkarnir ljá máls á breytingum á þessu innflutn- ingshaftakerfi.“ Árni Páll vill höftin burt VERSLUNARFRELSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.