Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 ✝ Jóhann Rósin-krans Símonar- son fæddist í Reykjavík 10.10. 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði 12.12. 2013. Foreldrar hans voru Petrína R. Guðmundsdóttir, húsmóðir, fædd 10.10. 1910, dáin 22.7. 1993, og Símon Jóhanns- son, sjómaður, fæddur 15.5. 1911, dáinn 28.9. 1982. Seinni maður Petrínu var Björgvin Viktor Færseth fæddur 3.2. 1916, dáinn 22. júlí 1995. Fósturforeldrar: Björn Jó- hannsson, sjómaður, f. 1901, d. 1982, og kona hans Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 1892, d. 1981. Systkini samfeðra: Jón Kristján Símonarson, f. 1930, og Herborg Hulda Símonardóttir, f. 1932. Fóstursystkin: Matthildur Sig- ríður Björnsdóttir, f. 1920, d. 2002, Jóhann R. Björnsson, f. 1924, d. 2003, Hallbjörn S. Björnsson, f. 1926, d. 2003, Torfi Björnsson, f. 1927, Jónas G. Björnsson, f. 1929, d. 2002, Björn Björnsson, f. 1932, og Kristján Arnar Kristin. Langafabörnin eru fjögur. Jóhann ólst upp hjá móður sinni í Reykjavík fyrstu tvö ár ævi sinnar, var næstu tvö árin hjá föðurömmu sinni, Matthildi Sigríði Björnsdóttur, og föður- afa, Jóhanni R. Símonarsyni, í Hafnarfirði. Síðan lá leiðin til Ísafjarðar og ólst hann upp hjá fósturforeldrum og systkinum í Vallarborg á Ísafirði. Hann var mikill íþróttamaður og stundaði skíðaíþróttir og fótbolta af miklu kappi með Knattspyrnufélaginu Herði. Þá var hann líka virkur í skátastarfi. Nítján ára gamall fór hann til sjós, þá á útilegu á Ásúlfi ÍS frá Ísafirði. Árið 1957 lauk hann skipstjórnarprófi frá Stýri- mannaskólanum. Eftir Stýri- mannaskólann var hann meðal annars stýrimaður á Ísborgu ÍS og skipstjóri á Ásúlfi ÍS árið 1961. Árið 1963 tók Jóhann við skipstjórn á Guðmundi Péturs ÍS 1 frá Bolungarvík og var skip- stjóri á því skipi til nóvember 1967. Vorið 1969 tók hann við skipstjórn á Kofra ÍS 41 frá Súðavík og var skipstjóri á því skipi þar til skuttogarinn Bessi ÍS 410 leysti Kofra af hólmi vorið 1973. Hann var skipstjóri á Bessa þar til nýr Bessi kom til landsins í október 1989 og var skipstjóri á því skipi þar til hann hætti til sjós um áramótin 1995/1996. Útför Jóhanns fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 28. des- ember 2013, kl. 14.00. Friðrik Björnsson, f. 1934. Jóhann giftist eftirlifandi eig- inkonu sinni Helgu Þórdísi Gunn- arsdóttur, f. 23.1. 1935, hinn 29. mars 1959. Foreldrar Helgu voru María Helgadóttir, f. 1914, d. 2002, og Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson, klæðskeri, f. 1910, d. 1953. Börn Jóhanns og Helgu eru: 1. Björn Jóhannsson f. 1957, giftur Kristínu Á. Bjarnadóttur, dætur þeirra eru Helga Þórdís og Hanna Þórey, fyrir á Björn synina Frey og Jóhann Símon og Kristín á dótturina Birnu Hlín. Langafabörnin eru þrjú. 2. María Björk, f. 1960, gift Bene- dikt Jónassyni, dætur þeirra eru Helga Rós, Hrafnhildur og Petr- ína Sif. Eitt langafabarn. 