Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 ✝ Vilborg Ped-ersen fæddist í Reykjavík 29. júní 1934. Hún lést á heimili sínu, Þrast- arhóli í Hörg- ársveit í Eyjafjarð- arsýslu, 15. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sal- vör Jónsdóttir, fædd f. 27. október 1903, d. 8. desember 1989, og Niels Ped- ersen, f. 3. desember 1885, d. 4. janúar 1952. Systkini Vilborgar eru samtals 12. Vilborg kvæntist 6. sept- ember 1955 Jósef Tryggvasyni, f. 19. ágúst 1934, d. 17. febrúar 2007. Jósef var fæddur og upp- alinn á Akureyri. Vilborg átti son, 1) Hrein Pálsson, áður en hún giftist Jós- ef. Hans kona er Sigríður Krist- ín Bjarkadóttir, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. Börn Jósefs og Vilborgar eru: 2) Sal- vör, f. 19. febrúar 1955, giftist Sigurði Gíslasyni og eiga þau saman tvö börn. Þau skildu. Seinni eiginmaður hennar er Árni Ómar Jósteinsson og eiga þau þrjá syni. Salvör á sex barnabörn. 3) Ingibjörg Val- gerður, f. 24. júní 1956, gift Sigurði Svan Gestssyni og eiga var Þorsteinn Kristbjörnsson og eiga þau eina dóttur. Eig- inmaður Heiðu er Ingi Rúnar Jónsson. Þau eiga tvær dætur. 10) Sigríður Hrefna, f. 2. apríl 1972, giftist Ricky Carl Søren- sen og eiga þau tvær dætur. Þau skildu. 11) Ólöf Harpa, f. 27. september 1974, er gift Axel Grettissyni og eiga þau þrjár dætur og einn son. Börn, barna- börn og barnabarnabörn þeirra Vilborgar og Jósefs eru nú orð- in 62 talsins. Tvítug að aldri keyptu Vil- borg og Jósef jörðina Þrast- arhól í Arnarneshreppi og hófu þar búskap. Meðfram vinnu við búið starfaði Vilborg við að- hlynningu á dvalarheimilinu Skjaldarvík. Eftir að þau hættu búskap sneru þau sér að trjá- rækt sem þau unnu að allt til síðasta dags. Á Þrastarhóli hefur löngum verið barnmargt. Þar voru ekki aðeins börn þeirra og barna- börn, heldur dvöldu þar börn systra, bræðra og vina í lengri og skemmri tíma. Vilborg var fjölhæf, skapandi og listræn kona. Garðrækt og handverk voru hennar áhuga- mál. Vilborg var mikil hann- yrða- og handverkskona. Fyrir rúmu ári greindist Vilborg með krabbamein, sem leiddi hana til dauða. Útför Vilborgar verður gerð frá Möðruvallarklausturskirkju í dag, 28. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 14. þau saman tvo syni. Ingibjörg átti son áður en hún giftist. Fyrir átti Sigurður son. Ingi- björg á fimm barnabörn. 4) Ósk- ar, f. 31. ágúst 1957, kvæntur Ingibjörgu Sverr- isdóttur og eiga þau þrjá syni. Ósk- ar á eitt barna- barn. 5) Haraldur, f. 11. nóv- ember 1958. 6) Sigrún, f. 7. ágúst 1961, giftist Karli Þor- móðssyni og eiga þau tvo syni. Þau skildu. Eiginmaður hennar er Friðbjörn Hilmar Krist- jánsson og eiga þau saman tvö börn. Sigrún á fimm barnabörn. 7) Hildur, f. 27. febrúar 1965. Fyrri sambýlismaður hennar var Jón Viðar Þórisson og eign- uðust þau tvær dætur. Sam- býlismaður Hildar er Guð- mundur Örn Helgason og eiga þau eina dóttur. Fyrir átti Guð- mundur tvo syni. 8) Níels Pétur, f. 10. desember 1966, sambýlis- kona Anna Jóna Vigfúsdóttir og eiga þau saman þrjú börn. Fyrir sambúð átti Níels dóttur með Önnu Jónu Guðmunds- dóttur. Fyrir átti Anna Jóna Vigfúsdóttir eina dóttur. 