Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er undirbúningi byggingar veitingahúss á Kambabrún. Þaðan mun liggja sleðarennibraut, rússí- bani, niður liðlega hundrað ára gaml- an reiðveg niður Kambana. Stjórn- endur fyrirtækisins hafa óskað eftir að gert verði ráð fyrir þessari starf- semi við endurnýjun Suðurlandsveg- ar sem nú stendur fyrir dyrum. Járnbrautir fyrir eins manns sleða hafa verið settar upp víða í Evrópu og hafa reynst vinsæl afþreying fyrir ferðafólk. Nokkrir verkfræðinemar við Háskólann í Reykjavík tóku hug- myndina upp á arma sína og fengu meðal annars stuðning í frumkvöðla- verkefninu Startup Reykjavík. Síðan hefur verið unnið að því að koma hug- myndinni í framkvæmd. Veitingahúsið verður byggt skammt frá hringveginum, við upphaf gamla Kambavegarins. Það er upp- hleyptur en afar krókóttur vegur sem byggður var fyrir aldamótin 1900 og ætlaður fyrir gangandi og ríðandi um- ferð og vagnhesta. Brautin mun liggja niður þennan veg. Gert út á útsýnið „Þetta verður fallegur útsýnisveit- ingastaður, lagaður að umhverfinu,“ segir Davíð Örn Símonarson, fram- kvæmdastjóri Zalibunu ehf. sem stendur fyrir verkefninu. Staðurinn verður að hluta til úr gleri og með stórum útipalli þannig að gestir geti notið útsýnisins yfir suðurströnd landsins í öllum veðrum og norður- ljósanna á vetrum. Landið er í eigu Orkuveitu Reykja- víkur og er hún reiðubúin að leigja fyrirtækinu lóð til langs tíma. Unnið er að öflun leyfa og skipulagningu. Áætlaður stofnkostnaður er tæplega 200 milljónir króna og segir Davíð að áætlanir sýni að verkefnið sé arð- bært. Arion banki keypti 6% hlutafjár eftir Startup-verkefnið og nú standa yfir viðræður við fjárfesta um þátt- töku í fjármögnun. Vonast Davíð til að því ljúki í byrjun komandi árs þannig að hægt verði að opna 1. maí 2015. Bæjarstjórn Ölfuss hefur lýst yfir stuðningi við verkefnið og skipulags- nefnd sveitarfélagsins hefur óskað eftir því að Vegagerðin skoði vel óskir Zalibunu um að gera gatnamót til að tryggja gott aðgengi að þjónustunni. Davíð Örn segir að breyting á gatna- mótunum sé mikilvæg fyrir fyrirtæk- ið. Það auki kostnað og dragi úr að- sókn ef fólk þurfi að aka langar leiðir utan þjóðvegarins. Upphaf Veitingastaðurinn verður við gömlu hringsjána á Kambabrún. Þaðan verður hægt að fara á sleðum á allt að 40 km hraða niður gamla Kambaveginn - eða hægt að njóta umhverfisins á gömlu götunni. Rússíbani í Kamba  Óskað eftir gatnamótum við nýjan veitingastað á Kamba- brún og sleðarennibraut við gamla Kambaveginn Reynsluferð Davíð Örn Símonarson prófar sleða eins og notaðir verða hér. Egill Ólafsson egol@mbl.is Ríkissaksóknari telur tilefni til að rannsaka greiðslur úr þróunarsjóði hjúkrunarheimilisins Eirar á ár- unum 2009-2011. Þetta kemur fram í bréfi sem embættið hefur sent Jó- hanni Páli Símonarsyni, en hann ósk- aði eftir sakamálarannsókn á Eir. Jóhann Páll óskaði eftir rannsókn- inni á grundvelli skýrslu Deloitte sem birt var í sumar. Hann ritaði bréf bæði til ríkissaksóknara og til sérstaks saksóknara. Hann hefur nú fengið