Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 43
radíótæknifræði frá Oslo Tekniske Skole 1969 og MS-próf í rafmagns- verkfræði frá Massachusetts Insti- tute of Technology (MIT) 1972. Vilhjálmur vann á Radíóverk- stæði Landssímans á mennta- skólaárunum, var tækjafræðingur við Raunvísindastofnum Háskólans 1965-67 og tæknifræðingur þar 1969-71. Hann hannaði og smíðaði ýmis rafeindatæki til rannsókna, m.a. jarðskjálftamæli sem var not- aður í Surtseyjargosinu og dró Vil- hjálm marga svaðilförina þangað út. Hann stofnaði Fjarskiptatækni 1973 með öðrum og rak sjálfstæða verkfræðiþjónustu frá 1981. Afmælisbarnið er ástríðufullur lærimeistari að upplagi, kenndi við Tækniskóla Íslands 1972-73, Röntgentæknaskólann 1974-83 og MH 1974-81. Hann annaðist alla kennslu í rafeindatækni við raf- magns- og tölvuverkfræðiskor HÍ í aldarþriðjung, þar af sem lektor frá 1991 til 2010. Hann kenndi einnig loftnetsfræði og bylgjuútbreiðslu og var tvisvar formaður rafmagns- og tölvuverkfræðiskorar. Pilturinn var skáti frá unga aldri og í hópi þeirra sem endurreistu Hjálparsveit skáta í Reykjavík árið 1962. Hann var formaður hennar 1964-67 er hann fór út til náms. Undir hans forystu var lögð aukin áhersla á fjalla- og jöklaferðir, enda ötull útivistarmaður alla tíð jafnt sumar sem vetur. Nú eru 50 ár síðan „Villi radíó“ tók próf fyrir sendiréttindi radíó- amatöra og fékk kallmerkið TF3DX. Hann hefur ferðast um Nýja-Sjáland, Ástralíu og víðar til að hitta vini úr loftinu. Hann hefur mikla unun af að sameina áhuga- málin tvö: „Með lítil rafhlöðutæki og vírloftnet að vopni hef ég aldrei verið sambandslaus í óteljandi úti- legum, hálendisferðum og skíða- göngum í hálfa öld. Það er einstök tilfinning að skríða í pokann í litlu tjaldi og vera í sambandi um allan heim með morslykilinn á bringunni. Þessi tækni bregst ekki þótt öll kerfi hrynji.“ Villi hlustar mikið á djass. Hann var í stjórn Jazzvakningar og rak Jazzkjallarann á Fríkirkjuvegi 11 á áttunda áratugnum. Er eitthvað sem stendur upp úr öðru fremur? „Að vera afi!“ Fjölskylda Vilhjálmur kvæntist 9.8. 1969 Guðrúnu Hannesdóttur, f. 29.11. 1947. Hún er félagsfræðingur og fyrrverandi menntaskólakennari og forstöðumaður Hringsjár. Guðrún er dóttir Hannesar Þorsteinssonar aðalféhirðis og k.h. Önnu Stein- unnar Hjartardóttur húsfreyju. Sonur Vilhjálms og Guðrúnar er Hannes Högni, f. 3.9. 1972, Ph.D. frá MIT og dósent í tölvunarfræði við HR. Kona Hannesar er Deepa Iyengar, S.M. frá MIT og stofnandi MindGames ehf. Dóttir Hannesar og Deepu er Gíta Guðrún, f. 15.7. 2012. Systkini Vilhjálms eru Magnús, f. 7.6. 1946, leiðsögumaður; Anna, f. 4.11. 1949, bankastarfsmaður; Kjartan Gunnar, f. 27.6. 1952, blaðamaður; Ingibjörg Ósk, f. 17.2. 1957, leikskólakennari; Birgir, f. 16.3. 1962, vélvirki, og Sveinn Sig- urður, f. 6.7. 1967, tölvunarfræð- ingur. Foreldrar Vilhjálms: Kjartan Magnússon, f. 15.7. 1917, d. 3.12. 1998, kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Guðrún H. Vilhjálmsdóttir, f. 3.11. 1922, húsfreyja og kennari. Úr frændgarði Vilhjálms Þórs Kjartanssonar Vilhjálmur Þór Kjartansson Guðríður Klemensdóttir húsfr. í Jórvík Jón Jónsson b. í Jórvík í Álftaveri Þórey Jónsdóttir húsfr. í Rvík Vilhjálmur Árnason húsasmíðameistari í Rvík Guðrún H. Vilhjálmsdóttir húsfr. og kennari í Rvík Ingibjörg Teitsdóttir húsfr. á Hvanneyri Árni Jónsson b. á Ausu í Andakíl Rósbjörg Hallgrímsdóttir húsfr. í Vindási Jóhannes Bjarnason b. í Vindási í Eyrarsveit Guðrún Jóhannesdóttir húsfr. á Hellissandi og í Rvík Magnús Sigurðsson sjóm. á Hellissandi og í Rvík Kjartan Magnússon kaupm. í Rvík Þóra Kristbjörg Magnúsdóttir húsfr. í Norska húsi Sigurður Ólafur Sigurðsson útvegb. í Norska húsi í Ólafsvík Afastelpa Gíta Guðrún og Villi. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Stefán Hermannsson borgar-verkfræðingur fæddist áAkureyri 28.12. 