3. Guð- mundur Friðrik, f. 1963 giftur Dagnýju Rósu Pétursdóttur, synir þeirra eru Frímann Snær og Reynir Örn. Fyrir átti Jóhann þau Ólaf Þór og Sigríði Erlu. Erla er gift Stefáni Þ. Tóm- assyni og eiga þau börnin Huldu Maríu, Gunnar, Rebekku Sif og Ekkert er eilíft, ekki einu sinni pabbi minn, þessi harði karl mótaður af æskuárum þar sem hann fór milli ættingja allt fram á fimmta ár og harðri sjó- sókn á harðsótt Íslandsmið þar sem sjósókn útheimtir dugnað og harðfylgi skipstjóra og áhafnar. Árið 1959 kvæntist hann móður minni Helgu Þór- dísi Gunnarsdóttur, sem reynd- ist honum stoð og stytta á hans ævi í starfi og leik. Nítján ára gamall hóf hann sjómannsferil sinn á útilegu á mb. Ásúlfi frá Ísafirði, var stýrimaður m.a. á Ísborgu eftir Stýrimannaskól- ann og skipstjóri á Ásúlfi 1961. Hann var skipstjóri á Guð- mundi Péturs ÍS 1 á árabilinu 1963-1967. Árið 1969 tók hann við skip- stjórn á fyrstu stálsmíði skipa- smíðastöðvar Marsellíusar Bernharðssonar á Ísafirði. Móðir mín gaf skipinu nafnið Kofri og fékk það einkennis- stafina ÍS 41. Árið 1973 kom skuttogarinn Bessi ÍS 410 til Súðavíkur. Á Bessa ÍS 410 var faðir minn skipstjóri allt til árs- ins 1989 eða þar til nýr Bessi ÍS 410 kom til heimahafnar í Súðavík. Nýi Bessinn var sér- lega fallegur og tæknivæddur ísfisktogari sem var fyrirmynd að mörgum nýjungum sem komu í fleiri nýsmíðar. Faðir minn var skipstjóri á Bessa ÍS allt til áramóta 1995/ 1996, þá orðinn 62 ára og skip- stjórnarferillinn 38 ár. Hann var mikill keppnismaður í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur, mikill skapmaður og fór ekkert í grafgötur með skoðanir sínar. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og áhafnar sinnar, hann kenndi mönnum vel, lá ekki á liði sínu að miðla upplýsingum varðandi þekkingu sína hvort sem sneri að nýsmíði eða sjómennsku. Hann gerði mönnum fyllilega grein fyrir þeim hættum sem steðjuðu að í sjómennskunni og fór það ekkert framhjá mönn- um þegar hann vildi að þeir tækju tillit til þess sem hann sagði til að halda þeim frá hættu við vinnu sína og eins þegar mikið lá við að koma veiðarfærum í sjó í miklum afla. Þá þurfti engan hátalara eða gjallarhorn til að heyra og skilja hvað skipstjórinn vildi. Faðir minn var mikill skíða- kappi og hafði ómælda ánægju af að renna sér á skíðum. Við feðgarnir fórum saman í marg- ar skíðaferðir eftir að hann hætti til sjós. Í skíðaferðunum var sama mynstrið og til sjós, við skyld- um vera fyrstir í brekkurnar á morgnana eins og hann lagði ríka áherslu á að vera fyrstur á miðin, sérstaklega eftir storma til að ná hvíldum miðum, skyld- um við ná spegilsléttum brekk- unum til að renna okkur í. Þá var ekki slegið af frekar en þegar skipstjórinn var við stjórnvölinn. Það gustaði oft um hann pabba minn og þá fór það ekki framhjá neinum að þar var Jói Sím á ferð. Elsku mamma, ég vona að þú finnir frið og gleði um ókomin ár. Föður mínum, Jóa Sím, þakka ég samfylgdina gegnum lífið, Guð geymi þig, hvíl í friði. Þinn sonur, Guðmundur Friðrik Jóhannsson. Elsku pabbi. Er þú ert horf- inn koma upp minningar. Þú hjálpaðir okkur börnunum ef við báðum um eitthvað, fengum smáræðu um þitt álit, oft urðu líka breytingar. Fimmtán ára bað ég þig að kaupa fyrir mig skellinöðru. Þú á leið í siglingu á Kofra, ætlaðir að skoða málið. Er þú komst heim brá þeim litla; þú hafðir keypt mótorhjól. Þér þótti þetta fallegra hjól en nöðrurnar og það réð. Þú varst mikill íþróttamaður, varst með okkur púkunum á skíðum uppi í Hvammi, varst í fótbolta og hin seinni ár í golfi. Þú varst elsti maðurinn á svigskíðum á dalnum, fórst hin seinni ár eftir að þú komst í land í skíðaferðir erlendis með vinum og Gumma bróður, mikl- um skíðakappa. Oft var hiti yfir íþróttum og last þú yfir Arsen- al er illa gekk hjá þeim og er okkar lið spiluðu, við ekki alltaf sammála. Sem krakki fór ég með þér til sjós, á síld og net á Guð- mundi Péturs. Á sjónum unn- um við lengi saman, sem var mér góður skóli. 