9) Heiða Björk, f. 4. febrúar 1969. Fyrri sambýlismaður hennar Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gi- bran.) Þessi orð úr Spámanninum hafa verið mér hugleikin undan- farið. Þú varst svo stór gleði í lífi mínu, elsku mamma mín. Mamma sem gat alltaf látið mér líða vel, greitt úr erfiðum hugarflækjum. Mér er það minnisstætt þegar ég bjó í Danmörku og upp komu erf- iðir tímar eða mér leið illa, þá gat eitt símtal við þig bjargað öllu, lagað allt. Það var svo gott að geta leitað til þín. Þú kenndir mér að njóta þess að fara út í garð að vinna, hvað það gefur mikla hugarró að róta í moldinni, klippa og því um líkt. Eitt sinn þegar ég var stelpa spurði ég þig afhverju þú værir að þessu og þú sagðir mér að ef við hlúum að blómunum þá launa þau það með því að blómstra, verða falleg og gefa okkur gleðina með því. Oft hef ég hugsað til þessara orðaskipta okkar og skilið svo vel hvað þú varst að tala um. Margar okkar bestu stundir áttum við í garðinum þínum, þar gátum við rætt um allt milli himins og jarð- ar. Síðasta sumar ákváðum við ásamt fleirum að halda opinn garð á Sæludegi í sveitinni. Það var góður dagur, margt fólk kom í heimsókn og þú varst alsæl með þetta. Það var svo gott að geta gefið þér þessa gleði og orðin sem þú sagðir þegar þú kvaddir mig um kvöldið verða mér ávallt minnisstæð. Aldrei heyrði maður þig barma þér, þó að lífið hljóti stundum að hafa verið erfitt með allan þennan barnaskara. Þú varst alltaf hirð- irinn yfir hjörðinni þinni, alveg fram í andlát. Það verður skrítið fyrir mig og stelpurnar að geta ekki skroppið í sveitina að hitta þig, fá smá mömmu- og ömmuknús, já og auðvitað að fá afakexið, það var alltaf fastur liður eins og venju- lega hjá öllum barnabörnunum. Nú eruð þú og pabbi saman á ný, hann er örugglega farinn að stjana við þig eins og hann var vanur að gera. Elsku mamma mín, takk fyrir það veganesti sem þú gafst mér út í lífið. Sigríður Hrefna Jósefsdóttir. Nú er þú horfin á braut, elsku mamma, til annarra heima þar sem friður og ró ríkir og þú ert laus við sjúkdóma og pínu. Í eft- irfarandi sálmi er kveðjan sem þú vildir senda afkomendum þínum, vinum og vandamönnum. Þér kæra sendi kveðju með kvöldstjörnunni blá það hjarta, sem þú átt, en sem er svo langt þér frá. Þar mætast okkar augu, þótt ei oftar sjáumst hér. Ó, Guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei þér. (Bjarni Þorsteinsson.) Þú varst stórbrotin kona sem áorkaðir miklu, ein af þessum duglegu, sterku og þautseigu ís- lensku konum sem hafa, í gegnum aldirnar, látið hlutina ganga upp. Tókst af æðruleysi á við það sem upp kom á hverjum tíma, fannst lausnir, hélst ró þinni þegar á móti blés, þolinmæði og getu til að hvika ekki þegar óljóst var hvert skyldi stefna. Á sama tíma og þú varst að fæða og ala þín 11 börn, sinna hverju og einu eftir þörfum, gastu stundað blóma- og skóg- rækt, hannyrðir og fleiri áhuga- mál. Allt fram á síðustu stund varstu að fylgjast með, hafa skoð- anir og leggja til lausnir. Oft hafa dagarnir verið langir þó svo að aldrei hafi verið um það rætt, aldrei kvartað eða amast við þeim verkefnum sem upp komu heldur gengið í að leysa þau eins vel og kostur var hverju sinni. Við börnin þín erum þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir móður, þakklát fyrir leiðsögnina og veganestið sem þú gafst okkur fyrir lífið. Við erum stolt af þér og ævistarfi þínu og óskum þess að okkur lánist að lifa eftir þeim gildum sem þú kenndir okkur og innrættir. Þinn sonur, Óskar. Mamma mín. Þar sem ég sit hér og hugsa til baka og minnist þín, elsku mamma mín, kemur þakklæti