1935 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Her- mann Stefánsson, íþróttakennari við MA, og Þórhildur Sigurbjörg Stein- grímsdóttir, íþróttakennari við MA. Hermann var sonur Stefáns Stef- ánssonar í Miðgörðum á Grenivík, og Friðriku, systur Jóhanns, afa Jó- hanns Konráðssonar söngvara, föð- ur Kristjáns Jóhannssonar óperu- söngvara. Friðrika var einnig systir Aðalheiðar, móður Fanneyjar, móð- ur Kristjáns óperusöngvara. Bróðir Fanneyjar: Hákon Oddgeirsson óp- erusöngvari en systir Fanneyjar: Agnes, móðir Magnúsar Jónssonar óperusöngvara. Þórhildur Sigurbjörg var systir Margrétar, móður Tómasar Inga Ol- rich, fyrrv. menntamálaráðherra. Bróðir Stefáns er Birgir Stein- grímur Hermannsson, viðskipta- fræðingur í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Sigríði Jónsdóttur, fyrrv. starfs- maður á skrifstofu Alþingis. Börn Stefáns og Sigríðar: Jón Hallur, bókmenntafræðingur og rit- höfundur; Þórhildur sem lést 10 ára, og Hermann, bókmenntafræðingur og rithöfundur. Stefán lauk stúdentsprófi frá MA 1955, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1958 og prófi í byggingarverk- fræði frá DTH 1961. Stefán var verkfræðingur í Kaup- mannahöfn 1961-63, hjá gatna- og holræsadeild borgarverkfræðings 1964-66, forstöðumaður við malbik- unarstöð, grjótnám og pípugerð Reykjavíkurborgar 1966-81, for- stöðumaður byggingadeildar borg- arverkfræðings 1981-84, aðstoðar- borgarverkfræðingur frá 1984, borgarverkfræðingur 1992-2003 og framkvæmdastjóri Austurhafnar- TR frá 2003. Stefán kenndi við Tækniskóla Ís- lands, var prófdómari við HÍ, var formaður Stéttarfélags verkfræð- inga, sat í stjórn VFÍ, í varastjórn BHM og var verkefnisstjóri við byggingu Ráðhúss Reykjavíkur. Stefán lést 9.4. 2013. Merkir Íslendingar Stefán Hermannsson Laugardagur 90 ára Jóhanna Jónsdóttir 85 ára Þorbjörg Guðmundsdóttir 80 ára Erla Ingibjörg Þ. Long Erling Kristjánsson Jón Sveinn Pálsson Kristín Hagalínsdóttir 75 ára Björn Björnsson 70 ára Auður Sjöfn Tryggvadóttir Bryndís Friðriksdóttir Hrafn Þórisson Jóna Benediktsdóttir 60 ára Árni Sigurðsson Ingvi Steinn Sigtryggsson Jófríður Anna Eyjólfsdóttir Jóhannes Mikaelsson Katrín Andrésdóttir Kristján Guðmundsson Ómar Örn Karlsson Ragnhildur Jónsdóttir Sigurveig Stefánsdóttir Valgerður Einarsdóttir Þórarinn Sigurðsson Örn Kristinsson 50 ára Andrea Laufey Jónsdóttir Dagbjört Þuríður Oddsdóttir Einar Kristjánsson Elínborg Ágústsdóttir Guðrún V. Skjaldardóttir Halina Teresa Majewska Halla Pálsdóttir Inger Steinunn Steinsson Magnús Guðjón Hilmarsson Sigurður Skagfjörð Ingimarsson Steinþóra Sigurðardóttir Þorbergur Dagbjartsson 40 ára Anders Larsen Berglind Sigmarsdóttir Frosti Þórðarson Ingibjörg Magnúsdóttir Janusz Parzych Laufey Ósk Þórðardóttir Steinunn Kristín Pétursdóttir Svala Steina Ásbjörnsdóttir Sævar Þór Jóhannsson Timothy Mark Richardson Valtýr Gíslason Þröstur Hrafnsson 30 ára Árni Kristjánsson Erla Inga Hilmarsdóttir Götz Christoph Buller Hector Wilham Roque Rosal Högni Haraldsson Kristín Dögg Kristinsdóttir Louisa Isaksen Lydía Grétarsdóttir Sif Björnsdóttir Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir Steinar Mar Ásgrímsson Sunnudagur 95 ára Guðmundur Dagbjartsson 90 ára Kristjana Jónsdóttir 80 ára Edda Gunnarsdóttir Sigurður Hjaltalín 75 ára Róslín Erla Tómasdóttir Svandís Skúladóttir 70 ára Eðvarð Taylor Jónsson Guðmunda Ólöf Högnadóttir Karl Taylor Petrína Konny Arthúrsdóttir Sigríður D. Dunn Tómas J. Kristjánsson 60 ára Daníel Emilsson Edda Guðlaug Antonsdóttir Hlynur Höskuldsson Margo Elísabet Renner Runólfur V. Gunnlaugsson Sigrún M. Sigurbjörnsdóttir Sigurður Sævar Sigurðsson Símon Ólafsson Smári Magnússon Svanur K. Kristófersson 50 ára Guðjón Rúnar Sverrisson Halldór Söebeck Olgeirsson Helga Rósenkranz Jónsdóttir Jón Magnússon Kristrún Helga Björnsdóttir Sigrún Björk Leifsdóttir Sigrún Olga Gísladóttir Sædís Guðríður Þorleifsdóttir 40 ára Anna Birna Björnsdóttir Arnar Þór Guðmundsson Ásta Lilja Steinsdóttir Berglind Laufey Ingadóttir Flóki Halldórsson Sveinbjörn Sigurðsson 30 ára Aneta Zdzislawa Grabowska Freyr Jóhannsson Guðmundur Ólafsson Hafþór Hafsteinsson Hafþór Sævarsson Helen Ómarsdóttir Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir Jón Einar Valdimarsson Magni Hreinn Jónsson Monika Frycova Ottó Atlason Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir Sigurður Tómas Elíasson Sólveig Halldórsdóttir Tenzin Dakten Til hamingju með daginn Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.