15 ára var ég fyrst skráður á Kofra. Þá árin á Bessa gamla og nýja. Þá sá maður kappið og áhugann við veiðarnar. Var ég oft uppi hjá þér og fékk lýsingar á veið- unum. Á flotinu kom nú kappið í ljós, þá lá á að koma trollinu í sjóinn á réttum stað og tíma. Heyrðist þá í kallkerfinu á dekki og menn vissu að nú yrði vel að ganga. Vönu mennirnir unnu hratt og vel en þeim óvönu þótti oft mikið ganga á en nú skyldi fiska. Gaman var fyrir unga strákinn að fylgjast með veiðunum, áhuginn skein af þér og lýsingar á hegðun þorsksins varst þú óþreytandi að útskýra. Þú varst afar feng- sæll og farsæll skipstjóri. Kynntist ég því frekar er ég fór að vinna með þér í brúnni hve athugull þú varst og vel vakinn yfir öryggi manna á dekki. Brýndir fyrir mér að vera vel á verði yfir að enginn væri úti í rennu að óþörfu, fyrir vírum og hættum er þar kynnu að leyn- ast. Það heyrðu menn í kall- kerfinu, svo þeir skildu og gleymdu ekki. Svona varstu til sjós, harður karl, ósérhlífinn, ákveðinn, gætinn og fastur á þínu. Er heim var komið og þú fórst að gera við hluti, mála, smíða eða laga, var betra að við Gummi styddum þig. Þú hafðir ekki í þér þetta fína er þá þurfti. Þú hlustaðir mikið á músík. Er þú komst úr sigl- ingum komstu með vínil með Presley, Jones, Humperdinck og áttir gott safn af góðri mús- ík. Þú hættir til sjós áramótin 95-96, þá tóku við áhugamálin sem voru skíði og golf. Tvö síð- ustu ár voru erfið, þú veiktist og erfiðara var að sinna áhuga- málum og öðru en þú varst samt á ferli, keyrðir inn á skíða- og golfsvæði og horfðir yfir svæðin. Í sumar fórum við og Helga Þórdís yngri í stórt skemmtiferðaskip hér í höfn- inni. Skipstjórinn sýndi okkur skipið og lýsti, bauð upp á veit- ingar og spjall. Þann dag sá ég þig yngjast og ljóma á ný. Börnum mínum varst þú góður afi, hjálpaðir og studdir við þeirra áhugamál og hvattir til dáða í íþróttum og námi. Nú á kveðjustund þakka ég allt er þú hefur kennt mér á lífsleiðinni og vona að þú öðlist nú eilífan frið. Bið góðan guð að veita mömmu styrk og frið á þessum erfiðu tíma. Guð geymi þig og varðveiti elsku pabbi. Þinn sonur, Björn. Mig langar til að koma að kveðju og þakklæti fyrir allt til góðs vinar, frænda og uppeld- isbróður míns, Jóa Sím. Þegar hugsað er til baka koma upp í hugann ófáar minningar frá okkar uppvaxtarárum. Það var stutt á fótboltavöllinn og var ófáum tímum eytt þar. Tíminn leið og sem ungur maður tók Jói Sím. skipstjórnarréttindi og átti hann mörg og farsæl ár í því starfi. Ég var það heppinn að fá skipsrúm til margra ára með mínum góða frænda og vini. Á þessum árum var það dugnaður, harka og áræðni sem gaf tekjur. Það var mikill upp- gangur í atvinnulífi á Ísafirði þar sem heimilt var að draga svo mörg tonn að landi sem kraftar og geta leyfðu. Oft var harðsótt á Vestfjarðarmið vegna veðurfars sem gat breyst með stuttum fyrirvara úr blíð- viðri í hörkubrælu. Þau mörgu ár sem ég var þeirrar gæfu að- njótandi að sækja sjó með Jóa Sím. stóð ávallt upp úr hversu varkár hann var og hugsaði fyrst og fremst um öryggi áhafnarinnar. Ekki er fært vestur svo ég get ekki verið viðstaddur hinstu för míns góða frænda og vinar. Ég og fjölskylda mín viljum senda ykkur, kæru vinir, Helga, Bjössi, Maja