Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 2
Frystitogarinn Örvar SK-2 verður seldur úr landi, en togarinn er einn af þremur sem gerðir eru út af FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki. 17 manns eru í áhöfn og að teknu tilliti til vaktaskiptakerfis verður 30 manns sagt upp. Fram kemur á vef FISK Seafood að viðunandi kauptilboð hafi borist í Örvar en frágangur samninga standi nú yfir. Stefnt er að því að skipið verði afhent nýjum eigendum í febr- úarmánuði 2014. Óhjákvæmilegt sé að sölunni fylgi uppsagnir sjómanna, en uppsagnarfresturinn er frá einum og upp í sex mánuði. Stefna FISK er að draga úr vægi frystingar og vinnslu úti á sjó, en efla í staðinn vinnslu í landi. Þetta býður að sögn fyrirtækisins upp á fjölbreyttari framleiðslu og betri nýtingu alls hráefnis. Undirbún- ingur að þessari breytingu er þegar hafinn, m.a. með byggingu þurrk- verksmiðju á Sauðárkróki. FISK á líka dótturfyrirtæki, sem sérhæfir sig í rannsóknum og þróun á eftirliti og eflingu gæða á loka- afurðum, sem og stöðlun framleiðsl- unnar. Þrír starfsmenn hafa verið ráðnir til þessa rannsóknar- og þró- unarfyrirtækis á þessu ári, sem allir hafa mismunandi bakgrunn og menntun. Fyrirtækið telur að mikil tækifæri séu fyrir hendi í þróun og vinnslu sjávarafurða. Örvar SK seldur úr landi og 30 manns verður sagt upp 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjölmenni lagði leið sína í Landsprent, prent- smiðju Árvakurs, í gærkvöldi í tilefni af útgáfu sérblaðs Morgunblaðsins, áramótablaðsins Tímamóta. Það er unnið í samstarfi við New York Times og er þar birt efni frá báðum blöð- um. Ræðumenn kvöldsins voru þeir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa í Evrópu, og Magnús E. Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála hjá Árvakri. Hér má sjá hluta gesta. Áramótablaði fagnað með góðum gestum Morgunblaðið/Ómar Útgerðarfélag Akureyringa hf. er nýr hluthafi í Greiðri leið ehf., sem á 49% hlutafjár í Vaðlaheiðargöngum hf., sem vinnur að gerð Vaðlaheiðarganga, en Vegagerðin á 49%. Hlutafé Greiðrar leiðar ehf. í Vaðlaheiðargöngum hf. er 400 milljónir og samkvæmt lánasamningi við ríkið ber félaginu að auka hlutaféð um 40 milljónir króna á ári í fimm ár. Bæjarráð Akureyrarbæjar ákvað fyrir skömmu að falla frá forkaupsrétti kaupstaðarins á hlutafé í Greiðri leið ehf., en Pétur Þór Jónasson, stjórnarformað- ur Greiðar leiðar ehf., segir að það skipti ekki máli því nýr hluthafi, Útgerðarfélag Akureyrar, komi inn og auk- ið hlutafé sé því tryggt. Verklok áætluð eftir tvö ár Félagið Greið leið ehf. var stofnað 2003 um undirbún- ing og gerð ganganna. Stofnendur félagsins voru 20 sveitarfélög á Norðurlandi eystra og tíu fyrirtæki með starfsemi á svæðinu. Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng ganga vel. „Þær ganga vonum framar, verkið er sex vikum á undan áætl- un,“ segir Pétur Þór. Göngin liggja milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og verða um 7,2 km löng en búið er að bora um 1,4 km. Áætluð verklok eru í árslok 2016. Um 40 til 50 manns vinna við framkvæmdirnar en tveggja vikna hlé var gert um jólin og hefst vinna aftur 6. janúar. steinthor@mbl.is ÚA hluthafi í Vaðlaheiðargöngum  Framkvæmdir við göngin sex vikum á undan áætlun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vaðlaheiði Munni ganganna í Eyjafirði. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Storm sem gekk yfir Vestfirði og vind annars staðar á landinu var farið að lægja í gærkvöldi en snjó hélt áfram að kyngja niður um allt norðanvert landið. Áfram er spáð viðvarandi éljagangi á norðanverðu landinu í dag og erf- iðri færð. Hættustig vegna snjóflóða er utan þéttbýlis á Bolungarvík, í Hnífsdal og Ísafirði og óvissu- stig annars staðar á norðanverðum Vest- fjörðum. Af þeim sökum var vegunum um Súðavíkurhlíð og Eyrarhlíð lokað auk Flateyr- arvegar. Þá var veginum um Ólafsfjarðarmúla lokað klukkan 22.00 í gærkvöldi en björgunar- sveitarmenn gættu Skutulsfjarðarbrautar við Ísafjörð til klukkan hálffjögur í nótt. Ákvörðun um rýmingu bæjanna Hrauns í Hnífsdal og Geirastaða í Syðri-Dal og reits 9 á Ísafirði var enn í gildi í gær. Björn Oddsson, verkefnastjóri hjá almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra, ráðleggur fólki að ferðast ekki að ástæðulausu og leita nýjustu upplýsinga um veður og færð áður en haldið er af stað þar sem aðstæður geti verið fljótar að breytast. Bolungarvíkurlína 1 bilaði í óveðrinu í gær en að sögn Þórðar Guðmundssonar, forstjóra Landsnets, var vitað hvar bilunin var og vænt- anlega verður gert við hana í dag. Ekki varð straumlaust neins staðar af þessum sökum. Viðgerð Landsnets á Vopnafjarðarlínu lauk í gær en Þórður segir að vonir standi til að hægt verði að ljúka viðgerð á Stuðlalínu milli Skriðdals og Eskifjarðar í dag en á henni brotnuðu tíu rafmagnsmöstur í hvassviðri og ísingu yfir hátíðarnar. Yfirleitt í skemmri tíma Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veður- fræðings er óveðrið sem geisað hefur frá því á aðfangadag það versta í fimmtíu ár á þessum árstíma. Ekki sé óþekkt að slíkan hríðakafla geri en það hafi yfirleitt gerst í afmörkuðum landshlutum í styttri tíma í senn. „Það hefur oft verið slæmt veður fyrir og eftir jólin en það hefur ekki verið svona langur kafli með norðanhríð á öllu landinu í áratugi,“ segir hann. Snjó heldur áfram að kyngja niður  Versta hátíðaveðrið í um hálfa öld að sögn veðurfræðings  Viðvarandi snjóflóðahætta er á Vestfjörðum, rýmingar og vegum lokað  Landsnet gerir við rafmagnslínur fyrir vestan og austan Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Hætta Björgunarsveitarmenn vöktuðu Skutulsfjarðarbraut vegna snjóflóðahættu fram á nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.