og söknuður upp í huga minn framar öllu öðru. Að geta ekki tekið smá spjall við þig aftur eða kíkt á kaffihús með þér er svo skrítið að hugsa til, þó svo að við höfum vitað að hverju stefndi. Þú varst alltaf svo kraftmikil, atorku- söm kona og hafðir endalausan áhuga fyrir lífinu í víðasta skiln- ingi þess orðs. Þú hafðir gaman af fjölmenni en naust þess að geta stungið þér í helgidóminn þinn, garðinn þinn, þegar skarkalinn frá afkomendunum var orðinn of mikill. Þú hafðir endalaust áhuga á börnum enda móðir 11 barna og marga umræðuna höfum við átt um barnabörnin þín 33 og hvernig þeim reiðir af í lífsins ólgusjó.Um- ræður um ræktun blóma, trjáa eða bara lífið almennt voru marg- ar. Ég minnist síðustu skilaboða þinna til okkar, barna og barna- barna þar sem við stóðum við rúmgaflinn þinn rétt áður en þú fórst í ferðalagið þitt: þetta verð- ur allt í lagi, þetta verður allt í lagi. Ég ætla að hafa þau orð að mínu leiðarljósi. Það er auðvitað ekki hægt að hugsa um mömmu án þess að pabbi komi upp í hugann líka. Þau hafa verið svo lengi órjúfanlegur þáttur af lífi manns. Hversu lán- söm vorum við systkinin að eiga ykkur sem foreldra. Það var alltaf gaman að koma heim til ykkar pabba og mörg okkar hafa átt at- hvarf hjá ykkur fyrir okkar börn þegar eitthvað bjátaði á. Þar vil ég sérstaklega þakka allt sem þið gerðuð fyrir hann Róbert minn. Ég hef stundum hugsað um hvernig sé hægt í hóp sem telur 11 börn að láta þeim finnast þau öll sérstök. En einhvern veginn tókst ykkur pabba það. Okkur öllum, börnum og barnabörnum, fannst alltaf gott að koma á Hólinn hvort sem það var til ykkar eða þegar þessi stóra fjölskylda hélt sínar árlegu fjöl- skyldusamkomur á Halló Þrast- arhóll. Það eiga allir góðar minn- ingar tengdar Hólnum og ykkur. Það velur enginn börnin sín né foreldra en það er gott að vera sáttur við valið, það gerir mann sáttan við lífið. Elsku mamma mín, ég veit að þó ég eigi eftir að sakna þín óum- ræðilega mikið þá á ég líka svo margar og góðar minningar sem munu ylja um ókomna tíð. Takk fyrir allt, mamma mín, og góða ferð. Þín dóttir Ingibjörg V. Jósefsdóttir. Nú er þú horfin á braut, elsku mamma, til annarra heima þar sem friður og ró ríkir og þú ert laus við sjúkdóma og pínu. Í eft- irfarandi sálmi er kveðjan sem þú vildir senda afkomendum þínum, vinum og vandamönnum. Þér kæra sendir kveðju með kvöld- stjörnunni blá það hjarta sem þú átt, en er svo langt þér frá. Það mætast okkar augu, þótt ei oftar sjáumst hér. Ó, guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei þér. Þú varst stórbrotin kona sem áorkaðir miklu, ein af þessum duglegu, sterku og þautseigu ís- lensku konum sem hafa í gegnum aldirnar látið hlutina ganga upp. Tókst af æðruleysi á við það sem upp kom á hverjum tíma, fannst lausnir, hélst ró þinni þegar á móti blés, þolinmæði og getu til að hvika ekki þegar óljóst var hvert skyldi stefna. Á sama tíma og þú varst að fæða og ala þín ellefu börn, sinna hverju og einu eftir þörfum, gastu stundað blóma- og skógrækt, hannyrðir og fleiri áhugamál. Allt fram á síðustu stund varstu að fylgjast með, hafa skoðanir og leggja til lausnir. Oft hafa dagarnir verið langir þó svo að aldrei hafi verið um það rætt, aldrei kvartað eða amast við þeim verkefnum sem upp komu heldur gengið í að leysa þau eins vel og kostur var hverju sinni. Við börnin þín erum þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir móður, þakklát fyrir leiðsögnina og veganestið sem þú gafst okkur út í lífið. Við erum stolt af þér og ævistarfi þínu og óskum þess að okkur lánist að lifa eftir þeim gildum sem þú kenndir okkur og innrættir. Þinn sonur. Óskar. Elskulega tengdamamma mín er dáin. Það er dapurlegt að þurfa að kveðja þig svona fljótt en svona er víst lífsins gangur. Það var allt- af gott að koma til þín, já og einn- ig að búa inni á heimili þínu eins og við Ólöf fengum að gera á með- an við vorum að smíða hús okkar sem stendur nú rétt hjá þínu húsi. Það verður afar tómlegt að hafa þig ekki lengur í næsta húsi hérna á Þrastarhóli og ég veit að börnin mín munu saka þess mjög mikið að geta ekki hlaupið til ömmu eins og þau hafa nú verið dugleg að gera. Kara Hildur hefur t.d. átt margar prjóna- og föndur- kennslustundir með þér, Birta Karen hefur oft farið til þín og gripið í spil og svo eru ófáar ferð- irnar sem að hann Jósef Orri hef- ur farið til þín til þess að fá afa- kex. Mér er nú kannski efst í huga allar þær sögur sem að þú hefur sagt mér í gegnum tíðina frá gömlum tímum. Hvernig það var að búa í braggahverfinu í Reykja- vík, hvernig var að flytjast norður og fara í búskap o.fl. Eins og ég sagði oft við þig að þá reikna ég ekki með því að upp- lifa eins miklar framfarir og tækninýjungar á minni lífsleið eins og þú gerðir á þinni lífsleið. Sveitasíminn fór í þráðlausan síma gegnum ljósleiðara, ferðalag sem að tók þig tvo heila daga fórstu svo oft á þínum síðari árum á 4 klst. og svo mætti nú lengi telja. Þú varst þó alltaf til í að til- einka þér nýjungar eins og þegar þú skelltir þér á tölvunámskeið til að geta fylgst betur með því hvað var að gerast í kringum þig, já og líka spila kapal við tölvuna. Það voru líka mörg skiptin sem að þú komst til okkar í mat og þá sérstaklega á föstudögum í heimabakaða pitsu og einn kaldan bjór með. Það var líka yndislegt að fá að verja jólunum með þér í þau mörgu skipti sem að við eydd- um þeim saman. Þegar pakkarnir voru opnaðir þá mátti nú ekki á milli sjá hvort þú fékkst fleiri pakka eða krakk- arnir mínir, svo marga góða áttir þú að sem að vildu gleðja þig á þessum tímum. Það var mjög ánægjulegt að fá að upplifa þessi ár með þér og sjá hversu stolt þú varst af börnum mínum og okkur Ólöfu. Allar góðu minningarnar sem að við eigum um þig munum við varðveita og halda á lofti á heimili okkar um ókomin ár. Hvíldu í friði, elsku Vilborg Þinn tengdasonur, Axel Grettisson. Elsku mamma Nú er baráttu þinni lokið og þú komin til hans pabba sem ég hef trú á að hafi tekið vel á móti þér. Þetta var barátta sem þú vissir að þú myndir ekki vinna, þú talaðir um að þú værir að bíða í biðsaln- um og spurðir stundum seinustu dagana hvenær þessu færi að ljúka. Ég er afskaplega þakklát fyrir þennan tíma sem við áttum saman seinasta hálfa mánuð. Það sem við skröfuðum um á nóttunni þegar svefninn vildi ekki koma. Þú áttir mörg gullkorn seinustu dagana. Í þessu ströggli veikindanna var í þér barátta sem lýsti þér svo vel, ákveðnin, seigl- an, húmor og innileg hlýja. Eins og ég græt missi þinn veit ég að hann var óumflýjanlegur og þér kærkomin á lokastundu. Þú skilur eftir stóran hóp afkomenda sem er stoltur yfir að vera börnin þín. Sveitin hjá ömmu og afa var börnum mínu minnisstæð og ljúf. Öll minnast þau ykkar beggja af alúð og elsku. Friðbjörn sendi kveðju sínar og þakkir fyrir allt – hann er ánægður yfir að hafa komið norður og kvatt þig og fengið knús fyrir rauðsprettu með rauðum dílum. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kysstu pabba frá mér. Ástar- kveðja. Sigrún Elsku tengdamamma, mig langar að skrifa hér fáeinar línur og þakka fyrir þessi tæp fjörutíu ár sem við áttum samleið. Það verður tómlegt á Hóli nú þegar þið eruð bæði farin. Við Inga og þið Jósef áttum margar góðar stundir saman bæði hér heima og erlendis. Siglingin í Karíbahafið stóð uppúr en við skemmtum okk- ur alltaf vel í þessum ferðum. Mér þótti ákaflega vænt um að heyra ykkur tengdapabba tala um gestaherbergi í íbúðinni okkar sem „okkar herbergi“ sem vísaði til þess að ykkur liði vel hjá okkur. Vilborg mín, hver á nú að passa lykilinn að sumarbústaðnum okk- ar Ingu? Þú varst alltaf svo rögg- söm í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og maður vissi að það var enginn að þvælast í kringum bú- staðinn í óleyfi. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur kláraðir þú með stakri prýði og ekki truflaði það þig mikið þó nokkrir rollingar þvældust stundum fyrir. Ég veit að þú og Jósef eruð saman núna og þú hefur skilað kveðjunni til hans og allra hinna eins og við töluðum um. Elsku tengdamamma, ég kveð með miklum söknuði en einnig þakk- læti fyrir allar góðu minningarnar og allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Líf þitt, vina, liðið er, ljúfi Jesú fylgi þér. Upp til himna, inn í sól áttu þar þín næstu jól. Kveðju stundin komin er, kærar þakkir sendi hér. Söknuðurinn svíður nú, sjáumst aftur ég og þú. (SSG) Þinn tengdasonur Sigurður Gestsson. Elsku amma okkar. Það verður tómlegt hér á hóln- um án þín. Við eigum eftir að sakna þín sárt og allra ánægju- legu stundanna sem við höfum fengið að njóta með þér. Við mun- um sakna þess að geta ekki hlaup- ið til þín og fengið afakexið góða og við vitum að það mun aldrei bragðast jafn vel án þín. Alltaf þegar við sátum heima hjá þér í ömmuhúsi og borðuðum afakex var svo gaman að spila, prjóna og spjalla við þig og hlusta á sögurn- ar þínar og það sem þér fannst skemmtilegt að segja frá. Við von- um líka að það hafi verið ánægju- legt að hitta hann afa okkar aftur eftir öll þessi ár. Við eigum svo sannarlega margar dásamlegar minningar um þig og þeim mun- um við aldrei gleyma. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín barnabörn Kara Hildur Axelsdóttir, Birta Karen Axelsdóttir, Jósef Orri Axelsson og Tinna Margrét Axelsdóttir. Vilborg Pedersen  Fleiri minningargreinar um Vilborgu Pedersen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar og tengdamóður, STEINÞÓRU ÞÓRISDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun og hlýju. Halldóra Halldórsdóttir Adler, Jeremy Adler, Anna Birna Halldórsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar elskulega föður, tengdaföður, afa og langafa, DAVÍÐS GUÐMUNDSSONAR, Hæðargarði 33, Reykjavík, áður bónda í Miðdal í Kjós. Fanney Þ. Davíðsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Grímsson, Kristín Davíðsdóttir, Gunnar Rúnar Magnússon, Guðbjörg Davíðsdóttir, Katrín Davíðsdóttir, Sigurður Ingi Geirsson, Sigríður Davíðsdóttir, Gunnar Guðnason, Guðmundur H. Davíðsson, Svanborg Anna Magnúsdóttir, Eiríkur Davíðsson, Solveig Unnur Eysteinsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.