og Gummi og fjölskyldum ykkar, innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristján Friðrik Björnsson (Fiddi). Það er ótrúlegt hvað tíminn líður, honum afa fannst sér- staklega skrýtið að hann væri orðinn áttræður alveg. En svona er það víst, allir eldast og svo endar þetta alltaf einhvern tímann. Það fyrsta sem við hugsum um þegar við heyrum eitthvað um afa er ánægja af því að hann var sérstaklega fyndinn, alltaf syngjandi og tal- andi. Við höfðum líka alveg sömu áhugamál, skíði og fót- bolta. Við munum eftir því að í nánast hvert skipti sem við heimsóttum afa og ömmu sat afi í stólnum sínum og horfði á meistaradeildina. Þá settumst við oft við hliðina á honum og hlustuðum á hann tala um hvernig Arsenal gengi af því það var uppáhaldsliðið hans. Við trúum því að nú sé hann að skíða niður flottari brekkur uppi á himnum en þær sem hann hefur skíðað, þótt þær séu nú frekar margar. Þegar við systurnar fórum á skíði um helgina ákváðum við að skíða eina ferð fyrir afa þar sem við vissum að hann var þarna ein- hvers staðar með okkur í anda. Við erum mjög þakklátar fyrir að hafa kynnst þessum frábæra og skemmtilega manni sem við köllum stoltar afa okk- ar. Hann er og mun alltaf sitja fast í hjörtum okkar og þeirra sem hann þekktu. Við hugsum til hans á hverjum degi og vit- um að hann er hjá okkur og verndar okkur. Við vonum að guð muni vernda hann og varð- veita því hann er á góðum stað núna og vonum við einnig að hann geti hjálpað okkur að passa ömmu og láta henni líða vel. Helga Þórdís Björnsdóttir og Hanna Þórey Björns- dóttir, afastelpur. Jóhann Rósinkrans Símonarson  Fleiri minningargreinar um Jóhann Rósinkrans Símonarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Gísli Ástgeirs-son fæddist 14. nóvember 1926 á Syðri-Hömrum í Ásahreppi. Hann lést á dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu 17. desember 2013. Faðir Gísla var Ástgeir Gíslason, f. 24.12. 1872, d. 12.10. 1948. Móðir hans var Arndís Þorsteinsdóttir, f. 21.7. 1889, d. 23.11. 1979. Systkini hans voru Ingigerður, f. 1918, d. 2010, Ingveldur, f. 1920, d. 1989, Bjarnheiður, f. 1921, Steinunn, börn, Júlíu Önju, f. 2006, og Henrik Bóa, f. 2010. Guðmunda Dagbjört, f. 1979, maki hennar er Einar Ö. Ágústsson, f. 1979, og eiga þau tvö börn, Kötlu, f. 2000, og Eskil, f. 2005. Þóra Sif, f. 1989. 2) Erlingur, f. 24.4. 1959, fyrri kona Elín Guðrún Heiðmundsdóttir, f. 1956. Sam- býliskona hans er Ragnheiður Jónasdóttir. Elín og Erlingur eiga saman eina dóttur, Tinnu, f. 1980, hennar maki er Magnús Ragnarsson, f. 1982, og saman eiga þau þrjú börn, Óðin, f. 2006, Freyju, f. 2009, og Frosta, f. 2012. 3) Hrafnkell, f. 28.10. 1969, d. 4.8. 1982. Útför Gísla fer fram frá Kálf- holtskirkju í dag, 28. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 12.30. f. 1925, Sigurveig, f. 1929, d. 1993, og Guðbjörg Inga, f. 1933, d. 1991. Hinn 13. mars 1955 kvæntist Gísli Unni Sigríði Ósk- arsdóttur frá Skammbeins- stöðum, f. 9. apríl 1932. Börn þeirra: 1) Ásta, f. 26.11. 