Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook LANDROVER RANGE ROVERHSE Árgerð 2005, ekinn 179 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður og allt! Verð 4.390.000. Raðnr.283633 Hvíti jólajeppinn er í salnum! HUMMERH3 SUV Árgerð 2006, ekinn 107 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur, ABS, álfelgur. Verð 2.990.000. Skipti skoðuð á ódýrari. Rnr.151152 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar Starfsmenn Glugga og Garðhúsa hf. óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakka fyrir viðskiptin á því liðna. www.solskalar.is Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Gleðileg Jól Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Eigandi bílaleigunnar FairCar, Bjarki Hallsson, hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis bréf þar sem farið er fram á að lögum um vörugjald af innfluttum ökutækjum verði breytt. Ný ákvæði laganna tóku gildi fyrir um ári, þegar tekið var upp sérstakt leyfisgjald fyrir bílaleigur til að njóta lægri vörugjalda af ökutækj- um. Bjarki segir í erindinu að um mikla mismunun hafi verið að ræða og með breyttum lögum hafi stórum bílaleig- um verið hyglað. Breytingin var á þá leið að fyrir allt að 35 innflutt ökutæki þarf að greiða 1.750 þúsund krónur, 3.750 þúsund krónur fyrir 36-249 bíla og 6.750 þús. kr. fyrir 250 bíla og fleiri. Eftir því sem fleiri bílar eru fluttir inn, því minna gjald er greitt fyrir hvern bíl, ef bílaleigur ætla að njóta lækkunar á vörugjöldunum. Vegið að frjálsri samkeppni Þetta er Bjarki ósáttur við og bendir á að í sínu tilviki hafi hann flutt inn 27 bíla á þessu ári og greitt um- rætt gjald, eða 1.750 þúsund krónur, sem gerir um 65 þúsund krónur á hvern bíl. Á sama tíma hafi stór bíla- leiga flutt inn 1.000 bíla og greitt rúmar 6,7 milljónir fyrir það, eða 6.750 krónur á hvern bíl. „Ef við hefðum greitt það sama á hvert ökutæki og þeir greiddu þá hefðum við þurft að borga 182 þúsund krónur en ekki 1.750 þúsund krónur. Mönnum þætti það óeðlilegt ef til dæmis Atlantsolía þyrfti að greiða hærri opinber gjöld hlutfallslega á selda einingu en önnur stærri olíufé- lög því það félag flytur inn og selur minna magn,“ segir Bjarki og telur að með breytingu á lögunum í fyrra hafi Alþingi vegið að frjálsri samkeppni í rekstri bílaleiga hér á landi. Vonast hann til að núverandi stjórnvöld „leiðrétti misgjörðir for- vera sinna“. Bjarki hefur jafnframt vakið athygli Samkeppniseftirlitsins á málinu. Verið sé að mismuna fyr- irtækjum í samkeppnisrekstri. Segir hann margar aðrar minni bílaleigur vera í sömu sporum og FairCar. Geymt en ekki gleymt Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis hefur móttekið erindi FairCar en ekki tekið það fyrir á fundi. Pétur H. Blöndal, varaformaður nefndar- innar, segir þessa lagabreytingu um vörugjöld hafa runnið í gegnum þing- ið í fyrra á „einu korteri“. „Það hefur verið gagnrýnt að litlar bílaleigur eru þá að greiða meira fyrir hvern bíl heldur en þær stóru. Laga- breytingunni var ætlað að vinna gegn því að við yrðum hér með hundrað bílaleigur með örfáa bíla í rekstri, menn vilja ekki sjá of litlar einingar,“ segir Pétur. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að Alþingi breyti þessu á ný segir Pétur ekkert ákveðið um það. „Þetta var að mínu mati ekki sérlega sniðug lagasetning. Hún var ákveðin með stuttum fyrirvara og lítið rædd. Auð- vitað á að gilda þarna hagkvæmni stærðarinnar en ég veit ekki hvort svona gjaldtaka eftir stærð er besta leiðin til þess. Ég geri ráð fyrir að þegar farið verði í að vinda ofan af öll- um þeim sköttum sem settir voru í tíð fyrri ríkisstjórnar, þá verði þetta eitt af því. Þetta er geymt en ekki gleymt,“ segir Pétur og bendir á að síðasta ríkisstjórn hafi gert yfir 200 breytingar á skattalögum og þetta sé ein af þeim. Komið í veg fyrir misnotkun Gunnar Valur Sveinsson hjá Sam- tökum ferðaþjónustunnar (SAF) seg- ir enga atvinnugrein kalla af sjálfs- dáðum yfir sig auknar álögur og eflaust sé það alltaf álitamál hvað sé réttmætt og sanngjarnt í þeim efn- um. Bendir hann á að í tillögum til fjár- laga fyrir árið 2013, sem lagðar voru fram haustið 2012, hafi verið gert ráð fyrir gríðarlegum hækkunum vöru- gjalda á bílaleigur sem þó voru lítil- lega mildaðar. Á móti kom leyfis- gjaldið en Gunnar segir markmiðið með því hafa verið að koma í veg fyrir misnotkun á vörugjaldaafslætti. „Í nýsamþykktum fjárlögum fyrir árið 2014 gengur vörugjaldahækkun- in árið 2013 að vissu leyti til baka en það er skoðun SAF að bílaleigubílar sem atvinnutæki eigi ekki að bera vörugjöld yfirhöfuð. SAF hefur ávallt haft öryggi ferðamanna og gæði þjón- ustu að leiðarljósi enda fylgir því mik- il ábyrgð að láta bíl í hendur ferða- manna,“ segir hann. Telur minni bílaleig- um vera mismunað  Eigandi FairCar sendir þinginu beiðni um að breyta lögum  Þarf að greiða hærri gjöld til að njóta lægri vörugjalda Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílaleigur Lögum var breytt fyrir um ári vegna innflutnings á bílum. Gjald á innflutning » Samtök ferðaþjónustunnar mæltu með því að leyfisgjald yrði tekið upp, frekar en afnám undanþága frá vörugjöldum. » Óttuðust samtökin að draga myndi úr innflutningi, gjald- skrár bílaleiga myndu hækka og bílaleigur freistast til að endurnýja flotann hægar. Nýlega færði Sigurður H. Engil- bertsson, formaður Lionsklúbbs Seltjarnarness, fyrir hönd félaga sinna í klúbbnum, Leikskóla Sel- tjarnarness þrjár spjaldtölvur frá Apple að gjöf, sem Soffía Guð- mundsdóttir leikskólastjóri veitti viðtöku. Af því tilefni komu börnin saman í sal skólans og elstu börnin sungu nokkur jólalög við undirleik Sesselju Kristjánsdóttur söngkonu og starfsmanns leikskólans. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Leikskóli Seltjarnarness fær stuðn- ing frá Lionsmönnum því á síðasta ári færðu þeir skólanum einnig tvær spjaldtölvur að gjöf. Það var hugmynd Ingibjargar Jónsdóttur, sérkennslustjóra í leik- skólanum, að leita til Lionsklúbbs- ins um stuðning til tækjakaupa fyr- ir skólann en spjaldtölvur henta sérlega vel til sérkennslu. Einnig eru þær notaðar í skráningar, til gagnaöflunar á netinu og sam- skipta við foreldra svo fátt eitt sé nefnt. Færðu leikskólanum spjaldtölvur að gjöf Samband íslenskra kristniboðs- félaga (SÍK), í samstarfi við Póstinn, hefur nú hafið söfnun á notuðum frí- merkjum. Heiti verkefnisins er: Hendum ekki verðmætum! Söfnunin stendur til 31. janúar 2014 og er tek- ið við frímerkjum og umslögum á pósthúsum um land allt. Á árinu 2013 skilaði frímerkja- söfnun SÍK 2.787.993 kr. Skorað er á einstaklinga og fyr- irtæki að skila notuðum frímerkjum í safnkassa sem eru á öllum póst- húsum. Æskilegt er að fá frímerkin á umslögum en einnig er tekið við stökum frímerkjum. Allur ágóði rennur til þróunarstarfs á sviði menntunar barna, unglinga og full- orðinna í Eþíópíu og Keníu. Frímerkjum er einnig veitt mót- taka allan ársins hring á skrifstofum SÍK, Háaleitisbraut 58, og í Litla húsinu, Glerárgötu 1, Akureyri. Söfnun hafin á notuðum frímerkjum STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.