svar frá ríkissaksóknara. Vill láta rannsaka greiðslur úr þróunarsjóði Eirar „Ríkissaksóknari hefur farið yfir efnisatriði bréfsins og telur að tilefni sé til að rannsaka ávirðingar sem koma fram í kafla tvö í skýrslu Delo- itte, þar sem rökstuddur grunur er um að greiðslur úr þróunarsjóði Eir- ar á árunum 2009-2011 hafi getað farið í bága við XXVI. kafla al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum 247., 248. og 249. gr. Er um að ræða greiðslur ferðakostnaðar sem raktar eru í yfirliti á blaðsíðu 12 í skýrslunni, sem skýrsluhöfundar telja ekki tengdar rekstri hjúkr- unarheimilis Eirar. Þessar greiðslur munu hafa verið skýrðar með þeim hætti að ekki hafi verið um að ræða greiðslur fyrir lögfræðiaðstoð. Leiði rannsókn í ljós að svo hafi verið verð- ur að ætla að tilefni sé til að gera skattrannsóknarstjóra ríkisins að- vart um þann greiðslumáta svo sann- reyna megi að greiðslan hafi verið talin fram meðal tekna hjá viðkom- andi. Aðrar athugasemdir sem koma fram í gögnunum þykja ekki tilefni til sakamálarannsóknar, enda verður ekki séð að þær lýsi refsiverðri hátt- semi, þótt kunni að finnast að- finnsluverð,“ segir í bréfi rík- issaksóknara. Greiðslurnar úr þróunarsjóði Eir- ar sem gerðar voru athugasemdir við í skýrslu Deloitte hljóða upp á 2.671.000 krónur. Flestar at- hugasemdirnar tengjast Sigurði Helga Guðmundssyni fyrrverandi forstjóra Eirar. Reikningarnir eru vegna dagpeninga, flugferða, gist- ingar og veitinga erlendis á árunum 2009-2011. Telur tilefni til að rannsaka Eir  Ríkissaksóknari vill láta rannsaka afmarkaða þætti í rekstri Eirar Morgunblaðið/Ómar Eir Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi 1-11 í Grafarvogi. Frestur kröfuhafa á Eir til að lýsa kröfum í bú hjúkrunarheimilisins rann út í gær. Helgi Jóhannesson lögmaður, sem vinnur að því að koma á nauðasamningum á Eir, sagði í gær að um 90% af þeim sem væru búnir að skila inn kröf- um hefðu samþykkt nauðasamn- inga. Hann vildi þó ekki fullyrða að nauðasamningar hefðu verið sam- þykktir. Það yrði ekki staðfest fyrr en á fundi með kröfuhöfum 6. jan- úar. 60% kröfuhafa þurfi að sam- þykkja nauðasamninga til að þeir öðlist gildi. Samkvæmt frumvarpi að nauða- samningum er gert ráð fyrir að íbúðarréttarhöfum verði afhent skuldabréf til 30 ára með 3,5% vöxtum. Tryggingabréfin munu hvíla á eignunum á eftir þeim veð- um sem þegar hvíla á þeim. Sam- kvæmt samþykktum Eirar áttu íbúðarréttarhafar að fá íbúðirnar greiddar sex mánuðum eftir að þeim var sagt upp. 90% samþykktu samningana NAUÐASAMNINGAR HJÚKRUNARHEIMILISINS EIRAR Vinna úr fullsútuðum skinnum Auður Gná Ingvarsdóttir vill koma athugasemd á framfæri vegna við- tals við hana í Daglegu lífi í Morgun- blaðinu hinn 21. desember sl. Þegar hún talar um takmarkaða þekkingu á vinnsluaðferðum eigi hún ekki við þá vinnu sem fer fram á sútunarstöð- inni á Sauðárkróki, heldur skorti á verkþekkingu til að vinna úr fullsút- uðum skinnum, þ.e. þegar kemur að því að búa til fullunna vöru. ÁRÉTTING – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.