1954, eiginmaður hennar er Guðmundur Þ. Páls- son, f. 1953. Þeirra börn eru: Unnur María, f. 1978, maki hennar er Ásgeir Þ. Sigurðs- son, f. 1979, og eiga þau tvö Elsku afi, mikið var það sorg- legt að fá þær fréttir að þú værir dáinn. Minningar streyma fram og það fyrsta sem kemur upp í hugann er kraftmikill maður, bóndi af guðs náð og hestamaður mikill. En við erum þakklátar fyrir þær yndislegu stundir sem við áttum með þér og tengjast þær allar dvöl okkar á Syðri- Hömrum. Okkar elskulega sveit, Syðri-Hamrar, sem þú hlúðir að með mikilli ást og helgaðir líf þitt því að byggja upp. Þú mátt vera stoltur af sveitinni þinni og þínu lífsstarfi. Þú mátt vera glaður yfir því að það verður hugsað vel um sveitina þína og að minningin um þig mun ætíð verða á sveimi um Syðri-Hamra. Blessuð sértu sveitin mín sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín sumar, vetur, ár og daga. Þín barnabörn. Unnur María, Dagbjört og Þóra Sif. Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi ég jörð. Sveit er sáðmannskirkja, sáning bænagjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akur breiður blessun skaparans. (BÁ) Í vor verða sextíu ár liðin frá því að Gísli frændi minn og Unn- ur kona hans hófu búskap á Syðri-Hömrum í Ásahreppi. En foreldrar hans, þau Arndís Þor- steinsdóttir ljósmóðir og Ástgeir Gíslason, höfðu setið jörðina í hátt í fjörutíu ár. Hundrað ára búskaparsaga á miklum breyt- ingatímum er mikil saga í fjöl- skyldunni og landinu. Gísli unni jörð sinni og það gerðu systur hans og lengi kallaði móðir mín það að fara heim þegar hún fór í heimsóknir að Syðri-Hömrum. Bærinn stendur sunnan undir og í skjóli af lágum hamraklettum skammt ofan Steinslækjar. Gísli og Unnur bjuggu fremur litlu en snotru búi og komust vel af, bæði sparsöm og nýtin á alla hluti. Gísli var maður fálátur, umtalsgóður og tryggðatröll frændfólki sínu og vinum. Hans unun í búskapnum var sauðféð og hestarnir og vel hugsaði hann um bústofn sinn og eitt var víst að ráð var fyrir því gert að allar skepnur hefðu húsaskjól á Syðri-Hömrum. Gísli sótti mikla hamingju í að ríða út og sinna gæðingum sínum, hann átti góða og trausta reiðhesta. Hesta- mennskan var honum mikið áhugamál síðustu árin og fylgd- ist hann vel með og umræðuefni þrýtur aldrei þegar hestar eru annars vegar. Það var notalegt að koma í eldhúskrókinn hjá þeim hjónum, gestrisni og góð- vild blandaðist kaffiilmi og aldr- ei skorti meðlætið hjá Unni. Gísli frændi minn var staðfastur og traustur og sjálfum sér sam- kvæmur í öllu, hann unni sveit sinni og héraði. Síðustu árin urðu honum nokkuð erfið þegar heilsu þeirra hjóna tók að hraka því heima vildi hann helst vera, en þau hjón hafa dvalið á Lundi á Hellu í nokkurn tíma. Ég var svo lánsamur að heimsækja þau á jólaföstunni og sá hvað vel fór um þau og atlætið var gott á Lundi og Unnur ljómaði en heimþráin angraði hann. Þegar ég hafði spurt hann almennra frétta af mönnum og málefnum í Ásahreppi tók hann að tala um vorið sem kæmi að vetri loknum og þá ætlaði hann heim og von- aðist til að geta komist á hestbak og kannski riðið til Kálfholts- kirkju á Jónsmessunni í hesta- mannamessuna. Gísli er kvaddur með virðingu og þökk, nú er hann kominn heim og Sumarlandið með al- sælu og frið tekur hann í fang sér. Og þar angar blómabreiða og þar bíða hans nýjar reiðgöt- ur, þar safnast frændgarðurinn saman sumarkvöldin fögur og þeir Hrafnkell hittast á ný. Blessuð sé minning Gísla Ást- geirssonar. Guðni Ágústsson. Gísli Ástgeirsson Davíð útfararstjóri Jóhanna guðfræðingur útfararþjónusta Óli Pétur útfararstjóri Sími 551 3485, svarað allan sólarhringinn. Vefsíða www.udo.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.